Morgunblaðið - 04.08.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Verbena
hinn fullkomni
sumarilmur
Sigmundur Ernir
Rúnarsson hefur
verið ráðinn rit-
stjóri Frétta-
blaðsins og jafn-
framt
aðalritstjóri út-
gáfufélagsins
Torgs ehf. Þetta
tilkynnti útgáfu-
félagið í gær.
Hann tekur við
af Jóni Þórissyni, sem ritstýrt hefur
blaðinu frá hausti 2019.
Sigmundur Ernir hóf blaða-
mennsku á síðdegisblaðinu Vísi fyrir
réttum 40 árum. Hann hefur einnig
starfað á Helgarpóstinum, Ríkis-
sjónvarpinu, Stöð 2, DV og sjón-
varpsöðinni Hringbraut.
Sigmundur var alþingismaður
Samfylkingarinnar í Norðaustur-
kjördæmi frá 2009 til 2013. Sig-
mundur er einnig kunnur af ritverk-
um sínum, en eftir hann liggur á
þriðja tug bóka.
Jón Þórisson hyggst snúa sér að
öðrum verkefnum, en hann er lög-
fræðingur frá HÍ. sisi@mbl.is
Nýr ritstjóri
Fréttablaðsins
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
fór í alls 113 sjúkraflutningaverk-
efni á einum sólarhring í byrjun
vikunnar. Þetta kemur fram á
Facebook-síðu slökkviliðsins. Þar
af voru 20 forgangsflutningar og 35
vegna kórónuveirunnar.
Dælubílar fóru hins vegar ein-
ungis í eitt útkall á þessum tíma.
Fram kemur að um minni háttar at-
vik var að ræða.
Fram kemur í færslu slökkviliðs-
ins að þótt seinasta helgi hafi verið
mjög annasöm hafi umferðin á
svæði Slökkviliðsins á höfuðborgar-
svæðinu gengið algjörlega slysa-
laust fyrir sig.
113 sjúkraflutningar
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeg-
inu í gær þegar málaður var regnbogi á Ing-
ólfsstræti, milli Hverfisgötu og Laugavegs.
Til stóð að halda hátíðina með hefðbundnu
sniði í ár en vegna heimsfaraldursins var það
ekki hægt. Fjölbreytt dagskrá verður þó í
boði á hátíðinni, sem stendur til 8. ágúst,
þrátt fyrir samkomutakmarkanir, að sögn
Ásgeirs Magnússonar, formanns hátíð-
arinnar.
„Það er ýmislegt hægt þó við búum við tak-
markanir. Við getum komið saman og verið
sýnileg á öruggan og ábyrgan hátt. Ég er
ánægður með hve marga viðburði teyminu
tókst að skipuleggja þrátt fyrir allt. Hér er-
um við fljót að sníða okkur pallíettustakk eft-
ir vexti,“ segir Ásgeir.
Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja bæta
aðgengi að hátíðinni og því verða nokkrir
viðburðir hennar í beinu streymi á Facebook-
síðu Hinsegin daga. „Við erum að taka okkur
á í aðgengismálum. Við skrifuðum undir sam-
starfssamning við Evrópusambandið á dög-
unum og það er að styrkja okkur sérstaklega
til að bæta aðgengismál á hátíðinni, hvort
sem það er með römpum fyrir bætt hjóla-
stólaaðgengi eða með því að hafa táknmáls-
túlka á viðburðum hátíðarinnar. Í ár verður
streymt frá opnunarhátíðinni og öllum
fræðsluviðburðunum og við verðum líka með
táknmálstúlk í öllu streymi.“
Gera hinseg-
in daga að-
gengilegri
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hátíð Það var líf og fjör þegar byrjað var að mála Ingólfsstræti í litum regnbogans í gær í tilefni Hinsegin daga.
12-15 ára börn
Á forsíðu og bls. 2 í blaðinu í gær
var ranglega farið með aldur barna
sem geta átt möguleika á að fá bólu-
efni hér á landi. Um 12-15 ára börn
yrði að ræða, ekki 12-18 ára. Beðist
er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT