Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Undanfarna mánuði hafa talibanar sótt í sig veðrið í Afganistan á sama tíma og herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalags- ins undirbúa brottför frá landinu eft- ir nærri 20 ára hersetu. Íbúar borgarinnar Lashkar Gah í Helmand-héraði í suðurhluta Afg- anistan búa nú við umsátur talibana, en þeir ráða nú meirihluta borgar- innar. Að minnsta kosti 40 óbreyttir borgarar hafa látist í kjölfar stríðs- átaka og eru íbúar því hvattir af yf- irvöldum til að forða sér og rýma borgina. Í yfirlýsingu segir Gen Sadat hershöfðingi, sem leiðir baráttuna gegn talibönum, að ekki einn einasti talibani yrði skilinn eftir á lífi í borg- inni. „Ég veit að það er mjög erfitt fyrir ykkur að yfirgefa heimili ykkar, það er erfitt fyrir okkur líka, en ef þú ert á flótta í nokkra daga skaltu fyr- irgefa okkur,“ segir Sadat í yfirlýs- ingunni. Ef borgin myndi falla í hendur talibana yrði það í fyrsta sinn síðan árið 2016 sem héraðshöfuð- borg yrði undir stjórn þeirra. Því yrði það þungt högg fyrir ríkis- stjórnina. Engin miskunn Íbúar Lashkar Gah búa við mikla skelfingu. „Hvorki talibanarn- ir né stjórnvöld sýna okkur neina miskunn með því að stöðva sprengju- tilræðin. Það eru lík á vegunum. Við vitum ekki hvort það eru óbreyttir borgarar eða talibanar,“ segir íbúi í samtali við fréttastofu BBC. Haft er eftir öðrum íbúa að þeir séu ráða- lausir um hvert þeir eigi að fara, það séu átök í öllum hornum borgarinn- ar. Bardagar standa einnig yfir í borginni Herat í vestri og Kandahar í suðri en eldflaugaárás talibana á sunnudag olli miklu tjóni á flugvelli Kandahar, sem er önnur stærsta borg Afganistan. Forseti landsins, Ashraf Ghani, gagnrýnir bandarísk stjórnvöld fyrir skyndilega brottför bandarísks herliðs og telur hana vera ástæðu átakanna. Bandaríkja- stjórn kveðst reiðubúin til að fjölga í hópi þeirra Afgana sem fái hæli í Bandaríkjunum. AFP Barist Miklir bardagar geisa nú í borgum í Afganistan. Hörð barátta um borgir í Afganistan - 40 óbreyttir borgarar Lashkar Gah-borgar látnir í kjölfar stríðsátaka - Ætla sér að útrýma öllum talibönum í borginni Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov fannst látinn í almennings- garði í Kænugarði í Úkraínu í gær. Shishov, sem var 26 ára gamall, var formaður félagasamtaka sem að- stoða hvítrússneska borgara við að flýja Hvíta-Rússland. Hann fannst hengdur í garðinum og er morðrann- sókn hafin á málinu. Shisov fór út að skokka í fyrradag en skilaði sér ekki til baka. Vinir hans segja að Shishov hafi verið veitt eftirför á síðustu misserum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að allir möguleikar verði skoð- aðir í rannsókn málsins, meðal ann- ars að ætlunin hafi verið að dulbúa morð sem sjálfsvíg. Saka Lukashenko um morð Margir Hvít-Rússar hafa flúið land, oft til Úkraínu, Póllands eða Litháen, í kjölfar fjöldamótmæla sem brutust út í fyrra í kjölfar for- setakosninga í landinu. Meðal þeirra sem flúðu var Shishov. Í kosning- unum var Alexander Lukashenko kosinn til sjötta kjörtímabils síns sem forseti. Kjörinu var víða mót- mælt sem yfirvöld hafa svarað með mikilli hörku. Félagasamtökin sem Shishov var í formennsku fyrir segja að þeim hafi ítrekað borist hótanir frá yfirvöldum og saka samtökin stjórn Lukashenko um morðið á Shi- sov. Sameinuðu þjóðirnar segja dauða hans auka áhyggjur þeirra af ástandinu í Hvíta-Rússlandi og kalla eftir rannsókn á málinu. Mikið hefur borið á fréttum um aðgerðir yfir- valda í Hvíta-Rússlandi gegn stjórnarandstæðingum undanfarið. Í fyrradag var sagt frá því að hvítrúss- neska frjálsíþróttakonan Krystsina Tsimanovskaya hafi fengið landvist- arleyfi í Póllandi eftir að hún sagðist óttast um öryggi sitt í heimalandinu. Þá vakti það heimsathygli þegar blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn í maí eftir að flugvél sem hann ferðaðist með var neydd til lendingar í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands. urdur@mbl.is Fannst látinn í lystigarði - Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov fannst hengdur í garði - Var veitt eftirför á síðustu misserum AFP Aðgerðasinni Shishov var 26 ára. Pandabjörninn Huan Huan eignaðist tvíbura í franska dýragarðinum Beauval í fyrradag. „Þeir eru mjög líf- legir, bleikir og bústnir,“ segir í tilkynningu frá dýra- garðinum. Forsetafrú Kína mun nefna nýju tvíburana. Æxlun pandabjarna gengur oft erfiðlega en einungis um 1.800 birnir finnast villtir. Tvíburarnir eru þó ekki fyrstu afkvæmi Huan Huan því árið 2017 eignaðist hún Yuan Meng sem á nú að senda til Kína frá Frakklandi. AFP Huan Huan eignaðist tvíbura Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan tilkynntu í gær að allir íbú- ar borgarinnar, ellefu milljónir, yrðu skimaðir fyrir Covid-19. Fyrstu tilfelli veirunnar hafa nú greinst í borginni í meira en ár eftir að sjö farandverkamenn greindust smitaðir. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í heiminum greindust í Wuhan í desember árið 2019. Smitum fer fjölgandi í Kína í kjölfar Delta-afbrigðis veirunnar en um 300 manns hafa greinst smitaðir í 15 héruðum landsins á tíu dögum. Uppruna smitanna má rekja til hópsýkingar sem kom upp á meðal hreingerningastarfsfólks á flugvellinum í Nanjing-borg í Ji- angsu-héraði. Í kjölfarið hafa allir íbúar borgarinnar, 9,2 milljónir, verið skimaðir að minnsta kosti þrisvar sinnum. Íbúum heilu borg- anna í Kína er nú gert að halda sig heima, samgöngur hafa verið lágmarkaðar og fjöldaskimanir hafa verið settar á laggirnar. KÍNA Kórónuveiran snýr aftur til Wuhan-borgar AFP Skimun Allir íbúar Wuhan, ellefu milljónir, verða skimaðir vegna fjölgunar smita. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, áreitti að minnsta kosti ellefu kon- ur kynferðislega að því er fram kemur í niðurstöðum skýrslu vegna óháðrar rannsóknar á ásök- unum í garð ríkisstjórans. Letitia James, dómsmálaráðherra ríkisins, tilkynnti um niðurstöðurnar á blaðamannafundi í gær. Í skýrslunni, sem telur 163 blað- síður, er fjallað um atferli sem sagt er vera brot á lögum alrík- isins og New York-ríkis og hefur héraðsaksóknari í Albany, höfuð- borg ríkisins, hafið sakamála- rannsókn, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Ríkis- stjórinn er sagður hafa áreitt kon- ur á vinnustað sínum með óum- beðinni snertingu og óviðeigandi ummælum. Cuomo neitar sök. BANDARÍKIN Sætir sakamálarannsókn vegna áreitis AFP Neitar Ríkisstjórinn Andrew Cuomo er sagður hafa áreitt ellefu konur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.