Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.08.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það styttist í að Banda- ríkin minn- ist þess að 20 ár séu frá árásunum á tvíburaturnana í NY og á Pentagon-bygginguna. Byggingin sú er táknræn mjög. Kunn um veröldina sem risa- vaxin yfirlýsing, um hernaðar- mátt Bandaríkjanna. Tugir þús- unda mæta þar til vinnu og hafa talið vinnustaðinn þann örugg- asta í heimi. Einni sprengju enn, í gervi farþegaþotu, var sennilega ætlað að lenda á sjálfu Hvíta húsinu. Bandaríkin höfðu, seinþreytt til þeirra vandræða, tekið þátt í tveimur heimsstyrjöldum. Þau höfðu stöðvað útþenslu komm- únista í Kóreu, en her þeirra fór þá undir merkjum S.þ. Yfir- burðir þeirra sýndu þá ósigr- andi. Sú yfirskrift breyttist með Víetnam. Og nú á næstu vikum verða átökin um Afgan- istan færð til bókar með enn lakari útkomu, þótt mannfall hafi verið þolanlegra. Bandaríkin náðu vissulega markmiðum sínum í Afganistan eftir að talibanar voru hraktir á flótta, þótt þeir væru ekki farn- ir. Fjórum mánuðum áður en 10 ár voru frá „11. september“ var Osama bin Laden veginn af vígasveit Bandaríkjanna. Og miklu fyrr varð svipaður árang- ur í Írak þar sem styrjöldin fór mun seinna af stað en í Afgan- istan. Þá hengdu írösk yfirvöld Saddam Hussein, gamlan ógn- vald þjóðar sinnar. Hussein tókst að telja Bandaríkjunum trú um að herstyrkur hans væri mun meiri en á daginn kom. „Skriðdýrin frá Washington munu kremjast í frumeindir í móður allra styrjalda,“ sagði karlinn. Bandaríkin hafa haft trölla- trú á að byggja hernaðar- atlögur á yfirþyrmandi afli (overwhelming Shock and Awe) sem lami vilja óvinarins til allr- ar mótspyrnu. Aðgerðin í Írak heppnaðist fullkomlega að þessu leyti.Frægast varð þegar að þessi Goebbels Saddams var í mynd á blaðamannafundi í Bagdad og sagði Bandaríkja- menn hafa lent í miklum og óvæntum ógöngum í herferð sinni í Írak. Þá sáust banda- rísku skriðdrekarnir í bak- grunni í Bagdad án nokkurrar sjáanlegrar andspyrnu! Innrás- arhernum var vel tekið, enda einræðisherrann illa séður. En fögnuðurinn stóð stutt. Og það var einmitt „the overwhelming power“ sem kom í bakið á sigur- vegaranum. Helstu brýr, vega- kerfi og flugvellir og aðrir inn- viðir höfðu verið sprengdir í loft upp. Rafmagnsver, vatnsveitur og annað þess háttar sömuleið- is. Rétt mat á hernaðargetu Saddams hefði sýnt slíka eyði- leggingu óþarfa. En hún tryggði að vonir um betri til- veru með falli harð- stjórans féllu í grýtta jörð. Saddam hafði nær alfarið stutt sig við kynþátt sinn súnníta, sem voru í minnihluta í Írak gagnvar sjítum. Hug- mynda- og lýðræðisfræðingar Bandaríkjahers sáu í hendi sér að það gæti ekki gengið. Súnn- ítum var því sópað út úr stjórn- kerfinu en sjítum inn, klerk- unum í Teheran til óvæntrar gleði. Íraksstríðið hafði notið almenns stuðnings í Bandaríkj- unum og góð samstaða um inn- rásina á þingi. Joe Biden var þannig ákafur stuðningsmaður hennar, þótt hann hafi síðar reynt að færa stuðning sinn í veikari búning. Persónugervingur innrásar- innar í Afganistan var Osama bin Laden. Þótt mætti ættfæra hann til Sádi-Arabíu var hann í augum heimsins maðurinn með vélbyssuna í Tora Bora- hellunum. Bandarískir stjórn- málamenn hefðu ekki lifað það af pólitískt ef ekki yrði sótt með öllu afli að morðingjanum, tor- tímanda þúsunda á meginlandi mesta ríkis samtímans sem hafði snúið á öflugustu leyni- þjónustur veraldrar. Niðurlæg- ingunni, sem sveið undan, var komið í stundarskjól í skugga stríðs í Afganistan og svo í Írak, þótt það síðarnefnda hefði ekki bein tengsl við „11. sept.“ Hefndarstríðin sem Bush forseti kynnti og nutu alls- herjar stuðnings í þinginu gengu vel framan af, þótt það skyggði á að bin Laden kæmist undan úr Tora Bora-hellunum og það á hestbaki! Spurðist svo lítt af honum uns bandarísk sér- sveit réð hann af dögum 1. maí 2011. Obama stefndi í framhaldi þess að því að draga hersveitir að mestu burt úr Afganistan á tíu ára tímamóti 11. september. Hann neyddist þó til að auka hernaðarlegan viðbúnað á ný. Trump, eftirmaður hans, vildi koma hernum burt úr Afganist- an en lenti í svipuðum aftur- kippum og Obama hafði gert. Biden kynnti svo að banda- rískur her skyldi farinn frá Afg- anistan 11. september 2021, á 20 ára „afmæli“ árásanna á turnana 2 og Pentagon. Ýmsir finna að því að þessir afmælis- dagar árásanna séu í tvígang kynntir sem lokastund endan- legrar uppgjafar Bandaríkj- anna gagnvart talibönum. En bandarískir stjórnmála- menn eru meðvitaðir um að kjósendur vilja fæstir hafa her- lið lengur í Afganistan eða í Írak, enda muni lengra stríði ekki ljúka með sigri andstæð- inga talibana og lýðræðis í ein- hverri mynd. Stríðið í Afganistan er tapað og það hefur gerst áður} Töpuðum stríðum fjölgar Í vor lést Poul Schlüter, sem lengst allra var forsætisráðherra í Danmörku eftir stríð. Þegar hann lést voru fréttaskýr- endur í Danmörku sammála um að ákvörðunin um að festa dönsku krón- una við þýska markið myndi halda nafni hans lengst á lofti. Hann fórnaði sjálfstæðum gjald- miðli fyrir stöðugleika. Árið 1990 voru kosn- ingar í Danmörku og Íhaldsmenn notuðu plak- öt með mynd af Schlüter með yfirskriftinni: Hvem ellers? eða Hver annar? Þetta gerðist ekki í einu vetfangi. Fastgeng- isstefnan var tekin upp árið 1982, en fyrstu árin þurfti ítrekað að fella gengi dönsku krónunnar gagnvart markinu. Ástæðan var að verðbólga var á þessum árum meiri í Danmörku en í Þýskalandi. Árið 1986, eftir fjögra ára aðlögun, var gengið svo fest, fyrst við markið og svo evr- una frá 1999. Formlega er markmiðið að halda sveiflum innan +/-2,25% frá gengi evrunnar, en í raun eru frávikin smá titringur fremur en sveiflur. Fáir draga í efa að stöðugleikann í dönsku efnahagslífi undanfarna áratugi megi þakka því að gengi gjaldmiðils- ins er fast. Fólk getur treyst því að virði peninganna verði það sama eftir ár og það var í gær. Danir hafa reyndar hafnað því að taka upp evruna sem gjaldmiðil, þó að þeir noti hana í raun (með mynd af drottningunni). Þessi sér- viska er ekki ókeypis. Í kreppunni árið 2008 þurftu Danir að hækka stýrivexti talsvert umfram evrulöndin sem olli dönskum fyrirtækjum nokkrum aukakostnaði. Markmiðið um stöðuga krónu hélst þó í Danmörku meðan sú norska og sænska veiktust og ræfillinn á Ís- landi varð nánast verðlaus og ekki nýtilegur í viðskiptum milli landa. Á sama tíma og danska krónan haggaðist ekki gagnvart evru má segja að krónan hafi hrunið. Í byrjun september 2008 var skráð gengi evrunnar um 120 krónur. Mánuði seinna ákváðu bankastjórar Seðlabankans að lána Kaupþingi gjaldeyrisvarasjóð landsmanna, degi áður er bankinn varð gjaldþrota. Í kjölfar- ið hrundi gengi krónunnar. Opinberlega fór evran í 190 krónur í höftum, en á frjálsum afla- ndsmarkaði í 300 krónur. Krónan missti 60% af verðgildi sínu, nánast á einni nóttu. En það þarf ekki að fara svona langt aftur í tímann til þess að sjá afrek krónunnar. Á sjö mánuðum í fyrra rýrnaði hún um tæplega 20% gagnvart evru. Gengisbreytingar eru tilfærsla á verðmætum. Þeir ríku geta varið sig, ólíkt hinum. Hagfræðingar þegja flestir þunnu hljóði yfir þessari gengisóstjórn. Sjálfstæð skoðun gæti komið þeim í ónáð hjá þröngsýnum stjórnvöldum. Það er einfaldast að halda kjafti og vera sætir. Íslendingar reyndu fastgengisstefnu fyrir aldarfjórð- ungi með góðum árangri. Verðbólga lækkaði og efnahags- lífið var í jafnvægi í nokkur ár. En svo sprungu menn á limminu og gáfust upp á stöðugleikanum. Við áttum engan Schlüter. Og eigum ekki enn. Benedikt Jóhannesson Pistill Okkur vantar alvöruleiðtoga Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Í skoðun er að gefa viðkvæm- um hópum þriðja skammtinn af bóluefni gegn alvarlegum veikindum vegna Covid-19, enda sé ekki vitað hve vel bólusetn- ingin verndar þá. Rúmur helmingur þeirra sem hafa lagst inn á Landspít- alann vegna Covid-19 er bólusettur. Ísraelar byrjuðu að gefa fullbólusettu fólki yfir sextugt örvunarskammta, síðasta föstudag. Þjóðverjar munu gera slíkt hið sama 1. september. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir hefur ítrekað minnt á að far- aldrinum sé hvergi lokið fyrr en hon- um lýkur alls staðar. Bólusetningar- staða í heiminum er ýkja ójöfn í dag. Samkvæmt gögnum sem New York Times styðst við, hafa 84 prósent skammta verið gefin í hinum efna- meiri ríkjum, en aðeins 0,3 prósent í fátækari löndum. Á Íslandi teljast í dag 86 prósent þeirra sem eru 16 ára og eldri, til fullbólusettra, en í mörg- um löndum nær hlutfall bólusettra ekki tíu prósentum. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfir- læknir á ónæmisdeild, bendir á að það sé meiri vörn fyrir íslenskt sam- félag að heimsbyggðin verði bólusett til að hefta útbreiðslu og stökkbreyt- ingu veirunnar. Meðan svo stór hluti hafi ekki aðgang að bóluefni sé það tímaspursmál hvenær enn skæðara afbrigði kemur fram. Að hans mati væri gott að gefa þeim sem eru með ónæmisvanda þriðja skammtinn, en ekki þeim sem hafa enga undirliggj- andi áhættuþætti. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, metur það svo að fræðilega væri hið besta mál að hefja bólusetningar með þriðja skammtinum. Ef litið er hnattrænt á stöðuna sé, aftur á móti, mikilvægast fyrir alþjóðasamfélagið, að bólusetja sem flesta. „Það þarf örvunarskammt eftir Janssen og ekki ólíklegt að það þurfi örvunarskammt eftir Pfizer og Mod- erna líka, því það leið svo stuttur tími milli fyrstu og annarrar sprautu,“ segir Már. Ef marka má niðurstöður rannsóknar Pfizer, gæti vörnin verið farin að dvína hjá þeim sem voru bólusettir fyrst, heilbrigð- isstarfsfólki og eldri borgurum. Már segist ekki sjá ummerki um það enn þá en telur þó að það væri mikilvægt að geta gefið þessum hópum örv- unarskammt. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, telur sjálf- sagt mál að gefa viðkvæmum hópum þriðja skammtinn en fyrst þurfi að ljúka við að gefa Janssen-þegum fyrsta örvunarskammtinn. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ekki er ráðist í bólusetningarherferð núna,“ segir Kári, en honum hefði þótt eðli- legast að bólusetja alla þá 50.000 sem fengu Janssen, í þessari viku. „Það er ekki hægt að sætta sig við mán- aðar sumarfrí frá bólusetningum í miðjum faraldri.“ Bólusetningar virðast ekki virka vel sem smitvarnir en þær hafa reynst góð vörn gegn alvarlegum veikindum smitaðra. Kári segir viðbúið að hver bylgjan á fætur ann- arri berist til landsins uns 75 til 80 prósent þjóðarinnar hefur smitast. „Við þurfum bara að tryggja að hver bylgja sé ekki svo stór að hún bugi heilbrigðiskerfið og bugi atvinnuvegi þjóðarinnar.“ Aðspurður hvort hann telji þörf á að bólusetja alla þjóðina með þriðja skammti Pfizer segir Kári það fara eftir skilgreiningu á hugtakinu þörf. Það auki varnir að bólusetja með þriðju sprautu og eftir því sem varnir séu betri, þeim mun minni hætta sé á að fólk veikist. „Það er ekki ólíklegt að smitvarnir aukist líka með þriðju sprautu en aðalávinningurinn er að koma í veg fyrir að menn verði lasn- ir.“ Bólusetning barna hefur verið í umræðunni og útlit er fyrir að það sé næsta verkefni á eftir seinni bólu- setningu Janssen-þega. Í ljósi þess að Ísland virðist eiga nægilegt magn af bóluefni, sér Kári enga ástæðu til annars en að gera hvort tveggja á sama tíma, bólusetja börn og við- kvæma hópa. Hann lofar frammi- stöðu heilsugæslunnar í síðustu bólusetningarherferð, fara þurfi í aðra slíka herferð. Þrjár sprautur fyrir viðkvæma eða alla Morgunblaðið/Eggert Herferð Kári hefði viljað sjá alla Janssen-þega endurbólusetta í vikunni. Pfizer hefur birt niðurstöður úr rannsókn sem sýnir fram á að mótefni fólks, á aldrinum 18 til 55 ára, fimmfaldist gegn Delta-afbrigði Covid-19 með þriðju sprautu af bóluefninu. Ekki er vitað hvort það hafi endilega í för með sér betri vörn. Niðurstöðurnar bentu til þess að vörn bóluefnisins eftir tvo skammta, skryppi töluvert saman að sex mánuðum liðnum. Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna lýsti því yfir að þriðji skammturinn sé ekki nauðsynlegur og að það sé ekki undir fyrirtækjum, eins og Pfizer, komið að leggja mat á það hvort þörf sé á slíku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur ekki mikið fyrir þessa rannsókn lyfjarisans á eigin bóluefni og telur að það væri mikilvægt að fá niðurstöður frá óháðum aðila þó að lyfjafyrirtækin hafi sýnt af sér gott siðferði til þessa. Vísbending um að vörn versni NIÐURSTÖÐUR ÚR RANNSÓKN PFIZER Á EIGIN BÓLUEFNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.