Morgunblaðið - 04.08.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021
✝
Steinunn Jóns-
dóttir fæddist
11. nóvember 1933
í Hafnarfirði og
ólst þar upp í for-
eldrahúsum á Öldu-
götu 12. Hún lést
19. júlí 2021 á
hjúkrunarheimili
Hrafnistu á Laug-
arási.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Björney Jakobína
Hallgrímsdóttir, kennari og
húsmóðir, f. 28.4. 1904 í Bald-
ursheimi í Mývatnssveit, d. 22.4.
1995, og Jón Jónsson fram-
kvæmdastjóri, f. 25.9. 1908 á
Langekru í Oddahverfi á Rang-
árvöllum, d. 19.3. 2002.
Bróðir Steinunnar var Þór-
hallur Þrastar, f. 7.2. 1931, d.
29.4. 2018. Kona hans var Elín
Ósk Guðjónsdóttir, f. 11.8. 1928,
d. 20.2. 2012. Systir Steinunnar
er Hallbera Kolbrún, f. 14.5.
1944. Maður hennar var Pétur
Gylfi Axelsson, f. 11.10. 1938, d.
11.8. 1999.
Hinn 25.9. 1955 giftist Stein-
unn Þorvaldi S. Þorvaldssyni,
arkitekt og Hafnfirðingi, f. 21.3.
1933. Börn þeirra eru: 1) Jón
Þór arkitekt Teiknistofunni Úti
og inni, f. 2.12. 1956, maki Guð-
rún Anna Ingólfsdóttir, hús-
móðir og sér um bókhald Úti og
inni, f. 17.11. 1956. Börn þeirra
eyrar. Börn þeirra eru a) Herdís
Hlíf, listakona og nemi í
Listaháskóla Íslands, f. 26.4.
1999, sambýlismaður Broddi
Gautason húsasmíðanemi, f.
28.8. 1999, og b) Lúkas Hákon
námsmaður, f. 29.4. 2004.
Eftir nám og störf í Dan-
mörku fluttu þau Steinunn og
Þorvaldur S. heim til Íslands
1963 og bjuggu á Dunhaga 19
þar til þau fluttu 1970 í hús sem
þau byggðu og Þorvaldur S.
hannaði í Hábæ 39 í Árbæ. Árið
2017 fluttu þau í íbúð í Mörkinni
við Suðurlandsbraut. Síðustu
mánuði hefur Steinunn dvalið í
Hrafnistu á Laugarási. Þau hjón
gengu saman í Flensborg í
Hafnarfirði 1947 til 1950 og síð-
an saman í MR 1950 til 1954.
Þau giftu sig í Danmörku 1955
og tvö fyrstu börnin fæddust
þar. Steinunn starfaði
Danmerkurárin hjá Flugfélagi
Íslands í Kaupmannahöfn. Þor-
valdur Bjarni bættist í hópinn á
Dunhaga og Steinunn sá um
heimili og börn. Hún starfaði
síðar í Byggingarþjónustu Arki-
tektafélags Íslands og sá um
bókhald Teiknistofu Manfreðs
og Þorvaldar S. um skeið. Hún
var um tíma í stjórn nemenda-
sambands MR og Dansk-
íslenska félagsins.
Útförin fer fram frá Árbæjar-
kirkju í dag, 4. ágúst 2021,
klukkan 13.
eru a) Steinunn
arkitekt, f. 20.6.
1980, gift Þresti
Erlingssyni, eftir-
litsmanni flug-
rekstrardeildar, f.
19.6. 1975. Sameig-
inleg börn þeirra
eru Anna María,
Hrafnkell, Heiðdís,
Kristófer Þór og
Þröstur Erling.
Þannig er Steinunn
fimmföld
langamma. b) Elina María, cand.
med., f. 19.8. 1996, sambýlis-
kona Ásdís Margrét Ólafsdóttir
f. 17.11. 1994, stundar listnám í
Danmörku. 2) Herdís Sif, land-
fræðingur og flugfreyja, f. 22.2.
1962, fyrrverandi eiginmaður
Finnur Orri Thorlacius, f. 25.12.
1963. Börn þeirra eru a) Sindri
Snær, tónlistarmaður og versl-
unarmaður, f. 24.6. 1990, sam-
býliskona Sólrún Dís Kolbeins-
dóttir, nemi á lokastigi í
dýralækningum, f. 23.2. 1991,
og b) Snædís Sunna fornleifa-
fræðingur, f. 23.2. 1997, sam-
býlismaður Arthur Knut Farest-
veit fornleifafræðingur, f. 6.10.
1995. 3) Þorvaldur Bjarni, tón-
skáld, tónlistarstjóri Menning-
arfélags Akureyrar og fram-
kvæmdastjóri Sinfonia Nord, f.
3.3. 1966, maki Þórunn Geirs-
dóttir, sýningar- og skipulags-
stjóri Menningarfélags Akur-
Hlýja, vernd, heimili, hjálpsemi,
skarpskyggni, húmor, ást, traust,
hógværð. Þessi orð koma upp í
hugann þegar ég hugsa til
mömmu.
Hún var alltaf til í að hjálpa,
vernda og leiðbeina, en passaði
alltaf að ofvernda ekki því hún
vissi að það væri okkur fyrir bestu
að geta staðið á eigin fótum. Ég
man enn þá (ótrúlegt) þegar hún
hvatti mig til að labba sjálfur síð-
asta spölinn að gæsluvellinum við
Dunhagann þar sem við bjuggum
og svo síðar að labba sjálfur heim
(um 100 metra). Ég var alveg
dauðskelkaður en síðan ótrúlega
stoltur þegar mér loksins tókst að
gera það einn. Fyrsta skrefið til
sjálfstæðis. Seinna kom í ljós að
hún fylgdist auðvitað með í leyni.
Þetta var skapalónið að því hvern-
ig við fórum í gegnum lífið saman.
Hún var aldrei krefjandi en alltaf
leiðbeinandi.
Mamma var með fallega áru yf-
ir sér og afar falleg kona. Hún
hafði sinn stíl sem oft vakti að-
dáun. Einu sinni þegar ég var ung-
ur að vinna í miðasölu Háskólabíós
sat ég þar með tveimur vinkonum
mínum á táningsaldri. Sé ég ekki
hvar mamma kemur allt í einu
gangandi í átt að Landsbankanum
sem var þarna við hliðina. Heyrist
ekki í annarri stúlkunni: „Nauj
nauj sjáiði pæjuna þarna!“ Þá var
mamma á sextugsaldri! Ég býst
við að maður hafi lært ýmislegt af
henni varðandi stíl því þegar 80tís
byrjaði var hún farin að lána
manni úr fataskápnum sínum.
Alltaf til í að aðstoða.
Mamma var frábær kokkur og
þótti meðal vina minna elda afar
elegant rétti og stundum jafnvel
framandi. Hún kveikti með okkur
vinunum í Árbæ matarást sem
mun vara út lífið. Italiensk forår-
skylling, milljonböf, grilluð rif,
svínasteik með pöru og kjöt í karríi
eru réttir sem hoppa upp í hugann
og svo fjöldi tilraunarétta með
lambalifur. Lostæti!
Hún hafði mikinn skilning á
unglingaveikinni hjá okkur börn-
um hennar. Í stað þess að stjórna
með boðum og bönnum kom leið-
beinandinn fram enn á ný. Hún
vissi alveg að við krakkarnir vær-
um að reyna að kaupa landa, sumir
að sniffa og aðrir að stela brenni-
víni úr vínskápum foreldra sinna.
Hún þóttist ekki taka eftir slíku en
í staðinn bauð hún manni að kynn-
ast bragðinu af góðu léttvíni, bjór
og einstaka kokteil. Þá hurfu þessi
gambramál alveg eins og dögg fyr-
ir sólu. Sömu aðferð var beitt í ásta-
málum okkar unglinganna; engin
boð eða bönn en kannski smá hint
að því hvað væri viðeigandi þannig
að maður lærði að bera ábyrgð í
þeim málum líka. Og maður gat séð
í augum mömmu þegar maður
hafði loksins valið rétt, skarp-
skyggnin.
Steinunn Jónsdóttir, ég er for-
sjóninni afar þakklátur að hafa
fengið að eiga þig fyrir mömmu, ég
einfaldlega hefði ekki getað verið
heppnari. Þú áttir langt og farsælt
líf með honum elsku pabba alveg
frá því að þið voruð sex ára, sem er
alveg einstakt. Nú er víst kominn
tími til að kveðjast í bili. Ég veit að
þú ert á góða staðnum og ég vona
að ég fái að sjá þig þar þegar minn
tími kemur. Bless á meðan mamma
mín.
F.h. barnanna í Hábæ 39,
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson.
Elsku fallega tengdamamma.
Mikið á ég erfitt með að setjast nið-
ur og skrifa minningarorð um þig.
Á svo mikið af fallegum minningum
enda kynntist ég syni þínum,
Jónsa, 1973. Ein af þessum góðu er
þegar við Jónsi og Elina María fór-
um með ykkur tengdapabba til
Danmerkur í tengslum við 60 ára
brúðkaupsafmæli ykkar. Heim-
sóttum alla staðina sem þið bjugg-
uð á, ásamt því að skoða kirkjuna
sem þið giftuð ykkur í. Fórum svo í
bæjarrölt og þið tengdapabbi
hoppuðuð á trampólíni niðri við
höfn, yndisleg ferð.
Þú varst mikil blómakona og
ræktaðir öll ykkar sumarblóm frá
fræi. Við nutum góðs af þessu og
fengum alltaf nokkur þeirra sem
voru gróðursett í okkar garði og
heitir beðið Hábæjarbeðið!
Síðustu dagana á meðal okkar
varstu pínulítil eins og þú sagðir
sjálf og vildir helst lúra en kíktir
öðru hvoru með öðru auganu á okk-
ur. Einn daginn komum við með
langömmustrákana þína Þröst Er-
ling sex og Kristófer Þór tíu ára.
Þegar þú heyrðir í þeim glaðvakn-
aðir þú, brostir þínu fallega brosi
og spjallaðir við okkur og þeir
fengu að knúsa þig. Á leiðinni út frá
þér sneri Kristófer Þór sér að þér
og sagði: „Ég elska þig.“ Amma
brosti til hans og sendi honum loft-
koss í kveðjuskyni og veifaði okkur.
Elsku tengdamamma, hvíldu í
friði.
Þín tengdadóttir,
Guðrún Anna.
Yndislega fallega og góða
amma mín er farin á vit ævintýr-
anna. Er alveg viss um að hún sé á
fallegum stað og að þegar minn
tími kemur þá muni hún taka á
móti mér með opinn faðm, bros á
vör og nývaralituð með rauðum
Chanel-varalit. Hún var svo mikil
dama, heldur því pottþétt áfram á
næsta stað. Minningarnar hellast
yfir mig í sorginni en í senn verma
hjartað. Ég sit með bros á vör og
hugsa um tímann með nöfnu
minni. Við tvær að horfa á Der-
rick-þátt og afi að færa okkur eitt-
hvað gott að drekka og hnetur,
morgunmatur á bakka í rúmið,
sundferðir þar sem ég vildi sund-
hettu alveg eins og amma, skart-
gripaskoðun, því þú áttir svo fal-
lega gripi sem ég fékk að máta, ég
fékk oft að taka til í förðunarskúff-
unni, mikið þótti mér það gaman
og prófa nokkra varaliti í leiðinni.
Hef alltaf hugsað: Ég ætla að
verða alveg eins og amma Stein-
unn, hún er svo mikil dama.
Hún ilmaði líka alltaf eins og
blómarós, ekki fá skiptin sem ég
læddist inn í skápinn og sprautaði
á mig ömmuilmi. Amma kenndi
mér líka að strauja, pressa föt,
halda nöglunum fallegum, leggja á
borð og elska blóm og gróður.
Þetta er brot af fallegum minn-
ingum. Þetta er einmitt það sem
skiptir máli; að skapa minningar
með fólkinu sínu á meðan við get-
um. Það er það sem kallast ríki-
dæmi. Elsku amma mín, við
sjáumst aftur. Ég vinka litla putta
upp til himna og ég veit að þú
munt vinka á móti.
Elska þig.
Fyrir hönd barnabarnanna,
Steinunn Jónsdóttir.
Kveðja frá MR ’54
Örlögin raða fólki oft skemmti-
lega saman í lífinu. Haustið 1950
settust ríflega hundrað unglingar
á skólabekk í gamla Lærða skól-
anum við Lækjargötu. Þó að við
kæmum víða að, sum þekktust
fyrir og önnur ekki, myndaðist
brátt vinátta sem varir enn og hef-
ur þessi árgangur fengið orð á sig
fyrir einstaka samheldni.
Í þessum góða hópi var hún
Steinunn okkar, sem við kveðjum í
dag, og kom úr Hafnarfirði, fríð og
ljúf og flestum kvenlegum dyggð-
um búin. Ekki laust við að ýmsir
litu hana hýru auga. En við það
var ekki komandi; úr Hafnarfirði
kom líka strákur og hún leit ekki
við öðrum. Þetta var Þorvaldur S.
Þorvaldsson sem nokkrum árum
síðar var orðinn inspector okkar
og síðar virtur arkitekt.
Þau biðu ekki boðanna og
gengu í hjónaband sama ár og við
lukum stúdentsprófi; þá komin til
Kaupmannahafnar, hún til starfa
fyrir Flugfélag Íslands, hann til að
nema húsagerðarlistina. Svo
komu börnin og eru þrjú og eiga
öll velgengni að fagna. En að lok-
inni Kaupmannahafnardvölinni
bjó Steinunn þeim öllum vistlegt
heimili og rómað fyrir gestrisni
þeirra, ekki síst eftir að bóndinn
reisti þeim hús í Árbænum þar
sem gott dæmi um fallegan arki-
tektúr og náttúrulegt umhverfi
fallast í faðma.
Samheldni árgangsins hefur
fremur færst í aukana en hitt með
árunum og höfum við flakkað víða
saman og glaðst oft. Þar hafa þau
Þorvaldur og Steinunn ávallt verið
í fararbroddi. Hér er því skarð
fyrir skildi. Við eigum eftir að
sakna hlýja skilningsríka brossins
hennar Steinunnar og hennar
elskulega viðmóts, eiginleika sem
aldrei er nóg af í veröldinni. Um
leið og við þökkum samfylgdina
vottum við Þorvaldi og fjölskyld-
unni samúð okkar.
Árni Kristinsson,
Sveinn Einarsson.
Steinunn Jónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GERÐUR ÞÓRKATLA JÓNASDÓTTIR,
áður Auðkúlu við Hellu,
lést fimmtudaginn 22. júlí á
hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum.
Útförin fer fram frá Oddakirkju föstudaginn 6. ágúst klukkan 14.
Sævar Jónsson
Þorgils Torfi Jónsson Þórhalla Sigmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓSKAR JÓNSSON
húsasmíðameistari,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Sléttuvegi, laugardaginn 24. júlí.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. ágúst
klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni, hlekk á streymi má
nálgast á mbl.is/andlat.
Guðrún S. Óskarsdóttir
Sólveig Óskarsdóttir Hilmar Baldursson
Gunnar Óskarsson Dagný Brynjólfsdóttir
Fanney Óskarsdóttir Guðjón Erling Friðriksson
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, mágur
og frændi,
AÐALSTEINN SMÁRASON,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
v/Hringbraut mánudaginn 19. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Benedikt Emil Aðalsteinsson
Tanya Ruth Aðalsteinsdóttir
Sigrún Þorbjörnsdóttir
Ásta Bára Smáradóttir Magnús Helgason
Sigríður Reykjalín Hreggviðsdóttir
og frændsystkini
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SÓLEY GUÐMUNDA
VILHJÁLMSDÓTTIR,
Króksfjarðarnesi,
lést á HVE Akranesi mánudaginn 26. júlí
Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn
6. ágúst klukkan 14.
Vegna samkomutakmarkana verða eingöngu ættingjar
og vinir viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt á
facebooksíðunni Sóley Guðmunda útför.
Arnór Grímsson
Jónína Margrét Arnórsdóttir
Grímur Arnórsson
Erla Arnórsdóttir
Vilhjálmur Arnórsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, tengdadóttir og amma,
SIGURLÍNA JÓNSDÓTTIR,
Lína,
Húsavík,
lést á sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudaginn
29. júlí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
7. ágúst klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á
facebooksíðu kirkjunnar. Þeim sem vilja minnast Línu er
bent á styrktarfélag HSN Húsavík. Fjölskyldan þakkar auðsýnda
samúð og hlýhug vegna fráfalls Línu.
Þórarinn Höskuldsson
Jón Hafþór Þórisson Sukanda Kaewya
Tinna Þórarinsdóttir Ómar Þorgeirsson
Rakel Þórarinsdóttir Gestur Einarsson
Höskuldur Sigurjónsson
Einar Ari, Jónas Þór, Bryndís Lína,
Ingibjörg Halla og Hafdís Hanna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN EMIL BJÖRNSSON,
áður til heimilis í Þykkvabæ 15,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum 28. júlí.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 9. ágúst
klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni. Virkan hlekk á
streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Dóróthea Jóhannsdóttir Hörður Helgason
Sigrún Jóhannsdóttir Skúli Guðbjarnarson
Ragnar Jóhannsson Anna Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar,
KRISTMUNDUR ELÍ JÓNSSON
verslunarmaður,
áður til heimilis á Einimel 17
í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
laugardaginn 31. júlí.
Utför verður auglýst síðar.
Dætur hins látna
og fjölskyldur þeirra