Morgunblaðið - 04.08.2021, Side 18

Morgunblaðið - 04.08.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Audi A3 Sportback e-Tron Hybrid 8/2017 modelár 2018 Ekinn aðeins 40 þús. km. Sportsæti. Panorama glerþak. 17” álfelgur. Sjálfskiptur. LED ljós. O.fl. Lækkað verð aðeins 3.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista- smiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Gjábakki Bíósýning miðvikudaginn 4. ágúst kl. 13.15, sýndur verður þáttur úr Stiklum Ómars Ragnarssonar. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Dans- og stólaleikfimi kl. 10. Framhaldssaga kl. 10.30. Opin vinnustofa kl. 13-16. Korpúlfar Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum. Þrír hópar fyrir mismunandi styrkleika, allir velkomnir. Félagsvist kl. 13 í Borgum. Skákhópur Korpúlfa kl. 12-16. Grímuskylda í bæði félagsvist og skákhóp. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, útivera og göngutúr kl. 10, handavinna og samvera í Salnum Skólabaut kl. 13. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Valdi, takk fyrir að skrúfa ekki aftur gluggann hjá Huldu. Valdi passaði alltaf vel upp á allar stelp- urnar sínar. Hann klikkaði samt á glugganum. Og smám saman tókst að komast inn fyrir þrösk- uldinn í Kleifarásnum og hjá Valda. Hinir tengdasynirnir tveir hafa haft á orði að þarna hafi brautin verið rudd. En það þurfti alveg að hafa fyrir því. Þvílíkt lán og gaman sem það hefur verið að vera samferða Valda. Mér varð fljótt ljóst að þarna fór mikill kar- akter. Karakter sem gerði eigin- lega allt annað en að gera eins og allir hinir. Hafði leiðbeiningar í besta falli til hliðsjónar. Og gerði allt með sínu lagi. Og fullt af því. Hann var aldrei verkefnalaus. Þótt sumir hlutir væru á tíu ára plani. Það var bara svo margt annað. Valdi var líka ævintýra- maður. Hver fer að vinna í Alaska? Eða fljúga með pílagríma um heiminn? Eða á mótorhjólum yfir hálendið, áratugum á undan öllum öðrum? En það gerði hann með vinum sínum fyrir lífstíð. Og ferðalögin um Ísland urðu mörg. Og heimurinn allur var líka undir. Valdi ferðaðist um allan heiminn með Guðrúnu og/eða vinum. Fljúgandi eða siglandi. Þau eru til dæmis fyrir löngu búin að keyra um öll ríki Bandaríkjanna. Byrj- uðu á því meðan stelpurnar voru litlar. En Valdi var alltaf talsvert bandarískur í sér. Það sem kom þaðan var gott. Valdi gerði fleira. Hann skellti sér t.d. í útgerð. Hver gerir það ekki? Eða hendir upp sumarbústað? Eða gerir út jeppa fyrir ferðamenn? Allt þetta og margt fleira gerði Valdi. Og hafið þið komið í bílskúrinn hjá honum? Það er sko ævintýra- heimur. Þar var gaman að vera með afa Valda. Og í orðsins fyllstu hægt að týnast. Þar geymdi ég á veturna tjaldvagn og enginn tók eftir honum. Þegar ég kynnist Valda, þá vildi hann mat fyrir vinnandi menn og af honum vildi hann fá karlmannaskammt. Hann mýktist hvað þetta varðaði með árunum. En sumt breyttist aldrei. Valdimar Ritchie Samúelsson ✝ Valdimar Ritchie Sam- úelsson fæddist 30. apríl 1942. Hann lést 21. júlí 2021. Útförin fór fram 29. júlí 2021. Bláar gallabuxur, þykk köflótt skyrta og derhúfa. En þá sjaldan honum fannst tilefni til að vera fínn, þá voru fá- ir flottari. Valdi hafði mikinn áhuga á ættum sínum og vildi sýna þeim virð- ingu og grúskaði mikið í hlutum tengdum því. Valdi stóð alltaf með sínu fólki og sýndi það í verki. Gekk stundum lengra en þótti þægilegt. En það sýndi bara hversu mikið hann brann fyrir fólkið sitt. Heimurinn er ekki samur án Valda. Nú er það okkar hlutverk að halda minningunni um hann á lofti. Það gerum við með því að rifja upp minningar, sem nóg er til af. Og stöku sinnum redda ein- hverju með því að grípa í flug- virkjateipið. Mínar innilegustu kveðjur til þín Guðrún og ykkar allra sem nú syrgja, en um leið ylja sér við þær óþrjótandi minningar sem Valdi bjó til handa okkur öllum. Ragnar Páll Bjarnason. Það var ansi snöggt þegar þú kvaddir þennan heim Valdimar, eða Valdi minn, en enginn veit hvenær kallið kemur og kannski sem betur fer, en manni bregður alltaf við andlátsfrétt af einhver nákominn kveður þennan heim og þannig var með mig í þínu tilfelli. Við kynntumst fyrir rúmum 20 ár- um er yngstu börnin okkar, Elfa og Freyr, fóru að draga sig saman og saman hafa þau gefið okkur fjóra yndislega afastráka. Við gengum líka saman í gegnum sorgina er börnin okkar misstu einn soninn Tjörva rúmlega tveggja ára gamlan. Aldrei rædd- um við um þetta en þetta var okk- ur báðum erfitt. Það hefur alltaf verið gott að spjalla við þig um hin ýmsu mál, við höfðum líkar skoð- anir á mönnum og hinum ýmsu málefnum og vorum frekar sam- mála. Við skrifuðum hvor öðrum á FB um hin ýmsu mál, meðal ann- ars sendir þú mér samning um sölu, eða kaupsamning, sem var gerður sennilega fyrir okkar tíð og var þessi samningur frekar óljós og illa unninn, en hvað um það þú varst góður maður, rólegur og yfirvegaður. Þú mættir gal- vaskur er börnin okkar fluttu fyrirtækið sitt í nýtt húsnæði og hamaðist við að losa hinar ýmsu vélar. Ekki gat ég verið eins seig- ur og þú en ég man vel er við stóð- um saman í nýja glæsilega húsinu að Turnahvarfi og ég man vel hvað við vorum stoltir pabbar. Við töluðum lítið en brostum hvor til annars. Ég á eftir að sakna þín Valdi minn er fjölskyldur okkar hittast næst en allt lífið er breyt- ingum háð bæði góðum og sárum. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að kynnast þér og ég veit að heim- koma þín í dýrð drottins hefur verið góð og ég veit að við munum hittast aftur og ræða málin en sennilega á annan hátt, ekki með pólitísku ívafi og því um líku. Valdi minn, ég bið góðan Guð sem hefur aldrei brugðist mér að blessa og varðveita konu þína Guðrúnu, dætur þínar, tengdasyni, barna- börn og aðra ættingja og styrkja í þeirra sorg. Guð blessi og varðveiti þig kæri vinur og takk fyrir allt. Friðrik Ingi Óskarsson. Kær vinur okkar er fallinn frá, Valdimar Ritchie Samúelsson. Valdi, eins og við kölluðum hann, var Skolli númer eitt, en Skollarn- ir urðu félagar árið 1961. Þá voru vinirnir sex sem héldu í þennan vinskap alla tíð. Skolli var gamall herbíll sem keyptur var notaður og fékk nafnið Skolli. Eftir honum var hópurinn nefndur. Síðan eru liðin 60 ár mikillar vináttu. Hægt og rólega komu eiginkonur til sög- unnar og fengu þær þá að vera með í Skollaferðum. Síðan bætt- ust við börn og barnabörn og allir vissu hverjir Skollar voru. Það dýrmætasta sem menn geta átt er vinátta. Það má sannarlega segja að vináttan hafi haldið Skolla- hópnum saman á hverju sem gekk. Áhugi Skollanna á mótorhjól- um og jeppum til ferðalaga um byggðir sem óbyggðir einkenndi fyrstu árin okkar saman. Farið var í ferðalög hvern frídag sumar sem vetur. Gist var í tjöldum eða skálum, gengið á fjöll og undur náttúrunnar skoðuð. Ferðirnar fyrstu árin voru jeppaferðir á Ís- landi, en þegar árin liðu var farið utan í ótal ævintýraferðir. Valdi var alla tíð hinn mesti sérfræðingur í hverju sem var. Hann var flugvirki, sjómaður, hann var jeppakarl og vetrarmað- ur í sveit. Hann starfaði víða um heim og víða mátti rekja slóðir Valda fyrir þekkingu hans, út- sjónarsemi og færni. Eitt sinn var hringt í Valda frá Svartfjallalandi og lýst bilun í ferðabíl. Hann sagði strax að þetta væri brotin fjöður og setti sig í samband við FÍB. Eftir tvær klukkustundir var mættur flutningabíll sem lyfti upp bílnum og fór með hann í viðgerð. Valdi var sérlega úrræðagóður og fann oftast styttri leiðir að við- gerðum en aðrir, kannski ekki alltaf hefðbundnar leiðir en hann leysti vandann. Valdi starfaði við byggingu olíuleiðslunnar í Alaska. Margar sögur sagði hann okkur í gegnum árin hans í Alaska sem hljómuðu oft frekar ósennilegar. Það var svo ákveðið að allur Skollahópur- inn héldi á slóðir Alaska „pipel- ine“ til að skoða ýmislegt sem tengdist dvöl Valda þar í landi. Það kom svo á daginn að sögurnar voru engar ýkjur og einnig var greinilegt að hann hafið komið sér afar vel sem starfsmaður, úrræða- góður, klár og duglegur. Nú eru Skollarnir farnir að reskjast og tveir þeirra fallnir frá. Það er eðlilegur gangur í þessu lífi og alveg öruggt að okkar allra bíða störf hinum megin við hliðið. Við kveðjum einstakan vin og samferðamann, hans er sárt sakn- að í hópnum okkar, minningarnar lifa. Þórður, Sigmundur, Guðbrandur, Börkur og eiginkonur. Fyrir um 50 árum var ég á leið upp stigann í Hraunbæ 12 þar sem átti heima og mætti þar hjón- unum Guðrúnu og Valda í fyrsta sinn. Ég man að Guðrún var með Huldu litlu í fanginu. Ég frétti fljótlega að þau væru að kaupa íbúð í stigaganginum. Ekki grun- aði mig þá að við Guðrún yrðum bestu vinkonur og allir í stórfjöl- skyldunni yrðu vinir okkar. Fljótt kynntist ég Valda sem var alltaf svo ljúfur og þægilegur. Þau hjónin ferðuðust víða, inn- anlands og utan, og var það spennandi þegar Valdi fékk vinnu við olíuleiðsluna í Alaska og fluttu þau þangað tímabundið. Það var sannkölluð ævintýra- ferð er ég ásamt dóttur minni heimsótti þau 1977. Þetta var stórkostlegur tími og alltaf vorum við að skoða eitthvað nýtt í boði þeirra hjóna. Þau bjuggu í stóru hjólhýsi í Fairbanks með einu svefnherbergi. Árni Þór bróðir Guðrúnar varð okkur samferða út og stuttu seinna komu Hulda og Árni. Alltaf var pláss í húsinu og alltaf var bíllinn hans Valda nógu stór fyrir alla gestina. Við fórum í útilegur og passaði Valdi upp á okkur og var með byssu undir koddanum ef svangir birnir kæmu okkur að óvörum! Dásamleg var ferð með þeim hjónum um Klettafjöllin fyrir nokkrum árum, ásamt fleiri vin- um. Alltaf voru þau búin að skipu- leggja allt fyrirfram. Einnig fór- um við saman í nokkrar skíðaferðir og sólarlandaferðir. Valdi var góður vinur og það var gott að leita til hans ef eitt- hvað fór úrskeiðis. Hann var mjög útsjónarsamur og flinkur verk- maður. Hann hjálpaði mér við val á bíl ekki alls fyrir löngu. Ég vissi að þar var hann á heimavelli enda hefur bíllinn reynst mér mjög vel. Þau hjónin eignuðust fallegan sumarbústað, Hulduheima, sem Valdi byggði að mestu sjálfur og annan bústað sem hann var að vinna við. Þangað var alltaf nota- legt að koma. Fyrr í þessum mánuði gisti ég hjá þeim í bústaðnum. Ekki grun- aði mig að þetta væri með síðustu dögunum hans. Hann var svo hress og var að lagfæra ýmislegt eins og svo oft áður. Valdi var heppinn í einkalífinu, eignaðist Guðrúnu fyrir konu og þrjár yndislegar dætur, barna- börn sem hann dáði og ekki má gleyma góðu tengdasonunum. Öll hafa þau stutt Guðrúnu þessa erf- iðu daga. Elsku Guðrún og fjölskylda, Norma og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Minningin um góðan mann lifir. Hrefna. HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Það er svo stutt síðan við vorum sam- an hressir í Hnífsdal þar sem þú sýndir okkur ætt- arhúsið þitt Heimabæ. Þú hefur alltaf verið mikil fyr- irmynd í okkar lífi. Þú gafst þér alltaf tíma til þess að spjalla, smíða eða segja okkur skemmtilegar sögur frá ævintýrum þínum og ömmu. Þú sýndir það svo sannarlega hversu stoltur þú varst af okkur með ein- læga hrósinu þínu. Allt sem við fundum, bjuggum til eða gerðum, alveg sama hversu ómerkilegt það var, þá fengum við alltaf hrós frá þér. Við vorum líka allt- af stoltir af þér elsku afi. Við erum þakklátir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og kennt okkur. Tjörvi bróðir okkar hef- ur verið ánægður að sjá þig og fá að knúsa afa sinn aft- ur, en nú fær hann að hlusta á þig segja skemmti- legar sögur og smíða með þér á himnum. Valdimar, Teitur og Darri Freyssynir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.