Morgunblaðið - 04.08.2021, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Bandaríski blústónlistarmaðurinn
Chuck E. Weiss er látinn 76 ára að
aldri. Weiss þótti um langt skeið
meðal litríkari tónlistarmanna Los
Angeles-borgar en hann vakti fyrst
athygli á seinni hluta áttunda ára-
tugarins sem náinn vinur og
fylgdarmaður tónlistarfólksins
Toms Waits og Rickie Lee Jones
sem voru þá par. Jones samdi eitt
þekktasta lag sitt, „Chuck E’s in
Love“, um Weiss.
Chuck E. Weiss lék á trommur,
samdi tónlist og söng, og á seinni
árum var hann einnig næturklúbbs-
eigandi. Á níunda áratugnum lék
hann oft ásamt hljómsveit sinni,
The Goddamn Liars, á klúbbi sem
hét Central. Seinna fékk hann vin
sinn, leikarann Johnny Depp, til að
kaupa klúbbinn með sér og fleirum.
Nefndu þeir staðinn þá Viper Room
og varð hann einn vinsælasti nætur-
klúbburinn í Los Angeles.
Weiss hóf tónlistarferilinn í
heimaborginni Denver sem tromm-
ari með blúsurum og lék til að
mynda með Lightnin’ Hopkins og
John Lee Hooker. Hann var byrj-
aður að hljóðrita eigin tónlist um
1973 og þá kynntust þeir Tom
Waits sem hafði komið til Denver til
að halda tónleika og voru þeir nán-
ast óaðskiljanlegir um nokkurra
ára skeið. Fyrsta plata Weiss, The
Other Side of Town, kom út árið
1981. Waits var seinna upptöku-
stjóri þekktustu plötu Weiss,
Extremely Cool (1999). Waits kem-
ur einnig fram á plötunni ásamt
vini sínum.
Tónlistarmaðurinn Chuck E. Weiss allur
Óvenjulegur Weiss fetaði eigin slóð og
starfaði með þekktum listamönnum.
Hrafnhildur Gísladóttir hefur opn-
að sýningu á málverkum í Energia-
kaffihúsi í Smáralind. Mun sýningin
standa út mánuðinn, til 31. ágúst og
er hún opin á afgreiðslutímum
kaffihússins. Á sýningunni eru 15
verk, mest náttúrumyndir og lands-
lag en einnig fantasíur.
Þetta er 12. einkasýning Hrafn-
hildar, sem kallar sig Hröfnu, og þá
hefur hún átt verk á einum 15 sam-
sýningum. Í tilkynningu kemur
fram að hún hafi unnið að málverk-
inu síðastliðin 11 ár. Hrafnhildur
stundaði nám í
myndlist í Mynd-
lista- og hand-
íðaskólanum í
eitt ár og sótti
einnig námskeið
í Myndlistaskól-
anum í Reykja-
vík. Þá hefur hún
sótt námskeið
hjá listamönnum
á borð við Þuríði
Sigurðardóttur og Soffíu Sæ-
mundsdóttur.
Hrafnhildur sýnir málverk í Smáralind
Hrafnhildur
Gísladóttir
Hart hefur verið tekið á óviður-
kvæmilegum og ruddalegum um-
mælum sem bandaríski rapparinn
sem kallar sig DaBaby lét falla á
sviði í Flórída í liðinni viku um sam-
kynhneigða karla og AIDS-
sjúkdóminn. Stjórnendur Lollapa-
looza-tónlistarhátíðarinnar aflýstu
til að mynda fyrirhugaðri þátttöku
rapparans á tónleikum í Chicago
því hátíðin væri „byggð á fjöl-
breytileika, virðingu og ást“. Þá
hafa listamenn á borð við Elton
John, Demi Lo-
vato, Madonnu
og Dua Lipa, sem
hefur unnið með
DaBaby, for-
dæmt ummæli
hans. John sagði
óverjandi og hat-
ursfull ummælin
kynda undir mis-
rétti og for-
dómum gagnvart samkynhneigðum
og AIDS-sjúkdómnum.
DaBaby gagnrýndur fyrir ummæli
Rapparinn DaBaby
Samhliða Feneyjatvíæringnum í
myndlist á næsta ári verður sett
upp í safninu Gallerie dell’Acca-
demia þar í borg sýning á nýjum
verkum eftir hinn heimskunna
bresk-indverska skúlptúrista Anish
Kapoor. Hluti verkanna verður lit-
aður með „Vanta-Black“, sem mun
vera dekksti svartur sem til er.
Verk Kapoors verða samtímis
gerð aðgengileg í Feneyjum með
varanlegum hætti því stofnun lista-
mannsins, sem heldur utan um verk
hans, hefur nú fengið öll tilskilin
leyfi frá borgaryfirvöldum og er að
koma sér fyrir í höll frá 18. öld, Pal-
azzo Priuli Manfrin, sem stendur
við Cannaregio-síkið. Þar verða
höfðustöðvar Anish Kapoor Found-
ation. Á neðstu hæðinni verða salir
fyrir sýningar á samtímalist og
bókaverslun með útsýni yfir síkið.
Á efri hæðum byggingarinnar
verða vinnustofur Kapoors og
gagnasafn um listamanninn og
verk hans. Þar verður líka aðstaða
fyrir fræðimenn, ráðstefnur og
fundi og þá verða lykilverk eftir
Kapoor varðveitt þar og sýnd.
Verkum Anish Kapoors komið fyrir í stofnun hans í Feneyjum
Ljósmynd/Wolfgang Moroder
Merkisbygging Stofnun Anish Kapoors verður í Palazzo Priuli Manfrin í Feneyjum.
Vonir stjórnenda Disney-fyrir-
tækisins um að áhugafólk um kvik-
myndir væri orðið reiðubúið að fara í
kvikmyndahús þrátt fyrir veirufar-
aldur til að láta skemmta sér virðast
ekki hafa gengið eftir. Disney hefur
beðið um hríð með frumsýningu
gamansömu ævintýramyndarinnar
Jungle Cruise en fleyinu var loks
hleypt af stokkunum nú fyrir helgi.
Afraksturinn var, samkvæmt The
New York Times, langt frá því sem
aðstandendur vonuðust til í kjölfar
afar dýrrar markaðsherferðar.
Í Jungle Cruise leikur Emily
Blunt eins konar breska útgáfu af
Indiana Jones og Dwayne Johnson,
sem er nú tekjuhæsti kvikmynda-
leikari vestanhafs, fer með hlutverk
skipstjóra fljótabáts. Gerð kvik-
myndarinnar mun hafa kostað yfir
200 milljónir dala og markaðs-
herferðin aðrar 100 milljónir, sam-
tals hátt í 40 milljarða króna. Mynd-
in var fyrir og um helgina sýnd í um
4.300 sölum vestanhafs og seldust
miðar fyrir 34 milljónir dala, sem var
langt undir væntingum. Þá seldust
miðar í öðrum löndum fyrir um 28
milljónir dala. Ákveðið var að bjóða
áhorfendum heima fyrir líka upp á
að kaupa áhorf að myndinni á Disn-
ey+-streymisveitunni og kusu
margir þá leið en út um heimsbyggð-
ina voru greiddar um 30 milljónir
dala fyrir streymið.
Stjórnendur Disney ákváðu að
fara sömu leið með Marvel-
ofurhetjumyndina Black Widow, að
setja hana samtímis í sýningu í kvik-
myndahúsum og á Disney+, en
fyrstu þrjá dagana greiddu áhorf-
endur um 60 milljónir dala fyrir
streymið á henni. Aðalleikonan
Scarlett Johansson var ekki ánægð
með þá ákvörðun að bjóða samtímis
upp á myndina í streymi og hefur
höfðað mál gegn Disney þar sem
hún segir að ákvörðunin dragi
mögulega úr tekjum hennar af
myndinni um sem nemur milljónum
dala. Stjórnendur Disney hafa sagt
ásökunina án innistæðu.
Tekjulítil frumskógarsigling
- Gestir virðast
enn hika við að
flykkjast í bíó
AFP
Stjörnur Emily Blunt og Dwayne Johnson við heimsfrumsýningu Jungle
Cruise í Disneyland á dögunum. Aðsókn á myndina veldur vonbrigðum.