Morgunblaðið - 06.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.08.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 Nú þegar sjónvarpsefni er dap- urt og engin spennumynd sem horfandi er á má fylgjast með bar- áttunni í Viðreisn. Benedikt Jó- hannesson segist hafa stofnað flokkinn með tilfallandi flökku- kindum. Flokkurinn hefði jafnvel komist í ríkisstjórn í fáeina mánuði en frétt síð- astur að sú hefði sprungið um nið- dimma nótt. - - - Þegar loks glitti í nýjar kosn- ingar beið Benedikt stofnandi eftir til- boðum um for- ystusæti. Sagðist opinn fyrir öllu nema því sem hann væri lokaður fyrir. Sett lágmark væri efsta sætið í einu af þremur kjördæmum. - - - Formaður flokks tók stofnanda á orðinu og sendi á hann mann sem tilkynnti honum hvaða efsta sæti hefði verið valið. Stofnandi rýndi í tillöguna og bar við reikni- stokk og taldi að efsta sætið væri neðsta sætið á listanum. Sendimað- ur kom bæði af hól og fjöllum. Þetta væri efsta sætið, enda iðulega kall- að heiðurssæti líka. Stofnandi nýtti reynslu sína og stofnaði samstundis flokkinn Uppreisn, sem hann var í og jafnvel fleiri. - - - Þá hófust sáttafundir. Lagt var til að Uppreisn gengi í End- urreisn, sem stofnandi stofnaði og gæti Endurreisn þá gengið í Við- reisn og fengið uppreist æru, en það var einmitt uppreist æra sem sprengdi ráðherravonir Viðreisnar. - - - Þorgerður lofaði að skoða fram- boðsmál reisnarflokka 2025 eða síðar en það yrði leynilegt eins og afsökunarbeiðni sem stofnandi vildi fá en fékk ekki og taldi full- nægjandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Flokkur flokka STAKSTEINAR Benedikt Jóhannesson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hannes Pétursson, prófessor í geðlækn- ingum og fyrrverandi forstöðulæknir og sviðsstjóri við geðsvið Landspítala, lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni 4. ágúst, 73 ára að aldri. Hannes fæddist 30. desember 1947 og ólst upp í Reykjavík. For- eldrar hans voru Pét- ur Hannesson (1924- 2004), deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, og Guðrún Margrét Árnadóttir (1926-2019) húsfreyja. Hannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og embættisprófi í læknisfræði 1975 frá Háskóla Íslands. Hannes flutti til Bretlands og stundaði sérfræðinám í geðlækningum við Maudsley-sjúkrahúsið í London og varði doktorsritgerð í þeim fræðum við Institute of Psychiatry, King’s College London 1982. Hannes var síðar kjörinn Fellow við Royal College of Psychiatrists í Bretlandi 1989. Á árunum 1982-2010 gegndi Hannes störfum yfirlæknis, for- stöðulæknis og sviðsstjóra geðsviðs sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hannes lagði metnað í að auka fræðslu og bæta geðheilbrigð- isþjónustu og meðferð- arúrræði á Íslandi og tók virkan þátt í vís- inda- og félagsstarfi á sviði heilbrigðis- og líf- vísinda. Hannes gegndi ýmsum trún- aðarstörfum, m.a. fyrir heilbrigðisstjórnina, Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunina, Geð- læknafélag Íslands, læknadeild Háskóla Íslands og Rannsókn- arráð Íslands. Allt frá árinu 1976 stundaði Hannes rannsóknir á ýms- um þáttum geðsjúkdóma. Þessar rannsóknir fóru fram víðs vegar um heiminn og voru mikið unnar í sam- starfi við Íslenska erfðagreiningu. Það samstarf stuðlaði að öflugri framþróun rannsóknanna og hefur leitt til þess að frá árinu 2002 hafa komið í ljós áður óþekktir áhættu- þættir geðrofssjúkdóma. Eftir Hannes liggja fjölmargar fræði- greinar og bókarkaflar á sviði geð- vísinda. Hannes gekk að eiga Júlíönu Sig- urðardóttur, f. 1948, 2. september 1972. Saman eiga þau þrjár dætur; Sólveigu Guðrúnu, f. 1973, Kristínu Ingu, f. 1976, og Þórunni, f. 1982. Barnabörnin eru sex talsins. Andlát Hannes Pétursson Grænmetisplöntur sem ræktaðar eru í görðum utan gróðurhúsa gefa uppskeru að minnsta kosti hálfum mánuði seinna en í meðalári. Veð- urfarið er ástæðan, sérstaklega kalt vor. Þó er eitthvað komið á markað af flestum tegundum grænmetis. Guðni Hólmar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri afurðasviðs Sölu- félags garðyrkjumanna, segir að mesta framboðið sé af íslensku spergilkáli um þessar mundir og einnig berist töluvert af hvítkáli frá garðyrkjubændum. Gulrætur og blómkál séu að byrja að koma á markaðinn og aðrar tegundir á leið- inni. Hann segir að neytendur taki íslenska grænmetinu fagnandi. Íslenskar kartöflur komu í versl- anir um miðjan júlí, heldur seinna en venjulega, og nú er ágætt framboð af þeim, meðal annars gullauga og rauðum íslenskum. Of snemmt er að spá fyrir um kartöfluuppskeruna, að sögn Guðna, enda vöxturinn háður veðurfari fram á haust. Ræktun á tómötum, gúrkum og öðru grænmeti í gróðurhúsum hefur gengið áfallalaust, að sögn Guðna. Framleiðslan jókst mikið í upphafi árs þegar ný gróðurhús voru tekin í notkun. Vel hefur gengið að selja framleiðsluna, fyrir utan ládeyðu í júnímánuði sem Guðni hefur litlar skýringar á. Hluti framleiðslunnar er fluttur út til Færeyja og Græn- lands og vonast Guðni til að útflutn- ingur hefjist aftur til Danmerkur með haustinu. helgi@mbl.is Kálið og gulrætur koma á markað - Útiræktað grænmeti er heldur seinna á ferðinni í sumar en áður Morgunblaðið/Ómar Grænmeti Uppskerustörf eru að hefjast hjá garðyrkjubændum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.