Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 14
SVIÐSLJÓS Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is P áll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk örþreytt og að spítalinn hafi hvatt það til að taka sér frí. Nú væri staðan aftur á móti orðin sú að þeir sem hafa tök á eru beðnir að stytta frí sitt og koma aftur til starfa vegna manneklu. Mönnunarvandi Landspítalans er þekktur á sumrin en miðar þá við sumarástand, að sögn Páls. Með þessari bylgju er komið annað ástand. Undanfarið hafi spítalinn verið á hættustigi nú sé hann á barmi neyð- arástands. Vandamálið sé þríþætt og snúi að fráflæði, aflagetu og aðflæði spítalans. Varðandi fráflæðið segir Páll ganga vel að finna lausn til bráða- birgða fyrir fólk sem á ekki aftur- kvæmt heim til sín og bíður eftir öðr- um farvegi. Spítalinn vinni einnig eftir skýrri áætlun í tengslum við aukna aflagetu. Aðflæði er svo sá þáttur sem aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við heimsfaraldurinn geta haft mest áhrif á. Að mati Páls er Covid-göngu- deildin dæmi um vel heppnaða stýr- ingu á aðflæði til þess að tryggja að þjónusta og þjónustuþörfin passi saman. Þótt nú séu margir bólusettir stendur stjórnendum Landspítalans uggur af þeirri óvissu sem ríkir. „Við vitum ekki hvernig þessi bylgja mun þróast,“ segir Páll en bætir við að ef hún gengur samkvæmt þeim spá- líkönum sem horft er til, verði hún rétt innan marka að reynast of stórt verkefni fyrir heilbrigðiskerfið. Þrír eru á gjörgæslu af völdum Covid-19 en yfir sumartímann, þegar sérhæft starfsfólk er margt í fríi, hafa aðeins tíu legurými verið nýtt af tuttugu mögulegum. Á veturna eru tólf í nýtingu. Páll segir að mönnun og fjármagn leyfi ekki fulla nýtingu. Í gær voru átján sjúklingar inni- liggjandi vegna Covid-19. Bráða- deildin er með 400 legurými og Páll segir alþjóðleg viðmið gera ráð fyrir 85 prósent nýtingu. Á Landspítalan- um sé almennt 95 til 105 prósent nýt- ing. Það geri það að verkum að átján Covid-19 innlagnir geta reynst þung byrði. Þó þessar átján innlagnir á bráðadeild séu af völdum Covid-19 þá væri hægt að ímynda sér að sam- bærilegur fjöldi kynni að leggjast inn í kjölfar hópslyss en Páll benti á þetta á upplýsingafundi almanna- varna í gær þegar hann sagði að heil- brigðiskerfið mætti ekki vera einum heimsfaraldri eða jafnvel einu rútu- slysi frá því að fara á hliðina. Það hefur reynst erfitt að greina á milli þess hvort ákall Landspítal- ans sé vegna almenns vanda sem var til staðar fyrir tíma heimsfaraldurs- ins, eða hvort það sé vegna Covid-19. Þessir þættir eru þó vissulega ná- tengdir. „Það að við kveðum okkur hljóðs núna er vegna þess að það er hröð og vaxandi bylgja sem ríður yfir kerfið,“ segir Páll. Varðandi ástandið að öðru leyti, þá helst húsnæðis-, mönnnunar- og útskriftarvanda, tel- ur hann þau mál í farvegi. Það séu áform til fimm eða tíu ára að byggja upp húsnæðið og huga að menntun og mönnun. Það þurfi þó að gera meira í stækkandi og eldra samfélagi. Álagið á bráðamóttöku er sérstaklega mikið og þó það sé fyrst og fremst vegna almennra veikinda hefur heimsfaraldurinn bæði mikil bein og óbein áhrif. Sérstaka aðgát þurfi að sýna í kringum fólk með einkenni og innlagnir geta reynst flóknari á yfirfullan spítala. Rétt innan marka að reynast of stór biti 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í sáttmála ríkis- stjórnarinnar er kafli um lýðræði og gagnsæi og þar segir: „Rík- isstjórnin leggur áherslu á góð vinnubrögð, opna stjórnsýslu og gagnsæi. Kappkostað verður að miðla upplýsingum um ákvarð- anir og ferli sem varða hags- muni almennings með aðgengi- legum hætti.“ Ætla má að ríkisstjórnin geri ráð fyrir að stefna hennar um opna stjórnsýslu og gagnsæi eigi við um allar stofnanir ríkis- ins og vilji að starfað sé í þeim anda. Töluverður misbrestur er þó iðulega á þessu eins og fjöl- miðlar þekkja og víða eru upp- lýsingafulltrúar sem virðast hafa þann starfa helstan að halda í upplýsingar í stað þess að miðla þeim áfram. Þegar mikið liggur við og þörf á upplýsingum er meiri en alla jafna, mætti þó ætla að reynt yrði að auðvelda upplýs- ingagjöf til almennings. Dæmi um það er ástandið sem nú ríkir í þjóðfélaginu, umræður um al- varleika faraldurs sem geisar og ekki síst staða þjóðarsjúkra- hússins, sem töluvert mæðir á. Við þessar aðstæður gerist það þó að deildarstjóri sam- skiptadeildar Landspítalans sendir stjórnendum spítalans tölvupóst og gefur þeim fyr- irmæli um að svara ekki fjöl- miðlum. Stjórnendunum er sagt að „þessir skrattakollar“, eins og fjölmiðlarnir eru nefndir, hringi á öllum tímum sólar- hrings, en til að stjórnendurnir svari ekki óvart þá er gefið upp á hvaða tölustöfum símanúmer miðl- anna byrja. Þessi tölvupóstur sam- skiptastjórans er með miklum ólíkindum og hlýtur að hafa ein- hverjar afleiðingar. Ekki síst vegna þess að þetta lýsir ein- hverju hugarfari sem er veru- legt áhyggjuefni fyrir almenn- ing. Það er mikill misskilningur ef yfirmenn hjá ríkisstofnunum telja að hlutverk fjölmiðla sé að endurvarpa aðeins opinberum yfirlýsingum ríkisstofnananna eða taka aðeins við og birta þær upplýsingar sem stofnunum hentar að komi fyrir sjónir al- mennings. Slík sjónarmið ríkja víða í veröldinni en ekki á Vest- urlöndum og eiga ekki að líðast. Fjölmiðlar hafa meðal annars það hlutverk að spyrja gagn- rýninna spurninga og draga fram það sem upplýsinga- fulltrúar eða stjórnendur hafa ekki sérstakan áhuga á að segja frá. Þetta á enn frekar við þegar fjölmiðlar og almenningur fá á tilfinninguna, og hafa séð þess merki, að markvisst sé verið að reyna að stýra umræðunni. Þjóðarspítalinn getur ekki leyft sér að láta þessi fyrirmæli standa. Hann vill stuðning al- mennings og þarf á honum að halda. Rétta leiðin til þess er ekki að veitast að sendiboðan- um með hrakyrðum og reyna að hefta för hans. Spítalinn á að leggja sig fram um að veita upplýsingar en ekki að leyna þeim} „Þessir skrattakollar“ Innlagnir á sjúkrahús eru mun færri nú miðað við smit en verið hafa í fyrri bylgjum kórónuveirunnar hér á landi. Þetta má glöggt sjá á mynd, sem birtist í Morgunblaðinu í fyrra- dag og byggist á tölum frá Land- spítalanum. Þessi staða kemur ekki á óvart, en það er gott að fá hana fram með þessum hætti. Haldist þessi þróun má búast við að álag á heilbrigðiskerfið muni ekki aukast mikið auk þess sem vænta má að yfirstandandi bylgja taki brátt að hjaðna ef marka má reynsluna til dæmis frá Bretlandi og Hollandi. Þrátt fyrir þetta er vitaskuld eðlilegt að halda áfram að skima og greina smit, ekki síst til að vita hvað er í vændum. Smit- staðan nú gefur til kynna hvers má vænta í heilbrigðiskerfinu eftir viku eða svo. Fjöldi smita hefur valdið því að staða Íslands hefur breyst á litakóðunarkorti, sem notað er til að gefa til kynna stöðu farald- ursins. Í liðinni viku varð Ísland appelsínugult og var landið orðið rautt þegar staðan var tekin að nýju í gær. Yfirstandandi bylgja hefur þegar orðið til þess að staða Íslands hefur breyst og hafa til dæmis Bandaríkjamenn varað óbólu- setta við að fara til Íslands og Ísraelar sett landið á rauðan lista. Þetta er vitaskuld ekki gott fyrir ferðaþjónustuna, en eins og Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður Samtaka ferðaþjónust- unnar, sagði í samtali við mbl.is í fyrradag er litakóðunarkerfið farið að missa marks vegna þess hve hátt hlutfall smitaðra er með væg einkenni eða engin. Þetta er rétt hjá henni og má af því draga þá ályktun að fyrir bólusetta sé hættulítið að vera á Íslandi. Öðru máli gegni um þá sem eru óbólusettir, hvort sem það eru ferðamenn að utan eða heima- menn. Ekki er víst að auðvelt sé að koma þessu til skila í ferða- þjónustu á alþjóðavettvangi, en heima fyrir blasir við að gera gangskör að því að klára bólu- setningu fullorðinna hið fyrsta. Bólusettum er lítil hætta búin á Íslandi}Mörg smit, fáar innlagnir Þ að eru tvenns konar elítustjórn- mál á Íslandi. Fyrri tegundin tengist peningum, völdum og virkar nánast eins og konungs- veldi. Í þeim stjórnmálum er mikið um leiðtogadýrkun, og litlar klíkur sem ráða í raun öllu bæði beint og bak við tjöldin. Seinni tegundin tengist sýndarmennsku. Skoðum þessar tvær tegundir elítustjórn- mála aðeins betur. Ég giska á að fólk geti frekar auðveldlega getið sér til um það hvernig fyrri tegundin virkar og hvaða stjórnmálaflokkar á Íslandi aðhyllast þess háttar pólitík. Fjórflokkarnir eru augljóst dæmi um fyrri tegund elítustjórnmála þótt það sé hægt að taka Samfylkinguna þar að- eins út fyrir sviga eftir að hún þurrkaðist næstum því út í kosningunum 2016. Ég myndi kalla það holla áminningu sem afgangurinn af fjórflokkunum ætti að ganga í gegnum líka og ég held að eitt ár af slíkri áminningu sé of stuttur tími. Seinni tegund elítustjórnmála er flóknari. Sýnd- armennskan er nefnilega þeim galla gædd að ef hún er vel gerð, þá er hún ósýnileg. Ómögulegt að aðgreina hana frá raunverulegri hugmyndafræði um betra líf fyrir land og þjóð. Eftir reynslu þess kjörtímabils sem nú er að líða get ég auðveldlega sagt að Miðflokkurinn er efst- ur á lista í þeirri tegund stjórnmála. Ég veit að það er auðvelt að segja að ég sé hlutdrægur og ég sé bara í póli- tískum loftárásum eða eitthvað, ég er samt ekki að reyna að segja að þetta sé neitt meira en skoðun mín. Mjög augljós niðurstaða samt frá mínum bæjar- dyrum séð. Allir flokkar eru með einhverja sýnd- armennsku, auðvitað. Það er óhjákvæmilegt. Alveg eins og allir eru með fordóma, það er líka óhjákvæmilegt. Spurningin er hversu mikil sýndarmennskan er þegar þú veist í raun og veru betur. Þegar þú veist að það eru til aðrar lausnir eða aðrar skýringar en hunsar þær möguleika viljandi. Viðbrögðin við Landsrétt- armálinu, Ásmundarsal og álíka málum voru öll sýndarmennska. Þau viðbrögð snerust öll um að segja bara nei, enginn annar gat mögulega haft rétt fyrir sér. Þar veit ég eiginlega ekki hvort er verra, að þau hafi vitað upp á sig sök- ina en samt sagt nei eða hvort þau hafi í alvör- unni trúað að allir aðrir hafi haft rangt fyrir sér. Sýndarmennskan er mjög fjölbreytt form elítustjórnmála. Hún snýst ekki bara um að nota völd til þess að segja nei og koma í veg fyrir rannsóknir. Hún snýst líka um kappræður og framsetningu. Að ná nógu góðu skoti á andstæðinginn, að segja brandara sem gerir í raun lítið úr öðrum. Að gera öðrum upp skoðanir sem hægt er að ráðast á. Þetta er ákveðinn „morfís“-elítismi og finnst í líka í flokkum utan fjórflokksins. Að mínu mati þurfum við að hafna elítustjórnmálum. Ekki bara þessum klassísku heldur líka morfíselítunni. PS: Já, ég er með fordóma gagnvart morfís. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Elítustjórnmál Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Taka þarf tillit til heilbrigðis- kerfisins alls við mat á því hvort herða þurfi aðgerðir hér á landi. Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, benti á að við yrðum að tryggja að spítalinn geti tekið við því fólki sem þarf á læknis- aðstoð að halda vegna Covid-19. Það er ný áskorun fyrir Landspítalann að sinna Covid- sjúklingum í miðri bylgju með- an litlar hömlur hvíla á sam- félaginu en ljóst er að út- breiðslan hefur ekki minnkað þrátt fyrir aðgerðir stjórn- valda frá 25. júlí. Páll minntist á það á upp- lýsingafundinum að samfélagið væri „á fullu“ og þá þyrfti spítalinn einnig að sinna töluverðu af bæði veiku og slösuðu fólki. Ný áskorun fyrir Land- spítalann MIKIL ÚTBREIÐSLA SMITA OG LITLAR HÖMLUR Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Morgunblaðið/Ómar Gjörgæsludeild Á sumrin eru aðeins tíu rúm í notkun en á veturna tólf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.