Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021
✝
Guðrún Ás-
gerður Jóns-
dóttir, Ása eins og
hún var alltaf köll-
uð, fæddist 12.
ágúst 1936. Hún
andaðist á hjarta-
og lungnadeild
Landspítalans 22.
júlí 2021. For-
eldrar hennar voru
Jón Vilhelm Ás-
geirsson, útgerð-
armaður og skrifstofumaður, f.
1912, d. 1992, og Sigríður Frið-
finnsdóttir hárgreiðslukona, f.
1910, d. 1997. Systkini Ásu eru
Ásgeir, f. 1940, Þorvaldur, f.
1945, og Margrét Ásta, f. 1951.
Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Sigurbjartur Haf-
steinn Helgason vélstjóri, f.
1935. Foreldrar hans voru
Helgi Þorbjörnsson, f. 1913, d.
1985, og Júlíana Laufey Júl-
íusdóttir, f. 1913, d. 1986. Ása
og Siggi eignuðust fjögur börn:
1) Helgi, f. 1955, húsasmíða-
meistari, kvæntur Kristínu
Bjarnadóttur. Börn þeirra eru
a) Berglind, f. 1975, b) Sig-
flutti hún með foreldrum sín-
um til Danmerkur. Þar stund-
aði hún sund af kappi og
keppti meðal annars í dýf-
ingum. Eftir tvö ár í Danaveldi
flutti fjölskyldan aftur til
Reykjavíkur. Á sumrin vann
hún á Siglufirði, þar sem faðir
hennar rak útgerð og síld-
arvinnslu.
Sigurbjarti giftist hún þann
23. október 1954 og bjuggu
þau lengst af í Álftamýri, en
fluttu í Mosfellsbæ í kringum
starfslok sín. Fyrstu árin eftir
hjónaband vann Ása ýmis
störf, m.a. í nokkur ár á skrif-
stofu Búnaðarfélagsins. Hún
hóf störf á skrifstofu Véla og
verkfæra árið 1972 og sá þar
um allt bókhald og reikninga
þar til hún lét af störfum
vegna aldurs árið 2006. Ásu
voru alla tíð félagsstörf mjög
hugleikin. Hún var lengi leið-
beinandi í Málfreyjum, sem
þjálfaði stúlkur í samskiptum
og ræðutækni, og leiðbeinandi
hjá Dale Carnegie. Ása var
virkur félagi í Útivist í mörg
ár. Hún var einn stofnfélaga
Lionsklúbbsins Úa í Mosfellsbæ
og hlaut Melvin Jones-
viðurkenningu fyrir störf sín í
þágu Lionshreyfingarinnar.
Útför Ásu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 6. ágúst
2021, klukkan 13.
urbjartur Ingvar,
f. 1979, og c) Guð-
laug Helga, f.
1984. 2) Sigríður,
f. 1958, d. 2014,
lyfjatæknir. Fv.
eiginmaður Finn-
bogi Guðmunds-
son, dóttir þeirra
er a) Margrét Erla,
f. 1981. Dóttir Sig-
ríðar og Þráins
Hafsteinssonar er
b) Ásgerður, f. 1993. 3) Jón Ás-
geir, f. 1961. 4) Arnar, f. 1965,
málari, sambýliskona Unnur
Malín Sigurðardóttir, sonur
þeirra er Unnsteinn Magni, f.
2010. Sonur Arnars og Sal-
bjargar Engilbertsdóttur er
Andri Freyr, f. 1986, synir Arn-
ars og Maríu Dísar Cilia eru
Viktor, f. 1993, d. 2018, og Al-
exander, f. 1995. Barna-
barnabörn Ásu eru átta talsins
og hún átti eitt langalang-
ömmubarn.
Ása fæddist í Gautaborg í
Svíþjóð, en bjó fyrstu fimm ár-
in á Siglufirði og fluttist síðan
til Reykjavíkur. Fjórtán ára
Elsku fallega mamma mín, nú
ertu farin frá okkur inn í sum-
arlandið og ég er viss um að
Sigga systir tekur vel á móti þér.
Það var erfitt fyrir ykkur pabba
þegar þið misstuð hana en hún
lést úr krabbamenni fyrir sjö ár-
um. Þó að við vissum öll, og þú
líka, að þú værir að fara kom kall-
ið okkur á óvart.
Við áttum marga góða tíma
saman í gegnum lífið fjölskyldan
og ferðuðumst bæði utanlands og
innanlands. Þú varst góður vinur
vina þinna og líka minna vina en
þeir litu á þig sem jafningja. Það
var sama hvað þú tókst þér fyrir
hendur, þú gerðir það allt svo vel.
Við vorum bæði í Lions og eitt
skipti var klúbburinn minn með
unglingaskipti og bað ég þig að
hjálpa mér við það og þú varst
mamma allra og allir elskuðu þig.
Þú og pabbi byggðuð ykkur sælu-
reit, sumarhús á Grímsstöðum í
Borgarfirði, sem ég smíðaði fyrir
þig ásamt fjölskyldu og áttum við
þar margar góðar stundir. En nú
er komið að kveðjustund. Ég
mun sakna þín mikið og að geta
ekki heimsótt þig og spjallað um
daginn og veginn. Það er margs
fleira að minnast en ég geymi
þær minningar með mér. Ég
kveð þig í bili og bið guð að varð-
veita þig. Takk fyrir allar góðu
stundirnar og minningarnar sem
þú gafst mér.
Þinn sonur,
Helgi.
Elsku besta amma okkar, það
er svo sárt að kveðja þig. Þú skil-
ur eftir góðar minningar hjá okk-
ur systkinunum sem ylja okkur
um hjartarætur.
Við munum eftir fjölskyldu-
boðunum í Álftamýrinni þar sem
alltaf var boðið upp á góðgæti frá
útlöndum og skemmtilegan fé-
lagsskap. Næturgistingar þegar
afi var á sjó voru einnig alltaf í
miklu uppáhaldi því við fengum
að gista uppi í hjá þér og kúra.
Við áttum einnig ófár samveru-
stundir í sumarbústaðnum ykkar
þar sem mikið var leikið og hleg-
ið. Daglega var farið í göngutúra í
náttúrunni sem enduðu uppi í bú-
stað þar sem beið okkar nýbökuð
ömmukaka.
Elsku amma, þú varst mikil fé-
lagsvera og dugleg að sinna okk-
ur systkinunum. Hvort sem það
voru sumarbústaðarferðirnar,
bíókvöldin eða símtölin. Þú varst
líka dugleg að sinna langömmu-
börnunum og mættir á allar
skemmtanir og sýningar sem þér
var boðið á. Þú varst líka alltaf
fyrst til að bjóða fram aðstoð þína
þegar einhver hélt veislu. Mar-
engstertan þín með karamellu og
heiti rétturinn með eggjunum
eru í miklu uppáhaldi hjá okkur
öllum.
Það er einnig gaman að minn-
ast á að þú varst algjört tækni-
tröll og þú nýttir þér alla nýjustu
tæknina til að halda sambandi við
okkur ungu kynslóðina, hvort
sem það var á facebook, messen-
ger eða snapchat. Þér fannst ekk-
ert skemmtilegra en að fá myndir
og myndbönd af barnabörnunum,
og það verður erfitt að geta ekki
sent á þig lengur og fengið fal-
legt svar frá þér til baka.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur og all-
ar þær góðu minningar sem við
eigum. Við elskum þig og munum
sakna þín.
Berglind,
Sigurbjartur Ingvar
og Guðlaug Helga.
Systir mín Ása lést á Land-
spítala eftir langvarandi og erfið
veikindi. Hún fékk hægt andlát,
sátt við guð og menn og var hún
hvíldinni fegin. Ása, eins og hún
var ævinlega kölluð, var fjórum
árum eldri en ég og leit ég mjög
upp til hennar, enda góð fyrir-
mynd. Hún var prýdd mörgum
mannkostum. Æðruleysi, góð-
vild, létt lund og örlæti eru orð
sem koma fyrst í huga er ég
minnist hennar. Á langri ævi
skiptast á skin og skúrir og henn-
ar líf var ekki alltaf auðvelt. Hún
missti dóttur sína á besta aldri og
síðan sonarson ungan. Þessi áföll
reyndust henni þungbær en hún
mætti þeim af miklu æðruleysi.
Góðvild var henni í blóð borin.
Hún var mjög vinmörg, ættræk-
in og ræktaði tengsl við vini og
ættingja af kostgæfni. Hún hélt
líka góð tengsl við vini sem hún
eignaðist í Danmörku þar sem
hún bjó í tvö ár frá fjórtán ára
aldri. Stutt er síðan tveir danskir
vinir komu í heimsókn og voru
það miklir fagnaðarfundir. Ása
var mjög glaðlynd að eðlisfari
sem hjálpaði henni mikið í lang-
varandi veikindum. Reyndi hún
alltaf að sjá það jákvæða í lífinu.
Hún var alla tíð mjög örlát og
rétti þeim hjálparhönd sem á
þurftu að halda. Ég naut örlætis
hennar þegar ég var blankur
menntaskólastrákur. Hún var þá
nýfarin að vinna á skrifstofu
Búnaðarfélagsins. Hún gaukaði
þá oft að mér smá pening sem
kom sér vel.
Ása giftist ung og eignaðist
fjögur börn en eftir að börnin
stálpuðust vann hún lengst af ut-
an heimilis, síðast til fjölda ára
hjá Vélum og verkfærum. Síð-
ustu ár settu þrálát veikindi og
tíðar sjúkrahúsinnlagnir mark
sitt á hana. Alltaf hélt hún samt
reisn sinni og léttu lund. Við sát-
um hjá henni daginn sem hún dó
og kvaddi hún sína nánustu með
bros á vör. Góð kona hefur kvatt.
Hennar verður sárt saknað.
Ásgeir.
Þegar ég vaknaði föstudags-
morguninn 23. júlí var mín fyrsta
hugsun að hringja í Ásu Gunnu
frænku mína. En þá hringir Ás-
geir bróðir hennar og færir mér
þær fréttir að Ása hafi látist
kvöldið áður. Hún hafði verið
sjúklingur lengi en engu að síður
var mér brugðið við tíðindin.
Hún Ása hafði svo skemmti-
legt lundarfar að þrátt fyrir mikil
veikindi í langan tíma var alltaf
upplífgandi að tala við hana. Hún
hafði frá mörgu skemmtilegu að
segja og fylgdist mjög vel með.
Við vorum systkinadætur, Jón
faðir Ásu og Bryndís móðir mín
voru systkini. Ása Gunna var
skírð eftir ömmu okkar og afa,
Guðrúnu og Ásgeiri. Hún fæddist
í Svíþjóð en fluttist ung með for-
eldrum sínum til Siglufjarðar þar
sem faðir hennar var útgerðar-
maður. Þegar þau fluttust svo til
Reykjavíkur urðum við frænk-
urnar góðar vinkonur. Fjölskyld-
ur okkar byggðu sér sumarbú-
staði í Laugarási í Biskups-
tungum þar sem við krakkarnir
lékum okkur saman frá morgni
til kvölds og fjölskyldurnar nutu
góðrar samveru.
Ung giftist hún Sigurbjarti
Helgasyni og eignuðust þau fjög-
ur börn, eina dóttur og þrjá syni.
Það var mikið áfall þegar Sigríð-
ur dóttir þeirra lést langt fyrir
aldur fram eftir erfið veikindi.
Ása Gunna var hörkudugleg og
hugsaði afar vel um sína stóru
fjölskyldu. Hún var kát og
skemmtileg og fallega brosið var
aldrei langt undan enda var hún
vinmörg. Við hjónin minnumst
ljúfra og skemmtilegra samveru-
stunda með Ásu og Sigga.
Minningin um góða frænku
mun lifa.
Sigrún Erla Sigurðardóttir.
Í dag er kvödd Guðrún Ás-
gerður Jónsdóttir, alltaf kölluð
Ása. Við leiðarlok hrannast upp
minningar enda margs að minn-
ast eftir meira en hálfrar aldar
kynni. Andlát Ásu kom ekki á
óvart, hún var búin að vera veik
um alllangt skeið og ljóst að ekki
yrði um lækningu að ræða. Hún
sýndi mikið æðruleysi gagnvart
veikindum sínum og hélt sínu
glaða viðmóti og kímni til hinstu
stundar. Hún vissi vel að hverju
stefndi og kvaddi sátt eftir langa
ævi.
Ása var stóra systir, elst fjög-
urra systkina og hún var „stóra
systir“ alla tíð í bestu merkingu
þess orðs. Það kom fram í mörgu,
meðal annars í því hve mikla um-
hyggju hún bar fyrir systkinum
sínum og hve mikinn áhuga hún
sýndi ætíð högum þeirra og fjöl-
skyldna þeirra. Og Ása var góð
dóttir, hún annaðist foreldra sína
af mikilli natni alla tíð og þó eink-
um eftir að aldurinn fór að færast
yfir þau. Það var í raun allt stórt
við Ásu, ekki einungis var hún
hávaxin og glæsileg á að líta held-
ur einnig var hún með afbrigðum
greiðvikin og gjafmild. Blönkum
námsmanni, bróður hennar, þótti
sjálfsagt mál að fara til Ásu syst-
ur og „slá“ hana um pening fyrir
bíómiða og vitaskuld var það allt-
af auðsótt mál þótt ekki hefði hún
mikið á milli handanna á sínum
fyrstu búskaparárum.
Á þessum árum tókust með
okkur góð kynni þótt aldursmun-
ur væri nokkur og ólíkt hefðumst
við að, hún gift kona, húsmóðir,
þá komin með tvö börn, eigin-
mann á sjónum og sjálf í fullri
vinnu en ég lítt lífsreynd skóla-
stelpa. En það var auðvelt að
kynnast Ásu, hún var bæði góð og
skemmtileg og það var alltaf
gaman og sérlega notalegt að
vera nálægt henni. Og þetta
fannst fleirum en mér, hún átti að
mér fannst fullt af vinkonum
enda með eindæmum hjálpsöm
og þótti sjálfsagt að mæta ef ein-
hver af vinunum þurfti aðstoð við
veisluhöld eða annað lífsins stúss.
Ég var heppin að eignast hana
fyrir mágkonu.
En lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um Ásu. Hún þurfti bæði
að horfa á eftir einkadóttur sinni,
sem lést langt um aldur fram, svo
og ungum sonarsyni ekki alls fyr-
ir löngu. Það þarf mikinn andleg-
an styrk og þrek til að geta unnið
úr svo þungbærri lífsreynslu og
haldið áfram.
En þrátt fyrir þær miklu sorg-
ir sem á hana voru lagðar tel ég
að Ása hafi litið á sig sem gæfu-
sama manneskju. Hún átti góðan
mann og mannvænleg börn og
barnabörn og nýlega bættist-
barnabarnabarn í hópinn sem
gladdi hana mjög. Gæfa hennar
fólst líka í því hve örlát hún var á
vináttu og því vinmörg. Eitt
dæmi um hve vinsæl Ása var birt-
ist með skemmtilegum hætti fyr-
ir fáeinum árum en þá leitaði
hana uppi dönsk kona sem hafði
verið vinkona hennar þegar fjöl-
skyldan bjó í Danmörku á ung-
lingsárum Ásu eða fyrir um það
Guðrún Ásgerður
Jónsdóttir (Ása)
✝
Steinunn
Guðnadóttir
fæddist 30. ágúst
1930. Hún lést 23.
júlí 2021. Foreldr-
ar hennar voru
Guðný Pétursdóttir
klæðskeri frá Þur-
íðarstöðum í Ey-
vindarárdal, f. 4
nóvember 1891, og
Guðni Jónsson tré-
smíðameistari frá
Fossárdal í Berufirði, f. 26. júlí
1891.
Bræður Steinunnar voru
Hjalti, trésmiður og organisti, f.
9. júlí 1912, d. 21. desember
1987; J.P. Vilbergljósmyndari,
f. 4. desember 1924, d. 6. janúar
2014, og Guðni Sigþór tónlist-
1949. 3) Guðný Hrönn, f. 5. júlí
1952. Eiginmaður hennar var
Óli JK Magnússon, f. 16. febr-
úar 1948, d. 3. maí 2000. Vinur
hennar er Rúnar Sigurbjörns-
son, f. 13. apríl 1949. 4) Helgi
Jóhann, f. 6. október 1954, Eig-
inkona hans var Svanborg
Björnsdóttir, f. 4. maí 1957, d.
23. september 2015. 5) Steinarr
Þór, f. 15. nóvember 1955.
Eiginkona hans er Erna Björk
Hjaltadóttir, f. 28. febrúar
1958. 6) Guðrún María, f. 10.
desember 1956. Eiginmaður
hennar er Magnús Kristjánsson,
f. 22. janúar 1953. 7) Védís
Klara, f. 11. maí 1961. Eigin-
maður hennar er Friðrik Gauti
Kjartansson, f. 17. ágúst 1958.
Barnabörn Steinunnar eru að
meðtöldum stjúpbörnum 22 á
lífi, tvö eru látin. Langömmu-
börnin eru alls 44. Langalang-
ömmubörnin eru tvö.
Útför Steinunnar fór fram 4.
ágúst 2021 í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
armaður, f. 8. nóv-
ember 1926, d. 25.
febrúar 1993.
Steinunn giftist
Þórði Stefáni Bene-
diktssyni frá Mos-
felli í Húnavatns-
sýslu, kennara og
skólastjóra, síðar
útibússtjóra Bún-
aðarbanka Íslands
á Egilsstöðum,
hinn 17. október
1948. Þórður lést 2. maí 1977.
Börn þeirra eru: 1) Benedikt
Guðni f. 15. maí 1949. Eig-
inkona hans er Jóna Ingibjörg
Óskarsdóttir, f. 8. september
1956. 2) Pétur Friðrik, f. 25.
maí 1951. Eiginkona hans er
Guðrún Ólafsdóttir, f. 24. apríl
Sem barn og unglingur átti
mamma heima á Eskifirði, í
Reykholti, hjá hjartkærum for-
eldrum sínum og þremur bræðr-
um sem allir voru eldri en hún.
Mikil væntumþykja var á milli
þeirra. Eins og önnur börn lék
hún sér þar með vinum og fé-
lögum. Árin liðu, hún lauk barna-
skólanum. Einn góðan veðurdag
hitti hún svo pabba okkar, Þórð
Benediktsson. Hann var þá kenn-
ari á Eskifirði. Þau urðu ástfang-
in, giftu sig og hófu búskap sam-
an. Þau bjuggu á Eskifirði,
Reyðarfirði, Eiðum og Egilsstöð-
um. Þeim varð margra barna
auðið, við erum sjö og komum í
heiminn á árunum 1949 til 1961.
Mamma var mikil húsmóðir,
auk hússtarfanna gaf hún okkur
alla sína ást, ól okkur upp, auðvit-
að með aðstoð pabba, fæddi og
klæddi. Hún saumaði fötin okkar
og gerði við þau þegar þau slitn-
uðu. Minnisstætt er að fyrir hver
jól fengum við öll ný heimasaum-
uð föt, og jafnvel náttföt líka.
Hvenær hafði hún tíma til þessa?
Jú hún notaði gjarna næturnar til
sauma þegar við vorum komin í
háttinn. Mikill þvottur fylgir
svona stóru heimili og nútíma-
tækni var ekki til staðar á þeim
tíma. Þvottinn, bæði rúmfatnað
og föt, þvoði hún í bala og notaði
þar til gert þvottabretti. Hún
eignaðist þvottavindu en hún
virkaði þannig að þvotturinn fór
milli tveggja valsa og mesta vatn-
ið skildist frá. Tæknibylting! – en
snúa þurfti vélinni með handafli.
Enginn tauþurrkari var til svo
þvotturinn var hengdur á snúrur,
þurrkaður og straujaður. Þetta
virtist vera fullt starf fyrir eina
manneskju en auk þvottanna
sinnti hún öllum öðrum hússtörf-
um. Sem betur fer eignaðist hún
síðar vélar til að létta henni
þvottastörfin. Ekki má gleyma
bakstrinum, t.d. voru alltaf til
kleinur og jólakökur. Morgun-
matur, hádegisverður, eftirmið-
dagskaffi, kvöldverður og kvöld-
kaffi. Eitthvað hjálpuðum við
krakkarnir til, einkum þegar við
stálpuðumst, og stundum hafði
hún húshjálp, tíma og tíma.
Mamma starfaði um tíma á
Prjónastofunni Dyngju á Egils-
stöðum
Mamma var mjög listfeng í
mörgum greinum. Eftir hana
liggur handavinna af öllu tagi,
prjónaðir dúkar af öllum stærð-
um, útsaumur, myndir og fatnað-
ur. Einnig var henni lagið að
teikna og mála og notaði margar
stundirnar á Hjúkrunarheimilinu
Dyngju til að lita myndir.
Gestrisni var henni í blóð bor-
in, allir voru velkomnir og alltaf
heimabakstur og kaffi fyrir gesti
og gangandi.
Mamma missti pabba þegar
hún var aðeins 46 ára gömul.
Hann veiktist alvarlega, og sinnti
hún honum mikið veikum heima
þar til tveimur dögum fyrir and-
lát hans. Þar var hún ekki síðri en
bestu hjúkrunarfræðingar. Eins
var þegar eitthvert okkar systk-
inanna átti erfitt. Þá var hún allt-
af til staðar.
Garðurinn var henni einkar
hjartkær og hélt hún honum
mjög fallegum af mikilli natni og
nákvæmni, ræktaði tré, blóm og
rósir.
Hún tók bílpróf 40 ára gömul
og eignaðist hvíta sinn og síðar
bláma en svo kallaði hún bílana
sína. Það var henni mikilvægt að
komast ferða sinna, s.s. niður á
Eskifjörð og í búðarferðir. Þrátt
fyrir bílpróf var hún dugleg að
ganga sér til heilsubótar.
Mamma var tónelsk og átti píanó
sem hún spilaði gjarna á og var
oft sungið heima. Foreldrar okk-
ar áttu það til að dansa saman í
stofunni okkur til mikillar
ánægju. Í bílferðum okkar á
Eskifjörð til afa og ömmu var
alltaf mikið sungið og sagðar sög-
ur.
Síðustu tvö og hálft ár dvaldi
hún á Hjúkrunarheimilinu
Dyngju á Egilsstöðum og við
systkinin þökkum starfsfólkinu
þar frábæra umönnun.
Elsku mamma. Takk fyrir allt
og allt.
Fyrir hönd barna Steinunnar,
Pétur Þórðarson.
Hún Denna amma okkar er
látin, níræð að aldri. Ótal góðar
minningar koma upp í hugann
um heimsóknir í hlýlega húsið
hennar á Egilsstöðum, bæði sem
börn þegar við bjuggum á Eiðum
og eftir að við fluttum suður og
komum í heimsóknir á sumrin,
síðustu árin með okkar eigin
börn. Í minningunni er alltaf sól á
Egilsstöðum og amma tekur á
móti okkur, brosandi með fallega
svuntu, og snýst í kringum gest-
ina og ber þeim kaffi og með því.
Ilmur af nýsteiktum kleinum
tengist gjarnan þessum minning-
um, amma við eldhúsborðið með
spilastokk að leggja kapal eða
spila við okkur eða langömmu-
börnin, eða úti í garði að hlúa að
fallegu blómunum sínum sem
hún var svo hrifin af. Stundum
líka með handavinnu í höndunum
því hún var mikil handavinnu-
kona, vandvirk og fær, og eftir
hana liggja mörg listaverk í formi
útsaums og prjónaðra dúka. Það
var alltaf gott að sitja í eldhúsinu
hennar ömmu og spjalla og heyra
sögur um liðna tíð.
Þessar minningar ylja nú þeg-
ar amma hefur kvatt okkur.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði elsku amma.
Guðný Eva og
Kolbrún Hrönn.
Steinunn
Guðnadóttir