Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 30 ÁRA Áslaug fæddist í Bergen í Noregi og bjó þar fyrstu þrjú árin en þá flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. „Ég ólst upp í Háteigshverfinu og framan af var ég í fimleikum hjá Ármanni en á unglingsaldri færði ég mig yfir í handbolta hjá Fram.“ Hún fór í Verslun- arskólann og var í tvö ár í ól- ympíuliðinu í stærðfræði, árin 2010 og 2011, og síðan dúxaði hún á eðlisfræðibraut skólans árið 2011. Eftir stúdentinn fór hún í eitt ár í Biblíuskóla í Tromsø í Noregi. Þegar heim var komið fór hún í stærðfræði í Háskóla Íslands og útskrif- aðist með BS árið 2015. „Ég byrjaði í meistaranámi í stærð- fræði, en lauk því ekki þá en er að ljúka því núna í haust.“ Hún fór að vinna í Landsbankanum í áhættustýringu og var þar í þrjú ár, en byrjaði þá í læknisfræði árið 2019. „Ég vildi gera eitthvað sem væri meira gefandi þar sem ég ynni meira með fólki svo ég ákvað að ég ætti nóg eftir að starfsævinni til þess að breyta um kúrs.“ Áslaug er búin með tvö ár í læknanáminu og mikið að gera með þrjú lítil börn. „Ég þarf bara að skipuleggja mig mjög vel, því maður hefur ekki endalausan tíma. Maður lærir bara strax að skilja á milli vinnu og einkalífs og gerir sitt besta.“ Áslaug segist hafa gaman af allri útivist með fjölskyldunni og eins fer hún út að skokka. „Síðan er ég hrifin af handavinnu og að baka.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Áslaugar er Daníel Steingrímsson leikskóla- kennari, f. 13.1. 1986. Þau eiga börnin Þuríði, f. 28.4. 2015; Harald, f. 5.1. 2018, og Ágúst, f. 8.5. 2020. Foreldrar Áslaugar eru hjónin Haraldur Jó- hannsson taugalæknir, f. 9.2. 1961, og Margrét Jóhannesdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 28.12. 1965. Þau búa í Reykjavík. Áslaug Haraldsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú geislar af hamingju og hefur já- kvæð áhrif á umhverfi þitt. Taktu það sem hrós og brynjaðu þig með sjálfstraustinu sem hefur alltaf verið þinn helsti styrkleiki. 20. apríl - 20. maí + Naut Varðandi verkefni sem þú vinnur að ertu búin/n að bollaleggja og velta vöng- um nógsamlega. Vertu samt með báða fætur á jörðinni og ekki missa þig út í ein- hverja óskhyggju. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ættir að ráðast í óþægileg verkefni á heimilinu í dag. Leyfðu ævin- týraþránni að ráða og kannaðu ókunna stigu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Farðu varlega í fjármálum núna og hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum. Farðu þér samt í engu óðslega. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert spurður spurninga sem virð- ast hversdagslegar en eitthvað býr undir þeim. En vertu hvergi smeykur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Ef þér finnst þetta eitthvað furðu- legt – dragðu þig þá í hlé. Þú ferð létt með að klára verkefni tengd dánarbúum, erfða- málum og sameiginlegum eigum. Allt lagast með tímanum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Við- fangsefnið er þess eðlis að þú getur ekki annað en grætt á því að skila því heilu í höfn. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ættir að slappa af í dag. Notaðu tækifæruð til að ráðast til atlögu við verkefni sem þú hefur ýtt á undan þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú varst ekki að grínast þegar þú sagðist geta lokið verkefninu í dag. Leiddu þessar hugsanir hjá þér því þær eru aðeins tímabundnar. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Vinir falast eftir hjálp þinni og þú ert til staðar fyrir þá. Einnig kemur til greina að þú komist á snoðir um leynd- armál og verði illa brugðið. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hlustaðu á það sem vinur segir um hlutverk þitt í lífi hans. Ekki er allt sem sýnist og ekki ráð nema í tíma sé tekið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Nú er rétti tíminn til þess að inn- leiða breytingar í heimilislífinu. Hlustaðu líka á drauma þína. Ef þú hins vegar verð- ur spurður álits skaltu vanda orð þín. hefur aðallega starfað að markaðs- málum, vörumerkjastjórnun og sam- skiptamálum og hefur verið á ferð og flugi öll þessi ár og sinnt mörgum skemmtilegum verkefnum. „Þegar Aron Kári, elsti sonurinn, var tveggja ára fluttum við til Hollands þar sem ég sá um markaðsmál fyrir starfsemina í Evrópu og þegar við komum heim bættist annar sonur, Arnar Daníel, í hópinn.“ Síðustu þrjú árin hefur hún verið framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Össurar þar sem hún leiðir innri og ytri sam- skiptamál félagsins. „Skemmtilegasta verkefnið mitt er Team Össur-hópurinn sem ég hef séð Ég erfði ferðagenin hans pabba og hef alltaf haft áhuga á ferðalögum og öðrum menningarheimum.“ Árið 1993 réðst Edda til starfa hjá varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins þar sem hún sá fyrir sér að geta nýtt námið í stjórnmálafræði og enskukunnáttuna. „Ég starfaði í utanríkisráðuneytinu í nokkur ár en rak svo augun í auglýsingu frá ný- sköpunarfyrirtækinu Össuri hf. sem vakti áhuga minn. Ég hóf störf hjá Össuri í byrjun árs 1997 og hef starf- að þar óslitið síðan. Það eru að verða 25 ár, sem er alveg ótrúlegt. Við eig- um bæði 50 ára afmæli á þessu ári en Össur var stofnað árið 1971.“ Edda E dda Heiðrún Geirs- dóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1971. Árið 1976 fluttu foreldrar Eddu til Calgary í Albertafylki í Kanada en mikill uppgangur var í fylkinu á þeim tíma. Upphaflega átti ævintýrið ytra að endast í nokkur ár en varði í tvo áratugi. „Foreldrar mínir höfðu farið í ferð til Kanada með Bændaferðum árið áður og það kveikti í pabba að taka stökkið og flytja enda mikill æv- intýramaður sem hafði sjálfur stund- að nám í Bandaríkjunum og unnið í London. Ég hóf skólagönguna mína með því að læra ensku og ég man að fimm ára gömul voru einu orðin sem ég gat sagt í skólanum: „I’m five and I’m fine.“ Skólagangan í Kanada var hefðbundin og Edda lauk námi við Henry Wise Wood High School og fór þaðan í University of Calgary þar sem hún nam stjórnmálafræði. „Það var yndislegt að alast upp í Kanada og ég á frábærar vinkonur þar sem ég held enn sambandi við. Það voru náttúrlega engir samfélags- miðlar á þessum tíma og langt og strangt ferðalag fyrir fjölskyldu- meðlimi að heimsækja okkur en ég er gríðarlega þakklát foreldrum mínum fyrir að henda sér út í óvissuna og byggja upp frábært líf fyrir okkur í Calgary. Ég man að við fengum oft spólur sendar þar sem amma og aðr- ir fjölskyldumeðlimir töluðu inn á hvað hefði á daga þeirra drifið og við sátum öll og hlustuðum af ákafa. Svo var spóla með dómkirkjumessunni alltaf spiluð á aðfangadagskvöld.“ Foreldrar Eddu skildu þegar hún var 17 ára og pabbi hennar varð eftir í Kanada en flutti sig síðar um set til Vancouver og mamma hennar flutti heim til Íslands. „Ég var aðeins týnd á þessum árum, var miklu meiri Kan- adamaður en Íslendingur, kunni varla að tala íslensku en fann nokkr- um árum seinna að mig langaði að kynnast Íslandi betur. Upp úr tví- tugu fór ég að venja komur mínar til landsins á sumrin og starfaði meðal annars á Laugarvatni þar sem frændfólk mitt rak tjaldsvæðið. Verslunarmannahelgarnar á Laug- arvatni eru svo sannarlega eftir- minnilegar! um í meira en áratug. Team Össur er hópur afreksíþróttafólks víða um heim sem Össur styður og þau keppa öll á Ólympíuleikum fatlaðra. Ég fylgdi þeim á leikana í Peking og Ríó og hefði sannarlega verið til í að vera í Tokýó en hópurinn keppir á leik- unum sem hefjast 24. ágúst nk. Ég hefði líka farið til London 2012 ef ekki hefði verið fyrir þær sakir að yngsti sonurinn, Stefán Ragnar, fæddist á sama tíma. Ég er gríðarlega stolt af því starfi sem Össur sinnir og fyllist enn eld- móði eftir öll þessi ár þegar ég kynn- ist notendum og hæfileikaríku fólki um allan heim, svo ekki sé minnst á Edda Heiðrún Geirsdóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Össurar – 50 ára Fjölskyldan Golfið er nýjasta áhugamálið. F.v.: Aðalsteinn, Edda, Arnar, Ragnheiður mamma Eddu og Aron Kári. Erfði ferðagenin frá pabba Team Össur Hér er Edda að tala við Guðna Th. Jóhannesson forseta í heimsókn á Bessastöðum með Team Össur. Synirnir Arnar Daníel, Stefán Ragnar og Aron Kári. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.