Morgunblaðið - 06.08.2021, Side 25

Morgunblaðið - 06.08.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 „PABBI HITTIR OKKUR Á EFTIR. ÞÚ VEIST HVERSU VEL HANN VIRÐIR FJARLÆGÐARMÖRKIN ÞEGAR HANN HORFIR Á LEIKI.“ „ÉG VIL FÁ RAUÐMAGA, HVÍTVÍNSSÓSU OG GRÆNAR BAUNIR. ÁTTU NOKKUÐ BLÁAR GULRÆTUR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sulta saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER SVO GLAÐUR! OG ÞIÐ VITIÐ HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR! HEI, HVERT FÓRU ALLIR? ÞETTA ER NÝI LEYNIKJALLARINN MINN! ÁTTU VON Á INNRÁS ÓVINA? NEI, EN KRÁIN GÆTI BRUNNIÐ TIL KALDRA KOLA! allt frábæra samstarfsfólkið mitt.“ Edda segir að vinnan sé hennar ástríða. „En ég byrjaði í golfi í sumar eins og sannri miðaldra konu sæmir. Það er svo frábært að geta stundað golf og skíði með allri fjölskyldunni en annars fer mest fyrir fótbolta á heimilinu enda allir þrír strákarnir okkar á fullu í boltanum.“ Á afmæl- isdaginn ætlar hún að njóta lífsins með fjölskyldunni. „Elsti sonurinn flýgur aftur út til Bandaríkjanna á laugardaginn og orðið frekar sjald- gæft að við séum öll saman.“ Fjölskylda Eiginmaður Eddu er Aðalsteinn Ingvason, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri Lyfjavers, f. 12.4. 1969. Foreldrar hans eru Ingvi Ágústsson, f. 29.8. 1934, og Hjördis Marmundsdóttir, f. 16.8. 1943. Synir Eddu og Aðasteins eru Aron Kári, háskólanemi í Bandaríkjunum, f. 9.7. 1999; Arnar Daníel framhalds- skólanemi, f. 14.3. 2004, og Stefán Ragnar nemi, f. 10.9. 2012. Foreldrar Eddu eru Geir Halldór Gunnarsson, bankamaður í Kanada, f. 10.10. 1944, d. 31.3. 2020, og Ragn- heiður Sveinsdóttir, skrifstofumaður í Kópavogi, f. 13.11. 1944. Edda Heiðrún Geirsdóttir Theódóra Ásmundsdóttir húsfreyja í Arnarholti, Úthlíðarsókn, Árn. Indriði Guðmundsson bóndi í Arnarholti, Úthlíðarsókn, Árn. Magnhildur Indriðadóttir bóndi á Drumboddsstöðum, síðar bús. í Reykholti Sveinn Kristjánsson b. á Drumboddsstöðum, síðar bús. í Reykholti Ragnheiður Sveinsdóttir skrifstofumaður í Kópavogi Guðríður Sveinsdóttir húsmóðir í Langholtsparti, Hraungerðishr., Árn. Kristján Diðriksson b. og kennari í Langholtsparti, Hraungerðishr., Árn. Hólmfríður Óladóttir Baldvinsson húsfreyja í Reykjavík Heinrich Eric Schmidt bankafulltrúi í Reykjavík Fríða Sonja Schmidt húsfreyja í Reykjavík Gunnar Pétur Óskarsson verslunarmaður og fulltrúi í Reykjavík Halldóra Benediktsdóttir húsfreyja í Reykjavík Björgvin Óskar Benediktsson sjómaður í Reykjavík Úr frændgarði Eddu Heiðrúnar Geirsdóttur Geir Halldór Gunnarsson bankamaður í Kanada Kanada Hér er Edda með pabba sín- um, nýflutt á kúrekaslóðir í Calgary. Hjálmar Jónsson var eitt sinn sem oftar veislustjóri á Sauðárkróki. Þegar dagskrá var lokið og dansinn skyldi hefjast við tónlist Geirmundar Valtýssonar kvað hann: Tjútt og rokk og rælar ró og friði spilla þar sem háir hælar hálfan salinn fylla. Gerður Sigurðardóttir er ný á Boðnarmiði en segist því miður ekki hagyrðingur en hafa mjög gaman af að lesa. Og bætir við: „Þessa dagana er kjellan í föndri með svuntur og mig sárvantar vís- ur tengdar heimili og mat, sem ég mætti nota.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Rifjuð var upp staka eftir Sigureyju Júlíusdóttur: Þó ég hafi starfið stranga stundað eins og best ég gat mega aldrei af mér ganga áhyggjur um föt og mat. Þórdís Sigurbjörnsdóttir bætti við og sagði: „Þessi vísa er eftir hjón. Karlinn var að búa sig til kaupstaðarferðar en konan að telja upp hvað vantaði í búrið. Því miður man ég ekki hvað þau hétu né hvar þau bjuggu.“ Kaffi, sykur, hveiti, rót konan oft um biður. Bakar og sýður býsna fljót en bóndinn rennir niður. Magnús Halldórsson kvað og bætti við „bara gerð fyrir þig“ þegar Gerður þakkaði fyrir vís- una: Vel að brasa kann ég ket, kætast mínir gestir. Þegar upp ég svuntu set, af sælu brosa flestir. Benedikt Jóhannsson yrkir limru: Sífellt er tíminn að tifa og tárin á kinnarnar skrifa. Göngum á grund og gleymum smá stund að lífsháski felst í að lifa. Ragna Guðvarðardóttir kveður: Þótt við finnum fallin tré og fölnuð blóm við veginn þá gæti skeð að grasið sé grænna hinum megin. Friðrik Steingrímsson orti 2. ágúst um veðurfréttir kvöldsins á RÚV: Að Elínu ég aðeins hlæ, ekkert nema gortið, hún sýnist nota sí og æ sama veðurkortið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tjútt og rokk og rælar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.