Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021
Í LAUGARDAL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Breiðabik á fína möguleika á að fara
áfram í umspil um sæti í riðlakeppni
Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta
eftir 2:3-tap fyrir skoska liðinu
Aberdeen í fyrri leik liðanna í 3. um-
ferðinni á Laugardalsvellinum í
gærkvöldi.
Breiðablik byrjaði eins illa og
hægt var því staðan var orðin 0:2,
Aberdeen í vil, eftir aðeins 11 mín-
útur og stefndi í vont kvöld fyrir
Kópavogsliðið. Í staðinn fyrir að
leggja árar í bát styrktist Breiðablik
við mótlætið og spilaði stórkostlegan
fótbolta út hálfleikinn.
Það skilaði að lokum tveimur
mörkum. Fyrst skoraði Gísli Eyj-
ólfsson eftir glæsilegan undirbúning
frá Árna Vilhjálmssyni á 16. mínútu
og skömmu fyrir leikhlé skoraði
Árni sjálfur úr víti sem hann náði í
og staðan 2:2. Eftir byrjunina hræði-
legu var jöfn staða í hálfleik verð-
skulduð og var unun að fylgjast með
Breiðabliki yfirspila sterka and-
stæðinga sína.
Fylgdu eigin gildum
Breiðablik hélt boltanum óaðfinn-
anlega innan síns liðs og spilaði fal-
legan fótbolta með grasinu. Kópa-
vogsliðið fylgdi eigin gildum, gerði
það býsna vel og uppskar jafna stöðu
eftir martraðarbyrjun. Frammi-
staðan síðasta hálftímann í fyrri
hálfleik var með þeim betri hjá ís-
lensku liði í Evrópu í nokkurn tíma.
Seinni hálfleikurinn var hins veg-
ar erfiðari fyrir Breiðablik. Stephen
Glass, þjálfari Aberdeen, gerði þre-
falda breytingu í hálfleik og skipti
um leikkerfi. Við það riðlaðist leikur
Breiðabliks og aftur byrjaði liðið illa
í seinni hálfleik því Aberdeen komst
í 3:2 á 49. mínútu. Breiðablik var
ekki líklegt til að jafna eftir það, en
að sama skapi var varnarleikur læri-
sveina Óskars Hrafns Þorvalds-
sonar til fyrirmyndar og var því ekk-
ert meira skorað.
Nái Blikar upp sömu spila-
mennsku og stærstan hluta fyrri
hálfleiksins í gær eru möguleikar
liðsins sannarlega til staðar í einvíg-
inu. Breiðablik hefur verið stolt ís-
lensks fótbolta í Evrópukeppnum í
ár og er liðið óhrætt við að spila sinn
eigin sóknarbolta gegn sterkum
andstæðingum, sem er skemmtilegt
að sjá. Óskar Hrafn, þjálfari Breiða-
bliks, á mikið hrós skilið fyrir að
fylgja sinni leikaðferð og er augljóst
að leikmennirnir eru með honum
alla leið og fylgja fyrirmælum hans
vel.
Árni, Gísli og Oliver góðir
Árni Vilhjálmsson átti stórgóðan
leik í gær og Gísli Eyjólfsson var
mjög sterkur í fyrri hálfleik. Þá
gerði Oliver Sigurjónsson vel gegn
reynsluboltanum Scott Brown á
miðjunni og gaf ekkert eftir.
Leikur Breiðabliks var alls ekki
fullkominn. Aberdeen þurfti ekki að
hafa sérstaklega mikið fyrir mörk-
unum sínum því tvö þeirra komu eft-
ir hornspyrnur og eitt eftir langan
bolta fram. Breiðablik verður að
verjast föstum leikatriðum betur í
Skotlandi og vera með kveikt á per-
unni í varnarleiknum allan leikinn.
Takist það, eru Blikum allir vegir
færir í Aberdeen næstkomandi
fimmtudag.
Breiðablik heldur áfram
að heilla í Evrópukeppni
- Blikar spiluðu fallegan fótbolta þrátt fyrir tap - Möguleikarnir fínir í Aberdeen
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brot Árni Vilhjálmsson liggur í vítateig Aberdeen eftir að hafa verið felldur. Dæmd var vítaspyrna sem Árni skoraði sjálfur úr af öryggi.
Toppliðið í Lengjudeild karla í
knattspyrnu, þeirri næstefstu,
Fram vann Fjölni í gær 2:0 í Safa-
mýri. Fram er komið langleiðina
upp í efstu deild og hefur enn ekki
tapað leik í deildinni. Þórir Guð-
jónsson og Guðmundur Magnússon
skoruðu mörkin. Grótta vann Sel-
foss 2:1. Pétur Theódór Árnason og
Arnar Þór Helgason skoruðu en
Kenan Turudija fyrir Selfoss.
FH jafnaði KR að stigum í
Lengjudeild kvenna með 2:0 úti-
sigri. Sunneva Sigurvinsdóttir og
Sandra Nabweteme skoruðu.
Frömurum halda
engin bönd
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Safamýri Þórir Guðjónsson með
boltann í leiknum í gær.
Bandaríkin og Frakkland mætast í
úrslitum karla í körfuknattleik-
skeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.
Bandaríkin vann Ástralíu 74:55 og
Frakkland hafði betur gegn Slóven-
íu 90:89 í undanúrslitum.
NBA stjarnan Luka Doncic tekur
því ekki þátt í úrslitaleiknum en
hann sýndi mögnuð tilþrif með Sló-
venum á leikunum. Leikur Frakka
og Slóvena var æsispennandi og
fengu Slóvenar síðustu sóknina en
nýttu hana ekki. Bandaríkin og
Frakkland mættust í riðlakeppn-
inni og þá unnu Frakkar.
Frakkar stöðvuðu
Luka Doncic
AFP
Sterkur Rudy Gobert átti stórleik
fyrir Frakka gegn Slóvenum.
Sambandsdeild UEFA
3.umferð, fyrri leikir:
Breiðablik – Aberdeen............................ 2:3
Lokomotiv Plovdiv – Köbenhavn ...........1:1
- Hákon Arnar Haraldsson var ekki í leik-
mannahópi hjá Köbenhavn.
Elfsborg – Velez Mostar..........................1:1
- Hákon Rafn Valdimarsson var vara-
markvörður hjá Elfsborg.
Rosenborg – Domzale..............................6:1
- Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Rosenborg.
Riga – Hibernians Paola..........................0:1
- Axel Óskar Andrésson var ekki í leik-
mannahópnum hjá Riga
Trabzonspor – Molde ...............................3:3
- Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á
hjá Molde á 90. mínútu.
Prishtina – Bodö/Glimt ...........................2:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Cukaricki Belgrad – Hammarby............3:1
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Lengjudeild karla
Fram – Fjölnir.......................................... 2:0
Grótta – Selfoss ........................................ 2:1
Staðan:
Fram 14 12 2 0 38:10 38
ÍBV 14 9 2 3 27:13 29
Fjölnir 15 7 2 6 19:18 23
Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22
Vestri 14 7 1 6 23:27 22
Grótta 15 6 2 7 30:29 20
Grindavík 14 5 5 4 26:28 20
Þór 14 5 4 5 29:24 19
Afturelding 13 4 4 5 27:26 16
Selfoss 15 3 3 9 22:34 12
Þróttur R. 14 3 1 10 25:33 10
Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2
3. deild karla
Augnablik – Tindastóll............................. 2:4
Dalvík/Reynir – Sindri............................. 3:2
Staða efstu liða:
Höttur/Huginn 15 11 2 2 26:15 35
KFG 14 7 4 3 24:18 25
Elliði 14 8 0 6 30:21 24
Ægir 13 6 5 2 22:13 23
Augnablik 14 6 3 5 30:24 21
Sindri 15 6 3 6 28:24 21
Dalvík/Reynir 14 6 2 6 26:20 20
Víðir 14 5 4 5 21:23 19
KFS 15 5 1 9 20:35 16
Lengjudeild kvenna
KR – FH.................................................... 0:2
Grindavík – Augnablik............................. 1:0
Staðan:
FH 13 9 2 2 34:11 29
KR 13 9 2 2 33:17 29
Afturelding 12 7 4 1 29:11 25
Víkingur R. 12 4 4 4 20:22 16
Haukar 12 4 3 5 17:19 15
Grindavík 13 3 5 5 18:22 14
Grótta 12 4 1 7 17:26 13
ÍA 12 3 2 7 12:27 11
HK 11 2 3 6 14:26 9
Augnablik 12 2 2 8 17:30 8
Bandaríkin
New England Revolution – Nashville ... 0:0
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 63
mínúturnar með New England.
Chicago Fire – New York City .............. 0:0
- Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 83
mínúturnar með New York.
CF Montréal – Atlanta United ............... 2:2
- Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leik-
mannahópi Montréal.
Danmörk
Bikarkeppni, 1. umferð:
Bolbro - Esbjerg .......................................1:5
- Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar
Bjarnason voru ekki í leikmannahópnum
hjá Esbjerg.
>;(//24)3;(
Ólympíuleikarnir
Karlar, undanúrslit:
Frakkland – Egyptaland ..................... 27:23
Spánn – Danmörk................................. 23:27
E(;R&:=/D
Ólympíuleikarnir
Karlar, undanúrslit:
Frakkland – Slóvenía ........................... 90:89
Bandaríkin – Ástralía........................... 97:78
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsí Max-deildin:
Samsung-völlur: Stjarnan – Þór/KA ........18
Origo-völlurinn: Valur – ÍBV ....................18
Sauðárkrókur: Tindastóll – Bblik........19:15
HS Orku-völlurinn: Keflavík – Fylkir.19:15
Lengjudeild kvenna:
Vivaldi-völlur: Grótta – Víkingur R.....19:15
Lengjudeild karla:
Grindavík: Grindavík – Vestri...................18
Varmá: Afturelding – Þór..........................18
Eimskipsvöllur: Þróttur – Kórdrengir19:15
Í KVÖLD!
BREIÐABLIK – ABERDEEN 2:3
0:1 Christian Ramirez 3.
0:2 Lewis Ferguson 11.
1:2 Gísli Eyjólfsson 16.
2:2 Árni Vilhjálmsson (v) 43.
2:3 Christian Ramirez 49.
Dómari: Ivan Bebek, Króatíu.
Áhorfendur: 1997.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, við-
töl og greinar um leikina – sjá
mbl.is/sport/fotbolti.