Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 32
Myndlistarhópurinn Mosi opnar í dag, föstudag, kl. 16 í
Listasal Mosfellsbæjar sýniguna „Síðsumarsstemning“.
Hópurinn var stofnaður árið 2014, er skipaður 15 frí-
stundamálurum og sýna 13 þeirra verk á þessari fjórðu
samsýningu hópsins. Hluti hópsins er á myndinni. Flestir
í hópnum eru Mosfellingar en þó eru nokkrir úr nálægum
sveitarfélögum. Verkin á sýningunni eru olíumálverk,
mörg af íslenskri náttúru, og gerð sérstaklega fyrir
þessa sýningu. Þótt Covid-19 hafi sett strik í reikninginn
hefur hópurinn venjulega hist eitt kvöld í viku til að vinna
saman, oft með gestakennurum.
Liðsfólk Mosa-hópsins sýnir ný
verk sín í Síðsumarsstemningu
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 218. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Breiðabik á fína möguleika á að fara áfram í umspil um
sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta
eftir 2:3-tap fyrir skoska liðinu Aberdeen í fyrri leik lið-
anna í 3. umferðinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Aberdeen komst í 2:0 snemma leiks en með glæsilegri
spilamennsku tókst Breiðabliki að jafna í 2:2 í fyrri
hálfleik. Skoska liðið var hins vegar sterkara í seinni
hálfleik og vann að lokum 3:2-sigur. Árni Vilhjálmsson
lagði upp fyrra mark Breiðabliks á Gísla Eyjólfsson og
skoraði það seinna sjálfur úr vítaspyrnu. »26
Breiðablik á fína möguleika í
Sambandsdeildinni þrátt fyrir tap
ÍÞRÓTTIR MENNING
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Ballettskóli Eddu Scheving fagnar
60 ára starfsafmæli á árinu en hann
hefur starfað óslitið frá 1961, sem
gerir hann elsta einkarekna ball-
ettskóla landsins.
Brynja Schev-
ing, dóttir Eddu,
hefur nú tekið við
skólanum en móð-
ir hennar féll frá
árið 2002, þá 66
ára að aldri. Fram
að þeim tíma
höfðu þær mæðg-
ur starfað tvær
saman í mörg ár
en Brynja var
snemma farin að
aðstoða móður sína og tók sjálf ball-
ettkennarapróf árið 1988. Síðan þá
hefur skólinn stækkað stöðugt en
ásamt Brynju eru nú þrír til fjórir
aðalkennarar og 10 til 15 aðstoðar-
kennarar sem sinna stórum hópi
nemenda. Kennir nú dóttir Brynju,
Edda Scheving yngri, einnig við skól-
ann og hafa því þrjár kynslóðir í
beinan kvenlegg starfað innan fyrir-
tækisins. Er skólinn nú með þrjár
starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Fer aðalstarfsemin fram í Skipholt-
inu en auk þess eru útibú í Kópavogi
og Grafarvogi.
Féll ung fyrir ballett
Eins og fyrr segir var skólinn
stofnaður árið 1961 en segja má að
tilkomu hans megi rekja til sýningar
sem Konunglegi danski ballettinn
hélt í Vestmannaeyjum á fimmta ára-
tug síðustu aldar. Edda var þá ung
stúlka en að sögn Brynju var það á
þeim tímapunkti sem áhugi móður
hennar kviknaði og það varð ekki aft-
ur snúið. Þegar Edda var 10 ára flutti
hún ásamt foreldrum sínum til
Reykjavíkur og hóf þar ballettnám í
skóla Sifjar Þórz og Ástu Norðmann.
Árið 1958 tók Edda ákvörðun um
að fara í nám til Danmerkur og taka
dans- og ballettkennarapróf. Þegar
hún kom heim byrjaði hún að kenna
með vini sínum Jóni Valgeiri. Það var
þó ekki fyrr en hann flutti út sem
Edda lét slag standa og stofnaði sinn
eigin skóla.
Að sögn Brynju voru margir ball-
ettskólar að spretta upp um það
leyti sem móðir hennar hóf rekstur.
Það var ekki fyrr en rúmlega 10 ár-
um síðar að Ballettskóli Eddu
Scheving var sá eini starfandi fyrir
utan Listdansskóla Þjóðleikhússins.
Hafði áhugi landsmanna á ballett
dvínað en Edda gafst þó ekki upp.
Ballett fyrir alla
Í dag eru um 600 nemendur við
skólann á öllum aldri. Yngsti aldurs-
hópurinn er tveggja ára og er mikil
áhersla lögð á leik og skemmtun
meðal þeirra. Elsti aldurshópurinn
kallast síðan silfursvanirnir og er
hann ætlaður nemendum frá 65 ára
og eldri. Tekur hún fram að elsti
nemandinn í þeim hópi sé 77 ára.
Aðspurð segir Brynja reksturinn
hafa gengið vel undanfarna mánuði
þrátt fyrir heimsfaraldur. Þótt það
hafi vissulega sett strik í reikninginn
að fresta æfingum og sýningum
vegna samkomutakmarkana hafi allt
gengið upp að lokum. Vonar hún nú
að skólinn nái að fagna stórafmælinu
með veglegri sýningu í Borgarleik-
húsinu á næsta ári.
Elsti ballettskólinn
fagnar 60 ára afmæli
- Þrjár kynslóðir kvenna hafa starfað innan ballettskólans
Æfing Ballettskóli Eddu Scheving hefur verið starfandi í sex áratugi. Hér
sést mynd af ballettæfingu frá árinu 1975 á Skúlagötu 34.
Vorsýning Atriði úr ballettinum Þyrnirós frá vorsýningunni 2021.
Brynja
Scheving