Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skelfingin í Afganistan eftir ákvörð- un Bidens forseta Bandaríkjanna hélt áfram um helgina. Í það minnsta sjö létu lífið á flugvellinum í Kabúl þar sem al- gert öngþveiti ríkir og ástandið er meira að segja svo slæmt að leiðtogar talíbana geta leyft sér að gagnrýna ástandið og halda því fram að hvergi í landinu sé það verra. Ömurlegt er að Bandaríkja- forseti skuli hafa komið þjóð sinni og Vesturlöndum í þá stöðu að þurfa að horfa upp á talíbana hreiðra um sig á ný í Afganistan og sitja máttvana undir slíkum köpuryrðum frá forystu þeirra. Ekki þarf að koma á óvart að gagnrýni beinist að Biden frá forystumönnum í ýmsum þeim ríkjum sem staðið hafa við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn öfgafullum íslamistum. Nefna má að í Þýskalandi, þar sem al- mennt er ekki von á harðri gagn- rýni af því tagi, tjáði Armin Laschet, frambjóðandi kristi- legra demókrata, CDU, sig um ákvörðun Bidens í samtali við dagblaðið FAZ. Laschet sagðist hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með ákvörðun Bidens og bætti við að Þýskaland og Evrópa þyrftu eftir þetta að vera fær um að standa á eigin fótum í slíkum aðstæðum, ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin. Enn harðari gagnrýni og úr jafnvel óvæntari átt kom um helgina frá fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, Tony Blair. Hann skrifaði grein sem hófst á þessum orðum: „Það að yfirgefa Afganistan og almenning þar í landi er sorglegt, hættulegt, óþarft og hvorki þeirra hagur né okkar.“ Blair var forsætisráð- herra Bretlands þegar hryðju- verkasamtök öfgafullra ísl- amista, al-Kaída, réðust á Bandaríkin úr skjóli talíbana í Afganistan. Þá var George Bush forseti Bandaríkjanna og þessir tveir stóðu saman að því að slá til baka og hafa þær aðgerðir gert íslömskum öfgamönnum erfitt fyrir að fara aftur með svipuðum hernaði gegn Vesturlöndum. En Vesturlönd verða að vita við hvað er að eiga, hvert þau eru að fara og hafa úthald til að fylgja eftir þeim aðgerðum sem ráðist er í. Blair gagnrýnir mjög að nú skuli ákveðið að yfirgefa Afganistan þrátt fyrir að ein- ungis lágmarksherlið hafi verið eftir í landinu og að enginn her- maður bandamanna hafi fallið í orrustu þar í 18 mánuði. Afgan- istan hafi verið yfirgefið til að „þóknast bjánalegu pólitísku slagorði um að „enda endalausu stríðin“ eins og aðgerðir okkar árið 2021 hafi verið með ein- hverjum hætti sambærileg við aðgerðirnar fyrir tuttugu eða jafnvel tíu árum“. Ákvörðun Bidens veldur margvíslegum vanda sem sést með- al annars á því að nú hefur Bandaríkja- stjórn virkjað laga- ákvæði um að skylda flugfélög þar í landi til að flytja fólk sem þurft hefur að flýja Afganistan og er komið á herstöðvar Bandaríkjanna í Mið- austurlöndum og víðar. Og enn á eftir að flytja tugi þúsunda úr Afganistan, bæði Bandaríkja- menn og aðra Vesturlandabúa, sem og Afgani sem unnu fyrir þá síðustu tvo áratugi og eru nú í lífshættu vegna ofbeldismann- anna sem leyft var að taka völdin í landinu. En ákvörðun Bidens var ekki aðeins vanhugsuð að því leyti að hún hefur valdið því að ástandið á flugvellinum í Kabúl er orðið margfalt verra en það var í Sai- gon á sínum tíma, þvert á fullyrð- ingar forsetans. Afleiðingarnar verða jafnvel enn verri til lengri tíma litið þegar fer að reyna á hvort að bandamenn Bandaríkj- anna og aðrir treysta á þá. Lík- legt er að fljótt reyni á það traust, eða öllu heldur vantraust, og er óhætt að segja að Banda- ríkin hafi ekki mátt við auknu vantrausti eftir ýmis mistök tengd „vorinu“ í Arabaheim- inum. Blair fer einnig nokkrum orð- um um þetta í grein sinni og ber til að mynda saman viðbrögð Vesturlanda og Pútíns, forseta Rússlands. Pútín hafi áttað sig á því þegar umrótið hafi verið í Arabaheiminum og hver stjórn- völdin af öðrum hafi fallið, að hagsmunir Rússlands væru í húfi. Hann hafi staðið þétt með harðstjóranum Assad í Sýrlandi og tryggt að hann næði mark- miðum sínum, en Vesturlönd hafi hikað og ekki náð árangri. Er óhætt að segja að með þessum orðum sé Blair að gagnrýna Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þó að hann nefni hann ekki á nafn. Þá segir Blair að þó að Vesturlönd hafi fjarlægt Gaddafí úr valdastóli, þá sé það Rússland, ekki Vesturlönd, sem hafi meira um framtíð Lýbíu að segja. Vitaskuld vill enginn stríð, en rétta leiðin til að forðast stríð er ekki að gefast upp fyrir kúgurum og ofbeldismönnum eins og gert var í Afganistan. Og rétta leiðin til að hamla útbreiðslu öfgafullra íslamista eins og talíbana, Ríkis íslams, al-Kaída, Boko Haram eða annarra álíka, er ekki að láta þá vaða uppi. Vesturlönd eiga mikilla hagsmuna að gæta að halda slíkum öfgahópum í skefj- um og koma í veg fyrir að þeir leggi undir sig lönd og land- svæði. Það verður ekki auðvelt en það verður að reyna. Þetta þýðir ekki að Vesturlönd eigi að vera með hermenn hvarvetna, en þau verða að reka trúverðuga stefnu og hafa úthald til að hún geti mögulega orðið að veruleika. Ekki verður auðvelt fyrir Vesturlönd að endurvinna traust eftir mistök Bidens í Afganistan} Réttmæt gagnrýni Ú tgerðarmenn telja að fiskimiðin séu þeirra eign. Lagaákvæðið um „sameign þjóðarinnar“ sé merkingarlaust. Stjórn- málamenn hafa í áratugi út- hlutað lokuðum hópi vina sinna veiðiheimildum, fyrst endurgjaldslaust og svo gegn málamynda- gjaldi. Þess vegna séu miðin eign útgerðarað- alsins og erfast eins og aðalstign í Bretlandi. Kvótakerfinu hefur verið líkt við íbúð sem eigandinn lánar auralitlum námsmanni, án end- urgjalds. Eftir próflok byrjar neminn að borga smá fjárhæð til þess að gerningurinn líti ekki út eins og ölmusa. Ákveður svo að leigja frá sér herbergi á markaðsverði, sem er miklu hærra en það sem hann greiðir eigandanum. Eftir nokkur ár afræður neminn útskrifaði að selja eitt herbergi og loks íbúðina alla, þegar verð á markaði er hagstætt. Þegar velgjörðarmaður hans kvartar hlær íbúðargreifinn og bendir á að hann hafi með tímanum eignast íbúðarréttinn, en nýi kaupandinn muni halda áfram að borga fyrri eiganda þetta lítilræði sem hefð sé komin á. Til er annars konar veiði á Íslandi, sportveiði sem stund- uð er í ám og vötnum. Litlum sögum fer af gróða þeirra sem veiðarnar stunda, en veiðileyfin eru seld á markaðs- virði og verð ákvarðast af framboði og eftirspurn. Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands mat umfang þessara veiði- gjalda árið 2018. Niðurstaða könnunarinnar var að þetta ár hefðu veiðileyfi í ám og vötnum á Íslandi verið seld fyrir 5,2 milljarða króna miðað við verðlag ársins 2020. Til eru eldri tölur um sölu sportveiðileyfa. Árið 2004 var umfang þeirra um 1,2 milljarðar króna og 2009 rúmlega 2,5 milljarðar (verðlag 2020). Verðið hefur fjórfaldast á um 15 árum. Þó að margir veiðimenn kvarti undan verðinu deila fáir um verðmyndunina. Hún ræðst ein- faldlega af framboði og eftirspurn. Stjórnarflokkarnir hafna því aftur á móti að nýta hið ágæta tæki markaðinn. Veiðiárið 2016-17 greiddu íslenskir útgerðarmenn aðeins tvöfalt meira fyrir Íslandsmið en sport- veiðimenn fyrir sína veiðidaga. Flestir hristu hausinn yfir slíkri fásinnu. Hvað skyldu útgerðarmenn hafa greitt fyrir þá afþreyingu að veiða á Íslandsmiðum árið 2020? Heldur minna (rétt lesið) en sportveiðimenn- irnir eða 4,8 milljarða króna! Finnst nokkrum sem ekki er á mála hjá útgerðinni það eitthvert vit? Í markaðsleið felst að árlega er hluti kvótans boðinn upp. Hlutfallið gæti verið milli 5 og 10% á ári. Hver útgerð fær þá endurgjaldslaust 90-95% af kvóta fyrra árs, en er heimilt að bjóða í hinar heimildirnar. Nýir aðilar geta líka tekið þátt í uppboðinu. Leiðin er sanngjörn og leiðir til hagræðingar, stöðugleika og hámarks arðsemi. Þjóðin fær loksins sitt. Forréttindin hverfa. Flestar þjóðir hafa lagt af kerfi að- als og lénsherra meðan vinstristjórnin, undir forystu VG, festir í sessi nýja yfirstétt. bj@heimur.is Benedikt Jóhannesson Pistill Aðallinn veiðir sér til gamans Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is A tli Viðar Thorstensen, sviðs- stjóri hjálpar- og mann- úðarsviðs Rauða krossins, segir að ógnir við öryggi Afgana séu mun fjölþættari en ein- ungis yfirtaka talíbana þar í landi. Miklir þurrkar séu í landinu og yfir- vofandi Covid-bylgja geri þörfina á mannúðaraðstoð brýna. Rauði kross- inn á Íslandi hefur staðið fyrir neyð- arsöfnun, sem að sögn Atla hefur gengið mjög vel og fjölmargir hafi lagt fram aðstoð. „Fjármagnið fer fyrst og fremst í að tryggja nauðsyn- lega heilbrigðis- þjónustu fyrir fólk á átakasvæðum. Þá fer það líka í að bregðast við þurrkum sem hafa herjað á landið og hafa leitt til þess að um ellefu milljónir manna búa við fæðuskort,“ segir Atli og nefnir að á bilinu 12 til 20 milljónir manna þarfn- ist mannúðaraðstoðar eða allt að helmingur þjóðarinnar. Hann segir þann fjölda geta aukist hratt á næstu vikum. „Fljótlega gæti ný Covid- bylgja skollið á Afganistan,“ segir Atli og nefnir að einungis 0,5 prósent landsmanna hafi verið bólusett að fullu og að um 2 prósent hafi fengið annan skammtinn. Nýtur griða talíbana Atli nefnir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir því að þó að frétta- flutningur gefi það í skyn að gífur- legur fjöldi sé nú að reyna að flýja land um flugvöllinn þá sé það ekki endilega raunin. „Myndir sem við sjáum af öngþveitinu á flugvellinum í Kabúl sýna mjög afmarkaðan hluta þess vanda sem fólkið í Afganistan stendur frammi fyrir. Þetta er fólkið sem telur öryggi sínu ógnað í landinu vegna tengsla við Vesturlönd eða það hefur staðið í einhvers konar mann- réttindabaráttu. Þó að þetta sé hópur sem telur þúsundir þá er hann fá- mennasti hópurinn sem á við vanda að stríða.“ Mun fjölmennari hópur er að reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan. „Það eru hundruð þúsunda manna sem flýja í átt að landamærunum og eiga von á að komast yfir. Á sama tíma hafa yfir- völd í Íran og Pakistan gefið það út að það verði ekki tekið á móti flóttafólki frá Afganistan,“ segir Atli og nefnir að nú þegar búi að lágmarki ein til tvær milljónir flóttamanna í þessum ríkjum. „Á þessu ári hefur um 600 þúsund afgönskum flóttamönnum verið snúið til baka og það hefur ein- ungis aukið á neyðina. Átökin, Covid-19 og þurrkarnir koma svo ofan á þetta allt saman.“ Bróður- partur þjóðarinnar er ekki að fara neitt út af ýmsum ástæðum, en er í brýnni þörf að fá mannúðaraðstoð. „Það er sá hópur sem Rauði krossinn horfir helst á og vill tryggja heilbrigð- isþjónustu, Covid-forvarnir, aðgang að hreinu vatni og tryggja fæðu- öryggi.“ Atli segir að talíbanar hafi gefið það út að starfsmenn Rauða krossins njóti griða, en hann hefur haft starfsemi í landinu í hátt í 40 ár. „Rauði krossinn starfar alltaf með leyfi allra stríðandi aðila og hefur einnig gert það í Afganistan. Við ger- um því ráð fyrir að öll okkar starf- semi haldi áfram og að það verði frek- ar gefið í heldur en hitt.“ Tilbúin í að senda fólk út Aðspurður hvort einhverjir Íslend- ingar verði sendir út á vegum Rauða krossins segir Atli það enn óljóst. Hann segir fjölmarga Íslendinga hafa starfað fyrir Rauða krossinn í Afgan- istan. „Við erum hluti af Alþjóða- hreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og erum auðvitað tilbúin að senda fólk á vettvang ef það verður kallað eftir því.“ Ríkisstjórn Íslands hefur gefið það út að tekið verði á móti flóttafólki frá Afganistan og segir Atli Rauða kross- inn fagna stuðningi ríkisstjórnar- innar. „Móttaka þessa fólks verður ekki endilega dæmigerð sé miðað við hefðbundna móttöku flóttafólks og það á eftir að koma í ljós hvernig út- færslan verður.“ Brýn þörf fyrir neyðar- aðstoð í Afganistan AFP Neyð Rauði krossinn telur að á bilinu 12 til 20 milljónir þarfnist mannúðar- aðstoðar í Afganistan eða allt að helmingur þjóðarinnar. Atli Viðar Thorstensen Að sögn Diljár Mistar Einars- dóttur, sem á sæti í flótta- mannanefnd, var nefndin að leggja lokahönd á minnisblað um tillögur varðandi móttöku flóttamanna frá Afganistan. Minnisblaðinu verður síðan skil- að til félagsmálaráðherra sem mun bera tillögurnar undir rík- isstjórnina, að öllum líkindum á fundi á morgun. „Það er mikill vilji til þess að leggja fram hjálparhönd,“ segir Diljá Mist. Hún gerir ráð fyrir að samstaða muni ríkja innan ríkisstjórn- arinnar um tillögur flótta- mannanefndar. Þá segir Diljá Mist að flóttamannanefnd fylg- ist grannt með stöðunni í Afg- anistan dag frá degi og sé í nánu sambandi við nágranna- þjóðir Íslands. Tillögur ræddar HJÁLPARHÖND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.