Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í gær í ávarpi að hann muni ekki sækjast eftir því að leiða Sósíaldemókrata áfram á flokksþingi í nóvember og muni í kjölfarið láta af störfum sem for- sætisráðherra. Löfven hefur verið formaður Sósíaldemókrata í nærri tíu ár og forsætisráðherra í sjö ár. Róstusamt sumar Þetta kjörtímabil hefur hins veg- ar reynst Löfven erfitt en eftir kosningar 2018 ríkti stjórnarkreppa í fjóra mánuði áður en Miðflokk- urinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstriflokkurinn féllust á að styðja áframhaldandi stjórn Sósíaldemó- krataflokksins og Græningja með Löfven sem forsætisráðherra. Í júní á þessu ári samþykkti meirihluti sænska þingsins van- trauststillögu á ríkisstjórn hans og er það í fyrsta skipti í sögu Svíþjóð- ar sem það hefur gerst. Kveikjan að tillögunni var ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að aflétta hömlum á leiguverði nýs íbúðarhúsnæðis. Í kjölfarið sagði Löfven af sér en fékk skömmu síðar umboð til að mynda nýja ríkisstjórn eftir að leið- toga stjórnarandstöðunnar mistókst að mynda stjórn. Löfven tók þá aft- ur við embætti í júlí. Löfven hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði að starfa annað kjörtímabil og kom tilkynning hans í gær mörgum að óvörum. Í ræðu sinni sagði Löfven að árin sem hann hefði gegnt emb- ættinu hefðu verið stórkostleg. „Allt verður þó sinn endi að taka og ég óska eftirmanni mínum alls hins besta.“ Þá sagðist hann ætla að láta af embætti í haust til þess að gefa eftirmanni sínum nægan tíma til að undirbúa sig fyrir næstu þingkosn- ingar sem fara fram 11. september árið 2022. Ekki vitað hver tekur við Óvíst er hver það verður en frá því að Löfven tók við formennsku Sósíaldemókrata hefur flokkurinn ekki haft neinn augljósan staðgengil fyrir Löfven. Sænska fréttastofan TT hefur hins vegar bent á fjár- málaráðherrann Magdalenu And- ersson sem mögulegan frambjóð- enda. Hún hefur gegnt því embætti síðustu sjö árin og tekið við embætti forsætisráðherra í fjarveru Löfven. Þá hefur heilbrigðisráðherrann Lena Hallengren einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi. Ef Andersson eða Hallengren yrðu kjörnar væri það í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti forsætisráð- herra í Svíþjóð. Kosið verður um nýjan formann Sósíaldemókrataflokksins 3. til 7. nóvember og verður sænska þingið síðan að samþykkja formanninn sem forsætisráðherra. Stefan Löfven hættir í haust - Hættir sem formaður Sósíaldemókrataflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar - Óvissa um hver eftirrennari hans verður - Kosningar í byrjun nóvember AFP Stjórnmál Löfven hefur verið formaður Sósíaldemókrata í nærri tíu ár og forsætisráðherra í sjö ár. Hann mun láta af þeim embættum í haust. Fjöllistamað- urinn Josephine Baker, sem barð- ist með frönsku andspyrnuhreyf- ingunni í síðari heimsstyrjöld- inni og var áber- andi í baráttu gegn kynþátta- fordómum, verð- ur fyrsta svarta konan sem lögð verður til hvílu í Pantheon-grafhýsinu í París. Emm- anuel Macron, forseti Frakklands, staðfesti að leifar Baker yrðu lagð- ar til hvílu í grafhýsinu 30. nóv- ember en forsetinn er sá eini sem getur tekið þá ákvörðun. Fjöl- skylda hennar hefur óskað eftir því frá árinu 2013 og meðal annars safnað um 38 þúsund undirskriftum því til stuðnings. Baker fæddist árið 1906 í Bandaríkjunum og fluttist til Parísar 19 ára. Þegar heimsstyrj- öldin braust út smyglaði hún m.a. kortum og leyniskjölum frá and- spyrnumönnum inn á landsvæði sem Þjóðverjar höfðu hernumið. Baker lést árið 1975. Fyrsta svarta konan til hvílu í Pantheon Baráttukona Josephine Baker. FRAKKLAND Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í tilkynningu í gær að leiðtogar G7-ríkjanna myndu ræða ástandið í Afg- anistan á morg- un. „Það er mik- ilvægt að alþjóðasamfélagið vinni saman að því að tryggja öruggan brottflutning fólks frá landinu, komi í veg fyrir neyðarástand og styðji afgönsku þjóðina í að nýta stuðningin sem hún hefur hlotið síðustu 20 ár,“ sagði Johnson í til- kynningunni. G7-ríkin eru Bretland, Kanada, Frakkland, Ítalía, Japan og Bandaríkin. Bretland er nú í for- ystusæti ráðsins og hefur Johnson ítrekað reynt að boða til fundar síðastliðna viku. Á fimmtudag sendu G7-ríkin frá sér fyrstu yfir- lýsinguna í tengslum við yfirtöku talíbana. Hvöttu þau talíbana til þess að tryggja öryggi þeirra sem nú flýja höfuðborgina Kabúl. Bandaríkjamenn hafa sent þús- undir hermanna til landsins til að tryggja öryggi á flugvellinum, en Bandaríkjamenn stefna að því að ljúka flutningi fólks frá landinu fyrir mánaðamót. Önnur G7-ríki hafa gefið í skyn að víkka þurfi út þann tímaramma. Leiðtogar ríkjanna ræða Afganistan Boris Johnson G7-RÍKIN Að minnsta kosti átta eru látnir eftir að fellibyl- urinn Grace skall á austurströnd Mexíkó á laug- ardag. Fellibylurinn er með þeim öflugustu sem skollið hafa á Mexíkó um árabil en meðalvind- hraðinn var 55 metrar á sekúndu. Olli Grace því stórfelldri eyðileggingu með aurskriðum og flóð- um. Meðal hinna látnu voru móðir og fimm börn hennar sem urðu undir aurskriðu sem féll á heim- ili þeirra í borginni Xalapa. AFP Fellibylurinn Grace olli stórfelldri eyðileggingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.