Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
Skýrsla starfshóps
sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um
stefnumótun í fiskeldi
sem gefin var út 23.
ágúst 2017 lagði grunn
að eignarhaldi og mikl-
um fjárhagslegum
ávinningi erlendra
fjárfesta og íslenskra
leppa þeirra. Stjórnar-
formenn Arnarlax og
Fiskeldis Austfjarða
voru með þátttöku í starfshópnum
meðal þeirra sem sömdu leikregl-
urnar sjálfum sér og sínum til fjár-
hagslega ávinnings. Málið fór síðan í
gegnum alla stjórnsýsluna með
litlum breytingum og var samþykkt
á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.
Að þessu var stefnt
Vissulega gerðu sumir sér grein
fyrir að hverju var stefnt á þessum
tíma. Í fundargerð stefnumótunar-
hópsins frá 14.7. 2017 kemur vel
fram hvert menn voru að fara:
„Ákveðið að nefndarmenn fái send-
ar glærur og áhættumatsskýrslu
eftir klukkan 14 þegar hlutabréfa-
markaði í Noregi hefur verið lokað.“
Hækkun í hafi með að skrá félögin á
erlendan hlutabréfamarkað var að
því er virtist búið að ákveða á þess-
um tímapunkti og jafnvel töluvert
fyrr. Í október 2017
kom áhugaverð frétt í
Fréttablaðinu tæpum
tveimur mánuðum eftir
að stefnumótunar-
skýrslan var gefin út.
Þar kemur fram að
Midt-Norsk Havbruk
greiði að lágmarki 965
milljónir fyrir ný
hlutabréf í Fiskeldi
Austfjarða en ef fyrir-
tækið fær leyfi til auk-
innar framleiðslu á
næstu árum gæti
kaupverðið hækkað í
allt að 3,9 milljarða króna.
Verðmæti eldisleyfa
Á árinu 2018 var byrjað að benda
á mögulegan ofsagróða af sölu eld-
isleyfa í nokkrum íslenskum fjöl-
miðlum. Fram kom að verðmæti
eldisleyfa laxeldisfyrirtækja í meiri-
hlutaeigu erlendra aðila gæti verið
frá u.þ.b. 1,5 til 3 milljónir króna á
hvert tonn. Um það má deila hvort
verðmæti eldisleyfa sé raunverulega
þetta mikið. Í því sambandi má
nefna að Ísland hefur verið á jaðar-
svæði fyrir sjókvíaeldi á laxi en með
væntanlegum hækkandi sjávarhita
verða eldisleyfin verðmætari. Lax-
eldið í sjókvíum hefur verið að fær-
ast norðar með hækkandi sjávarhita
og Ísland því eitt af þeim svæðum
sem hafa vakið áhuga erlendra fjár-
festa.
Heimilaður lífmassi
Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi
fyrir 18.500 tonna hámarkslífmassa
af frjóum laxi og 2.300 tonnum af
ófrjóum laxi, samtal 20.800 tonnum.
Í umsóknarferli er 17.000 tonna há-
marks heimilaður lífmassi og ef það
fæst eru eldisleyfin orðin samtals
37.800 tonn. Fiskeldi Austfjarða
ætti þá að geta framleitt um 50.000
tonn á ári.
Verðmæti Fiskeldis Austfjarða
Sumarið 2021 var verðmæti
hlutabréfa Fiskeldis Austfjarðar um
36 milljarðar íslenskra króna og þar
af verðmæti eldisleyfa u.þ.b. 25
milljarðar. Verðmæti eldisleyfa er
því um
1,2 milljónir króna á tonn
(25 milljarðar króna/20.800 tonn)
eða um 650 milljónir króna á tonn ef
teknar eru einnig með framleiðslu-
heimildir sem eru í umsóknarferli.
Höfundur hefur ekki aðgengi að
jafn góðum gögnum og forsvars-
menn Fiskeldis Austfjarða og geta
þeir komið með nákvæmara verð-
mat á eldisleyfum. Verðmæti eldis-
leyfa Arnarlax er áætlað 1,6 millj-
ónir króna á tonn. Munur á
verðmæti eldisleyfa fyrirtækjanna
kann að einhverju leyti að stafa af
því að leyfi fyrir ófrjóan lax eru
verðlögð lægra og meðalsjávarhiti
nokkru hærri á Vestfjörðum og um-
hverfisaðstæður að því leyti betri en
á Austfjörðum.
Tryggja sér eldissvæði með
óraunhæfum ófrjóum eldislaxi
Það að setja hindranir með
ákvæði í lögum um fiskeldi, að hægt
væri að halda eldissvæðum fyrir
ófrjóan lax a.m.k. í fimm ár, gaf m.a.
Fiskeldi Austfjarða möguleika á að
halda sínum svæðum án þess að
nýta þau til eldis eða greiða af þeim
auðlindagjald. Það áhugaverða í
þessu samhengi er að eldi á ófrjóum
laxi hefur verið í þróun í áratugi og
ekkert sem bendir til að því ljúki á
næstu árum. Þessi hindrun var sett
m.a. til að verja hagsmuni stjórnar-
formanna Arnarlax og Fiskeldis
Austfjarða sem voru í stefnumót-
unarhópnum og settu leikreglurnar
sjálfum sér og sínum til fjárhags-
legs ávinnings.
Auknar heimildir
Til að geta nýtt 17.000 tonna eld-
isleyfi í umhverfismatsferli til eldis
á frjóum löxum þarf að auka heim-
ildir í áhættumati erfðablöndunar.
Eins og fram hefur komið í fyrri
greinum er áhættumat erfðablönd-
unar úthlutunarkerfi fyrir laxeldis-
fyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra
aðila og hefur lítið sem ekkert með
umhverfismál að gera. Áhættumat
erfðablöndunar er endurskoðað að
lágmarki á þriggja ára fresti og
staðan getur því verið sú að Fisk-
eldi Austfjarða sé með eldisleyfi
fyrir frjóa laxa að verðmæti um 45
milljarðar króna jafnvel eftir nokk-
ur ár.
Ávinningur við sölu
Eins og bent var á í fyrri grein
var verðmæti eldisleyfa Arnarlax
áætlað um 60 milljarðar króna og
verðmæti eldisleyfa þessara
tveggja fyrirtækja gæti því hugs-
anlega numið allt að 105 millj-
örðum króna. Að sjálfsögðu er
ávinningurinn ekki í hendi fyrr en
við sölu. Upphaflegir fjárfestar
sem ekki eru búnir að selja geta
tekið út mikinn ávinning með að
selja strax. Það er alltaf tekin
áhætta með að bíða með sölu á
hlutabréfum, láta reyna á rekstrar-
forsendur með aukinni samkeppni
og lækkandi markaðsverði á laxi í
framtíðinni.
Lög um fiskeldi – verðmæti
eldisleyfa Fiskeldis Austfjarða
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson » Fiskeldi Austfjarða
getur verið með eld-
isleyfi fyrir frjóa laxa að
verðmæti um 45 millj-
arðar króna jafnvel eftir
nokkur ár.
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is
Sjaldnast erum við
sammála um nokkurn
skapaðan hlut, menn
eða málefni. Okkur
greinir á um leiðir að
markmiðum sem sjálf-
sagt er eðlilegt þótt
stundum finnist manni
nú nóg um.
Eitt vona ég þó að
við getum sameinast
um. Það að bera um-
hyggju fyrir börnum og að eiga þá
von í hjarta að börnunum okkar
farnist vel í lífinu.
Það má reikna með því að þús-
undir sex ára Íslendingar séu þessa
dagana á leið í skólann í fyrsta sinn.
Sannarlega tímamót í þeirra lífi og
fjölskyldna þeirra.
Samferða í skólann
Fátt ef nokkuð er dýrmætara en
að eiga raunverulegan vin. Vin sem
vill verða samferða í skólann og
bregst ekki, sama á hverju gengur.
Og jafnvel þótt vinurinn sé ósýni-
legur er hægt að finna fyrir honum.
Þessi vinur býðst til að lýsa okkur
veginn, fylgja okkur eftir hvert fót-
mál og vaka yfir okkur, án þess þó
að vera uppáþrengjandi eða íþyngj-
andi á nokkurn hátt. Heldur þvert á
móti, uppörvandi, hvetjandi og
blessandi. Ómetanlegur vinur með
þægilega nærveru sem býðst til að
umvefja okkur kærleika sínum með
raunverulegri en ólýsanlegri ná-
lægð.
Því hvet ég okkur öll til þess að
sameinast í bæn fyrir börnunum okk-
ar og þá ekki síst þeim sem þessa dag-
ana fara með nýju töskuna sína á bak-
inu í skólann í fyrsta sinn.
Eldhúsborðið er ákjósanlegur stað-
ur til bæna, hvort sem það er við
morgun- eða kvöldverð. Þá getur ver-
ið gott að biðja þegar komið er upp í á
kvöldin eða bara hvenær sólarhrings-
ins sem er. Það góða er að það geta og
mega allir biðja. Best er að hafa orða-
lagið einfalt, því það
gerir bænina einlægari.
Eitt er víst að það
hefur enginn orðið verri
maður af því að biðja og
ég held að við ættum
bara að láta það eftir
okkur sem oftast. Bæn-
in er nefnilega kvíða-
stillandi. Hún er æfing í
von og trausti og með
henni fæst ólýsanleg
innri ró og friður.
Bænin gæti til dæmis
verið einhvern veginn svona:
Kæri Guðssonur, Jesús Kristur, þú
sem sagðir: Leyfið börnunum að
koma til mín og varnið þeim ekki, því
að slíkra er Guðs ríki!
Í dag komum við fram fyrir þig í
þakklæti fyrir að mega samkvæmt
þínu boði leggja allt sem á okkur hvíl-
ir á þínar herðar. Því biðjum við þig
nú að blessa öll þau börn sem á þessu
hausti upplifa þau miklu tímamót að
hefja skólagöngu. Vilt þú senda engla
þína til að fylgja þeim eftir og gæta
þeirra, vaka yfir þeim og vernda frá
slysum og hættum og hverju því öðru
sem kann að skaða þau.
Gefðu að þeim sækist námið vel,
verði áhugasöm og gef þeim einbeit-
ingu. Gef að þau aðlagist skólanum og
bekkjarfélögunum á eðlilegan hátt.
Blessaðu samskipti bekkjarfélaganna
og skólafélaganna allra.
Forðaðu hverju barni frá því að
lenda í einelti eða vera beitt ofbeldi
hvers konar, andlegu eða líkamlegu,
og forða þeim frá að taka þátt í slíku.
Þroska með þeim tillitssemi og
virðingu fyrir náunganum og ólíkum
skoðunum. Jafnt gagnvart skóla-
félögum, kennurum og skólastjórn-
endum, foreldrum og systkinum sem
og öðrum samferðamönnum.
Hjálpa þú börnunum að upplifa
skóladaginn skemmtilegan. Haf þú
áhrif á þau. Gerðu þau fróðleiksfús og
næm fyrir umhverfinu og öllu lífi.
Láttu þau hlakka til næsta dags og
hjálpaðu þeim að horfa full eftirvænt-
ingar og vonar til framtíðar.
Viltu einnig vaka yfir öllum öðrum
nemendum. Á hvaða aldri eða stigi
sem þau eru. Já, hvar sem hann eða
hún kunna að vera stödd á sinni lífsins
skólagöngu.
Gefðu að allt nám verði viðkomandi
nemanda til þroska, ánægju og heilla.
Opna þeim leiðir til að viða að sér
frekari þekkingu. Gefðu svo að allt
nám verði þjóðfélagi okkar til gagns
og heilla, framfara og blessunar. Upp-
örvaðu hvern nemanda og styrktu.
Gefðu honum einbeitingu og úthald til
að takast á við verkefni sín.
Við biðjum í trausti þess að þú legg-
ir eyra þitt að ákalli okkar og munir
vel fyrir sjá. Við biðjum til þín sem
sagðir: Biðjið og yður mun gefast.
Í Jesú nafni. Amen.
Ekkert sameinar betur en bænin
Með því að biðja fyrir börnunum
okkar leggjum við framtíðina í Guðs
hendur. Við stillum saman hugi, jafnt
með velferð einstaklingsins og heild-
arinnar allrar að leiðarljósi. Við verð-
um meðvitaðri, upplýstari, skilnings-
ríkari og ábyrgari um velferð
barnanna okkar og þjóðfélagsins í
heild. Við fljótum þar af leiðandi ekki
eins hjálparvana og áhyggjufull inn í
óljósa framtíðina.
Ég er viss um að við getum ekki
sameinast um neitt betra, börnum
okkar og þjóð til handa og heilla.
Með samstöðu-, kærleiks- og frið-
arkveðju.
- Lifi lífið!
Bæn fyrir börnum
sem hefja skólagöngu
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Ég vona að við get-
um sameinast um að
bera umhyggju fyrir
börnum með þá von í
hjarta að þeim farnist
vel í lífinu. Leggjum
framtíðina í Guðs hend-
ur.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Í félags-, heil-
brigðis- og mennta-
kerfinu hafa fé-
lagsliðar oft verið hin
gleymda stétt. Fé-
lagsliðar hafa verið
starfandi síðan 2003 á
þessum sviðum.
Jafnhliða hefur
fjölgað gríðarlega í
þessari stétt og fagnar
félagið þeirri þróun.
Í dag er samfélagið í krísu, mikið
óöryggi um störf og óvissa um hvað
framtíðin ber í skauti sér. Þetta hef-
ur valdið miklu álagi á heilbrigðis-
og velferðarkerfið.
Yfir tvö þúsund félagsliðar eru út-
skrifaðir og skorum við á stofnanir
og fyrirtæki að auglýsa eftir fé-
lagsliðum.
Störf félagsliða skipta miklu máli
fyrir samfélagið okkar. Félagsliðar
aðstoða einstaklinga sem þurfa á
sérhæfðri aðstoð að halda við at-
hafnir daglegs lífs og styðja þá til
sjálfshjálpar. Þeir aðstoða og leið-
beina einstaklingum við að sinna fé-
lagslegum og líkamlegum þörfum.
Félagsliðar búa yfir þekkingu til
að greina af innsæi mismunandi að-
stæður fólks og geta metið á fagleg-
an hátt hvenær þörf er á aðstoð til
að ýta undir frumkvæði og sjálf-
stæði hjá þjónustunotendum sínum.
Markhópurinn hjá félagsliðum
eru einstaklingar með fötlun, geð-
raskanir, aldraðir, langveikir og
aðrir sem vegna fötlunar eða sér-
stakra aðstæðna þurfa stuðning til
lengri eða skemmri
tíma. Félagsliðar hafa
þekkingu á þeim úr-
ræðum sem til eru og
vita hvar nálgast má
viðeigandi upplýsingar.
Félagsliðar vinna í
samstarfi við annað
fagfólk að gerð ein-
staklings- og þjálfunar-
áætlana.
Vorið 2020 sam-
þykkti mennta- og
menningarmálaráð-
herra að setja námslok
félagsliða á 3. hæfniþrep, félagið
fagnar þessari ákvörðun hjá ráð-
herra.
Félagsliðanámið er viðamikið og
ítarlegt þriggja ára nám sem gerir
þá reiðubúna í krefjandi og um leið
gefandi störf að námi loknu.
Félagsliðar hafa þurft að berjast
fyrir störfum sínum með kjafti og
klóm síðastliðin 18 ár. Nú óskum við
eftir samstarfi við stofnanir og ráðu-
neyti í þeirri von að staðinn verði
vörður um störf félagsliða á Íslandi.
Félagsliðar
sækja fram
Eftir Júlíus Sævar
Júlíusson
Júlíus Sævar Júlíusson
» Yfir tvö þúsund fé-
lagsliðar eru útskrif-
aðir og skorum við á
stofnanir og fyrirtæki
að auglýsa eftir fé-
lagsliðum.
Höfundur er formaður Félags ís-
lenskra félagsliða.
Formadur@felagslidar.is
Atvinna