Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 16

Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 ✝ Björg Birna Jónsdóttir fæddist í Keflavík 25. desember 1938. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 17. ágúst 2021. Foreldrar henn- ar voru Jón Einar Bjarnason, f. 27.6. 1910, d. 30.11. 1982, og Kristín Þórðardóttir, f. 21.9. 1912, d. 27.3. 1988. Systkini Bjargar eru Ragnar Birkir, Sigríður Erla (látin), Elías Símon (látinn), Þórður (látinn), Gréta Svanhvít, Krist- ján Þór, Ásmundur, Einar og Borgar. Björg bjó í Keflavík fyrstu árin og flutti þriggja ára með fjölskyldu sinni til Sandgerðis. Þar misstu þau heimili sitt í Laufási í bruna þegar hún var fimm ára og fluttu þá í Skálholt í Garði. Þar bjuggu þau þar til Björg var 13 ára en þá fluttu þau aftur til Keflavíkur. 17 ára kynnist Björg eftirlif- 3) Kristín Jóna, f. 1964, maki G. Hans, fyrrverandi eig- inmaður hennar er Garðar Ket- ill og eiga þau þrjú börn: a) Ás- geir Elvar, maki Gígja Sigríður, eiga þau tvö börn. b) Brynjar Freyr, maki Elva Lísa. c) Katla Rún, kærasti Halldór Garðar. 4) Íris Birgitta, f. 1966, maki Ómar Ingimarsson, þau eiga fjögur börn: a) Birna Sif, maki Fannar Pétur, Birna á tvö börn frá fyrra sambandi og eina stjúpdóttur. b) Ingimar Rafn, kærasta Elva María og eiga þau tvo syni. c) Elías Már, maki Tinna og eiga þau tvo syni. d) Björgvin Leó. 5) Jón Björgvin, f. 1981. Björg starfaði við verslunar- störf og var lengst af deild- arstjóri í Kaupfélagi Suð- urnesja. Hún var heimavinn- andi meðan börnin voru ung en fór í síldarvinnslu á haustin. Vann með eiginmanni sínum við fasteigna/bílasölu og voru þau með tryggingaumboð. Einnig vann hún sem ræstitæknir hjá eiginmanni sínum í nokkur ár. Útför Bjargar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. ágúst 2021, klukkan 13. Athöfn- inni verður streymt. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/2w3aur3e Virkan hlekk má finna á: https://mbl.is/andlat andi eiginmanni sínum, Hilmari R. Sölvasyni, f. 26.12. 1936. Þau hófu bú- skap sinn á Faxa- braut 41 árið 1959 og giftu sig í des- ember það ár um leið og elsta dótt- irin var skírð. Þau eignuðust fimm börn: 1) Sigurlína Guðrún (Lína), f. 1959, maki Eiður Aðalgeirsson, þau eiga fjögur börn: a) Hilmar Geir, maki Sigríður og eiga þau einn son og á Hilmar dóttur frá fyrra sambandi. b) Enok, maki Þórunn. c) Ína Björg, kærasta Þyrí, Ína á son frá fyrra sam- bandi. d) Aníka, kærasti Atli Rafn. 2) Sölvi Þorbergs, f. 1960, fyrrverandi kona hans er María Magnúsdóttir og eiga þau fjög- ur börn: a) Helga Heiðdís, maki Hjalti, eiga þau eina dóttur. b) Hilmar Rafn. c) Hinrik Örn, kærasta Kristýna. d) Hlynur Al- mar. Það er einn af góðum kostum lífsins að elska og vera elskaður. Elsku mamma, það var ekki erfitt í okkar fjölskyldu því þú sýndir ást þína á svo margvíslegan hátt. Þú lifðir fyrir börnin þín, tengda- börn og barnabörn og varst svo endalaust stolt af okkur öllum. Alla tíð varstu hrókur alls fagn- aðar þó að þú bragðaðir aldrei áfengi. Þú varst mikill dansari og sýndir stundum dans hér áður fyrr. Ekki fannst þér leiðinlegt að fara í bingó og vannst þú oft stóra vinninga. Þú kenndir okkur að spila og var mikið spilað og þá sér- staklega í sumarbústaðnum ykkar pabba. Hafa barnabörnin erft þessa spilagleði og eru dregnir með margir ólíkir spilakassar hvert sem farið er. Ég man þegar ég og og Sölvi bróðir vorum í kristilegu starfi og kölluðum við okkur kristið æsku- fólk. Þú varst svo ánægð með okk- ur og fóru mæður okkar allra að hittast í bænahóp sem þér þótti svo vænt um. Þú talaðir alltaf svo vel um alla og vildir aldrei hlusta á neikvætt umtal um neinn. Áhugi þinn á íþróttum var einstakur og vildir þú helst ekkert annað horfa á í sjónvarpinu. Þú varst nánast alæta á íþróttir og vaktir meira að segja yfir boxinu. Þitt lið í fótbolt- anum var fyrir utan Keflavík Liv- erpool. Þú þekktir alla leikmenn, veikleika þeirra og styrkleika. Þú fylgdist vel með íþróttum barna- barna þinna. Þú tókst þá ákvörð- un samt að fara ekki á leiki hjá þeim til að gera ekki upp á milli þeirra. Þetta lýsir þér svo vel elsku mamma mín. Þér fannst gaman að tala um stjórnmál og fylgdist með flestu þar. Þegar ekkert var að sjá í íþróttum horfðir þú á stjórnmála- umræður og beinar útsendingar frá Alþingi fannst þér ekki leið- inlegar. Þú varst mesta jólabarn allra tíma fyrir utan kannski Siggu systur þína. Þið fóruð á hverju ári með pabba, Má og Gunnu til Flór- ída í nóvember. Þið Sigga að kaupa jólagjafir fyrir stóra hópinn ykkar meðan hinir fóru í golf. Fullkomið kombó þar á ferð. Jóla- pakkarnir frá ömmu slógu alltaf í gegn og fataðir þú hópinn þinn upp. Það sem var einstakt var að stærðirnar pössuðu nánast alltaf. Einu sinni ætlaði ég að fara með einn unglinginn minn að kaupa jólaföt en hann neitaði og sagðist ekki þurfa þess því amma gæfi honum alltaf svo fallegt í jólagjöf. Það voru þung skref hjá þér, elsku mamma mín, þegar Sigga systir þín kvaddi okkur fyrir tveimur árum. Þið voruð svo sam- rýndar og engar veislur eða við- burðir í fjölskyldunni án Siggu systur og svo öfugt; ekkert gerð- ist án Bjargar systur. Síðastliðið ár hafði heilsu þinni hrakað mikið og þegar þú lagðist inn á sjúkrahúsið tveimur vikum áður en þú kvaddir varstu orðin svo veik. Þetta sýndi okkur að þú varst miklu veikari en þú vildir gefa upp og kvartaðir aldrei. Pabbi stóð fast við hlið þér og hugsaði svo vel um þig allt til enda. Ég var alltaf svo stolt að eiga svona fallega og góða mömmu. Fallegasti engillinn er nú á leið í sumarlandið. Ó, mamma mín, hversu sárt ég sakna þín, sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bætir bernskuárin mín, blessuð sé minningin ævinlega. (Jón Gunnlaugsson) Saknaðarkveðja, Sigurlína Guðrún Hilmarsdóttir. Elsku mamma mín. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Það verður skrýtið að geta ekki droppað við í kaffi og eiga smá spjall saman. Þú varst svo ættfróð og var alltaf hægt að spyrja þig út í allt í sambandi við ættina. Þú elskaðir svo mikið fjölskyld- una og að vera með okkur öllum. Við systkinin gáfum þér í 80 ára afmælisgjöf óvissuferð með okkur og mökum okkar ásamt hótelgist- ingu. Fórum við öll saman á ein- um bíl og var þessi ferð yndisleg í alla staði. Þú sagðir við alla að þetta hefði verið besta afmælis- gjöfin sem þú hefðir getað fengið frá okkur, að vera með okkur. Við fórum árið eftir í aðra óvissuferð með ykkur pabba og var hún jafn yndisleg. Við fjölskyldan höfum gert mikið saman alla tíð, sérstaklega þegar við systkinin vorum með börnin okkar lítil. Fórum m.a. öll saman til Orlando þar sem þið áttuð hús. Fórum öll saman um áramót til Tenerife þegar pabbi varð 70 ára, vorum þá orðin 26 manns. Vorum mikið saman uppi í bústað í Vaðnesi. Stundum vor- um við svo mörg að það var búin til flatsæng á stofugólfinu fyrir elstu barnabörnin. Það var mikið spilað í sumarbústaðnum, leikið sér og haft gaman saman. Einu sinni héldum við furðufataball og skemmtu allir sér mjög vel ekki síst þið, mamma og pabbi. Þú varst mikið elskuð af öllum og barnabörnin dýrkuðu þig. Þú elskaðir að fara í ferðalög. Þið pabbi fóruð t.d. til Orlando í yfir 20 ár, alltaf á haustin og fóru góð- vinir ykkar, Már og Guðrún, allt- af með ásamt elskulegri systur þinni, Siggu. Þú varst svo mikil félagsvera og vildir helst alltaf fara síðust heim úr veislum. En nú ert þú, elsku mamma mín, að fara í þitt síðasta ferðalag og veit ég að Sigga „systir“ mun taka vel á móti þér, þið voruð svo nánar og góðar vinkonur. Hvíl í friði, elsku mamma. Við systkinin munum passa vel upp á pabba fyrir þig. Ég elska þig. Þín dóttir Íris Birgitta. Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustund. Þú verður í hjarta mínu sú mikilvægasta í mínu lífi, þú kenndir mér allt. Þið pabbi byggðuð ykkur hús á Faxabrautinni þar sem við fjög- ur systkinin ólumst upp alla tíð. Alla mína tíð man ég eftir þeg- ar þú fórst í bingó, fyrst fórstu einu sinni í viku en þegar við vor- um öll farin að heiman grínaðist pabbi með að þú værir í vinnunni nokkur kvöld í viku, og komstu líka oft með ágætis vinninga heim. Þú varst alltaf húsmóðir fyrst og fremst þegar við vorum að alast upp, og við grínuðumst oft með það að þú værir með gráðu frá Húsmæðraskólanum en þangað fórstu 18 ára og eignaðist vinkonur fyrir lífstíð. Þið stofn- uðuð saumaklúbb og hélt mamma einmitt síðasta klúbbinn sinn núna í vor. Þú og pabbi áttuð gott líf sam- an, þið voruð okkur mikil fyrir- mynd, pabbi vann alltaf mikið og þú varst verkstjórinn á heim- ilinu. Mamma smakkaði aldrei vín, henni fannst það bara vont, en því miður reykti hún og hætti ekki fyrr en læknirinn gaf henni rauða spjaldið og sennilega var það bara orðið of seint. Þegar mamma var að verða 43 og pabbi 45 ára þá fæddist okkur lítill bróðir, hann var mikill gleði- gjafi fyrir okkur öll og hafa þau alltaf sagt að það að byrja svona upp á nýtt hafi haldið þeim ung- um svo lengi. Mamma og pabbi eignuðust 15 barnabörn og fæddust þau u.þ.b. tvö á ári og alltaf fannst henni eins og hún væri að verða amma í fyrsta sinn, hún lifði fyrir okkur og barnabörnin. Hún elskaði að ferðast og Or- landóferðirnar sem þau fóru á hverju ári í tæp 30 ár stóðu alltaf upp úr. Mamma og pabbi byggðu sér bústað í Vaðnesi og áttu hann í 44 ár. Eftir því sem fjölskyldan stækkaði þá stækkaði bústaður- inn því mamma elskaði að vera þar með öllum hópnum sínum; því fleiri því betra. Við börnin eigum svo mikið af góðum minningum úr Vaðnesinu. Mamma var mikil sjálfstæðis- kona og fylgdist vel með öllu sem gerðist á alþingi. Íþróttir voru líka hennar helsta áhugamál, horfði eiginlega á allt sem sýnt var og fótboltinn þar efstur og auðvitað liðið henn- ar Liverpool. Elsku mamma mín, síðustu ár- in þín einkenndust af veikindum og þú varst orðin þreytt á þeim, þú fylgdist áfram með öllu sem var að gerast í lífi okkar en lík- aminn var að gefast upp. Svo kom að því sem við óttuð- umst mest; þinni síðustu spítala- vist, þú varst farin frá okkur á að- eins tveimur vikum en við erum svo þakklát að öll barnabörnin og barnabarnabörnin gátu komið og kvatt þig. Það var erfitt að horfa upp á þig ekki alveg tilbúna að kveðja en svo kom yfir þig friður og þú varst orðin sátt. Takk fyrir allt mamma mín og fyrir allt það sem þú hefur kennt mér, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og fyrir það er ég svo þakklát. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir, Kristín Jóna. Elsku besta amma mín, ég trúi ekki að ég sitji hér og skrifi þessa kveðju til þín, þetta er enn þá svo óraunverulegt. Ég var engan veg- inn tilbúin til að kveðja þig, en nú ertu komin á miklu betri stað og get ég huggað mig við það, eins og afi sagði; nú ert þú orðin guðs blessun. Þú varst svo góð elsku amma og alltaf var svo gott að koma til þín í kaffi og spjall, við gátum tal- að um allt, ég gat sagt þér allt og aldrei dæmdir þú mann alveg sama hvað, þú varst með sterkar skoðanir og lást yfirleitt aldrei á þeim, en aldrei upplifði ég það á slæman hátt og hef alltaf kunnað að meta það við þig. Öll skiptin þegar ég var barn og kom upp á Heiðarbrúnina, hvort sem það var bara í heimsókn eða pössun, þá elskaði ég að skoða föt- in þín og máta alla fallegu skóna þína þú varst svo glæsileg kona og áttir alltaf svo mikið af fínu dóti, ég man að ég hugsaði alltaf að ég ætlaði að vera jafn glæsileg og þú þegar ég yrði fullorðin. Allar sumarbústaðaferðirnar okkar saman í Vaðnesið er ég of- boðslega þakklát fyrir, það varst þú sem kenndir mér að leggja kapal og að spila asna og nú í dag spila ég það með börnunum mín- um og hugsa alltaf til þín á meðan. Takk fyrir að eiga síðustu nótt- ina þína með mér, mér mun ávallt þykja ótrúlega vænt um að hafa fengið hana. Takk, elsku amma mín, fyrir allar okkar stundir saman, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona frábæra manneskju í lífi mínu. Ég mun aldrei gleyma þér, ég mun alltaf sakna þín og ég mun elska þig að eilífu. Þín ömmustelpa Birna Sif. Nú er komið að kveðjustund og þá hellast minningarnar yfir. Þær eru margar. Fyrir rúmum sextíu árum hittumst við fyrst í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Þarna voru mættar 24 ungar stúlkur til að læra að verða húsmæður. Þetta var skemmtilegur tími. Þegar náminu lauk var stofnaður sauma- klúbbur. Við urðum átta sem fest- ust þar og þar var lagður grunnur að ævilangri vináttu. Björg var í þessum hópi og það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Allir eru sérstakir og það var Björg svo sannarlega. Hún lá ekki á skoðunum sínum, lét allt flakka og það var oft mikið hlegið. Við vinkonurnar í saumó gerðum margt fleira en að sauma og prjóna. Fljótlega vorum við allar giftar og fengu eiginmennirnir að vera með í alls konar hittingum. Þá var farið út að borða og dansa (við vorum af tjúttkynslóðinni). Þar voru Björg og Hilmar á heimavelli og létu sitt ekki eftir liggja. Fyrstu búskaparárin hlóðum við niður börnum og þar voru Björg og Hilmar á toppnum með sinn glæsilega barnahóp. Eftir að börnin uxu úr grasi og við ekki eins bundnar heima fórum við að ferðast saman. Bæði innanlands og utan. Þá var alltaf mikið stuð og stemning. Það væri allt of langt mál að rifja upp ferðirnar okkar en þó verð ég að minnast á draumasiglinguna um Karabíska hafið. Það var toppurinn á tilver- unni og vikudvöl á Flórída á eftir, en á þeim tíma áttu Björg og Hilmar hús þar. Björg var trúuð kona. Hún trúði og treysti Guð almáttugum en næst á eftir Guði kom Sjálf- stæðisflokkurinn sem hún trúði á og á því var enginn afsláttur gef- inn. Björg og Hilmar voru farsæl hjón. Hún fékk að hafa sínar sterku skoðanir á mönnum og málefnum enda tilgangslaust að mótmæla. Síðustu árin voru Björgu erfið vegna þrálátra veik- inda, en aldrei heyrðum við hana kvarta og þrátt fyrir síendurtekn- ar spítalainnlagnir mætti hún í saumó með hjálp Hilmars og Dóru vinkonu. Síðasti hittingurinn verður okkur öllum minnisstæður. Þá höfðu þau hjónin ákveðið að bjóða okkur í kaffi á hótel Keflavík. Þeg- ar við mættum þangað í sól og blíðu var búið að dekka borð fyrir okkur og þetta reyndist töluvert meira en kaffiboð. Þarna var bor- inn fyrir okkur dýrindis matur, hver rétturinn á eftir öðrum og vín með fyrir þá sem það vildu. Þetta var rausnarlegt boð og ynd- isleg stund sem er okkur öllum dýrmæt og mun ekki gleymast. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði í síðasta skipti með Björgu. Við kveðjum Björgu með sökn- uði, það verður dauft yfir okkur í næstu klúbbum. Við biðjum þann guð sem hún trúði á að taka á móti henni í sumarlandinu. Við sendum Hilmari, börnum þeirra, tengda- börnum og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur öll. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Sigríður Auðunsdóttir. Komið er að kveðjustund, elsku Björg okkar. Það skilur enginn augnablikið fyrr en það er farið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar fyrr en hún er liðin. (SJ) Við þökkum Björgu ljúfa sam- fylgd í gegnum lífið. Hún kom inn í líf Sölva þegar hann var enn barn og hún unnusta Hilmars frænda Sölva. Það er fræg sagan þegar Sölvi bauð skólafélaga sínum í kaffi til Bjargar á unglingsárun- um og þeir gæddu sér á dýrindis kökum sem þeir fundu í búrinu. Síðar kom í ljós að um var að ræða veitingar ætlaðar saumaklúbbi þá um kvöldið. Sölvi minnist engra stórra eftirmála eftir kökuveisl- una. Þegar við stofnuðum fjölskyldu starfaði Björg sem dagmóðir og passaði elstu dóttur okkar svo hún hélt áfram að styðja við fjölskyld- una. Okkur hjónunum varð vel til vina alla tíð. Við stunduðum hjónaböllin hér áður fyrr, sóttum Sólarkaffi hjá Átthagafélaginu, komum í ótal heimsóknir í sum- arhús Bjargar og Hilmars í Vað- nesi og svo áttum við margar góð- ar samverustundir í Laugarási fyrir vestan. Björg var mjög glaðlynd, vin- mörg og félagslynd kona. Heim- ilið var stórt og gestkvæmt. Margt var skrafað við eldhúsborð- ið og alltaf kaffi á könnunni. Ósjaldan var spáð í bolla og dag- legt amstur krufið til mergjar. Það var alltaf gott að leita til Bjargar. Ingu er minnisstæð ógleymanleg ferð í Kerlingarfjöll. Þá tóku þær sig saman, Björg, Sigga systir, Inga og Dísa systir, og lærðu á skíði. Þær stöllur vökn- uðu hlæjandi og sofnuðu hlæjandi alla ferðina. Seinni árin safnaði Björg barnabörnum og barnabarna- börnum og naut samvista við fjöl- skyldu sína og vini. Við sendum Hilmari og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur um leið og við kveðjum góða konu og vin. Blessuð sé minning hennar. Inga Árnadóttir og Sölvi Stefánsson. Björg Birna Jónsdóttir ✝ Agnar B.K. Ja- cobsen fæddist á Hóli í Hvamms- sveit í Dalasýslu 7. ágúst 1939. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 11. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Hildur Hall- dórsdóttir, f. 1.1. 1915, d. 24.2. 1999, og Kristján Breiðfjörð Jacob- sen, f. 5.11. 1916, d. 29.8. 1997. Agnar átti eina yngri alsyst- ur, Maríu K. Jabobsen, f. 22.9. 1942, en hún var gift Halldóri Hartmannssyni, d. 30.8. 2016. Uppeldissystkini Agnars eru Hulda Jófríður Óskarsdóttir, f. 7.2. 1931, d. 22.3. 2019, Marínó Óskarsson, f. 20.10. 1932, og Áslaug Gréta Trenka, f. 7.11. 1934, d. 30.10. 2020. Agnar lætur eft- ir sig eiginkonu, Guðrúnu Þórönnu Ingólfsdóttur, f. 15.5. 1955. Þau áttu engin börn saman. Fyrir átti Agnar tvö börn, Kristján Bragason, f. 11.11. 1960 (ætt- leiddur), en móðir hans var Ásta Andersen, f. 30.3. 1939, d. 16.1. 2006, og Birgi Breiðfjörð Agnarsson, f. 8.3. 1973, d. 20.7. 2017. Móðir hans er Ingirós Filippusdóttir, f. 22.9. 1943. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 25. ágúst 2021, klukkan 15. Blessuð sé minning þín elsku bróðir minn. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín systir, María K. Jacobsen (Mæja). Agnar Breiðfjörð K. Jacobsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.