Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 21

Morgunblaðið - 25.08.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 sem skólaliði í Árskóla. „Það er æðislegt að vera komin aftur til vinnu og ég hlakka til vetrarins.“ Fjölskylda Eiginmaður Gróu er Pétur Björnsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, f. 13.11. 1964. Foreldrar hans eru hjónin Björn Pétursson, f. 20.7. 1937, d. 8.4. 2015, og Berg- ljót Ólafsdóttir, f. 2.12. 1938. Gróa og Pétur eiga dótturina Bergljótu Ástu háskólanema, f. 27.9. 2001. Áður átti Gróa Georg Rúnar, vél- stjóra, f. 2.2. 1982, Helga, véla- vörð, f. 30.8. 1986; Sif, f. 30.8. 1986, d. 25.8. 2004, og Margréti Öldu lögreglumann, f. 5.3.1990. Systkini Gróu eru Guðmundur Björn, f. 26.12. 1953, d. 28.5. 1995; Guðbjörg Kristín, f. 3.7. 1955, d. 3.8. 2020; Jóna Guðrún, f. 22.11. 1956; Gunnhildur Halla, f. 29.3. 1958, d. 19.8. 2011, og Hinrik Rún- ar, f. 19.8. 1966, d. 9.4. 2016. Foreldrar Gróu voru hjónin Haraldur Jónsson, skipstjóri og fiskverkandi, f. 30.9. 1924, d. 20.10. 1988, og Gróa Guðmunda Björnsdóttir, húsfreyja og fisk- verkandi, f. 27.12. 1926, d. 10.11. 2020. Gróa Guðmunda Haraldsdóttir Gróa Jóhannesdóttir ráðskona í Dalshúsum, Holtssókn,V-Ís. Jón Guðmundsson bóndi í Haga, Barðastrandarhr., Barð., kallaður Haga-Jón Guðmundína Jónsdóttir kaupavinnukona í Ytri-Hjarðardal, Holtssókn, V-Ís., síðast bús. í Reykjavík Guðbjartur Björn Hjálmarsson bóndi á Mosvöllum,Mosvallahr., V-Ís., síðast búsettur á Ísafirði Gróa Guðmunda Björnsdóttir húsfreyja og fiskverkandi á Flateyri Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja á Mosvöllum, Holtssókn,V-Ís. Hjálmar Guðmundsson bóndi og smiður, síðast á Mosvöllum, Holtssókn, V-Ís. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja á Ytri-Veðrará, Mosvallahr., V-Ís. Jón Guðmundsson búfræðingur og bóndi á Ytri-Veðrará, Holtssókn, V-Ís., og bókavörður á Flateyri og kennari á Núpi Jóna Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir á Ytri-Veðrará, Mosvallahr., V-Ís. Jón Guðmundur Guðmundsson bóndi á Veðrará í Önundarfirði, síðar bókavörður og oddviti á Flateyri Gróa Finnsdóttir húsfreyja á Görðum í Önundarfirði Guðmundur Júlíus Jónsson útvegsbóndi í Görðum í Önundarfirði Úr frændgarði Gróu Guðmundu Haraldsdóttur Haraldur Jónsson skipstjóri og fiskverkandi á Flateyri Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 „BLÖÐRURNAR ERU FRÁ ÚTFARARSTOFUNNI. Í DAG ER OPNUNARHÁTÍÐIN ÞEIRRA.“ „TAKTU TVÆR FYRIR SVEFNINN OG AÐRAR TVÆR RÉTT ÁÐUR EN ÞÚ VAKNAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta hana fá gæsahúð. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVERT ER BESTA GÆLUDÝRIÐ FYRIR UTAN HUNDA?“ GAUR, TÍSTUDÚKKA ER EKKI GÆLUDÝR VÚFF! VÚFF! VÚFF! VÚFF! VÚFF! VÚFF! ÉG VIL EKKI LENDA Í ÞVÍ SAMAOG Í SÍÐUSTU FERÐ NIÐUR ÁNA! ENGAR ÁHYGGJUR, HRÓLFUR! VIÐ MUNUM EKKI FARA FRAM AF FOSSI Í ÞETTA SKIPTIÐ! Skírnir Garðarsson skrifar mér gott bréf og kallar „Stafabils- lausung“: „Sæll Halldór. (Les- endur hafa látið í ljós furðu sína á hve langt er um liðið síðan vísa hefur sést eftir mig í horninu. Ég bæti gjarnan úr því með smá pistli.) Páli Jónassyni í Hlíð, orðabónda á Langanesi, vil ég senda síðbúna afmæliskveðju gegnum Vísnahorn- ið og er vísan ort í stafabilslausum bragarhætti, nýtninnar vegna. Ég hef verið að nota þennan hátt svo- lítið: Orðapálinn1égveit, einstíggátnanntreður, æðumdáistaðísveit, elgsábragaveður. Til að sóa ekki pappír í línubil má teygja þetta langt, Dæmi: 1erkúnninnæriðhress, arkartíttumstræti, Vígreifurannveifarbless, varastþysoglæti. Þeir vissu hvað klukkan sló, landnámsmenn, sem ekki eyddu bleki í að skrifa u í orðum, sbr Hrútr, hagkvæmt og fínt. Baldur bróðir orti í tilefni af- mælis síns eitt sinn. Eg nefndr var nýfæddr Baldr það naumast gat talist neinn galdr, ég er ennþá á randi og í ágætisstandi, svona miðað við árgerð og aldr. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar á Boðnarmjöð: „Ég á nokkra vini sem ánetjast hafa skoskri smábarnaíþrótt og ráfa um græna velli daginn út og daginn inn. Þó það sé átakanlegt er eitthvað hríf- andi og göfugt við þessa vitleysu“: Ég dáist að dáðlausri rolunni sem drattast í síblautri golunni eins og kjagandi önd með kylfu í hönd og egginu ýtir að holunni. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Flottir grannar“: Um flest eru Færeyingar fremri en Íslendingar, stoltir með glans stíga dans og stunda „kappríðingar“. Friðrik Steingrímsson yrkir: Hann er síst að virðing vandur víða fer hann yfir strik, þessi djöfuls Dyngjusandur drjúgur er að skapa ryk. Að lokum eftir Pál Ólafsson: Það er ekki þorsk að fá í þessum firði þurru landi eru þeir á og einskis virði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stafabilslausung og skosk smábarnaíþrótt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.