Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 25 ára 1996-2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýr öflugur fóðurprammi er vænt- anlegur til Austfjarða á næstunni. Það þykir ekki tíðindum sæta því með auknu sjókvíaeldi hér við land fjölgar fóðurprömmunum. Það sem er nýstárlegt við þennan pramma sem Fiskeldi Austfjarða hefur fest kaup á er að hann er steinsteyptur og getur staðið af sér stórar öldur, allt að 11 metra að hæð. „Við ákváðum að prófa einn þann- ig pramma. Hann er eins og fljót- andi klettur og þolir verri veður en aðrir fóðurprammar. Hann þarf minna viðhald og svo er hægt að vinna meira úti á svæðunum, geyma dót og annað,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fisk- eldis Austfjarða. Sýndur á Aqua Nor Ekki hefur verið ákveðið hvort pramminn verði staðsettur í Fá- skrúðsfirði eða Berufirði en ljóst er að hann verður utarlega, þar sem mest mæðir á. Pramminn er frá ScaleAQ og ber 600 tonn af fóðri. Hann er 40 sinnum 20 metrar að stærð. Steinpramminn er hannaður fyrir 5,5 metra stöðugt ölduálag og í tilkynningu frá fram- leiðandanum kemur fram að það þýði að hann geti tekið á sig ein- stakar öldur upp í 11 metra hæð. Fóðruninni er stýrt úr landi og þurfa menn ekki að vera um borð í prammanum. Guðmundur segir að eigi að síður sé þar góð aðstaða, setustofa og eldhús. Menn geti feng- ið sér kaffi og hvílt sig frá vinnu úti á kvíunum. Hægt er að sofa þar, ef á þurfi að halda. ScaleAQ lét draga fóðurpramm- ann til Þrándheims þar sem hann er til sýnis í tengslum við fiskeldissýn- inguna Aqua Nor en verður dreginn til Íslands að sýningunni lokinni. Ekki er búist við að margir erlendir gestir geti skoðað prammann því margir hafa afboðað komu sína á sýninguna vegna faraldursins. Steinpramminn getur gengið fyrir rafmagni úr landi. Aðstæður eru til þess á tveimur staðsetningum sjókvía Fiskeldis Austfjarða. Ef raf- magnið kemur úr landi þarf aldrei að ræsa dísilvélarnar. Pramminn er einnig útbúinn með tvíorkukerfi til að nota þar sem ekki er möguleiki á rafmagni úr landi. Þá er dísilvélin keyrð á daginn og afgangsorkunni hlaðið inn á rafgeyma sem duga yfir nóttina þegar minni orkunotkun er. Mikil viðskipti Steinpramminn er þriðji fóður- pramminn sem Fiskeldi Austfjarða kaupir af ScaleAQ á stuttum tíma. Fyrirtækið hefur einnig keypt margar kvíar þaðan, fóðrunar- og myndavélakerfi og annan búnað. Fiskeldi Austfjarða er einn af stæstu viðskiptavinum ScaleAQ, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Guðmundur er ánægður með búnað fyrirtækisins. Segir að hann hafi sannað sig í stormum síðasta vetrar. Ljósmynd/ScaleAQ Steinprammi Búið að merkja fóðurprammann Ice Fish Farm sem er móðurfélag Fiskeldis Austfjarða. Steinpramminn er eins og fljótandi klettur í hafinu - Fóðurprammi Fiskeldis Austfjarða þolir 11 metra öldu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Skiptar skoðanir koma fram í at- hugasemdum íbúa í Laugarnes- hverfi við umsókn Vöku hf. um end- urnýjað starfsleyfi fyrirtækisins að Héðinsgötu 2. Frestur til athuga- semda rann út á dögunum og í síð- ustu viku greindi Morgunblaðið frá því að 65 íbúar hafi tekið sig saman og mótmælt því að fyrirtækinu yrði veitt starfsleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Rósu Magnúsdóttur, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur, bárust alls 13 athugasemdir en mismunandi er hversu margir eru að baki hverri athugasemd. Rósa upplýsir að vinnsla á starfsleyfi og greinargerð standi yfir hjá heilbrigðiseftirlitinu. Leggjast gegn móttökustöð Eins og komið hefur fram í frétt- um Morgunblaðsins hafa íbúar í hverfinu gert ítrekaðar athugasemd- ir við starfsemi Vöku þar. Starfsleyfi fyrirtækisins var fellt úr gildi í júní en í lok júlí fékk það undanþágu fyr- ir hluta starfseminnar. Vaka hefur nú sótt um endurnýjun starfsleyfis til loka árs 2023, en starfsleyfið sem fellt var úr gildi átti bara að gilda út þetta ár. Umsókn Vöku er fjórþætt, þ.e. fyrirtækið sækir um sérstakt leyfi fyrir hvern starfsleyfisskyldan hluta starfsemi þess. Þeir hlutar eru móttökustöð fyrir úrgang, bílaparta- sala, bifreiða- og vélaverkstæði og hjólbarðaverkstæði. Í umsögnum byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar er ekki lagst gegn þremur síðast- nefndu hlutum umsóknarinnar. Hins vegar telst umsókn um móttökustöð fyrir úrgang ekki vera í samræmi við skipulag svæðisins. Meirihluti hinna 13 athugasemda sem bárust er jákvæður í garð starf- semi Vöku. Óhætt er að segja að þar kveði við nýjan tón því til þessa hafa gagnrýnendur þess einir látið í sér heyra. Hafa ber þó í huga að eins og áður segir tóku 65 þeirra sig saman um eina athugasemd. Áhugavert er að í jákvæðu athugasemdunum er oft- ast nær kveðinn sá tónn að vera Vöku sé mikilvæg fyrir íþróttafélagið Þrótt. „Vaka er umhverfissinnuð starf- semi og skilar sínu og vel það þegar kemur að hringrás endurnýtingar og endurvinnslu. Að auki hefur fyrir- tækið stutt íþróttastarf í hverfinu með margvíslegum hætti og til að mynda verið Þrótti ómissandi bak- hjarl í fjölbreyttum verkefnum. Sam- félagsþáttur starfseminnar er þannig ríkur og bæði ábyrgur og framsæk- inn,“ segja hjón sem segjast hafa búið í hverfinu í þrjá áratugi. Yrði áfall að tapa stuðningnum „Ekki er annað að sjá en að fyrir- tækið hafi brugðist vel við gagnrýni um sjónmengun og gagnrýni er varðar hljóðmengun, sem ætti þó frekar að beina að starfsemi við Sundahöfn. Til viðbótar má nefna þá vigt sem félagið hefur gagnvart íþrótta- og tómstundastarfi í hverf- inu sem fjárhagslegur bakhjarl. Það yrði t.d. mikið áfall fyrir íþrótta-/Knattspyrnufélagið Þrótt að tapa þeim stuðningi,“ segir í annarri athugasemd sem barst heil- brigðiseftirlitinu vegna umsóknar- innar. „Ég sit í stjórn knattspyrnudeild- ar Þróttar og hef því kynnst hversu mikilvægt er að öflug fyrirtæki í hverfinu komi að styrktarmálum. Því miður eru allt of fá fyrirtæki að styðja við öflugt íþróttastarf en Vaka gefur ekkert eftir þar. Það skiptir ekki máli hvenær við heyrum í Einari, eiganda Vöku, hann er allt- af mættur með styrk og vinnufram- lag, það er ómetanlegt. Ég veit það fyrir víst að ef kosið yrði um þetta mál hefði Vaka betur, ég er í virku samtali við alla aldurshópa í hverfinu og hef heyrt miklu meira af stuðn- ingi heldur en hinu. Bolum ekki vin- um okkar í burtu, takk,“ segir í þeirri þriðju. Fleiri stjórnarmenn í knattspyrnudeild Þróttar láta í sér heyra: „Vitum við af eigin raun að forsvarsmenn fyrirtækisins eru ábyrgir einstaklingar sem hafa það að markmiði að reka fyrirtækið eftir öllum reglum og lögum. Auk þess hefur fyrirtækið verið sterkur og mikilvægur bakhjarl í íþróttastarfi hér í Laugardal t.d. hjá knatt- spyrnudeild Þróttar þar sem ég, Pála Þórisdóttir, sit í stjórn og hef gert sl. ár.“ Þróttarar slá skjaldborg um Vöku - 13 athugasemdir bárust við umsókn Vöku um starfsleyfi að Héðinsgötu, flestar jákvæðar - Stjórn- armenn í knattspyrnudeild Þróttar vilja ekki missa styrktaraðila - „Bolum ekki vinum okkar í burtu“ Morgunblaðið/Eggert Höfuðstöðvar Skiptar skoðanir eru á starfsemi Vöku við Héðinsgötu. Baldur S. Blöndal baldurblondal@mbl.is Þrír meistaranemar í Háskólasetr- inu á Vestfjörðum greindust smitað- ir af kórónuveirunni í gær. 40 bekkj- arfélagar hinna smituðu, sem eru allir á fyrra ári meistaranáms, eru komnir í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Peter Weiss, forstöðumað- ur setursins. „Þetta voru einkennasýnatökur [í gær] og svo voru þeir nokkrir sem fóru í sýnatöku eftir að hafa verið í miklum samskiptum við þá smit- uðu,“ segir Peter sem var að útbúa aðstöðu fyrir einangrun hinna smit- uðu þegar blaðamaður ræddi við hann síðdegis í gær. Þeir sem greindust smitaðir í gær leigja húsnæði í miðbæ Ísafjarðar ásamt samnemendum sínum. Núna þarf að skipta þeirri íbúð upp og sótthreinsa til þess að takmarka snertifleti og koma hinum smituðu fyrir í öðrum íbúðum. Peter segir nemendur hafa verið saman í Edinborgarhúsinu. „Við leigjum stóran sal í Edinborgarhúsi undir nemendur svo við erum með gott rými,“ segir Peter en hann gerir ráð fyrir því að rakningarteymið sendi alla í skimun. Í gærmorgun voru 8 með virkt smit á Vestfjörðum og 11 í einangr- un. Þær tölur kunna að hækka næstu daga þegar smitrakningarteymið rekur dreifingu smitanna. Smit komu upp í Háskólasetrinu - 40 bekkjarfélagar í úrvinnslusóttkví Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Ísafjörður Háskólasetrið leigir sal til kennslu í Edinborgarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.