Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga
að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Akstursíþróttasvæði og jaðarsport við Gunnarsholtsveg, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 tillögu að
breytingu á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir akstursíþróttasvæði og jaðarsport þar sem
hluti núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði SL28 verði gert að íþróttasvæði ÍÞ6.
Þjóðólfshagi 1, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði
nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi
Þjóðólfshaga, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.
Borgarbraut 4, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði
nauðsynlegar breytingar á landnotkun lóðar nr. 4 við Borgarbraut í aðalskipulagi sveitarfélagsins, þar sem
núverandi íbúðarnotkun verði breytt í verslunar- og þjónustunot.
Gaddstaðir, breyting á landnotkun
Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.7.2021 að gerðar verði
nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi
Gaddstaða, þar sem hluti núverandi frístundabyggðar verði gerður að íbúðabyggð.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 6. október 2021.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Spiladagur, frjáls
spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Samsöngur kl. 13.30-14.15. Opin Listasmiðja kl. 13-15.30. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta
hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá kl. 13.45-15.15. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur frá Smiðju kl. 13. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Hraunsel Mánudagur: Myndlistarklúbbur kl. 9, stóla-jóga kl. 10 og
félagsvist kl. 13. Þriðjudagur: Brids kl. 13. Miðvikudagur: Stóla-jóga kl.
10, línudans kl. 11, bingó kl. 13 og handverk kl. 13. Fimmtudagur:
Pílukast kl. 13. Föstudagur: Línudans kl. 10 og brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Dansleikfimi með Auði kl. 10. Framhaldssaga kl.
10.30. Handavinnuhópur, opin vinnustofa kl. 13-16.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á postulíns-
málun í handverksstofunni okkar kl. 9, kl. 10.30 verðurspiluð píla í
setustofunni okkar. Eftir hádegi verður svo skemmtilegt spurninga-
spil kl. 13 og við endum daginn á hlaðvarpi kl. 14.30. Verið öll velkom-
in til okkar á Vitatorg. Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Leir á Skólabraut kl. 9. Botsía í salnum á Skólabraut kl.
10. Kaffispjall í króknum alla morgna. Handavinna og kaffi í salnum á
Skólabraut milli kl. 13 og 16. Allir eru velkomnir til þátttöku í félags-
starfinu. Minnum á vatnsleikfimina á morgun kl. 7.10 og svo aftur kl.
18.40 og leikfimina í salnum á Skólabraut kl. 11 með Birki.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Honda CR-V Executive 5/2016
Ekinn 97 þ. km. Flottasta typa með
leðurinnréttingu, glerþaki og öllum
lúxus. Einn eigandi frá upphafi.
Verð: 3.750.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
200 mílur
Nú "&&$#
þú það sem
þú !ei%a# að '
FINNA.is
✝
Jón Otti Jóns-
son fæddist í
húsi foreldra
sinna á Vest-
urgötu 36a í
Reykjavík. Hann
lést 9. ágúst 2021.
Hann var yngstur
barna hjónanna
Gyðu Sigurðar-
dóttur og Jóns
Otta Vigfúsar
Jónssonar skip-
stjóra. Systkini Jóns voru
Vigdís, f. 1918, Sigurður, f.
1922, og Sigríður, f. 1925.
Jón ólst upp við Vesturgöt-
una. Gekk í Miðbæjarskólann
og lauk sveinsprófi í prentiðn
frá Ríkisprentsmiðjunni Gu-
tenberg, þar sem hann starf-
aði hálfa starfsævina.
Jón, eða Nonni frændi, sem
hann var ávallt nefndur innan
fjölskyldunnar, var alla tíð
einhleypur og barnlaus.
Nonni var mikill félags-
málamaður. KR
átti stóran þátt í
lífi hans, sem og
margra annarra
í fjölskyldunni.
Sunddeild KR
bar þar hæst.
Jón var stjórn-
armaður þar á
tuttugu ára tíma-
bili, þar af for-
maður á annan
áratug. Jón bar
heiðursmerki úr gulli frá fé-
lagi sínu KR, einnig Sund-
sambandi Íslands og Íþrótta-
sambandi Íslands. Þá tók
hann þátt í starfi Miðdals-
félagsins, félags sumarhúsa-
eigenda í Laugardal.
Útför Jóns fór fram frá
kapellunni í Fossvogi í kyrr-
þey að ósk hins látna 16.
ágúst 2021. Jarðneskar leif-
ar Nonna hvíla í leiði for-
eldra hans í Fossvogs-
kirkjugarði.
Þá er nafni minn og móð-
urbróðir, Jón Otti Jónsson eða
Nonni frændi, kominn í
draumalandið þar sem við öll
endum einn daginn. Hann hef-
ur sjálfsagt verið hvíldinni
feginn eftir veikindi sem hafa
smátt og smátt dregið úr hon-
um þrótt undanfarin ár.
Nonni frændi hefur alltaf
verið stór þáttur í mínu lífi og
mér reiknast til að við höfum
búið í sama húsi á Vesturgötu
36a í ein 25 ár. Nokkrar minn-
ingar koma upp þegar ég
hugsa til tímans á Vesturgöt-
unni. Fyrsta bíóferðin mín
með Nonna á cowboy-mynd
Roy Rogers og þegar við
gengum daglega saman áleiðis
til vinnu hvor í sína prent-
smiðjuna. Mér er líka minn-
isstætt þegar Jónína var á
spítalanum að eiga okkar ann-
að barn og við biðum frétta.
Þá var aðeins einn sími í hús-
inu svo Nonni tók að sér að
vakta símann svo við misstum
örugglega ekki af símtalinu
frá spítalanum. Það var alltaf
gott að hafa Nonna frænda
sem hauk í horni.
Ungur að árum fetaði Nonni
í fótspor systkina sinna og
gekk til liðs við KR og var alla
tíð mikill KR-ingur. Hann lét
til sín taka í sunddeildinni,
bæði sem iðkandi og síðar for-
maður. Hann reyndi að fá mig
í sundið allt frá því ég var
þriggja ára gamall en bolta-
greinarnar heilluðu mig meira,
en það var í lagi á meðan það
var innan KR.
Árið 1964 byrjaði Nonni að
byggja sér sælureit í Miðdal
við Laugarvatn. Þar var alla
tíð gestkvæmt og fjölskylda og
vinir nutu samvista á Birki-
bakka. Nonni var afskaplega
barngóður og ég fór mikið með
drengina mína þangað og síðar
fengu barnabörnin einnig að
njóta verunnar þar. Nonni tók
virkan þátt í uppbyggingu í
Miðdal, lagði göngustíga, brýr
og gróðursetti tré svo eitthvað
sé nefnt.
Nonni var afar vanafastur
og með allt sitt á hreinu. Hann
las mikið allt fram á síðasta
dag og fylgdist vel með þjóð-
félagsumræðunni. Segja má að
Nonni hafi verið límið í stór-
fjölskyldunni, en hann var afar
frændrækinn og færði fréttir
af ættmennum. Það var hefð
fyrir því að Nonni kæmi til
okkar á gamlárskvöld og ann-
an dag jóla sem okkur þótti
vænt um. Ég kem til með að
sakna þess að kíkja á Nonna
og fara í alls kyns útréttingar.
Nonni minn hvíl þú í friði,
minning um góðan mann mun
lifa.
Jón Otti Ólafsson.
Nonni frændi móðurbróðir
farinn.
Jón Otti frændi var ávallt
kallaður innan fjölskyldunnar
Nonni frændi. Þannig þekkt-
um við Nonna öll. Ávallt var
gott að hafa Nonna nálægan,
öðlingsdrengur, öflugur stuðn-
ingsmaður og sá fjölskyldu-
meðlimur er var límið fyrir
okkur yngri kynslóðir.
Bústaður Nonna í Laugar-
dal, Birkibakki, var okkur öll-
um sem félagsmiðstöð. Allir
alltaf velkomnir.
Mannkostir Nonna voru á
einn veg og skilja eftir sig
góðar minningar. Minningar
ógleymanlegar. Takk fyrir allt
og allt.
Einar Gíslason.
Jón Otti
Jónsson
Vinur minn Jón-
as kristniboði var
jarðaður í dag frá
Fossvogskirkju.
Hann Jónas var
skemmtilegur maður og góður.
Ég kynntist honum í Kristni-
boðssambandinu og í Kristni-
boðsfélagi karla. Hann var
Jónas Þórir
Þórisson
✝
Jónas Þórir
Þórisson fædd-
ist 7. ágúst 1944.
Hann lést 8. ágúst
2021.
Útförin var gerð
19. ágúst 2021.
fróður og góður að
ræða við. Hann fór
oft á kristniboðs-
mót á Löngumýri í
Skagafirði og naut
þess meðan heilsan
leyfði. Hann starf-
aði á Basar
Kristniboðssam-
bandsins í Austur-
veri á mánudögum.
Hann var góður
starfsmaður.
Ég vil votta konu hans og
fjölskyldu samúð mína. Það var
gott að heimsækja þau.
Jón Pálmi.