Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Það var ekki þróttmikill Boris Johnson sem í gær ávarpaði landa sína eftir að hafa átt fjarfund með Joe Biden og öðrum sem stöðu sinnar vegna hafa verið taldir til helstu leiðtoga ver- aldar. Og það var auðvitað helsti leið- toginn – eða sá sem hingað til hefur ver- ið talinn helsti leið- toginn – sem olli slíkum vonbrigðum að Johnson var með daufasta móti. - - - Johnson hafði reynt að fá Bi- den til að gefa sér betri tíma í að reyna að koma í veg fyrir að brottförin frá Afganistan yrði enn ömurlegri fyr- ir marga þá sem þar dvelja og enn meira niðurlægjandi fyrir ríkin sem fylgdu Bandaríkjunum inn í landið á sínum tíma, en það tókst ekki. - - - Biden hafði fengið þau fyrirmæli frá leiðtoga talíbana að hann skyldi hypja sig á brott með allt sitt lið í lok mánaðar. Dveldi það lengur hefði slíkt alvarlegar afleiðingar! - - - Á sama tíma ferðast varaforseti Bandaríkjanna um Austurlönd og ræðir þar meðal annars um yfir- gang Kína á Suður-Kínahafi. Til- gangur ferðarinnar er ekki síst að efla tengsl Bandaríkjanna við nokk- ur ríki í Asíu og sannfæra þau um að þau geti treyst á Bandaríkin. - - - Ýmsir spyrja nú hvort að afglöp Bidens í Afganistan hafi áhrif á stöðu Bandaríkjanna annars stað- ar, meðal annars austast í Asíu. Svarið er augljóslega já, spurningin er aðeins hversu mikið tjónið er og hvort að Bandaríkin geti lappað upp á trúverðugleikann þegar Bi- den hverfur úr embætti. Boris Johnson Talíbanar sögðu nei, Biden sagði ókei STAKSTEINAR Joe Biden Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960E60 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Stóll E-60 orginal kr. 38.600 Retro borð 90 cm kr. 142.000 (eins og á mynd) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Barnaheill leggur af stað í söfnun á morgun sem ber heitið Lína okkar tíma. Verkefnið snýr að vernd stúlkna á flótta í Síerra Leóne og verða Línu Langsokk-armbönd seld því til styrktar. „Við erum að vinna með að flytja út sérþekk- ingu og ætlum að aðstoða samfélögin við að bera kennsl á ofbeldið, fræða og setja upp alls konar ferla svo eitthvað sé nefnt.[…] Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er mjög stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne og við erum að vinna með markvissum hætti að því að valdefla ungar stúlkur og konur,“ segir Kol- brún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Að sögn Kolbrúnar hallar verulega á jafnrétti kynjanna í Síerra Leóne en 39% stúlkna eru giftar fyrir 18 ára aldur þar í landi og 64% kvenna beittar ofbeldi af hendi maka síns. Var neyðarástandi lýst yfir fyrir tveimur árum vegna kynferðisofbeldis og hefur ástandið einungis versnað í faraldrinum þar sem ungar stúlkur flosna í miklum mæli úr skóla. Ríkir nú mikil þörf á markvissri vinnu. hmr@mbl.is Armbönd til verndar stúlkum - 39 prósent stúlkna gift- ar fyrir 18 ára aldur Ljósmynd/Barnaheill Armbönd Barnaheill mun hefja sölu á armbönd- um á morgun til styrktar stúlkum á flótta. Búast má við því að styttan af Héðni Valdimarssyni, alþingismanni og verkalýðsleiðtoga, verði reist á sín- um stað við Hringbraut á næstu vik- um. Styttan var tekin niður árið 2018 því laga átti stöpulinn undir henni. Við skoðun á styttunni kom í ljós að festingar og boltar inni í henni voru illa farnir og ráðast þurfti í viðgerð. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í júní hefur Helgi Gíslason myndhöggvari nú lokið viðgerð á styttunni. „Okkar maður er laus úr sóttkví,“ sagði Helgi þá. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags alþýðu, sem er eigandi styttunnar, segir að næsta verk á dagskrá sé að steypa stöpulinn og það verði gert innan tíðar. „Er ekki alltaf best að steypa fyrir frost?“ segir hún. Kristín hefur áður greint frá því að viðgerðin á styttunni af Héðni hafi reynst dýr. Einnar millj- ónar styrkur fékkst úr húsafrið- unarsjóði árið 2019 til viðgerða á stöplinum. Sigurjón Ólafsson gerði styttuna af Héðni og var hún sett upp árið 1955. hdm@mbl.is Steypa brátt stöpulinn fyrir styttuna af Héðni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hringbraut Stöpullinn verður brátt steyptur og þá fer Héðinn á sinn stall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.