Morgunblaðið - 28.08.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 28.08.2021, Síða 2
Mikill fjöldi brottkastsmála á borð Fiskistofu í kjölfar drónaeftirlits. Morgunblaðið/Árni Sæberg 6 2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 28.08.2021 28 | 08 | 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Auglýsingar Bjarni Ólafur Guðmundsson daddi@k100.is Forsíðumyndina tók Eggert Prentun Landsprent ehf. Í aðdraganda kosninga boðar margur spámað- urinn hina endanlegu lausn í skipulagi fiskveiða umhverfis Ísland. Ein þessara hugmynda er að fyrna veiðiheimildir og bjóða þær upp. Þetta á að skila „réttlátara“ kerfi og „sanngjörnu“ gjaldi fyrir veiðiheimildir. Það á sem sagt að taka veiðiheimildir m.a. af smærri útgerðum og veita hæstbjóðanda. Á lands- byggðinni yrði skerðingin tvöföld þar sem grund- völlur útgerða fyrir að fá úthlutaðan byggðakvóta er einnig skertur. Hvernig þessi aðgerð á að skila auknu framboði af atvinnutækifærum er óskiljanlegt enda fátt sem bendir til þess að þeir sem líða skort á atvinnu- tækifærum séu færir til að bjóða hærra en þeir sem fjársterkir eru. Ljóst er að fyrrning veiðiheim- ilda og uppboð í kjölfarið er fyrst og fremst til þess gert að auka samþjöppun og veikja stöðu fjölda smærri útgerða um allt land. Þetta er að- eins eitt dæmi um þær „lausnir“ sem sumir boða, en það sýnir hversu skaðlegar skyndilausnir popúlískra stjórnmálamanna geta verið. Vissulega er það svo að á kvótakerfinu eru ýms- ir gallar sem þarf að finna lausn við. Til að mynda gagnsæi þeirra fyrirtækja sem hafa mestu afla- hlutdeildina sem má bæta með því að skilyrða eignarhald yfir ákveðnu marki við að lúta sömu upplýsingaskyldu og skráð félög. Það er nefnilega hægt að gera úrbætur á kerfinu sjálfu án þess að kollvarpa einu farsælasta fiskveiðistjórnunarkerfi mannkynssögunnar. Það er ekki tilviljun að hér á landi hafa orðið til framsæknustu sjávarútvegsfyr- irtæki á heimsvísu og 2.541 ársverk hjá nýsköp- unarfyrirtækjum í stoð- og hliðargreinum sjáv- arútvegsins sem velta um 80 milljörðum króna. gso@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ekki þarf að sökkva fleyinu þótt þörf sé á viðhaldi Stefán Friðriksson vill sjá hafrannsóknir efldar til að bæta ákvarðanatöku um nýtingu fiskistofna. 4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 10-11 Julie Encausse umbreytir þara í efni með svipaða eiginleika og plast. VS-afli hefur aukist um 129% á þremur árum. Kemur hækkunin skyndilega eftir langt lækkunarskeið. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.