Morgunblaðið - 28.08.2021, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
E
skja hf. hefur birt sína
fyrstu samfélagsskýrslu.
Skýrslan telur tuttugu og
níu blaðsíður og er grein-
argóð samantekt á starf-
semi félagsins; stjórn og stjórn-
unarháttum, helstu stjórnendum,
sögu, gildum og
skipulagi eign-
arhalds.
Við fyrstu sýn
kann skýrslan
að líta út eins og
hvert annað
kynningarplagg
fyrir fyrirtæki
en þegar nánar
er rýnt í hana
má sjá upplýs-
ingar sem ekki eru birtar annars
staðar.
Ítarlegar upplýsingar um rekst-
ur fyrirtækisins má sjá í skýrsl-
unni, fyrir rekstrarárið 2020 og
2019 til samanburðar.
1,7 milljarðar í laun
Samkvæmt framsetningu í sam-
félagsskýrslu Eskju voru rekstr-
artekjur félagsins 8,2 milljarðar ár-
ið 2020 og 7,2 milljarðar árið 2019.
Árið 2020 voru rekstargjöld alls
5,1 milljarður en 4,6 milljarðar árið
2019 svo EBITA áranna er svipuð;
3,2 milljarðar árið 2020 og 301
milljarður árið 2019.
Bæði árin greiddi fyrirtækið um
400 milljónir í tekjuskatt og var
hagnaður eftir skatt árið 2020 1,4
milljarðar og 1,2 milljarðar árið
2019.
Árið 2019 voru tveir milljarðar
greiddir í laun og launatengd gjöld
hjá Eskju og 1,7 milljarðar árið
2020, á sama tíma námu arð-
greiðslur úr fyrirtækinu 300 millj-
ónum fyrra árið og 500 milljónum
það seinna.
Í skýrslunni má sömuleiðis nálg-
ast upplýsingar um skattspor
Eskju.
Þar kemur fram að í heildina sé
skattaslóð fyrirtækisins 1.395 millj-
ónir árið 2020.
Kolefnisgjald upp á 41 milljón
Greiddur tekjuskattur var 309 millj-
ónir, veiðigjöld námu 52 milljónum,
mótframlag í lífeyrissjóði 171 millj-
ónum og tryggingagjald 108 millj-
ónum.
Greidd fasteignagjöld árið 2020
voru 48 milljónir, gjöld í stéttarfélög
23 milljónir og kolefnisgjald árið
2020 nam 41 milljón.
Þegar allt er talið, með skatt-
greiðslum og lífeyrissjóðsgreiðslum
starfsmanna, er skattaslóð Eskju,
sem fyrr segir, 1.395 milljónir.
Samsvarar skattaslóðin um fjór-
tán milljónum á hvern starfsmann
fyrirtækisins og 329 þúsund krónum
á hvert þorskígildistonn aflaheim-
ilda sem fyrirtækið hefur yfir að
ráða.
Nokkuð ítarleg grein er gerð fyr-
ir umhverfismálum fyrirtækisins í
skýrslunni.
Þar má merkja áherslu á notkun
rafmagns í starfsemi, sem áður var
knúin með meira mengandi orku-
gjöfum, og endurnýjun fiskiskipa-
flotans. Eskja hefur alfarið hætt
notkun svartolíu.
„Eskja er að gefa út sína fyrstu
samfélagsskýrslu og tilgangur með
útgáfu hennar er bæði að auka
gagnsæi í okkar starfsemi og gera
grein fyrir árangri okkar auk áhrifa
á umhverfið og samfélagið,“ segir
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri
fjármála- og rekstrarsviðs Eskju.
Vinna að bættri
flokkun og hreinsun
„Við erum stolt af okkar árangri á
síðasta ári og höfum lært margt í
þessu ferli en við tökum okkar sam-
félagslegu ábyrgð alvarlega en get-
um gert betur. Á næstu misserum
ætlum við okkur að vinna enn betur
að flokkun á úrgangi sem fellur til í
okkar starfsemi, erum að vinna að
hreinsunarátaki á okkar athafna-
svæði eftir miklar framkvæmdir
undanfarinna ára. Að auki mun fé-
lagið skoða leiðir til kolefnisjöfn-
unar og fjárfestingarkosti sem
dregur úr okkar kolefnisspori,“ seg-
ir Páll.
Meira gagnsæi með samfélagsskýrslum
Sjávarútvegsfyrirtækið
Eskja hefur birt á vef
sínum sína fyrstu sam-
félagsskýrslu. Skýrslan
nær til ársins 2020 og
er notast við lykilmæli-
kvarða sem miða við
GRI (Global Reporting
Initiative) um sam-
félagslega ábyrgð.
Aðalsteinn Jónsson SU-11 er eitt flaggskipa Eskju, smíðaður árið 2004 í Noregi. Eskja hefur einsett sér að minnka notkun eldsneytis og hætta notkun svartolíu.
Ljósmynd/Gungör Giunnar Tamzok
Eskja rekur hátæknifrystihús á Eskifirði. Félagið er eitt fárra sjávarútvegsfyrirtækja sem gefið hafa út samfélagsskýrslu.
Páll Snorrason
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Þ
að er enginn vinnslustjóri
eins og staðan er núna
svo við verkstjórarnir
skiptum með okkur verk-
efnum,“ segir Árdís Inga
Höskuldsdóttir, verkstjóri og nýút-
skrifaður sjávarútvegsfræðingur
hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórs-
höfn um skipulag vertíðarinnar þar
í bæ í ár.
Makríl- og síldarvertíð, sem yf-
irleitt rennur í eitt fyrir norðan, er
í algleymingi og er langt frá því að
vera fyrsta vertíð Árdísar, sem hélt
á sína fyrstu vertíð árið 2001.
„Ég fór á mína fyrstu vertíð árið
2001 þegar ég var sextán ára, á
loðnu,“ segir Árdís frá.
Ellefu vertíðum síðar
Vertíðir á Þórshöfn urðu síðan ár-
viss viðburður hjá Árdísi þegar
markríll fór að veiðast í nokkru
magni við Íslandsmið árið 2009 og
hefur Árdís tekið þátt í þeim allar
götur síðan ef undanþegið er eitt
ár.
Innan skamms var Árdís orðin
verkstjóri á vertíðum og flutti hún
svo til Þórshafnar alfarið árið 2014
og varð verkstjóri allan ársins
hring í fiskvinnslu Ísfélagsins.
Lesblind og með athyglisbrest
„Ég ákvað síðan að láta slag standa
og reyna við sjávarútvegsfræði. Ég
er lesblind og með mikinn athygl-
isbrest og kláraði aldrei neinn
framhaldsskóla en komst inn í Há-
skólann á Akureyri á meðmælum,“
segir Árdís sem fékk undandþágu
til að skrá sig í nám í háskólanum.
„Ég hafði lokið ýmsum nám-
skeiðum og var búin að láta meta
mig upp í fisktækni en ég hafði
engann akademískan grunn, þú
getur rétt ímyndað þér hvað það
var erfitt að fara í þetta nám fyrir
mig.“
Af hverju ákvaðstu að skrá þig í
þetta nám?
„Bara mjög mikill áhugi á sjávar-
útvegi, mikið að gerast í iðnaðinum
og ýmsir starfsmöguleikar á ýms-
um sviðum.“
Árdís segir að mest hafi komið
sér á óvart við að fara í háskóla að
þar eru sömu fíflin að finna eins og
annars staðar.
Raungreinar áskorun
„Ég hélt að allir væru svo mikið
klárari en ég sem færu í háskóla en
svo kem ég þarna og það eru allir
spaðgrillaðir,“ segir Árdís og hlær.
Hún segir að henni hafi mest
vaxið í augum að takast á við raun-
greinarnar.
Í sjávarútvegsfræði þarf að
standa skil á stærðfræði, efnafræði,
eðlisfræði, líffræði, örverufræði,
matvælafræði og nokkrum
hagfræðikúrsum.
Þér tekst að komast í gegnum
allar þessar raungreinar með lítinn
grunn. Hvernig tókst þér þetta?
„Þetta hafðist með ótrúlega góð-
um hópi. Við vorum náinn og þéttur
hópur að læra saman, þetta hefði
ekki tekist án samnemenda minna.
Það eru einnig góðir kennarar við
skólann.“
Skemmst er frá því að segja að
Árdís útskrifaðist með ágætis-
einkunn í vor.
Sömu fíflin alls staðar
Árdís Inga Höskuldsdóttir, verkstjóri á markríl- og síldarvertíð hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn, er
nýútskrifaður sjávarútvegsfræðingur. Árdís hefur starfað í fiskvinnslu af ýmsum toga í mörg ár en ætlaði
aldrei að þora að sækja sér menntun í faginu. Árdís útskrifaðist í vor með BS-gráðu með fyrstu einkunn.
Árdís Inga Höskuldsdóttir verkstjóri. Makríl- og síldarvertíð stendur nú yfir.