Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.08.2021, Blaðsíða 9
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Þ að hefur margt þurft að breytast vegna þeirra tak- markana á lífi fólks sem kórónuveirufaraldurinn hef- ur haft í för með sér og er sjáv- arútvegssýningin Iceland Fisheries Exihibition (Icefish) engin undan- tekning í því sambandi. Hún átti að fara fram í Fífunni í Kópavogi dag- ana 15. til 17. september en var af- lýst um miðjan ágúst vegna að- stæðna og fjöldatakmarkana. Sýningunni hefur verið fundinn nýr tími á næsta ári og samkvæmt nýrri áætlun Mercator Media Ltd. sem stendur að sýningunni mun hún fara fram 8.-10. júní 2022. Sýn- ingin hefur verið haldin á þriggja ára fresti í áraraðir og átti að fara fram í fyrra. „Þar sem það hefur orðið nauð- synlegt fyrir stjórnvöld að fram- lengja Covid-takmarkanirnar við- urkennum við að þetta skapar óvissu og gerir skipulagningu fyrir sýnendur okkar og gesti afar erfiða. Við myndum öll vilja að þetta væri ekki raunin og við bjuggumst við því að sýningin gæti farið fram. Eftir samráð við ráðgjafarnefnd okkar og hagsmunaaðila teljum við að tímasetning 2022 sé besta ákvörðun fyrir sýnendur, gesti og í þágu öryggis almennt,“ segir Mari- anne Rasmussen-Coulling, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, í yfir- lýsingu frá Mercator Media. Þurfa ekki að bíða Þrátt fyrir að ákveðið hafi verið ný- verið að hækka efri mörk sam- komutakmarkana í 200 manns myndi það líklega ekki duga þar sem sýningin hefur tekið við yfir 13 þúsund gestum. „Sýnendur, fulltrú- ar fyrirtækja og gestir snúa aftur og aftur til Icefish. Við erum með- vituð um að það verða töluverð von- brigði fyrir fólk sem getur ekki sýnt og mætt í eigin persónu,“ seg- ir hún. Þá var nýverið íslensku sjávar- útvegssýningunni, sem fyrirtækið stendur að og fara átti fram dagana 16.-18. nóvember í Fífunni í Kópa- vogi, einnig frestað. Sú ákvörðun var tekin í kjölfar framlengdra fjöldatakmarkana af hálfu rík- isstjórnarinnar. Frestun sýninganna tveggja mun hins vegar ekki þýða að áhugafólk um sjávarútveg þurfi að bíða fram á næsta ár með að fá sýningu, þar sem haldin verður sýning í sýnd- arveruleika 16. til 18. nóvember. Sýndarveruleikasýningin, Icefish Connect, átti að vera viðbót sem fram færi samhliða sýningunum tveimur sem valmöguleiki fyrir þá sem ekki hefðu átt kost á að ferðast, en mun nú koma í stað beggja sýninganna að sinni. Sjávarútvegssýning í sýndarveruleika Bæði alþjóðlegu sjávar- útvegssýningunni sem átti að fara fram í Fíf- unni dagana 15. til 17. september og íslensku sjávarútvegssýningunni sem átti að fara fram á sama stað 16. til 18. nóvember hefur verið frestað. Bæði íslensku og alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Fífunni hefur verið aflýst enda mun fleiri en 200 sem mæta. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Norðlæga skipasmíðastöðin (r. Se- vernaya Verf) í Sankti Pétursborg í Rússlandi hefur hafið smíði á tíunda verksmiðjutogaranum fyrir Norebo. Skipið er 81,6 metrar á lengd og 16 metrar að breidd og mun bera nafnið Kapitan Sosnin. Þá mun togarinn verða gerður út af dótturfélagi Norebo (Leigufloti Sakhalin) í austanverðu Rússlandi þar sem hann mun meðal annars veiða síld og ufsa. Í heild munu fjórir togarar af þessari gerð verða gerðir út á þessu svæði en hinir sex munu vera á Norðurhöfum. „Þótt við séum enn langt frá því að ljúka öllu verkefninu, þá erum við þeg- ar komnir lengra en hálfa leið,“ er haft eftir Pavel Kosolapov, tæknistjóra No- rebo, á vef World Fishing & Aquacult- ure. „Við höfum lært að sigrast á erf- iðleikum og meginályktunin sem hægt er að draga núna er að endurvakning innlendrar skipasmíði í borgaralegum tilgangi er að raungerast. Við vitum hvers konar nútímalegra skipa floti okkar þarfnast og reynsla okkar hjálp- ar skipasmíðastöðinni að öðlast nýja hæfni í smíði hátækniskipa.“ Vísar Kosolapov með orðum sínum til þess að Norðlæga skipasmíðastöðin hefur frá stofnun 1917 smíðað herskip fyrir sovéska flotann. Nú stefna rúss- nesk stjórnvöld að því að nýta þessa innviði í að nútímavæða sjávarútveg landsins. 10. Norebo-tog- arinn í smíðum Togarar Norebo eru glæsilegir. LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 MORGUNBLAÐIÐ 9 ÞAÐ ER LANDSBANKI NÝRRA TÍMA Í Landsbankaappinu getur þú sinnt fjármálunum á ferðinni, stofnað reikninga, kröfur, kort og margt fleira sem sparar sporin og einfaldar reksturinn. Einfaldari rekstur með Landsbanka- appinu LANDSBANKINN. IS Haraldur og Andri Eigendur HB tækniþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.