Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
S
amkvæmt tölum Fiskistofu
fyrir VS-afla á fiskveiðiárið
2020/2021 voru rúmlega 3.000
tonn skráð sem slíkur afli á
fiskveiðiárinu sem er að ljúka og er
þetta mesta magn sem skráð hefur
verið sem VS-afli á undanförnum
áratug. Aukningin frá fiskveiðiárinu
á undan nemur 51% en VS-afli hefur
aukist töluvert frá fiskveiðiárinu
2017/2018 þegar aðeins 1.321 tonn
var skráð sem slíkur afli.
Hvað er VS-afli?
Samkvæmt lögum um stjórn fisk-
veiða og gildandi reglugerð um fisk-
veiðar í atvinnuskyni er skipstjóra
heimilt að ákveða að 5% af lönd-
uðum afla innan fiskveiðiársins í
botnfisktegundum og 0,5% í upp-
sjávartegundum sé utan aflaheim-
ilda. Þá er áhöfn skylt að halda
þessum afla aðskildum frá öðrum
afla og landa sérstaklega. Aflinn er
svo seldur á viðurkenndum upp-
boðsmarkaði og fer 20% af andvirði
aflans til útgerðar skipsins til að
greiða áhöfn laun en 80% í ríkissjóð
að frádregnum hafnargjöldum og
kostnaði við uppboðið.
Ákvæðinu um VS-afla var komið
á til að hvetja til þess að komið
verði með allan afla að landi hvort
sem um er að ræða afla umfram
aflamarksstöðu, undirmálsfisk eða
skemmdan afla. Þá skiptist VS-
aflaheimildin í fjögur þriggja mán-
aða tímabil á fiskveiðiárinu og er
reiknuð út frá lönduðum afla skips-
ins. Ekki er heimilt að flytja ónýtt-
ar heimildir milli tímabilanna. Þó
má miða ýsuafla og afla sem fæst
sem meðafli við grásleppuveiðar við
heimild fiskveiðiársins í heild.
Hugsanlega mikil
ýsa á miðunum
Aukning VS-afla er mest í ýsu en
það magn hefur tvöfaldast frá síð-
asta fiskveiðiári og sexfaldaðist frá
fiskveiðiárinu þar á undan. Skráð
ýsa sem VS-afli hefur því tólffaldast
á aðeins tveimur árum.
Ekki liggur fyrir hver skýringin
er en það getur hæglega haft áhrif
að aflamark í ýsu sé lækkað og að
ýsa fáist óhjákvæmilega sem fylgi-
fiskur þorskveiða. Sést til að mynda
árin 2012/2013 og 2013/2014 að yfir
900 tonn af ýsu eru skráð sem VS-
afli en á þessum árum nam afla-
mark í ýsu aðeins 36 þúsund og 38
þúsund tonnum, en var 45 þúsund
tonn fiskveiðiárið 2011/2012 og 50
þúsund tonn 2010/2011. Fisk-
veiðiárið 2018/2019 er svo ýsukvót-
inn kominn í tæp 58 þúsund tonn og
þá eru aðeins 83 tonn af ýsu skráð
sem VS-afli.
Hins vegar nemur útgefið afla-
mark í ýsu 53.389 tonnum á fisk-
veiðiárinu sem er að ljúka og hafa
yfir þúsund tonn af ýsu verið skráð
sem VS-afli. Ber að benda á að ýsa
hefur fengist í miklu magni á árinu
og var átta þúsund tonnum af ýsu
bætt við aflamark fiskveiðiársins og
þau tekin af aflamarki næsta árs.
Þessi mikla aukning í skráningu ýsu
sem VS-afla má því líklega rekja til
þess að tegundin veiðist í mun meiri
mæli en mætti ætla.
Undirmál minnkað
Ýmis ákvæði hafa verið sett inn í
lög um stjórn fiskveiða og reglu-
gerðir til þess að auka skilvirkni
fiskveiðistjórnarkerfisins. Auk
ákvæða um VS-afla er að finna
ákvæði um undirmálsafla og milli-
færsla aflaheimilda milli skipa ætl-
uð til þess að hægt sé að telja með-
afla til kvóta og koma í veg fyrir
brottkast.
Undirmálsafli telst að hálfu til
aflamarks sem á að hvetja til þess
að komið sé með smáfisk að landi
fremur en að kasta honum. Heim-
ildin nær þó eingöngu til 10% af
afla veiðiferðar og þarf að halda afl-
anum aðgreindum frá öðrum afla
um borð og vigta sérstaklega. Fiski-
stofa fer með eftirlit með réttmæti
skráningar afla sem undirmálsafla.
Árið 2019 komst Fiskistofa að
þeirri niðurstöðu að í 59% tilfella
sem stofnunin mældi undirmálsafla
væri ekki um raunverulegt undir-
mál að ræða. Merkilegt er að það ár
var minna um skráningu undirmáls-
afla en nokkru sinni á síðastliðnum
áratug. Mest var um slíkan afla
fiskveiðiárið 2010/2011 eða rúmt
1.971 tonn, en á fiskveiðiárinu sem
lýkur 1. september hafa aðeins
1.159 tonn verið skráð sem undir-
mál.
Undirmáls- og VS-afli undanfarinn áratug*
Undirmálsafli (kg)
Undirmálsafli fiskveiðiárin 2010/11 til 2020/21 (tonn)
VS-afli (kg) VS-afli fiskveiðiárin 2010/11 til 2020/21 (tonn)
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2010/2011 2020/2021**
2010/2011 2020/2021**
Fiskveiðiár: 2010/2011 2011/2012 2012/2013 2013/2014 2014/2015 2015/2016 2016/2017 2017/2018 2018/2019 2019/2020 2020/2021**
Þorskur 2.078.210 1.640.024 1.351.345 1.180.775 1.046.012 1.306.238 1.118.979 935.651 1.255.894 1.079.879 1.235.423
Ýsa 253.831 300.790 908.443 940.856 745.720 409.035 373.410 230.985 82.599 578.550 1.079.273
Ufsi 74.311 54.774 37.898 29.199 2.848 5.477 3.105 21.603 18.253 40.898 10.241
Karfi/gullkarfi 164.327 120.829 125.058 78.466 64.018 77.401 17.371 35.990 24.059 32.152 25.554
Langa 135.977 90.191 136.122 34.923 14.140 7.482 1.052 588 5.269 37.733 136.625
Keila 70.984 37.168 27.367 37.150 69.648 103.229 67.537 10.538 5.752 14.927 125.476
Steinbítur 47.757 50.906 83.928 58.318 60.262 33.710 19.190 5.590 13.076 4.866 8.446
Skötuselur 47.631 19.148 9.926 2.353 509 82 687 406 39 5 318
Aðrar tegundir 53.359 25.340 27.609 44.304 32.972 66.117 42.577 80.425 156.151 219.118 409.803
Samtals 2.926.387 2.339.170 2.707.696 2.406.344 2.036.129 2.008.771 1.643.908 1.321.776 1.561.092 2.008.128 3.031.159
Breyting milli ára
-587.217 368.526 -301.352 -370.215 -27.358 -364.863 -322.132 239.316 447.036 1.023.031
-20% 16% -11% -15% -1% -18% -20% 18% 29% 51%
Fiskveiðiár: 2010/2011 2011/2012 2012/2013 2013/2014 2014/2015 2015/2016 2016/2017 2017/2018 2018/2019 2019/2020 2020/2021**
Þorskur 1.042.827 1.313.349 1.358.041 1.251.648 1.145.077 1.273.491 896.369 834.802 933.646 809.102 1.013.163
Ýsa 755.057 450.306 197.076 152.327 131.208 115.491 126.762 225.533 205.653 141.129 144.726
Ufsi 26.490 16.729 34.716 2.630 3.440 20.002 3.076 162 53 7 12
Gullkarfi 115.808 81.097 65.737 79.337 59.714 80.000 45.713 24.568 7.827 4.606 779
Humar 31.120 24.176 21.971 19.762 6.633 2.734 156 2.161 510 329 321
Samtals 1.971.302 1.885.657 1.677.541 1.505.704 1.346.072 1.491.718 1.072.076 1.087.226 1.147.689 955.173 1.159.001
Breyting milli ára
-85.645 -208.116 -171.837 -159.632 145.646 -419.642 15.150 60.463 -192.516 203.828
-4% -11% -10% -11% 11% -28% 1% 6% -17% 21%
*Aflatölur miðast við óslægðan fisk (kg). **Samvæmt skráningu Fiskistofu 25.08.21. Heimild: Fiskistofa
2.926
1.971
3.031
1.159
VS-afli aukist um 51% milli ára
Frá fiskveiðiárinu 2017/2018 hefur VS-afli aukist um rúm 1.709 tonn eða því sem nemur 129% og kemur hækkunin á tiltölulega
skömmum tíma í kjölfar lengra lækkunarskeiðs. Hið sama er ekki upp á teningnum er kemur að undirmálsafla, en hann hefur lækk-
að jafnt og þétt um 41% á síðastliðnum áratug þrátt fyrir mikla aukningu frá í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Mun minna af þorski er flokkað sem VS-afli nú en fyrir áratug, en magn af tegundinni í undirmáli hefur lítið breyst.
Morgunblaðið/Ómar
Magn ýsu í VS-afla hefur aukist gífurlega að undanförnu.