Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 16

Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 16
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is V ið erum að fara að leggja fyrsta kjölinn með þeim í byrjun nóvember og er af- hendingin í júní á næsta ári,“ svarar Örn Smárason, verk- efnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, er hann er spurður um framvindu endur- nýjunar skipaflota sjóbjörgunar- sveitanna. Landsbjörg gekk í sum- ar frá samningi við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec í Finnlandi um smíði á þremur nýj- um björgunarskipum. „Í þessum fyrsta fasa eru þrjú skip. Við erum með viljayfirlýsingu frá ríkinu upp á sjö í viðbót þegar þessum fyrsta hluta er lokið. Stóra planið okkar er að endurnýja öll þrettán skipin og verðum við að vinna að því markmiði leynt og ljóst næstu tíu til þrettán árin.“ Örn segir að safnað hafi verið í sarpinn í töluverðan tíma er hann er spurður hvernig gangi að fjár- magna verkefnið. „Það hefur geng- ið ágætlega vegna þess að við höf- um notað afgang af rekstrar- og viðhaldsfé í endurnýjunarsjóð, þannig að við erum ágætlega stödd í því. En það breytir því ekki að við erum með alla anga úti og erum nú þegar að vinna í viðbótar- fjármögnun til þess að geta haldið þessu verkefni áfram. Við erum að reyna að velta fjármagninu sem við erum búin að tryggja okkur inn í næsta fasa og erum klárlega að leita til atvinnulífsins og sjávar- útvegsins um frekari stuðning en hingað til hefur verið, sem hefur þó alltaf verið ríkulegur stuðn- ingur. En oft var þörf en nú er nauðsyn.“ Fjöldi í takt við aldur skipanna Um mönnun skipanna sem sjó- björgunarsveitirnar búa yfir segir hann ekki sjálfgefið að hægt sé að fá nægilega marga sjálfboðaliða. „En það gengur ekki illa og alltaf má gera betur. Í því samhengi er reynsla okkar á Ísafirði ágæt. Við æfum reglulega með þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar í svokölluðu næturflugi – á haustin byrja þeir að koma með beiðnir til að viðhalda flugtímanum sínum. Á [björgunar- skipinu] Gunnari Friðrikssyni sem var þá voru þetta svona fimm sex sem mættu í þessar þyrluæfingar, en þegar þeir fengu yngra skip – sem var nú ekki nema árinu yngra – þá voru 26 sem mættu.“ Örn segir ljóst að Landsbjörg hafi tryggar áhafnir en það séu að- eins of fáir sem taka virkan þátt. „Búnaðurinn er ekki nógu spenn- andi, hann selur ekki mönnum þátttöku. Það er ekkert rosalega gaman að fara síendurtekið í útköll á skipum sem ganga mjög hægt og lítil sem engin aðstaða um borð.“ Ný Hafbjörg hvatti sjálfboðaliða „Í Neskaupstað er það þannig að við erum svolítið að vinna sjómenn- ina aftur inn í útkallið þar. Þeim hefur fjölgað töluvert aftur með þeirri skipaendurnýjun sem var þar. Þannig að það helst alveg í hendur aldur skipanna, virkni fé- laganna og fjöldi félagsmanna,“ út- skýrir Örn. Vísar hann til þess að notað björgunarskip hafi verið keypt frá Svíþjóð og var það smíðað 1997. Ber það nú nafnið Hafbjörg og er nýjasta björgunarskip Norðfirð- inga. Hafbjörg hin eldri var hins vegar smíðuð 1985 og hefur verið flutt til Reykjavíkur þar sem skip- ið er orðið nýr Ásgrímur S. Björnsson, en eldri Ásgrímur var kominn til ára sinna enda smíðaður 1978. „Þetta sýnir að við erum að- eins sein til í þessum endurnýjunarframkvæmdum. Þörfin er orðin svo rík að við gát- um eiginlega ekki annað en stokkið á þetta skip sem bauðst í Svíþjóð til að fasa út þetta elsta skip okkar sem við erum með í Reykjavík. Það var kominn tími á verulegt viðhald þar eða þá að skipta út með þess- um hætti.“ Spurður hvort það sé markvisst verið að reyna að höfða til sjó- manna til að auka mönnun svarar Örn því játandi. „Við erum alltaf að vinna að því að ná betur til þeirra og ná stærri hópi af þeim til baka í starfið okkar.“ Hann segir sjó- mönnum hafa fækkað í útkalls- hópum sjóbjörgunarsveitanna á undanförnum árum. „Við sjáum að ef við getum verið skemmri tíma í útköllunum eru þeir líklegri til þess að koma. Þá sérstaklega í út- stími í þessum útköllum, ef við get- um stytt það um kannski helming Vilja sjómenn aftur í starfið Það er ekki sjálfgefið að fólk gefi tíma sinn og krafta í að aðstoða meðborgara sína en það gerir fjöldi fólks á sjóbjörgunarskipum Landsbjargar. Hins vegar hefur þátttaka dvínað nokkuð og er talið að hún muni aukast á ný við end- urnýjun skipakosts sjóbjörgunarsveitanna. Finnska skipasmíðastöðin KewaTec mun smíða þrjú björgunarskp sem afhent verða á næstu ár- um. Enn þarf þó að endurnýja 10 skip til viðbótar. 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 Við stuðlum að verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.