Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 2
Hvað ertu að gera í lífinu?
Ég er á sviðshöfundabraut í LHÍ, á þriðja ári. Þar hef ég
verið að vinna með tónlistarhliðina á sviðslistum. Ég hef
líka verið að læra á hljóðfæri í gegnum árin.
Hefurðu mikið verið að semja lög?
Já, alltaf á píanó, en svo fyrir nokkrum árum nældi ég mér í
„loop“-pedal og fór að tengja hann við míkrófón, í stað hljóð-
færis. Þá fór ég að útsetja lög og semja. Svo fyrir ári fór ég á
námskeið sem heitir Snældan og þar lærði ég á tónlistarforritið
Ableton. Þá opnaðist nýr heimur og nú gat ég búið til heilu tón-
verkin í tölvunni. Ég kafaði djúpt ofan í þetta og fór meira að
pæla í töktum og hljóðfærum, en ég fæ líka inn í lögin mín
hljóðfæri sem vinir mínir kunna að spila á. Svo púsla ég öllu
saman.
Hvernig myndirðu lýsa þinni tónlist?
Það er rosalega erfitt. Þetta er rafpopp, en lögin eru mismun-
andi. Kannski mætti segja að þetta væri rafskotin popptónlist
þar sem hljóðgervlar og lifandi hljóðfæri mætast.
Um hvað ertu helst að semja?
Þetta eru metafórur fyrir ástarkrísur eða aðrar lífskrísur.
Svo reyni ég að hafa húmor í sorginni eða í erfiðum tilfinn-
ingum.
Nú er þetta frumraun þín í tónlist, ertu
spennt eða stressuð?
Já, bæði! Það er svolítið ógnvekjandi að senda lögin frá
sér.
ANNA RÓSHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Húmor og
lífskrísur
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
E
itt sinn las ég einhvers staðar að skák væri sú íþrótt þar sem heppni
hefur hvað minnst að segja, raunar að hún hafi ekkert að segja þegar
sest er við taflborðið. Það er líklega rökrétt ályktun enda enginn dóm-
ari sem hefur áhrif á leikinn, engir áhorfendur sem öskra á leikmenn og
reyna að trufla þá og þá hefur veður engin áhrif.
Það kom mér því á óvart þegar félagi minn, sem er mikill skákkappi, sagði
mér hvernig heimsmeistari í skák er ákvarðaður. Fyrst keppa bestu skák-
menn heims sín á milli á móti áður en sigurvegarinn fær að keppa um titilinn
við núverandi heimsmeistara. Heimsmeistarinn þarf því ekki að gera neitt
nema vinna einn skákmann (í 12
skáka leik raunar) til að halda titl-
inum sem keppt er um annað hvert
ár.
Ég spurði félaga minn, fyrst engin
heppni hefur áhrif á skákina, af
hverju heimsmeistarinn gæti ekki
mætt á heimsmeistaramót eins og
heimsmeistarar í nánast öllum öðr-
um íþróttagreinum og varið titil sinn
ef hann er enn sá besti í heimi. Svar-
ið var einfalt: sá besti vinnur ekki
alltaf mótið.
Íþróttir eru tilviljanakenndar, í
raun miklu tilviljanakenndari en við gerum okkur grein fyrir. Höfundar bók-
arinnar The Numbers Game, Chris Anderson og David Sally, segja að sig-
urvegari hvers fótboltaleiks sé að helmingi ákvarðaður af gæðum liðanna og
að helmingi af öðrum þáttum eins og dómaraákvörðunum, dagsformi og
heppni. Fá mörk eru skoruð í hverjum leik og eitt óvænt skopp boltans getur
skorið úr um hver vinnur leikinn.
Svipað má segja um skák. Ég held að það sé rangt að segja að heppni hafi
engin áhrif í greininni. Frekar er um engin utanaðkomandi áhrif að ræða.
Aðeins skákmennirnir tveir ákvarða hvernig skákin fer. En þeir geta auðvit-
að orðið heppnir. Kannski hætti kærastan með andstæðingnum daginn fyrir
skákina, kannski vöktu börnin hann um miðja nótt, kannski er hann svo
stressaður að hann gerir mistök sem hann myndi aldrei gera undir öðrum
kringumstæðum.
En hvernig við veljum sigurvegara í íþróttum segir okkur líka margt um
greinina og þá sem standa að baki henni. Vilja áhorfendur sjá besta íþrótta-
manninn vinna í hvert einasta skipti eða viljum við hafa einhverja spennu í
þessu?
Hvaða áhrif
hefur heppni?
Pistill
Böðvar Páll
Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
’
Vilja áhorfendur sjá
besta íþróttamanninn
vinna í hvert einasta
skipti eða viljum við hafa
einhverja spennu í þessu?
Símon Gregorsson
Nei.
SPURNING
DAGSINS
Fylgist
þú með
Ólympíu-
leikunum?
Unnur Ingólfsdóttir
Nei. Ég hef bara fylgst með máli
hlauparans frá Hvíta-Rússlandi.
Eiríkur Kjartansson
Smávegis. Ég hef gaman af hlaup-
inu, hundrað metra hlaupi og 400
metra boðhlaupi.
Herdís Kristinsdóttir
Já, á hverjum degi í marga tíma og
langt fram á nótt. Ég horfi mest á
fimleika og sund.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Anna Róshildur Benediktsdóttir, sem gengur undir tónlist-
arnafninu Róshildur, gaf út lagið Keyra/Bremsa föstudaginn
6. ágúst. Hægt er að nálgast lagið á Spotify og iTunes.
Stuttskífa mun svo koma út í haust.