Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 D esirée Dísa Ferhunde And- eriman er af tyrneskum aðals- ættum þótt fátt bendi til annars en að hún sé íslensk sveita- stúlka í húð og hár. Jú, dökka hárið og brúnu augun sækir hún líklega til föð- urættarinnar, en við komum að því síðar. Dísa, eins og hún er ávallt kölluð, er nýstokkin úr sturtunni, búin að setja blautt hárið í hnút og er að hneppa að sér síðum köflóttum kjól þegar hún heilsar með virktum. Það gustar af henni, augun eru kvik og glettin og stutt í brosið. Blaðamaður er mættur á óðalssetrið Skeggjastaði í Mosfellsbænum þar sem hjónin Dísa og Bjarni Grímsson, ljósmyndari og þús- undþjalasmiður, búa ásamt börnum sínum, hundi, ketti, hestum, kindum og hænum. Dísa drífur blaðamann inn í notalegt horn við glugga með útsýni sem slær öllum listaverkum við; yfir grænar grundir, iðandi á, hesta á beit og Skálafell sem situr þar í léttu þokumistri. Hundurinn Bonso leggst á gæru og leggur sig á meðan við spjöllum. Dísa nær í ristað brauð, lífræn egg, osta, bláber og te og það er varla hægt að hafa það mikið betra þennan sumar- dag í sveitinni. Pabbinn heimshornaflakkari Skeggjastaðir eiga sér merkilega sögu, en jörðin er landnámsjörð þar sem Þórður skeggi Hrappsson landnámsmaður nam land. Dísa keypti býlið árið 1991, þá tæplega þrítug, og hefur búið þar nær allar götur síðan. En við byrjum aðeins aftar. „Ég er alin upp í 101, á Laufásvegi hjá ömmu minni og afa. Þegar mamma gifti sig aftur vildi ég frekar vera hjá ömmu Ingibjörgu því við vorum sálufélagar, en ég var oft um helgar og öll sumur á Laxnesi hjá mömmu og pabba. Þá var bara malarvegur þangað og maður var klukkutíma á leiðinni,“ segir Dísa, en foreldrar hennar eru Ragnheiður Gíslason og Þórarinn Jónason í Laxnesi. Blóðfaðir Dísu, Munir, var Tyrki og hún fæddist á þýska spít- alanum í Istanbúl. „Þar fékk ég nafnið Desirée Ferhunde And- eriman – aðeins. Langafi minn var konungur eða Pasha eins og það heitir. Afi minn var son- ur Münis Pasha, en hann starfaði sem einka- ritari Atatürks í mörg ár og síðan sem einka- ritari Ismets Ýnönüs forseta árið 1945. Afi og amma voru sendiherrahjón þannig að pabbi minn bjó út um allan heim og talaði níu tungu- mál,“ segir Dísa, en faðir hennar lést snemma á tíunda áratugnum, á sextugsaldri. „Ég var ekki orðin eins árs þegar mamma fer með mig heim og þau skilja,“ segir Dísa. „Mamma vildi ekkert vera þarna lengur, eina ljóshærða konan í Istanbúl, og bara tví- tug. Afi kom og sótti okkur. Svo kom reyndar pabbi til Íslands og var að reyna að vinna, en hann hafði aldrei unnið handtak á ævi sinni og vildi bara spila á gítar,“ segir hún og segir hann hafa verið moldríkan. „Af því hann var náttúrlega hálfgerður prins,“ skýtur blaðamaður inn í. „Já, og ég prinsessa, sérðu það ekki?“ segir Dísa og skellihlær því íslenska náttúrubarnið sem situr á móti mér á fátt sameiginlegt með alvöruprinsessum. „Ég er síðasti ættliðurinn því systkini afa og ömmu áttu engin börn, pabbi var einkasonur og ég eina barnið hans. Ég þarf samt að rann- saka þetta betur,“ segir Dísa og nær í meira te og eðalhunang. Erfðir þú þá ekki fúlgur eftir pabba þinn? „Nei, hann var búinn að eyða þessu öllu og restinni var rænt af honum. Hann fór aldrei aftur til Tyrklands en bjó lengst af í Ameríku,“ segir hún og segir hann hafa verið heims- hornaflakkara sem var heldur mikið fyrir sop- ann. „Það hefur verið gerð heimildamynd og skrifaðar sögur um hann en ég ætla að gera bíómynd um fjölskylduna okkar, þegar ég er tilbúin, enda búin að skrifa eitt handrit og vinna til verðlauna. Hann var víst mjög skemmtilegur, segja vinkonur mömmu,“ segir Dísa og viðurkennir að sér finnist leiðinlegt að hafa ekki fengið að kynnast honum en ekkert samband var á milli þeirra, bara einstaka póst- kort með frímerki. „Það er mjög fúlt núna, en ég hugsaði ekk- ert um það sem barn og unglingur, enda eins og blómi í eggi hjá ömmu og afa og á hestbaki í Laxnesi. Ég vildi óska þess núna að við hefð- um átt samband, en það þýðir ekkert að hugsa um það.“ Á bleikum slopp og dúskaskóm Dísa gekk menntaveginn í Reykjavík, fyrst í Austurbæjarskóla en þaðan lá leiðin í Mennta- skólann í Reykjavík. „Á þessum tíma var Austurbæjarskóli hræðilegur skóli; kennararnir voru margir fullir og maður var sendur út í búð fyrir þá að kaupa sígó. Þetta var algjört rugl og var ég ein af fáum í bekknum sem náðu grunnskólaprófi. Mér hefur alltaf þótt gaman í skóla og hef not- ið þess að læra. Mér finnst öll fög skemmti- leg,“ segir Dísa og segist ekki hafa kunnað vel við sig í MR. „Ég var sett í stelpubekk og fannst rosalega leiðinlegt. Ég var alla tíð strákastelpa og átti marga strákavini. Á þessum tíma var ég svolít- ið að skemmta mér með strákum úr Lauga- lækjarskóla, sem var þá nýr fjölbrautaskóli. Ég hafði alltaf haft áhuga á tækni og hafði mikið verið að hjálpa afa við að gera við útvörp og bílvélar, sem var hans áhugamál. Ég fór því í Laugalækjarskóla á viðskiptabraut en endaði í Fjölbraut í Breiðholti, á tölvufræðibraut sem þá var glæný. Þar voru allir kennarar ungir og skemmtilegir og mikið um hópavinnu; allt sem var ekki í MR,“ segir Dísa og segist hafa notið sín þar í botn. „Stærðfræði var uppáhaldsfagið mitt.“ Dísa hugðist leggja stund á geimvísindi eftir Dísa Anderiman og hundurinn Bonso spjalla saman í hesthús- inu. Dísa á fjórtán hesta auk kinda og hæna. Hún nýtir allar afurðir og engu er hent. Morgunblaðið/Ásdís Hvert eru allir að flýta sér? Hestahvíslarinn, grænmetisfrumkvöðullinn, tölvufræðingurinn, umhverfissinninn, tónleikahaldarinn, kvikmyndagerðar- konan, móðirin, bóndinn og skinnsútarinn Dísa Anderiman hefur lifað ævintýralegu lífi. Hún vill hvergi annars staðar vera en nálægt dýrum og náttúrunni og nýtur sín best heima á Skeggjastöðum þar sem sjálfbærni er í fyrirrúmi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Við fórum upp í fyrirtæki pabba hennar og sendum fax til umboðsmanns Bowies. Og ekkert svar. Og við sendum ann- að fax, og ekkert svar. Ragnheið- ur sagði að þetta þýddi ekkert en ég gafst ekki upp. Svo eftir að hafa sent tíu föx kom svar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.