Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021
menntaskóla og var komin inn í háskóla í Tex-
as þegar ástin greip í taumana og hún fór frek-
ar með kærastanum til Danmerkur.
„Um sumarið vann ég á Keflavíkurvellinum
og hitti þar Frank Sinatra og konuna hans
Barböru. Þau voru í einkaflugvél og hún kom
út í dyr vélarinnar á bleikum slopp og í bleik-
um skóm með stórum bleikum dúskum úr kan-
ínuhárum. Með aflitað ljóst hár. Þau voru rosa-
lega næs og spurðu hvort ég vildi ekki fá af
mér mynd með sér. Þannig að einhvers staðar
er til polaroid-mynd af
mér með Frank Sinatra
og frú,“ segir hún og
hlær.
„Þá man ég að ég
hugsaði: nei, ég get ekki
farið til Ameríku! Ég
enda kannski með aflit-
að hár í bleikum slopp
og bleikum dúskaskóm
eins og hálfviti! Nei, ég
færi þá heldur til Dan-
merkur,“ segir hún og skellir upp úr.
„Kannski var þetta bara afsökun af því ég
var ástfangin,“ segir Dísa en í Danmörku
skellti hún sér í kennaranám í Ribe, elsta bæ
Danaveldis.
„Ég ákvað bara að prófa eitt ár, það lægi
ekkert á,“ segir hún og segir það í raun sitt
mottó í lífinu.
„Það liggur ekkert á! Hvert eru allir að flýta
sér?“
Happdrættisvinningur kom sér vel
Dvölin í Danmörku var ánægjuleg, enda eign-
aðist Dísa þar vini til lífstíðar. Íslenski kærast-
inn hélt sína leið, en Dísa kynntist dönskum
manni og saman eignuðust þau soninn Christ-
opher Þórarin. Eftir kennaranámið hóf hún
tölvufræðinám í Árósum og leigði þar einbýlis-
hús með skólasystrum frá Ribe. Eftir tölvu-
fræðinámið leigði hún ásamt barnsföður sínum
bóndabæ við Silkiborg og þangað fengu þau
senda frá foreldrum hennar átta hesta, til að
þjálfa og selja.
„Það var mikið djammað, en ég drekk aldrei
mikið því ég hlakka alltaf svo til að vakna á
morgnana,“ segir hún og hlær.
„Ég geri bara það sem mig langar til að gera
og er með eina reglu; að það sé engin regla,“
segir Dísa sem flutti svo heim með soninn
unga.
Fyrst um sinn bjuggu þau í kjallaranum hjá
ömmu og afa.
„Ég hef eiginlega bara búið á Laufásveg-
inum, í Danmörku og hér á Skeggjó.“
Dísa nær í ljósmynd af börnunum fjórum,
tveimur drengjum og tveimur stúlkum, það
yngsta nú átján ára. Blaðamaður hefur á orði
hve falleg þessi börn séu.
„Já, takk fyrir það, mér finnst þau mjög vel
heppnuð, enda fjögur með fjórum. Ég valdi
bara alltaf þá bestu, þú sérð nú bara hvað
Bjarni er sætur!“ segir hún og hlær sínum dill-
andi hlátri.
Það var svo árið 1991 að Dísa var í reiðtúr
einu sinni sem oftar, og reið sem leið lá frá
Laxnesi. Á hlaðinu á Skeggjastöðum stóð þá
vinur Dísu, Sigurbjörn Jónsson listmálari, en
Pálmi í Hagkaup, fyrrverandi tengdafaðir
hans, hafði átt Skeggjastaði en var þá nýlát-
inn.
„Hann segir mér að það eigi að fara að selja
staðinn, þannig að daginn eftir keyrði ég niður
í Hagkaup, fór upp á aðra hæð þar sem skrif-
stofur voru, og keypti býlið af dánarbúi Hag-
kaups. Það var í rúst; það þurfti að gera allt.
Ég átti auðvitað engan pening enda nýkomin
úr námi, en það sem hafði gerst var að ég hafði
fengið happdrættisvinn-
ing löngu áður,“ segir
hún og útskýrir að þeg-
ar hún var unglingur
hafi verið að leggja
hringveginn og hægt
hafi verið að kaupa
skuldabréf sem seld
voru fólki til að fjár-
magna verkið. Þeir sem
þau keyptu fengu um
leið happdrættismiða.
Dísa fékk slíkt skuldabréf í fermingargjöf og
vann í happdrættinu milljón krónur.
„Ég hugsaði strax að ég myndi bjóða öllum
vinkonunum til Spánar, en afi dró mig niður í
banka og lét mig leggja peninginn inn á lok-
aðan reikning. Þessi peningur hafði ávaxtast
í yfir fimmtán ár og gat ég því keypt húsið, en
á þessum tíma var ég líka í vinnu hjá Land-
mælingum Íslands að laga tölvukerfið hjá
þeim.“
Bauð Bowie til Íslands á hestbak
Næstu árin fóru í að gera upp húsið smátt og
smátt, með hjálp góðra vina og iðnaðarmanna.
Dísa var þá farin að kenna tölvunarfræði, fyrst
í Versló og síðar í Háskóla Reykjavíkur. Ingi-
björg Sóllilja dóttir hennar fæddist 1996. Það
var alltaf líf og fjör á Skeggjastöðum.
„Húsið var eins og járnbrautarstöð og hér
mættu allir og amma þeirra. Þarna mættu
meðlimir hljómsveita eins og Travis, Simply
Red, Blur og svo auðvitað vinir og vanda-
menn,“ segir hún og segir húsið á þeim tíma
hafa verið líkt gömlu hippakomúnunum.
Áður hafði Dísa hitt David Bowie, en hún
var ein af skipuleggjendum tónleikanna sem
hann hélt hér árið 1996. Það er saga að segja
frá því hvernig það kom til!
„Ég hef verið Bowie-aðdáandi síðan ég var
átta ára. Ég var ákveðin í því að ég myndi hitta
þennan mann, enda búin að eyða miklum tíma í
hann. Ég sagði við Löllu frænku, Ragnheiði
Hanson, að ég vildi bjóða honum á hestbak.
Við fórum upp í fyrirtæki pabba hennar og
sendum fax til umboðsmanns Bowies. Og ekk-
ert svar. Og við sendum annað fax, og ekkert
svar. Ragnheiður sagði að þetta þýddi ekkert
en ég gafst ekki upp. Svo eftir að hafa sent tíu
föx kom svar, en þarna var komið fram í nóv-
ember 1995. Í svarinu stóð: „Ég get haldið tón-
leika 21. júní á næsta ári. Ég hef mikinn áhuga
á Íslandi og ætla að vera þar í þrjá daga.“ Við
Lalla bara stóðum og horfðum hvor á aðra. Við
vorum sem sagt að fara að halda tónleika, og
það stærstu tónleika á Íslandi, og höfðum auð-
vitað aldrei gert neitt slíkt áður,“ segir Dísa og
’
Ef við berum ekki virðingu
fyrir jörðinni eða dýr-
unum, þá erum við ekkert hér.
Við þurfum aðeins að endur-
hugsa forgangsröðunina;
hverju við einbeitum okkur
að. Við þurfum að nostra við
jörðina en ekki skemma hana.
Dísa og maður hennar Bjarni
Grímsson eru hér ásamt Brynju
dóttur sinni fyrir þó nokkrum
árum á hestbaki í Mongólíu.
Árið 1996 bauð Dísa David
Bowie til Íslands. Dísa og frænka
hennar Ragnheiður Hanson
skemmtu honum í þrjá daga.