Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Qupperneq 29
að Fielder muni hjálpa því að snúa
við blaðinu en í raun kemur hann að-
eins með fáránlegar hugmyndir að
nýjungum í rekstrinum.
Í einum þættinum lætur Fielder
búa til hljóðeinangraðan kassa fyrir
hótelherbergi sem foreldrar geti lát-
ið börnin sín fara ofan í á meðan þau
stunda kynlíf í herberginu og í öðr-
um fær hann antíkbúðareiganda til
að hafa opið allan sólarhringinn í
þeirri von að fólk á fylleríi muni
staulast inn í búðina, brjóta hluti þar
inni og þurfa að borga fyrir þá.
En það sem gerir þættina
skemmtilega er ekki endilega Field-
er sjálfur heldur hvernig uppátæki
hans hafa áhrif á venjulegt fólk. Með
sinni óþægilegu nærveru og einstak-
lega misheppnuðum tilraunum til að
mynda tengsl milli sín og annarra
nær hann að varpa ljósi á innræti
fólks. Þættirnir sýna líklega betur
en nokkrir aðrir raunveruleika-
þættir hvaða mann fólkið í þeim hef-
ur að geyma.
Þættirnir eru því háðsdeila á það
flóð raunveruleikaþátta sem við
horfum á nú til dags. Slíkir þættir
eru byggðir á því að áhorfendur fái
að sjá raunverulegt fólk í raunveru-
legum aðstæðum og þannig skyggn-
ast inn í hugarheim þess. En raun-
veruleikaþættir eru sjaldnast
raunverulegir; eftirvinnsla og klipp-
ing breyta oft og tíðum framkomu
fólks og svo má spyrja hvort hægt sé
að haga sér eðlilega með mynda-
vélar allt um kring.
Snúið á hvolf
Að einhverju leyti snýr Fielder
þessu á hvolf í sínum þáttum. Í stað
þess að klippa á milli atriða lætur
hann þau dragast á langinn og bíður
eftir að fólk bjargi sér úr aðstæðun-
um í stað þess að gera það sjálfur.
Oft leiðir þetta til kostulegra uppá-
koma eins og eitt sinn er bensín-
stöðvareigandi sagðist drekka hland
barnabarns síns því það væri hreint
og færði sér lukku. Aðrir hafa hagað
sér svo furðulega að áhorfendur eru
ekki vissir hvort um leikara er að
ræða eða ekki.
Fielder hefur þó sagt að enginn
leikari sé í þáttunum og sá eini af
þeim sem koma fram og viti hvað sé í
gangi sé hann sjálfur. Karakter
Fielders í þáttunum er einkennileg-
ur. Fielder hefur sagt að hann ýki
ýmsa eiginleika sína til að mynda
karakterinn. Úr verður vandræða-
legur og hálfóþægilegur ein-
staklingur með alltof mikið álit á
sjálfum sér og sínum hæfileikum.
En sá Fielder sem við sjáum er fyrst
og fremst einmana og þráir að tengj-
ast öðrum en á erfitt með það.
Oftast er nokkuð ljóst að Fielder
er að leika og gera grín en stöku
sinnum fer hann augljóslega úr kar-
akter, t.d. þegar bensístöðvareig-
andinn sagðist drekka hlandið.
Stundum eru áhorfendur þó ekki
vissir í sinni sök eins og í sambandi
Fielders og fylgdarkonunnar Maci.
Eru allir í hlutverki?
Eftir stefnumót þeirra Fielders og
Maci verður hann svo hrifinn af
henni að hann býður henni á fleiri
stefnumót og borgar fyrir það háar
fjárhæðir. Eitt leiðir af öðru og þau
kyssast einhverjum óþægilegasta
kossi sögunnar inni á hótelherbergi
sem Fielder leigir fyrir þau.
Er horft er á þennan lokaþátt er
maður fyrst um sinn nokkuð viss um
að Fielder sé einungis að búa til
fyndið efni fyrir þáttinn. En þegar
líður á spyr maður sig hvort hann sé
raunverulega orðinn hrifinn af Maci
og hvort Maci sé orðin hrifin af hon-
um eða einungis að vinna vinnuna
sína. Ég verð að viðurkenna að þær
mínútur þáttarins sem varið er í
samband þeirra voru nánast óbæri-
legar áhorfs, svo óþægilegar voru
þær. Senurnar eru ótrúlega langar,
dregnar á langinn og væmnar. Allt
þó líklega af ásettu ráði.
Hvort Fielder sé að leika eða ekki
er kannski ekki rétta spurningin því
vel gæti verið að svarið væri ein-
hvers staðar þar á milli. Og það
varpar ljósi á líf okkar allra. Með til-
komu samfélagsmiðla erum við sí-
fellt meðvitaðri um að það sé verið
að fylgjast með okkur. Við högum
okkur öðruvísi eftir því hvaða fólki
við erum með og sjaldnar og sjaldn-
ar erum við raunverulega ein.
Spurningin ætti því mögulega að
vera: Hvenær erum við að leika eitt-
hvert hlutverk og hvenær ekki?
Erum við einhvern tímann okkar
sanna sjálf? Er okkar sanna sjálf
yfirhöfuð til?
Nathan Fielder horfir
djúpt í augu Maci í loka-
þætti þátta sinna. Er
hann að leika eða raun-
verulega hrifinn af henni?
Ljósmyndir/Comedy Central
8.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Speglaframlenging
Kerrulás
Hitablásarar
Reiðhjólafestingar
á bíl
Tjalds
Flugnanet fyrir
börn og fullorðna
Rafmagnspumpa
Farangursteygjur
og strekkibönd
ikföng
Allt í ferðalagið
frá 3.845
4.485
2.995
frá 4.999
1.995
995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
2.995Rafmangskælibox
frá 9.999
KVIKMYNDIR Leikstjórinn Quentin
Tarantino segir að hann hafi ekki leyft
Christoph Waltz að æfa atriði fyrir kvik-
myndina Inglorious Basterds með öðrum
leikurum myndarinnar. Tarantino var
svo uppnuminn af Waltz þegar hann réð
hann í hlutverk nasistans Hans Landa,
sem Waltz fékk Óskarsverðlaun fyrir, að
hann vildi ekki að hinir leikararnir
fengju að sjá hann fyrr en komið væri að
því að taka upp atriði myndarinnar. Seg-
ir Tarantino við IndieWire að hann hafi
beðið Waltz að tóna karakterinn niður
þegar rennt var í gegnum handritið.
Fékk ekki að æfa með öðrum
Waltz var í essinu sínu sem Landa.
AFP
BÓKSALA Í JÚLÍ
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Palli Playstation
Gunnar Helgason
2 Litla bókabúðin við vatnið
Jenny Colgan
3 Bréfið
Kathryn Hughes
4 Leyndarmál
Sophie Kinsella
5
Fimmtudags-
morðklúbburinn
Richard Osman
6 Fjölskylda fyrir byrjendur
Sarah Morgan
7 Slétt og brugðið
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
8 Erfinginn
Camilla Sten
9 Undir 1.000 kr. fyrir tvo
Áslaug Björg Harðardóttir
10 Íslandsbók barnanna
Margrét Tryggvadóttir
11 Litlir lærdómshestar – stafir
Elisabeth Golding
12 171 Ísland
Páll Ásgeir Ásgeirsson
13 Dauðahliðið
Lee Child
14 Sjáandinn
Stephen King
15 Risasyrpa – rokkstjörnur
Walt Disney
16 Leysingar
Stina Jackson
17 Sagnaland
Halldór Guðmundsson
18 Faðir Brown
G.K. Chesterton
19 Morðið við Huldukletta
Stella Blómkvist
20 Órigamí
Ýmsir höfundar
Allar bækur
Það sem heillar mig einna mest
við lestur er tími, mig langar til
þess að finna fyrir tímaskyni bókar
og ég hef fundið að ef ég dett inn í
ákveðinn takt þá
verður lesningin
sönn ánægja og ef
ekki þá vil ég helst
ekki klára hana.
Hlutfallslega hef ég
ekki lesið margar
bækur í gegnum
tíðina, jú eina-tvær
hér og þar þegar skólinn lét mig,
en það var í rauninni ekki fyrr en á
síðasta árinu mínu í framhalds-
skóla þegar ég var látinn lesa Sjálf-
stætt fólk (1933-35) sem ég ákvað
að ég þyrfti virkilega að gera lest-
ur hluta af mínu daglega lífi. Lax-
ness gamli með bókinni um Bjart í
Sumarhúsum fannst mér ná að
fanga tíma á ótrúlegasta hátt,
hreinlega lét mig lifa með þessu
fólki yfir þessa áratugi. Að ná slíkri
tengingu við bók er einstök tilfinn-
ing.
Í gegnum heim
kvikmyndanna
kynntist ég höfundi
sem mér finnst fara
líka afskaplega vel
með tíma, það er
hinn ungverski
László Kraszna-
horkai en bækur hans Sátántango
(1985) og The Melancholy of Res-
istance (1989)
hreyfast í gegnum
tíma ólíkt öllum
öðrum sem ég hef
lesið, byggðar í
kringum óendan-
lega langar setn-
ingar sem maður
einfaldlega getur ekki slitið sig frá.
Sögusviðin veðurbarin þorp og
borgir á ungversku sléttunni sem
eiga við mikla krísu að stríða.
Annar höfundur sem hefur fangað
tímaskyn mitt á
undanförnu ári er
Sjón. Mér fannst
svo spennandi að
lesa Mánastein
(2013), ritstíll og
taktur bókarinnar
svo flottur og gríp-
andi að ég kláraði hana á tveimur
dögum og fór strax að kaupa
Skugga-Baldur (2003).
En aðeins ein bók hefur náð að
fanga allt það sem ég hef elskað
að uppgötva við lestur síðasta árið
og náð að koma því fyrir í einni
bók, en það er Laxness aftur með
bókina Kristnihald
undir jökli (1989).
Þar fannst mér
tímaskynið, stað-
irnir, persónurnar
og sagan alveg ein-
staklega grípandi
og falleg, eins og
bókin væri samin sérstaklega fyrir
mig.
Um þessar mundir er ég að
glugga í litla bók þar sem tími er
sérstaklega tekinn fyrir en það er
Um tímann og
vatnið (2019) eftir
Andra Snæ Magna-
son. Ég á oft erfitt
með að halda mér
lesandi þótt ég
elski að lesa, en ég
er þakklátur fyrir
þær bækur sem ég
gef mér tíma í, svo lengi sem þær
eyða ekki tímanum mínum með
lélegri nýtingu á tímanum sínum.
BRYNJAR LEÓ ER AÐ LESA
Bækur og tími
Brynjar Leó
Hreiðarsson
er kvikmynda-
gerðarmaður,
kassastarfs-
maður og há-
skólanemi.