Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Side 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021 Ég hef aldrei áttað mig almennilega á veðurguðunum. Ég meina, hvaða gaurar eru það eiginlega og hvers vegna vísum við alltaf til þeirra í fleirtölu? „Ef veðurguð- irnir verða okkur hliðhollir!“ Eru þetta einhverjir undirverktakar hjá almættinu sem hafa það hlutverk að ráða veðrinu hjá okkur dauðlegum mönnum? Ef svo er þá eru þeir miklir grallaraspóar. Hvaða hótfyndni er það til dæmis að tjalda hreinlega yfir höf- uðborgarsvæðið í heilt sumar meðan sólin leikur lausum hala og hver hitabylgjan af annarri skellur á Norður- og Austurlandi? Hitinn fyrir austan sleikti 30 gráðurnar í vik- unni og ágúst er að renna sitt skeið á enda. Hvers konar endemis vitleysa er þetta eig- inlega? Á meðan hírumst við í tjaldbúðunum okkar hér syðra sem halda engu nema sól; alla vega ekki vatni og vindum. Það vorum við Kjalnesingar minntir rækilega á í vikunni þegar við þurftum að staulast á fætur klukkan fjögur að nóttu til að loka garðhliðum okkar sem fokið höfðu upp. Ég er farinn að skilja hvers vegna séra Matthías flutti frá Kjalar- nesi til Akureyrar en ekki öfugt eins og sumir. Ég þekki mína menn á Akureyri það vel að ég veit alltaf hvenær þeir eru að ýkja frásagnir sínar af veðri. Og í sumar hafa þeir ekki þurft að ýkja eitt aukatekið orð, það er frekar að þeir hafi þurft að draga úr. Sjálfur náði ég einum degi fyrir norðan í sumar og hann var geggjaður. Golan meira að segja hlý – allt að brennandi. Mér leið eins og ég væri staddur á Ítalíu eða Spáni. Í vikunni heyrði ég í vini mínum á Akureyri; hann var að grilla í 28 stiga hita og þurfti ekki einu sinni að kveikja á gasinu! Dagsatt! En sól og hamfarahiti eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Á dögunum hringdi Akureyringur nokkur inn á Rás 2 til að biðja um rokklag. Talið barst að vonum strax að veðrinu og var okkar maður spurður hvort hann væri ekki himinlifandi með það í sumar. Svarið kom á óvart. „Nei, ég er búinn að fá alveg nóg af þessu!“ svaraði hann býsna óvænt. Snúðugur. Ha? Búinn að fá alveg nóg af þessu?!! „Já, það er þetta helvítis lúsmý. Ég er allur útbitinn.“ Þabblaða. Bað kappinn þá frekar um gamla góða rokið og rigninguna. Veðurguðirnir vinir okkar eru sumsé ekki allir þar sem þeir eru séðir. Eða bera lúsmýsguðirnir ef til vill ábyrgð á þeirri óværu? Aðrir undirverktakar. Gildir einu. Fólki í hinum ýmsu blóðflokkum er ekki vært innan um lúsmý og margir eru grátt leiknir eftir að það hefur gert aðsúg að þeim. Í verstu tilfellunum leggst fólk hreinlega í rúmið með hitavellu og hor í nös, að ekki sé talað um bannsettan sviðann og kláðann. Jæks! Eftir að hafa hlýtt á þetta samtal hugsaði ég óhjákvæmilega með mér: Tjald veður- guðanna er kannski ekki svo slæmt eftir allt saman! Tjald veðurguðanna Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ En sól og hamfarahiti eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Ég óttast mest að verða flóttamaður. SPURNING DAGSINS Hvað óttast þú mest? Baldvin Borgarsson Dauðann. Sigríður Dögg Geirsdóttir Að vera ein. Helgi Kristinn Jakobsson Ég óttast þegar mamma kallar á mig með áherslu: Helgi Kristinn! Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Hvernig þáttur er þetta? Þetta er raunveruleikamannlífsþáttur í bland við stefnu- mótaþátt. Við kynnumst einhleypu fólki alveg frá tvítugu og upp úr, alls staðar að. Við erum að skoða aðeins stefnu- mótamenningu Íslendinga og fylgjum svo fólki á blind stefnumót. Hvernig var að fá fólk í þáttinn? Það kom mikið á óvart hversu vel það gekk. Það sóttu 1.200 manns um. Sumir sóttu reyndar um fyrir vini sína, sem slógu þó yfirleitt til. Það var erfitt að velja úr en elsti umsækjandinn var um sjötugt. Við völd- um að lokum 28 manns, fjórtán pör, sem við fáum svo að fylgjast með í sjö þáttum. Hvernig pöruðuð þið fólk saman? Það var allur gangur á því og engin ein formúla. Fólk svaraði stórum spurningalista þar sem það lýsti sér og draumamaka. Það var svo mikið ferli að púsla þessu öllu saman og auðvitað engin ein rétt formúla. Sem er bara spennandi. Er einhver fyrirmynd að þættinum, eins og First Dates-þátturinn breski? Nei, upprunalega hugmyndin var að gera þátt um stefnumótamenningu Íslendinga en eina sem er líkt með þessum og First Dates er að þetta er fólk á öllum aldri og gerist á veitingastað. Við hjá Fyrsta blikinu kynnumst fólki mun betur. Fólk opnaði sig og fór vel út fyrir þægindaram- mann. Kviknaði ástin þarna einhvers staðar? Ég get ekkert sagt um það. Það er auðvitað hernaðarleyndarmál! Þið verðið bara að horfa. ÁSA NINNA PÉTURSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Á blindu stefnumóti Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Prentun Landsprent ehf. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Raunveruleikaþættirnir Fyrsta blikið hefjast á Stöð2 hinn 27. ágúst. Í þáttunum kynnast áhorfendur fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót. Stjórnandi er Ása Ninna Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.