Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ÿ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ÿ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ÿ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
GLUGGATJÖLD
alnabaer.is
S
vona rétt þegar ég hélt að nú hefði ég séð
allt í þessari endalausu baráttu við
heimsfaraldurinn birtist frétt um að
heilbrigðisyfirvöld vöruðu við því að borða
krem. Ekki krem eins og maður fær á súkku-
laðiköku heldur krem sem er ætlað til að bera
á líkamann við kláða og öðrum ófögnuði, og að
mér skilst einkum kláðamaur.
Það er nokkuð skýrt að þetta krem á ein-
göngu að nota útvortis og meira að segja varað
við því að það snerti slímhúðina. Fyrir þá sem
ekki vita er einmitt mjög mikið af slímhúð inn-
vortis og því ætti að vera nokkuð ljóst að það
er alls ekki hugmyndin að gleypa þetta.
Það hafa semsagt einhverjir gert og að
minnsta kosti einn af þeim endað á spítala. Því
fengum við grafalvarleg skilaboð frá forstjóra
Lyfjastofnunar um að svona ættum við alls
ekki að gera. Og í tilraun til að koma í veg fyrir
það þá er reglan sú núna að einungis sérfræð-
ingar í húðsjúkdómum megi skrifa upp á notk-
un þess.
Hér vakna nokkrar spurningar.
Ef það stendur beinlínis á umbúðunum að
það eigi alls ekki að taka það inn, hvað fær fólk
til að gera það? Varla eru læknar að skrifa upp
á þetta og blikka svo leynilega þegar þeir
segja að það eigi einungis að bera það á líkam-
ann.
Og svo hitt, sem mér finnst í raun merki-
legri pæling: Er þetta rétta leiðin til að taka á
svona vandamálum?
Áður en lengra er haldið finnst mér rétt að
taka fram að ég hef aldrei fengið kláðamaur og
get ekki sagt að ég sé spenntur fyrir því. Mér
dettur bara engin leið í hug til að fá eitthvað
gott úr því að blanda saman þessum tveimur
orðum. Kláða og maur.
En ef ég fengi svona væri ég þá spenntur
fyrir því að bíða í einhverjar vikur eftir því að
fá tíma hjá heimilislækni til að geta svo beðið
einhverja mánuði eftir að fá tíma hjá sérfræð-
ingi í húðsjúkdómum? Held ekki.
Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist
kannski bara um örfáa lækna sem hafa verið
aðeins of duglegir á Youtube og eru sann-
færðir um að þessi bóluefni séu hluti af risa-
stóru samsæri. Væri þá ekki frekar ráð að
bregðast við því en að banna öllum heim-
ilislæknum að ávísa þessu lyfi? Það hljómar
ekki vel ef heilbrigðisyfirvöld treysta ekki sín-
um eigin læknum.
Þetta er ekki eina reglan. Mörg lyf eru nú
aðeins gefin í
mánaðar-
skömmtum. Sem
þýðir að fólk þarf
að gera sér ferð í
apótekið í hverj-
um mánuði til að
sækja lyf sem það þó augljóslega þarf að nota
allan ársins hring.
Það getur líka verið flókið að sækja lyf fyrir
maka, foreldra og stálpuð börn. Til þess þarf
sérstakt umboð. Svo maður minnist ekki á allt
vesenið fyrir fólk í samsettum fjölskyldum þar
sem lögheimili passa ekki alltaf saman.
Ég held nefnilega að þegar það þarf að
bregðast við misnotkun sé mikið atriði að gera
það á réttan hátt. Á þann hátt að við van-
treystum ekki öllum og setjum alls kyns reglur
sem bara flækja lífið hjá venjulegu, heiðarlegu
fólki sem kann mögulega að lesa fylgiseðla
með lyfjum og áttar sig á muninum á innvortis
og útvortis.
’
Mér dettur bara engin leið í
hug til að fá eitthvað gott úr
því að blanda saman þessum
tveimur orðum. Kláða og maur.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Innvortis og útvortis
S
tórlega efast ég um að nokkur
maður beri þetta nafn í hin-
um enskumælandi heimi. Sú
var þó tíðin að maður nokkur á Eng-
landi bar þetta nafn, herra Ýsa. Í
huga Íslendinga sem komnir eru til
ára sinna var þetta þó enginn ein-
hver, heldur sjálfur Austin Mitchell
þingmaður Verkamannaflokksins í
Grimsby í áratugi og svo mikill Ís-
landsvinur að ástæða þótti til að
veita honum fálkaorðuna fyrir störf
sín í þágu góðra samskipta Íslands
og Bretlands. Það gerðist árið 2015.
Fyrir þessari viðurkenningu var
ríkuleg innistæða. Svo viðsjárverðir
tímar voru oftar en einu sinni í sam-
skiptum Breta og Íslendinga að
klæði þurfti að bera á vopnin í nán-
ast bókstaflegri merkingu.
Þá var Austin Mitchell til að
treysta á. Hann
kom til Íslands
sem fréttamaður í
miðju þorska-
stríði árið 1971
þegar byssur
voru mundaðar,
skorið á troll og
rúður brotnar.
Austin Mitchell var fréttamaður
ITV og um skeið einnig BBC og síð-
ar þingmaður fyrir Grimsby. Hon-
um fremur en nokkrum öðrum er
þakkað að löndunarbanni var aflétt
árið 1977 og þegar Icesave-deilan
skók samskipti ríkjanna fyrir einum
áratug var það Austin Mitchell sem
var í fararbroddi þingmanna í
breska þinginu sem töluðu máli Ís-
lands. Þá var hann formaður þeirrar
nefndar þingsins sem hafði sam-
skipti Bretlands og Íslands á sinni
könnu.
En aftur að ýsunni. Það var árið
2002 að nokkrir þingmenn úr sjáv-
arbyggðum Bretlands tóku þátt í
kynningarátaki fyrir breskan sjáv-
arútveg og hugðust breyta nafni
sínu og kenna sig við uppáhaldsfisk
sinn eða þann fisk sem kjördæmi
þeirra byggði afkomu sína helst á.
Þegar til kastanna kom var það þó
aðeins Austin Mitchell sem lét verða
af því að breyta um nafn!
Í skemmtilegu viðtali sem Stefán
Gunnar Sveinsson blaðamaður átti
við hann og birtist í Morgunblaðinu í
október 2015 kom fram að fremur
hefði hann kosið stórlúðuna að
kenna sig við en einhverra hluta
vegna hefði það ekki gengið að fá að
heita Mr. Halibut.
En að öllu gríni slepptu þá var
það bláköld staðreynd að Austin
Mitchell var raunverulegur málsvari
ýsunnar, þorsksins og lúðunnar en
jafnframt og sennilega fyrst og
fremst sjómannanna í Grimsby. Þeir
kusu Íslandsvininn Austin Mitchell
aftur og aftur á þing sem talsmann
sinn þar. Þeir vissu að vinsemd hans
við Ísland byggðist á sameiginlegum
hagsmunum og hugsjónum. Breskir
sjómenn og íslenskir þyrftu hvorir á
öðrum að halda sagði hann, og bæði
ríkin, Bretland og Ísland, yrðu að
skilja mikilvægi þess að fara vel
með auðlindir sjávarins.
Austin Mitchell varaði Íslendinga
við inngöngu í Evrópusambandið.
Taldi hann að hagur ýsunnar yrði
ekki best tryggður innan vébanda
þess. Þetta kenndi reynsla Breta
sagði hann, bæði hvað varðar vernd
fiskistofna og hag sjávarbyggðanna.
En hann varaði líka við vaxandi auð-
ræði í sjávar-
útveginum og
trúði þessi orð-
uhafi Íslands
mér fyrir því í
spjalli okkar á
milli – sem við
áttum all-
nokkrum sinn-
um – að kvóti á hendi örfárra auð-
manna, eins og þróunin væri nú á
Íslandi, hefði aldrei verið í sínum
huga þegar hann varði Ísland.
Það gefur góða mynd af Austin
Mitchell að eiga trúnað sjómanna í
Grimsby þegar þeir sáu fram á
tekjurýrnun og atvinnumissi í stríði
við land sem þingmaður þeirra vildi
hjálpa. Þeir vissu hins vegar að Mr.
Haddock yrði alltaf þeirra maður.
Jafnvel þótt hann skilaði ýsunafninu
og héldi sig við að heita Austin
Mitchell. Það gerði hann eftir að rit-
arar bresku þingtíðindanna Hans-
ard spurðu hann hvort þeir ættu
framvegis að skrá hann þar sem Mr.
Haddock. Nei, ætli þetta sé ekki
orðið gott svaraði þá þingmaður sjó-
manna í Grimsby.
Þeir syrgja nú þennan gamla mál-
svara sinn sem féll frá fyrir fáeinum
dögum. Komið var að leiðarlokum
hjá þessum 86 ára vini Íslands. Ég
elska Ísland, sagði hann við blaða-
mann. Það gerði hann svo sannar-
lega. En framar öllu var hann trúr
sjómanninum í Grimsby sem nú hef-
ur misst sinn besta bandamann.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Mr. Haddock
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’
Þeir vissu hins vegar
að Mr. Haddock yrði
alltaf þeirra maður. Jafn-
vel þótt hann skilaði ýsu-
nafninu og héldi sig við
að heita Austin Mitchell.
Austin Mitchell
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS