Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Blaðsíða 8
AFGANISTAN
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021
Þ
eir byrjuðu að birtast í apríl. Ný
andlit í hverfinu. Sumir skeggjaðir,
aðrir rakaðir, ýmist vel tilhafðir
eða fátæklega búnir. Þegar þeir
voru spurðir sögðust þeir komnir
út af viðskiptum eða nýju starfi. „Þannig vöktu
þeir enga athygli, en íbúarnir vissu allir: Þeir
eru ekki héðan,“ sagði íbúi í vesturhluta Kabúl í
samtali við blaðamann Der Spiegel. Svipaðar
frásagnir mátti heyra frá íbúum í öðrum hlutum
borgarinnar um aðkomumenn, sem birst hafa
undanfarna vikur og mánuði. Að morgni sunnu-
dagsins 15. ágúst „komu þeir út úr húsum sín-
um með hvíta talíbanafána og margir vopnaðir
byssu“, lýsti íbúi í austurhluta Kabúl.
Höfðu hreiðrað um sig í Kabúl
Í grein í Der Spiegel um fall Afganistans í hend-
ur talíbönum er því lýst hvernig þeir voru búnir
að hreiðra um í höfuðborginni sig áður en hún
féll. Höfundur greinarinnar, Christopher Reu-
ter, hefur um langt skeið skrifað frá Afganistan
og þekkir vel til. Fyrri hlutann í júlí ræddi hann
við einn af helstu foringjum talíbana í atlögunni
að Kabúl. Foringinn tók á móti honum í lítt
áberandi skrifstofuhúsnæði. Reuter spurði
hversu langt talíbanar ættu eftir að Qargha-
vatni, sem er í vesturjaðri Kabúl og borgarbúar
sækja mikið til í tómstundum. „Alls ekki langt,“
svaraði hann og virtist sallarólegur. „Þeir eru
nefnilega löngu komnir. Þeir eru í vörslu á veit-
ingastöðum við vatnið, starfa við hringekjuna,
vinna við ræstingar. Þegar þar að kemur verður
allt fullt af talíbönum.“
Reuter segir síðan frá því að sex vikum eftir
að þeir hittust, um miðjan ágúst, hafi foringinn
ekið ásamt sínum yfirmanni, sem stjórnaði tök-
unni á Kabúl, og tíu lífvörðum í átt að forseta-
höllinni í höfuðborginni: „Hann laug ekki þegar
hann fullyrti að menn sínir væru þegar meðal
þeirra, sem voru að njóta lífsins við vatnið. Það
sem hann sagði mér ekki var að þeir væru einn-
ig komnir inn í miðja borgina.“
Talíbanar áttu líka furðu auðvelt með að
leggja undir sig aðra hluta landsins, þótt þeir
hefðu átt að eiga við ofurefli liðs að etja. Land-
vinningar þeirra minntu um margt á atburða-
rásina þegar Ríki íslams lagði undir sig stóra
hluta Íraks 2014 og mótspyrnan virtist einfald-
lega gufa upp. Í hverri borginni á eftir annarri
gáfust hermenn upp eða yfirgáfu varðstöðvar
sínar og talíbanar tóku vopn þeirra og farar-
tæki, oftar en ekki bandarísk hergögn.
Í þýska blaðinu Frankfurter allgemeine Zeit-
ung birtist í vikunni upplýsandi viðtal við sveit-
arforingja í afganska hernum. Hann stýrði sveit
í suðurhluta Afganistans og lýsir því í viðtalinu
hvernig hann upplifði hrun hersins. Segir hann
að allt hafi verið eðlilegt þar til síðdegis laug-
ardaginn 14. ágúst. Fram að því höfðu talíbanar
í tvö ár árangurslaust reynt að leggja svæðið,
sem hann hafði yfirráð yfir, undir sig. Þennan
eftirmiðdag var honum tilkynnt að næsta hérað
væri fallið í hendur talíbönum.
Skipað að gefast upp
„Ég hafði strax samband við forustu herdeild-
arinnar til að fá tilmæli. Mér var fyrirskipað að
berjast ekki, segja mönnum mínum að yfirgefa
allar varðstöðvar og safna þeim saman í höfuð-
stöðvum míns svæðis. Ég fullyrti að við værum
tilbúnir til að berjast og værum færir um að
hrinda talíbönum af höndum okkar. En mér var
sagt að það væri ekki í samræmi við fyrir-
mælin.“
Foringinn tók fram að í búðunum hefðu verið
aðrar sveitir, þar á meðal sérsveit leyniþjónust-
unnar, NDS, sem væri mjög vel búin og þraut-
þjálfuð.
Í kjölfarið fékk hann upphringingu frá konu
sinni, sem hafði miklar áhyggjur af stöðunni.
Hann varð að binda enda á símtalið vegna þess
að honum var sagt að foringi úr röðum talíbana
væri við hlið herbúðanna og vildi ræða við hann.
„Hann sagði mér kurteislega að þeir hefðu náð
höfuðborg héraðsins og við ættum að gefast
upp.“ Foringinn bað um tíma til umþóttunar og
hafði samband við sinn yfirmann. „Stjórn her-
deildarinnar staðfesti að héraðsstjórinn hefði
þegar látið skuggahéraðsstjóra talíbana hafa
lyklana að skrifstofum sínum.“ Í kjölfarið yfir-
gáfu hermennirnir bækistöðvarnar í her-
jeppum. Talíbanarnir við virkishliðið hefðu ver-
ið í augljósum minnihluta og leyft þeim að fara
óáreittum.
Síðar voru þeim boðnar átta þúsund krónur
og undirritað og stimplað náðunarbréf frá ísl-
amska emíratinu ef þeir sneru aftur í herbúðir
sínar og afhentu talíbönum vopn sín.
Afdrifaríkur orðrómur?
Í greininni í Frankfurter allgemeine Zeitung
segir að það hvað héraðsstjórinn var fljótur að
gefast upp hafi gefið þrálátum orðrómi byr und-
ir báða vængi. „Það er nauðsynlegt að vita að
orðrómur getur haft gríðarleg áhrif í afgönsku
samfélagi, jafnvel þótt utanaðkomandi geti virst
hann fullkomlega ótrúverðugur. Þessi orðróm-
ur snýst um svik og að skipta um bandamenn,
nokkuð sem í stríðssögu undanfarinna áratuga í
Afganistan hefur gerst hvað eftir annað,“ segir í
blaðinu.
Sveitarforinginn, sem skipað var að gefast
upp, segist ekki viss um hvort hann eigi að trúa
orðróminum, en er ekki í nokkrum vafa um
áhrif hans: „Mikilvægasta ástæðan fyrir því að
mótspyrnan koðnaði niður var orðrómurinn um
að Bandaríkjamenn hefðu lofað talíbönum í
febrúar 2020 í Doha að þeir kæmust til valda og
stjórn Ghanis forseta yrði skipt út fyrir þá,“
sagði foringinn.
Í þýska blaðinu segir að til þess að skilja
hvers vegna orðrómurinn hafi verið tekinn
svona alvarlega þurfi að átta sig á því að í Afg-
anistan hafi sú fullvissa verið útbreidd, og það
upp í efstu þrep valdastigans, að Bandaríkja-
menn héldu bak við tjöldin utan um alla þræði í
Afganistan og hver vending hefði fyrir fram
verið þaulskipulögð.
Talíbanar hefðu markvisst ýtt undir þennan
orðróm mánuðum saman til þess að grafa und-
an baráttuanda afganska hersins og örygg-
issveita landsins. Í sumum héruðum hafi talíb-
anar sent öldunga í hlutverki ættarhöfðingja til
að segja hermönnunum að allt hefði verið
ákveðið í Doha og heitið hverjum þeim pen-
ingum, sem gengju úr hernum. Frá þessu var
sagt í afgönskum fjölmiðlum og um leið að
stjórnvöld hefðu hótað öldungunum þungum
refsingum. Munu nokkrir hafa verið hand-
teknir.
Það þótti renna stoðum undir að hin meintu
svik hefðu átt sér stað að hluti af samningnum,
sem gerður var í viðræðum Bandaríkjamanna
við talíbana í Doha án þátttöku afgönsku stjórn-
arinnar, var að 5.000 liðsmenn talíbana skyldu
látnir lausir úr afgönskum fangelsum 2020.
Fallist var á þetta þrátt fyrir andstöðu afgönsku
stjórnarinnar og varð það til þess að hún virtist
veik fyrir og engin áhrif hafa á ganga mála.
John Lee Anderson er annar blaðamaður,
sem þekkir vel til mála Afganistans og fylgdist
með þegar talíbanar misstu völdin í Afganistan
á nokkrum vikum fyrir tæpum tuttugu árum
Talíbanar aka um götur Kabúl
í eftirlitsferð. Þeir mættu engri
mótstöðu þegar þeir lögðu
borgina undir sig.
AFP
Þeir eru nefnilega löngu komnir
Talíbanar voru fljótir að leggja undir sig Afganistan. Stjórnarherinn virtist gufa upp þótt hann væri miklu fjöl-
mennari og útsendarar talíbana virðast hafa verið búnir að koma sér fyrir í Kabúl löngu áður en höfuðborgin féll.
Nú óttast menn að Afganistan verði gróðrarstía íslamskra öfgahreyfinga og sprengjutilræði Ríkis íslams á flug-
vellinum í Kabúl á fimmtudag er uggvekjandi fyrirboði um það sem bíður stríðshrjáðs lands.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
’
Mér var fyrirskipað að berj-
ast ekki, segja mönnum mín-
um að yfirgefa allar varðstöðvar
og safna þeim saman í höfuð-
stöðvum míns svæðis. Ég fullyrti
að við værum tilbúnir til að berj-
ast og værum færir um að hrinda
talíbönum af höndum okkar. En
mér var sagt að það væri ekki í
samræmi við fyrirmælin.