Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Qupperneq 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021 Í húsi Vigdísar Finnbogadóttur, Veröld, bíða mín tvær konur sem barist hafa fyrir tilveru sinni alla ævi. Systurnar Erna Huld Ibrahimsdóttir og Zahra Hussaini hafa búið lengi á Íslandi; Erna í ellefu ár og Zahra í fimm. Þegar Erna kom til Íslands fór hún í kynjafræði í háskólanum, vann síðar hjá Rauða krossinum, í Háteigs- skóla og skrifaði bók fyrir börn um jafnrétti, ásamt vinkonu sinni Kolbrúnu Önnu Björns- dóttur, sem heitir Þú, ég og við öll. Seinna vann hún í þrjú ár hjá Hjallastefnunni og rek- ur í dag túlkaþjónustu þar sem unnið er við þýðingar og túlkun. Zahra vinnur á leikskóla og er að hefja meistaranám í leikskólafræðum. Tveir bræður þeirra búa hér einnig og eru við nám. Systurnar tala reiprennandi íslensku, hafa menntað sig og eru í góðum störfum. Hér eiga þær gott líf en það sama verður ekki sagt um landa þeirra í Afganistan. Við setjumst niður á kaffistofunni í kjallaranum og ræðum um Afg- anistan þá og nú, líf þeirra og baráttu og ástandið í heimalandi þeirra nú eftir valdatöku talíbana. Systurnar segja framtíð Afgana í al- gerri óvissu en þær óttast hið versta. Átta manns á tólf fermetrum Erna Huld kom hingað árið 2010 til að fara á námskeið í kynjafræði í Háskóla Íslands sem var á vegum Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóð- anna og hefur verið hér síðan. Hún fæddist 1983 þótt það standi í þjóðskrá að hún sé fædd 1982 en hún útskýrir að í Afganistan sé nánast enginn með skráð rétt fæðingarár. Fyrir nokkrum árum tók hún upp íslenska nafnið Erna Huld en hét áður Fatima. Zahra er fimm árum yngri en systir hennar. „Ég fæddist í Íran því foreldrar mínir fluttu þangað 1973 en þau eru Afganar. Við fluttum aftur til Afganistans árið 1996, strax eftir að ta- líbanar tóku yfir landið. Ástæðan var sú að við máttum ekki lengur ganga í skóla í Íran og þess vegna ákvað pabbi að flytja til baka, en upp- haflega fluttu foreldrar mínir til Írans til þess að börn þeirra fengju menntun,“ segir Erna og segir þau hafa dvalið í fjóra daga í flótta- mannabúðum áður en þau komust til Bamiyan, héraðs þar sem fjölskyldan átti ættingja og lítið hús. Hún segir þau ekki hafa áttað sig á yfirvof- andi yfirtöku talíbananna, enda afar stopull fréttaflutningur og lélegt netsamband árið 1996. Ferðalagið úr flóttamannabúðunum heim í héraðið tók hálfan mánuð. „En svo komu talíbanar daginn eftir og tóku yfir. Þetta var mikil óheppni og ég man hvað mamma var hrædd. Við sátum aftan á pallbíl á leiðinni og ég man að mamma var að skýla mér af því ég var stelpa, tólf ára,“ segir hún og seg- ir að þegar þau komu til Bamiyan hafi ekki reynst þar lengur neinn skóli fyrir börnin. „Við bjuggum í eins herbergis litlu húsi, sem mamma og pabbi höfðu átt allan tímann sem þau voru í Íran. Ég held það hafi verið tólf fer- metrar og við vorum átta saman þar í fjögur ár. Við sváfum öll á gólfinu.“ Mamma var með plan Erna dó ekki ráðalaus þegar ljóst var að skóla- ganga hennar hafði verið sett á bið. „Ég og vinkona mín gerðumst kennarar, þá þrettán ára, og kenndum litlum börnum að lesa inni í mosku sem var nokkurs konar trúar- legt félagsheimili. Zahra fór þar í þriðja bekk og bróðir minn í fyrsta bekk,“ segir Erna og segir þær stöllur fyrst hafa þurft að sækja þriggja mánaða námskeið til að mega kenna. Til þess þurftu þær að ferðast fótgangandi langa leið í nístingskulda um hávetur. „Við þurftum að ganga tvo tíma hvora leið í miklum snjó og áttum ekki góða skó. Mamma grætur enn þegar hún hugsar til þess. Ég man að þegar námskeiðið var búið gat ég tekið hníf og skorið í húðina á fótunum því hún var orðin þykk og alveg tilfinningalaus,“ segir hún og segir þau hafa verið afar fátæk. „Pabbi var bóndi og ræktaði hveiti, sem gekk illa, því það var ekki nóg vatn. Aðalmatur okkar og allra þarna var brauð og kartöflur. Við eld- uðum kannski einu sinni í mánuði. Þannig var lífið hjá fólkinu. Við vorum mjög fátæk því hér- aðið var undir stjórn talíbana og allt var mjög dýrt, en talíbanar náðu yfirráðum yfir héraðinu um tveimur árum eftir að við fluttum þangað,“ segir Erna, sem segir að styrjöld hafi ríkt í sveitunum í kring og talíbanar hafi svo komið í bæinn þar sem þau bjuggu. Zahra var þá átta ára og segist hafa farið af stað að leita að mömmu sinni, en týnst í fjöll- unum. „Ég var þreytt og svöng og allir voru að leita að mér og loks fannst ég og gat sameinast fjöl- skyldunni eftir að hafa verið týnd í heilan dag og fram á kvöld,“ segir hún en fjölskyldan reyndi að forða sér. „Svo komu talíbanar og sögðu okkur að koma til baka, þeir myndu ekki drepa okkur. Mamma var samt mjög hrædd því við heyrð- um margar sögur um að talíbanar tækju ungar stúlkur og seldu. Mamma sendi seinna systur mína og bróður til Pakistans og við fórum svo þangað ári seinna því það var stríð og talíb- anar komu og fóru sífellt á víxl,“ segir Zahra og segjast þær systur hafa þekkt fólk sem ta- líbanar tóku og sást aldrei meir. Þær segja að allir hafi hræðst talíbanana. „Ég man að mamma var með plan um hvernig við ættum að deyja frekar en vera tek- in af talíbönum,“ segir hún og útskýrir að sög- ur hafi verið um að stúlkur hafi frekar hent sér í brunna en að lenda í höndum talíbana. „Það er betra að deyja en láta taka sig og selja.“ Átján háskólastúlkur í einni íbúð Erna segir að faðir hennar hafi sent sig og bróður sinn til Pakistans þegar hún var sextán ára svo hún gæti farið í skóla. „Pabbi sagði að ef tvö af börnum hans gætu menntað sig væri það nóg fyrir sig. Hann sagði að guð myndi hjálpa þeim en ég vildi ekki fara af því þau áttu engan mat,“ segir Erna sem átti að vonum erfitt með að yfirgefa fátæku fjölskylduna sína. „En á þessum tíma voru talíbanar að ráðast inn í sveitirnar og drápu fólk en fjölskyldan mín slapp og komst til Pakistans. Ættingjar okkar voru drepnir, frænkur og frændur. Sjía- múslimar börðust við talíbana en þeir voru ekki hermenn og á milli þrjú og fjögur hundr- uð manns voru drepnir, allt fólk milli tvítugs og fimmtugs. Þetta er kallað fjöldamorðin í Yakawlang og var í janúar árið 2001 en fórn- arlömbin voru hasaramúslimar,“ segir Erna en fjölskyldan hafði rétt áður, í desember árið 2000, flúið til Pakistans. Veturinn eftir komu Bandaríkjamenn og hermenn Nató og á næstu árum ríkti óöld í landinu. „Ég fór svo ein aftur til Kabúl í Afganistan til að fara í háskóla en fjölskyldan varð eftir í Pakistan. Það var ekki öruggt að vera í Kabúl og þetta var mjög erfiður tími. Það var til dæmis ekkert húsnæði fyrir okkur nemendur og ég þurfti að berjast fyrir því. Við máttum fara í háskóla á þessum tíma en við máttum ekki búa einar og enginn vildi leigja ungum konum húsnæði. Konur sem bjuggu einar voru heldur ekki öruggar, en ég bjó í stuttan tíma hja ættingjum en gekk svo á milli deilda í há- skólanum og fann stelpur sem voru í sömu sporum. Við komum svo átján stelpur saman og fórum til menntamálaráðherra og rektors og sögðum þeim að okkur vantaði húsnæði,“ segir Erna. Það endaði þannig að stúlkurnar fengu þriggja herbergja íbúð og þar áttu þær að búa allar átján. „Þarna var eitt baðherbergi og því vökn- uðum við oft þrjú um nóttina til að allar myndu ná að fara í sturtu fyrir skóla. Ég bjó með frænku minni í eldhúsinu á svona tveimur fer- metrum. Þarna bjó ég í tvö ár og lærði lög- fræði og stjórnmálafræði,“ segir Erna. Á meðan var fjölskyldan mestöll í Pakistan en þó var faðirinn farinn til Norður- Afganistans þar sem honum bauðst vinna. Fjölskyldan fylgdi fljótlega á eftir og flutti svo síðar til Kabúl og Zahra fór þá einnig í háskólann þar. „Ég var í fjögur ár í háskóla og lærði þýsku og byrjaði svo að kenna þýsku nemendum sem ætluðu til Þýskalands í meistaranám. Einnig kenndi ég Þjóðverjum persnesku,“ segir Zahra en hún segir að sex af sjö systkinum hafi náð að fara í háskóla. „Við vorum heppin að eiga svona foreldra sem fannst menntun svo mikilvæg.“ Hljóp á milli sprengja Erna kom hingað árið 2010 beint frá Afganist- an en hafði áður unnið við útvarp í Afganistan og meðal annars gert þætti um barna- hjónabönd og jafnrétti kynjanna. Hún stóð einnig að stofnun meistaranáms í kynjafræði við háskólann í Kabúl. „Ég hafði lesið mikið um kvenréttindi en á árunum fyrir 2005 var ekki svo hættulegt í Afganistan en versnaði eftir það. Landinu var skipt upp og hermenn frá ýmsum löndum Nató sáu um mismunandi svæði,“ segir Erna og segir það hafa verið bæði gott og slæmt að fá herlið Nató inn í landið. „Það breyttist auðvitað margt í tuttugu ár en þetta var líka innrás. Það var mikið verið að sprengja og stríð var alltaf í gangi,“ segir Erna og þær útskýra að fjölskyldan hafi svo búið í Mazar og Kabúl þar sem mörg systkinanna hafi verið í háskólanámi. „Ég man eftir einum degi þegar yngsta systir mín var nýfarin í skólann að þá sprakk sprengja úti á götu. Mamma kom grátandi til mín en búið var að loka þessari leið frá heim- ilinu til skólans. Svo kom systir mín heim og sagðist hafa hlaupið á milli sprengja þar til kona í leigubíl hefði náð að kippa henni upp í bílinn. Á hverjum degi bjó maður við það að fara af heimilinu og vita ekki hvort maður kæmi til baka. Það voru alltaf sprengjur og við lifðum í ótta,“ segir Zahra og segir að jafnvel skólar og fæðingardeildir spítala hafi verið sprengd í loft upp. Erna segir að á þessum tíma hafi ekki verið í boði að reyna að flýja til nágrannalandanna. „Ástandið í Íran fyrir Afgana er mjög slæmt. Það má ekki ferðast á milli staða því það þarf alls staðar leyfi og Íranar líta niður á Afgana. Við erum ekki manneskjur í Íran og Afgönum er mismunað þar og miklir fordómar í okkar garð. Ég vil aldrei fara aftur til Írans, aldrei. Þar er engin framtíð fyrir börnin okkar. Fyrir mig sem konu með menntun er enga vinnu að fá í Íran og núna eftir yfirtöku talíbana ekki heldur í „Þau eru öll í hættu“ Erna Huld Ibrahimsdóttir og Zahra Hussaini eru systur frá Afganistan. Þær rifja upp bernsku sína í Afganistan, róstusöm ár, fátækt og endalausa baráttu. Nú hafa þær áhyggjur af fjölskyldu sinni í Afganistan og framtíð sundurleitrar þjóðar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Svo kom systir mín heim og sagðist hafa hlaupið á milli sprengja þar til kona í leigubíl hefði náð að kippa henni upp í bílinn. Á hverjum degi bjó mað- ur við það að fara af heimilinu og vita ekki hvort maður kæmi til baka. Það voru alltaf sprengj- ur og við lifðum í ótta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.