Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021 B andarískir fjölmiðlar hafa ekki verið samstíga síðustu misseri og ár, svo lágstemmd einkunnagjöf sé notuð. Og þótt enn örli svo sannarlega á sundurlyndi og þorri gleraugna sé sárgrætilega vanstilltur og þau jafnmörg eða fleiri og fréttamennirnir sem setja þau á nef sér þar vestra, áður en þeir tilkynna helstu 0fréttir, þá varð pínulítil breyting sl. fimmtu- dag sem ekki verður auðveldlega tekin aftur. Sumt verður ekki tekið aftur Bandaríska þjóðin skynjaði að eitthvað hefði gerst og ekkert yrði sennilega samt, þótt reynt yrði af öllu afli. Of stór hluti þjóðarinnar nam eða fékk á tilfinninguna að fréttaheimurinn væri loks farinn að horfa á sömu myndir og hún sjálf og að þær mynd- ir væru að fá fókus og hann yrði ekki heldur aftur tekinn. Í einni setningu má segja að niðurstaða dagsins, með fáeinum undantekningum, hafi verið sú, að fimmtudagurinn sá hefði verið versti dagur Joe Bi- dens síðan hann tók við embætti. Ekki aðeins vegna þess sem gerðist. Heldur fremur vegna hins að fjölmiðlakórinn treysti sér ekki lengur til að halda lagi og lúta sprotastjórn, eins og hingað til, upp í opið geðið á þjóðinni, sem er farið að gruna að Mr. (Joe) Bean hafi verið smyglað inn í Hvíta húsið. Reyndar var þessi vondi dagur Bidens og Bean ekki einn á ferð. Þeir fóru fleiri saman og dagarnir sem á undan fóru voru býsna daprir líka. Hrakför með heiminn á áhorfendabekk En munurinn var sá, að þennan dag varð mesta mannfall hjá Bandaríkjaher sem orðið hafði síðan 2011! Þrettán hermenn féllu úr þeirra liði og Bandaríkin horfðu varnarlaus á. Og fjöldi annarra týndi lífi og aðrir særðust. Joe Biden hafði, eins og fleiri á undan honum, margendurtekið, að hann vildi binda endi á stöð- ugan straum af líkkistum frá Afganistan og heim til Bandaríkjanna. Og hann vitnaði gjarnan til Víet- nam. Það var ekkert skrítið þótt almenningur fengi á tilfinninguna að þarna væri um að ræða stöðugt og óþolandi mannfall úr röðum ungra Bandaríkja- manna. En þetta var mjög villandi mynd. Þess vegna kom það á óvart, svo ekki sé meira sagt, að dauði hinna ungu hermanna, eftir heimabrúks- klúður Joe Bidens forseta, væri mesta mannfall úr röðum Bandaríkjahers frá árinu 2011! Og ekki nóg með það. Það féll enginn bandarískur hermaður í Afganistan síðasta árið sem Donald Trump var þar forseti! Ekki einn! Enginn hermaður hafði fallið þar í eitt og hálft ár! Biden og veruleikinn fara oftast á mis Talið í Joe Biden virtist svo sannarlega draga upp allt annað ástand en það sem átti stoð í veru- leikanum. Veruleikinn og Joe Biden hafa sjaldan átt skap saman og verður að segja það eins og það er, að þar á Joe mun meiri sök en veruleikinn, sem gerir sitt besta. Eftir að hafa verið margleiðréttur heldur Joe áfram, þegar vel liggur á honum, að segja frá því þegar hann bjargaði Nelson Mandela, forseta Suð- ur-Afríku, úr fangelsinu á Robben-eyju. Það hefur hann gert löngu áður en lífsmyndin varð mun þokukenndari en áður. Bréfritari hefur komið þangað og farið í klefa þjóðhetjunnar og í saltnámurnar. Allt var það eftir- minnilegt, en óhjákvæmilegt er að viðurkenna að bréfritari bjargaði Mandela ekki þaðan. Megin- ástæðan var sennilega sú, að Mandela var löngu farinn, þegar þarna kom sögu. Er ekki hugsanlegt að Joe Biden hafi lent í þessu sama? Ég elti þá uppi!!! Biden las af spjöldunum, með leikrænum tilþrifum, en dálítið hallærislegum, að hann hefði ekki gleymt voðaverkinu og myndi aldrei gleyma því og hann myndi láta elta þá þrjóta uppi og refsa þeim. Þetta var næstum því brjóstumkennanlegt. Joe Biden var sá eini í Obama-stjórninni sem ekki vildi fara í Osama bin Laden! Bandaríkjaher er umkringdur og er á förum, ef hann getur, og mun þurfa að svíkja fjölda manna, einnig sína menn, ef fer sem horfir. Seinustu fréttamyndir sýna að Biden ratar ekki hjálparlaust inn í Oval office! Biden mun engin tök hafa á því að elta uppi einn né neinn í Afganistan! Eina sem hann getur er að segja í tíma og ótíma að klúðrið hafi verið Trump að kenna! Tony Blair er sennilega nærri því að vera póli- tískur bróðir Bidens en margur annar. En hann sagði ákvörðun Bidens vera „imbecile“ framkvæmd. Loka eina brúklega flugvellinum, fara burt með lið- ið og þykjast svo ætla að bjarga öllum þeim sem vilja fara. Láta svo talíbana fá nöfn og heimilisföng Bandaríkjamanna og þeirra sem hjálpuðu þeim. Nöfn manna sem talíbanar hafa leitað nótt sem nýtan dag til að pína þá og drepa! Það er rétt hjá Blair, að þetta gera bara imbecil- ar. Hefði venjulegur Bandaríkjamaður gert annað eins og þetta, þá hefði hann með réttu verið sak- aður um landráð. Nær og fjær er myndin særandi Auðvitað er sjálfsagt og þess rækilega gætt, að benda á (og einnig svo ómerkingar snúi ekki út úr), að hvert eitt mannfall er einu of mikið. En myndirnar og fréttirnar sem dregnar eru upp eru þó stundum æði sérkennilegar. Síkakó er fræg borg af ýmsum ástæðum. En hún sker sig þó ekki algjörlega úr. Það er ekki einungis vegna „kappa“ á borð við Al Capone. Borgin var einnig frægur vett- vangur kosningasvindls, sem dugði til að mati margra, þótt það hafi ekki verið neitt svipað að um- fangi og haldið hefur verið fram að hafi viðgengist í kosningunum 2020. Margar kvikmyndir og sjónvarpsseríur hafa verið gerðar um tilþrif slíkra hér á árum áður. Andstaðan við Al Capone var Elliot Ness, foringi hinna „ósnertanlegu“ en þótt nafn hans sé frægt þá entist hann ekki vel og féll frá 54 ára gamall, illa haldinn, fátækur óreglumaður. Al Capone varð ekki gamall heldur og sat ekki af sér fullan dóm fyrir „skattsvik“ eins og lögin létu það heita þá. Og hvernig skyldi ástandið vera í Síkakó einum sjötíu árum síðar? Um síðustu helgi, sem var sem Handritið er til, próförk hefur verið lesin, en gengur dæmið upp? ’ Biden er næstur á undan Cuomo í staf- rófinu. Nú er komið að honum. Upphaf söguþráðar mun auðvitað ganga út á þetta venjulega, að það sé samsærisrugl að eitthvað hafi verið að hjá Biden þar til nú á haust- mánuðum. Reykjavíkurbréf27.08.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.