Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.08.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.8. 2021
LESBÓK
ENDURKOMA Það var þungt högg fyrir aðdáendur ensku
leikkonunnar Nicolu Walker þegar persóna hennar, Cassie
Stuart rannsóknarlögreglumaður, var skrifuð út úr glæpa-
þáttunum Unforgottten, sem sýndir hafa verið hér á landi. Þeir
sömu geta nú tekið gleði sína á ný því á dögunum voru frum-
sýndir flunkunýir glæpaþættir í Bretlandi með Walker í
aðalhlutverki. Annika nefnast þættirnir og fer okkar
kona með hlutverk Anniku Strandhed sem fer fyrir
morðdeild skosku strandlögreglunnar. Fyrstu viðbrögð
hafa verið jákvæð og gefur blaðið The Guardian þátt-
unum fjórar stjörnur af fimm og ber sérstakt lof á Wal-
ker. Gagnrýnandanum þykir þó starfsheiti Anniku álíka
ótrúverðugt og ráðgjafi Alexanders Lúkasjenkós í
mannréttindamálum.
Yfir í strandmorðin
Nicola Wal-
ker í spari-
fötunum.
AFP
GLEÐI Jæja, þá er sjö ára bið eftir nýrri
breiðskífu frá þrasströllunum í Exodus senn
á enda en Persona Non Grata kemur í allar
betri plötubúðir 19. nóvember næstkomandi.
Hún er sú ellefta í röðinni en bandið var
stofnað árið 1979. Gerð nýju plötunnar hefur
meðal annars tafist vegna skuldbindinga gít-
arleikarans Garys Holts, Garðars í Holti, með
Slayer, áður en það bræðraband Exodus
lagði upp laupana, og veikinda trommarans
Toms Huntings. Nú síðast stöfuðu tafirnar
víst af því að öllum helstu vínylverksmiðjum
vestra var lokað í fyrra vegna heimsfarald-
ursins og eru þær rétt að ná sér á strik aftur.
Nýtt efni loks væntanlegt frá Exodus
Gary Holt hinn geðþekki gítarleikari Exodus.
AFP
Meg Ryan naut vinsælda á sinni tíð.
Biður Ryan
afsökunar
IÐRUN Michael Parkinson hefur
beðið leikkonuna Meg Ryan afsök-
unar á framferði sínu í viðtali sem
hann tók við hana í spjallþætti sínum
í breska ríkissjónvarpinu, BBC, fyrir
átján árum. Viðtalið er frægt að en-
demum enda lá afskaplega illa á
þeim báðum við þetta tækifæri.
Ryan var að kynna erótíska tryllinn
In the Cut og Parkinson þótti ber-
sýnilega hvorki mikið til mynd-
arinnar né leikkonunnar koma. „Ég
vildi óska þess að ég hefði ekki misst
stjórn á skapi mínu við Meg Ryan,“
tjáði hinn 86 ára gamli Parkinson
Radio Times. „Ég hefði átt að vera
kurteisari. Ég var greinilega reiður
út í hana og það er ekki mitt hlut-
verk að vera reiður við gesti mína.
Ég virkaði fullur yfirlætis og hefði
átt að gera betur.“
F
jölskyldan hafði ekki heyrt í
honum í nokkra daga og bað
því fyrrverandi kærustu hans
að huga að honum, þar sem hann bjó
einn. Um leið og hún hleypti sér inn
gerði hún sér grein fyrir því að hann
væri allur; óþefurinn sem mætti
henni gaf það ótvírætt til kynna.
Símtalið í neyðarlínuna var því í
raun formsatriði; of seint var að
grípa inn í.
Trymbillinn Joey Jordison var að-
eins 46 ára þegar hann lést í svefni á
heimili sínu í Bandaríkjunum 26. júlí
síðastliðinn. Hann hafði glímt við van-
heilsu um tíma, greindist með tauga-
sjúkdóm, sem kallast þverlæg merg-
bólga og lýsir sér í bólgum við
mænuna, árið 2015 og þurfti um tíma
að hætta að spila, auk þess sem hann
missti mátt í öðrum fætinum. Með
endurhæfingu komst hann þó aftur
þangað sem honum leið best – á bak
við trommusettið. Í neyðarlínu-
Hverjum
tromman
glymur
Eins og fjölmörg dæmi sanna þá virðist það að
vera trymbill í vinsælli rokkhljómsveit ekki endi-
lega vera ávísun á langlífi. Nú nýlega misstum við
hinn hæfileikaríka Joey Jordison, sem frægastur
er fyrir veru sína í málmbandinu Slipknot.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
John Bonham í essinu sínu á tónleikum Led Zeppelin í Laugardalshöllinni á
Listahátíð í Reykjavík sumarið 1970. Hann lést aðeins 32 ára að aldri.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Colin Trevor Flooks, betur þekktur undir listamannsnafninu sínu
Cozy Powell, lést í bílslysi árið 1998 fimmtugur að aldri. Hann var
mjög eftirsóttur trommari á sinni tíð og lék meðal annars með The
Jeff Beck Group, Rainbow, Robert Plant, Whitesnake og Black Sab-
bath. Tony Iommi, forsprakki síðastnefnda bandsins, fjallar um and-
lát Powells í endurminningum sínum, Iron Man.
Þar kemur fram að Powell hafi verið undir árif-
um áfengis þegar gift kona sem hann var að slá
sér upp með hringdi og bað hann um að koma í
hvelli. Powell mun hafa rokið af stað. Þar sem
hann brunaði eftir M4-hraðbrautinni nærri Bri-
stol hringdi vinkonan aftur til að grennslast
fyrir um hvar hann væri staddur. „Ég er á
leiðinni,“ á hann að hafa sagt og síðan: „Hver
djöfullinn!“ Þá heyrðist hátt brothljóð.
Powell var ekki í bílbelti og flaug út um fram-
rúðuna. Hann var úrskurðaður látinn á vett-
vangi. Hvaðan Iommi hefur þessar nákvæmu
upplýsingar liggur ekki fyrir.
Þá heyrðist hátt brothljóð
Cozy Powell.
sa