Morgunblaðið - 15.09.2021, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 216. tölublað . 109. árgangur .
ÁTTA GÆÐA–
MYNDIR Í FYRIR
OPNU HAFI
ENDURSKIPU-
LAGNING HAGA
KOMIN Á VEG
RIFF NÁLGAST 33 VIÐSKIPTI 12 SÍÐURM-GJÖFIN 30-31
RENAULTEXPRESS
NÝR
Fyrir kröfuharða fagaðila
5ÁRAÁBYRGÐ!
Renault ExpressDísil (5,1 l/100 km*), beinskiptur,
Verð: 2.733.870kr. ánvsk. –Verð: 3.390.00 kr.
BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
7
4
3
1
*Drægni miðast við uppgefnar tölur framleiðanda samkvæmt nýjum WLTP staðli um drægni í raunvegulegum aðstæðum.
_ „Í sameinuðu sveitarfélagi væri
ekki endilega tryggt að nægileg
áhersla væri lögð á þau brýnu hags-
munamál sem þarf að vinna að
hér,“ segir Einar Freyr Elínarson,
oddviti í Mýrdalshreppi.
Einar Freyr tilkynnti á kynning-
arfundi fyrir kosningu um samein-
ingu fimm sveitarfélaga á Suður-
landi að hann myndi ekki kjósa með
sameiningunni. Samhliða kosn-
ingum til Alþingis um aðra helgi
verður kosið um sameiningu Rang-
árþings eystra, Rangárþings ytra,
Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og
Ásahrepps. Yfirlýsing Einars kom
fulltrúum hinna sveitarfélaganna í
opna skjöldu á fundinum.
Einar Freyr sagði að sá ávinn-
ingur sem fengist með stærra sveit-
arfélagi væri óljós. „Hættan er sú
að í stóru sveitarfélagi beri freist-
ingin til þess að hagræða menn of-
urliði.“ »12
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vík í Mýrdal Brýn hagsmunamál bíða úr-
lausnar að mati oddvita sveitarfélagsins.
Oddvitinn kýs ekki
með sameiningu
_ Flokkur fólks-
ins vill breyta nú-
verandi kerfi í
kringum per-
sónuafslátt ein-
staklinga og
flytja með því á
sjötta tug millj-
arða frá launa-
fólki með 600
þúsund krónur
eða meira í mánaðarlaun til þeirra
sem lakari hafa kjörin.
Þetta segir Inga Sæland, formað-
ur flokksins, sem er viðmælandi
Dagmála í dag. Segir hún slíka
breytingu réttláta og sanngjarna.
Útfærslan verði með því móti að
persónuafslátturinn minnki eftir
því sem ofar kemur í launastig-
anum og við ákveðin mörk njóti há-
launafólks engrar ívilnunar af
hendi skattkerfisins.
Þá vill Flokkur fólksins hækka
skattleysismörk launatekna í 350
þúsund á mánuði. Metur flokkurinn
það svo að ríkissjóður þurfi þá að
bæta sveitarfélögum tapað útsvar
upp á u.þ.b. 30 milljarða árlega.
Skattar hækki á
laun yfir 600 þús.
Inga Sæland
Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar felldu í
gærkvöldi alls níu aspir á eyjum við Austurveg á
Selfossi, aðalgötu bæjarins. Trén þóttu skyggja á
og jafnvel skapa hættu við gangbrautirnar yfir
götuna. Því var brugðist við, en óskir um úrbæt-
ur bárust bæði frá Vegagerð og lögreglu. Verkið
var þó umdeilt og í kveðjuskyni faðmaði Ragn-
hildur Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og íbúi
á Selfossi, eina öspina áður en látið var til skarar
skríða með verkfæri. Í gærkvöldi og fram á nótt-
ina var lokað fyrir umferð um Austurveg, þar
sem færri tré skyggja nú á. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Faðmaði fallandi ösp við Austurveginn á Selfossi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir mikla hækkun raf-
orkuverðs á norræna markaðinum
hafa aukið áhuga erlendra aðila á
fjárfestingu á Íslandi.
„Þessi þróun styrkir samkeppnis-
stöðu Íslands og gerir það að verk-
um að fyrirtæki horfa í auknum mæli
til Íslands,“ segir Hörður.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
HS Orku, segir aðspurður að eftir-
spurnin eftir orku erlendis frá hafi
aukist, í kjölfar þess að raforkuverð
hækkaði á mörkuðum ytra.
Þurfa nýja Suðurnesjalínu
Erlendir aðilar hafi m.a. áhuga á
að framleiða vetni. Mörg verkefnin
þurfi hins vegar mikla orku og því sé
afhendingargetan á Suðurnesjum
flöskuháls, sem kalli á að
Suðurnesjalína númer 2 verði reist.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur, telur rétt að stíga
varlega til jarðar í þessum efnum.
„Varðandi eftirspurnina að utan
er það grundvallarmál að við hlaup-
um ekki eftir því hverjir vilja kaupa
rafmagn. Við eigum sjálf að finna
jafnvægi milli nytja og náttúru-
verndar. Því miður hefur ramma-
áætlun ekki staðið undir þeim vænt-
ingum sem til hennar stóðu.“
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samáls, segir útflutningstekjur ál-
vera á Íslandi hafa numið um 210
milljörðum í fyrra. Þar af hafi inn-
lendur kostnaður verið 93 milljarðar.
Ætla megi að þessar fjárhæðir
hækki verulega með hærra álverði.
Íslenska orkan eftirsótt
- Áhuginn ytra eykst - Orkuverð á uppleið - Forstjóri OR kallar eftir stefnu
MViðskiptaMogginn
Margfalt hærra verð
» Meðalverð á megavattstund
á norrænum orkumarkaði
(NordPool) hefur margfaldast.
» Þannig hefur það hækkað úr
11 evrum að meðaltali í fyrra í
42 evrur á fyrri hluta ársins.
» Verðið var 109 evrur í gær
en var til samanburðar 2,35
evrur að meðaltali í júlí í fyrra.
AGLA MARÍA
BESTI LEIKMAÐ-
URINN Í SUMAR