Morgunblaðið - 15.09.2021, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR PLÚS+
Öflugri undirstöður
DVERGARNIR R
Dvergarnir plús+ henta vel undir merkingar
og skilti. Ofan á þá er hægt að festa úrval
af tengistykkjum, t.d. fyrir skiltarör eða
kaðalgrip til afmörkunar.
NAGGUR PLÚS+ PURKUR PLÚS+ TEITUR PLÚS+
ÁLFUR
PLÚS+
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
„Heilbrigðismálin og samgöngur eru stóru málin hér,“ segir
Geir Jón Þórisson í Vestmannaeyjum. „Sjúkrahúsið þarf að
efla, í dag er þetta lítið meira en heilsugæslustöð. Margvís-
lega þjónustu þarf jafnan að sækja suður og þá er slæmt að
ætlunarflug hingað hafi verið lagt af. Siglingar með Herjólfi
í Landeyjahöfn ganga vel. Við þurfum þó líka flug og þar
þarf ríkið að koma inn með einhvern stuðning.“
Ríkið styðji áætlunarflug
„Mikilvægt er að styrkja stöðu landsbyggðarinnar í heild,“
segir Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla á Laug-
arvatni. „Standa þarf vörð um að skólar út um landið eflist,
svo mikilvægir eru þeir við búsetuval. Þá er mikilvægt að
horfa til nýsköpunar í landbúnaði. Stóra verkefnið er annars
að hlúa vel að unga fólkinu og standa um það vörð; svo sem
með því að verja meiru fé í alhliða forvarnir.“
Unga fólkið og nýsköpunarstarf
„Atvinnulíf hér þarf að vera fjölbreyttara og að því ber að
vinna með nýsköpun ýmiskonar,“ segir Guðbjörg Krist-
mundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur. „Starfsemi tengd fluginu er mikilvæg, en við megum
ekki vera háð henni um of. Efling heilbrigðisþjónustu hér á
svæðinu er annað brýnt málefni og svo þarf fleiri valkosti í
húsnæðismálum; með byggingu ódýrra íbúða. “
Fleiri valkosti í húsnæðismálum
„Flugsamgöngur skipta landsbyggðina miklu og ég styð þau
sem stuðla að því að áfram verði flugvöllur í Reykjavík,“ seg-
ir Vigdís Borgarsdóttir, umboðsmaður flugfélagsins Ernis á
Höfn. „Réttindamál eru mikið rædd fyrir kosningar og
ómögulegt annað en að styðja slíka baráttu. Þá þurfum við að
vinna gegn hlýnun andrúmsloftsins. Vatnajökull gefur stöð-
ugt eftir, eins og við Hornfirðingar sjáum vel.“
Vatnajökull gefur stöðugt eftir
Hvað brennur á íbúum?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls eiga 38.424 manns atkvæðisrétt
í Suðurkjördæmi, eða 15,09% kjós-
enda á landinu. Fólkið býr á svæðinu
frá Vatnsleysuströnd og austur fyrir
Hornafjörð; í landshluta þar sem að-
stæður, svo sem í atvinnuháttum og
menningu, eru mjög ólíkar milli
staða. Vegalengdir eru miklar og
fjarri er að kjördæmið sé samfélags-
leg heild; nema að í umboði íbúa sitja
á Alþingi 10 fulltrúar, sem valdir
verða um aðra helgi.
Skipta má kjördæminu í fernt;
það er Suðurnes, Suðurlandssléttan,
Vestmannaeyjar og austan Skeiðar-
ársands er Vatnajökulssvæðið. Milli
Þjórsár og Lómagnúps eru Ása-
hreppur, Rangárþing ytra og eystra
og Mýrdals- og Skaftáhreppur;
sveitarfélög sem áhugi er á að sam-
eina. Jafnhliða þingkosningum
greiða íbúar í framangreindum
byggðum atkvæði um tillögu sem
miðar að því að til verði Sveitarfé-
lagið Suðurland. Í umræðum um
hugsanlega sameiningu koma vega-
mál oft til tals, eins og að malarvegir
í sveitunum verði byggðir upp og
lagt slitlag á þá.
Þjónusta fylgi fólksfjölgun
Í Reykjanesbæ búa nú um 20 þús-
und manns og hefur íbúum fjölgað
um þriðjung á sjö árum. „Þessi
mikla fjölgun kallar á uppbyggingu
sem ríkið þarf að koma að, eins og
við höfum rætt við bæði frambjóð-
endur og ríkisstjórn,“ segir Kjartan
Már Kjartansson, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ.
„Opinber þjónusta á að fylgja
fólksfjölgun og þar þokast mál í
rétta átt, sbr. að heilbrigðisráðherra
hefur upplýst að heilsugæslustöð, til
viðbótar þeirri sem fyrir er, verði
stofnsett á næstu misserum. Einnig
er mikið fjallað um atvinnuástand,
sem lagast eftir því sem Covid fjar-
lægist og starf á flugvellinum tekur
betur við sér.“
Æðakerfi samfélags
„Stöðugleiki í stjórnarfari og efna-
hagsmálum er mikilvægt kosninga-
mál,“ segir Helgi Kjartansson, odd-
viti Bláskógabyggðar.
„Stjórnmálamenn þurfa að vinna
með okkur að endurreisn ferðaþjón-
ustu. Í Covid misstum við hér í sveit
út marga tugir starfa í þeirri grein
sem nú þarf að endurheimta. Þá eru
góðar samgöngur mikilvæg und-
irstaða ferðaþjónustu og margs
fleira úti í dreifbýlinu. Eru æðakerfi
samfélagsins, eins og frambjóð-
endur sem við sveitarstjórnarfólk
ræðum við skilja vel,“ segir Helgi
um viðhorf og áherslur sem heyra
má víða annars staðar. Þannig tala
Suðurnesjamenn nú um mikilvægi
þess að ljúka breikkun Reykjanes-
brautar, á Árborgarsvæðinu er kall-
að eftir að framkvæmdir við nýja
Ölfusárbrú hefjist sem fyrst og aust-
ur á Hornarfirði greindi bæjarstjóri
nýlega frá því að grafa þyrfti út
sandfyllta innsiglingu. Í Eyjum hafa
margir áhyggjur af heilbrigðisþjón-
ustu þar, sem þarf að vera sjálfbær,
aðstæðna vegna á eylandi. Hags-
munir landbúnaðar koma einnig oft
til tals í pólitík í Suðurkjördæmi.
Úrslit kosninga í okt. 2017 Þingmenn og fylgi nú skv. könnunum MMR 18. ágúst til 10. sept.
5.230 atkv. 18,6% 2 þingm. B – Framsókn 16,7% 2 þingm.
871 atkv. 3,1% C – Viðreisn 7,9% 1 þingm.
7.056 atkv. 25,2% 3 þingm. D – Sjálfstæðisflokkur 24,5% 3 þingm.
2.509 atkv. 8,9% 1 þingm. F – Flokkur fólksins 7,7%
J – Sósíalistaflokkur 7,9%
3.999 atkv. 14,3% 1 þingm. M – Miðflokkur 13,0% 2 þingm.
1.985 atkv. 7,1% 1 þingm. P – Píratar 5,9%
2.689 atkv. 9,6% 1 þingm. S – Samfylking 8,5% 1 þingm.
3.321 atkv. 11,8% 1 þingm. V – Vinstri-græn 7,9% 1 þingm.
Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá
Árborg 7.511
Ásahreppur 152
Bláskógabyggð 652
Flóahreppur 483
Grímsnes- og Grafningshr. 2.138
Grindavíkurbær 365
Hornafjörður 870
Hrunamannahreppur 302
Hveragerði 538
Mýrdalshreppur 325
Sveitarfélag Fjöldi á kjörskrá
Ölfus 1.542
Rangárþing eystra 1.202
Rangárþing ytra 1.180
Reykjanesbær 11.706
Skaftárhreppur 351
Skeiða- og Gnúpverjahr. 413
Suðurnesjabær 133
Vestmannaeyjar 3.067
Vogar 351
Samtals 38.424
Sigurður Ingi
Jóhannsson
B
Jóhann Friðrik
Friðriksson
B
Guðbrandur
Einarsson
C
Ásmundur
Friðriksson
D
Guðrún
Hafsteinsdóttir
D
Vilhjálmur
Árnason
D
Oddný Harðardóttir
S
Hólmfríður Árnadóttir
V
Birgir Þórarinsson
M
Erna Bjarnadóttir
M
Talning atkvæða
verður á Selfossi
Suðurnes
Suðurland ogVestmannaeyjar
Skaftafellssýslur
Íbúafjöldi:
59.583
Fjöldi á kjörskrá:
38.424
Suðurkjördæmi
Fjöldi sveitarfélaga: 19
sem er fjölgun um 2.270
frá kosningunum í okt. 2017
Fjöldi þingsæta: 10
(þar af eitt jöfnunarþingsæti)
Kjörsókn í okt. 2017: 80,0%
Stöðugleiki mikilvægt kosningamál
Frá Suðurnesjum til Horna-
fjarðar. 15% kjósenda á
landinu eru í Suðurkjör-
dæmi. Aðstæður milli
svæða afar ólíkar. Atvinnu-
líf eftir veiru og vegamál
víða rædd fyrir kosningar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Árborg Mörg spennandi verkefni til vaxtar og viðgangs, svo sem í ferða-
þjónustu, í Suðurkjördæmi. Bygging nýs miðbæjar á Selfossi er eitt þeirra.