Morgunblaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Það voruð þið sem gerðuð það. Kjós-
endurnir sýndu okkur traust. Við mun-
um breyta Noregi … og heiminum,“
sagði Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska
Verkamannaflokksins, í sigurræðu
sinni eftir hreinan stórsigur flokksins í
norsku stórþingskosningunum um
helgina.
Hægriflokkur Ernu Solberg sá vart
til sólar í þessum kosningum miðað við
fyrri árangur og lauk keppni með 20,37
prósentum atkvæða á móti 26,26 pró-
sentum Støre og Verkamannaflokksins
eftir átta ár Solberg og Hægriflokks
hennar við kjötkatlana. Nokkuð sem
telja má óvenjulegt í Noregi þar sem
vindarnir hafa löngum blásið til vinstri.
Hvað táknar þá ný vinstristjórn fyrir
norskan almenning, nokkuð sem síðast
sást þegar Jens Stoltenberg stjórnaði
landinu?
Fólk fastráðið
Eitt af því sem Støre og Verka-
mannaflokkurinn leggja mikla áherslu
á er að horfið verði frá tímabundnum
ráðningum á vinnumarkaði, fólk skuli
einfaldlega fastráðið þegar sýnt sé
fram á að þörf sé fyrir fastar stöður, at-
riði sem hefur til dæmis verið umdeilt
við olíuvinnslu í Vestur-Noregi þar sem
svokallaðar innleigustöður hafa tíðkast
um árabil, en með þeim er hægt að
„skila“ starfsfólki til starfsmannaleiga
eða fasts vinnuveitanda með engum
fyrirvara og tilheyrandi tapi á yfirvinnu
og öðrum hlunnindum.
Fyrsta janúar 2020 fækkaði norsk-
um fylkjum úr 19 í 11. Þetta gæti
breyst í stjórnartíð Verkamanna-
flokksins, sem líkast til mun mynda
stjórn með Miðflokknum og Sósíalíska
vinstriflokknum. Afstaða flokkanna
þriggja er að íbúarnir skuli ráða um
sameiningarmál og hefur þar samein-
ing norðurnorsku fylkjanna Troms og
Finnmerkur verið nefnd sem dæmi, en
henni var mótmælt harðlega og var í
raun þröngvað upp á íbúana í stjórnar-
tíð Ernu Solberg.
Útkallstími styttur
Íslenskir fjölmiðlaneytendur minn-
ast margir hverjir hörmulegs máls í
Mehamn vorið 2019 þegar íslenskur
sjómaður skaut hálfbróður sinn til
bana, ef til vill fyrir slysni, þannig var
málið dæmt, sökunautur var þar einn
til frásagnar. Var lögregla fylkisins
harðlega gagnrýnd fyrir að vera rúmar
40 mínútur á staðinn vegna þess hve
langt er milli lögreglustöðva nyrsta
fylkis Noregs. Støre hyggst fjölga lög-
reglustöðvum og stytta útkallstíma lög-
reglu.
Hvorir tveggju, Sósíalíski vinstri-
flokkurinn og Verkamannaflokkurinn,
vilja bæta tannheilsu Norðmanna og
láta Tryggingastofnun Noregs, Folket-
rygden, greiða stærri hluta nauðsyn-
legra tannviðgerða en tíðkast hefur.
Flokkarnir eru þó ekki á eitt sáttir um
greiðsluhlutfall hér.
Hvað með fóstureyðingar?
Foreldrar, sem hafa sótt um leik-
skólapláss og eru á biðlista eftir því,
eiga að sögn Miðflokksins að fá styrk til
að greiða dagmæðrum meðan beðið er,
þessu er Verkamannaflokkurinn hins
vegar ekki sammála.
Sósíalíski vinstriflokkurinn og
Verkamannaflokkurinn deila enn frem-
ur um fóstureyðingar. Flokkarnir eru
sammála um að leggja niður nefnd sem
úrskurðar um réttmæti fóstureyðinga
allt fram að 18. til 22. viku meðgöngu,
Miðflokkurinn vill hins vegar að konur
taki sjálfar ákvörðun til og með 12.
viku, en vill halda nefndinni, þó þannig
að farið sé yfir verklagsreglur og nafn
hennar.
Eins vilja nýju stjórnarflokkarnir
lækka rafmagnsverð til almennings,
banna sölu bifreiða sem ganga fyrir
jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi 2025 og
hækka fjármagnstekjuskatt þannig að
þeir efnamestu borgi mest. Þetta eru
stóru línurnar hjá nýrri norskri ríkis-
stjórn Støre.
AFP
Sigur Jonas Gahr Støre virðir fyrir sér fallegan vönd af kratarósum eftir
stórsigur Verkamannaflokksins í norsku þingkosningunum um helgina.
„Við munum breyta Noregi“
- Verkamannaflokkur Støre vann stórsigur - Fylkjum í Noregi gæti fjölgað á ný - Styttri útkallstími
lögreglu - Ríkið taki aukinn þátt í tannlækningum - Fóstureyðingar, leikskólabið og járnbrautir breytast
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hinn 23 ára gamli Raul Hernandez
Perez, sérfræðingur (Spc.) í Banda-
ríkjaher, hefur játað að hafa myrt
eiginkonu sína með hrottalegum
hætti. Ódæðið var framið í janúar
síðastliðnum og viðurkenndi hann
verknaðinn nýliðinn mánudag. Á
hann nú yfir höfði sér minnst 50 ára
fangelsi. Hin látna hét Selena Roth,
25 ára gömul.
Réttarhöldin fara fram á herstöð-
inni Schofield á Havaí. Hefur Perez
þegar lýst fyrir dómi hvernig hann
braut höfuðkúpu eiginkonu sinnar
með hafnaboltakylfu á meðan hún
svaf. Veitti hann henni fjögur öflug
högg. Greint er frá þessu í hermiðl-
inum Stars and Stripes, sem starfar
með heimild bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins.
Í umfjölluninni lýsir Perez því
hvernig hann virti eiginkonu sína
fyrir sér eftir að hafa veitt henni
fjögur þung högg í höfuðið.
„Ég fylltist skelfingu því ég hélt
hún væri enn á lífi,“ sagði hann. En
því næst fór Perez inn í eldhús, sótti
þangað hníf og stakk eiginkonu sína
fjórum sinnum.
Kom hann svo líki
hennar fyrir í
stórum poka og
blandaði rusli
saman við. Her-
lögreglan fann
svo jarðneskar
leifar Selenu
Roth þremur
dögum síðar.
Hafði hennar þá verið leitað.
Ættingjar beggja segjast vera
harmi slegnir yfir verknaðinum.
„Að vera myrtur af ókunnugum
eru döpur örlög en að vera myrtur af
einhverjum sem maður elskar er
hreinn harmleikur,“ hefur miðillinn
eftir ættingja hinnar látnu.
Myrt á árs afmælinu
Perez og Roth giftu sig 9. janúar
árið 2020 og bendir allt til að hjóna-
bandið hafi verið stormasamt frá
fyrstu stundu. Sótti Perez um skiln-
að í október sama ár og nálgunar-
bann í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta
hittust þau á eins árs brúðkaupsaf-
mælinu, héldu upp á daginn og gistu
saman. Var það þá sem Perez lét
verða af ódæðinu.
Gekkst við morði
á eiginkonu sinni
- Fær minnst 50 ára fangelsisdóm
Raul H. Perez
Vígahópur íslamista var
leystur upp í Marokkó ný-
verið þegar löggæslusveitir
handsömuðu þrjá karl-
menn. Eru þeir sagðir hafa
lagt á ráðin um hryðjuverk
og opinbera aftöku á emb-
ættismanni þar í landi.
Handtökurnar fóru fram í
borginni Errachidia í suð-
urhluta landsins, að því er
fram kemur í umfjöllun
fréttaveitu AFP.
Í húsleit lögreglu fundust meðal annars
vopn, feluklæðnaður og trúar- og áróðursrit
íslamista. Hinir handteknu eru á aldrinum 21
til 37 ára. Meðal þess sem rannsókn lögreglu
beinist að eru tengsl þessa hóps við hópa ann-
ars staðar í heiminum.
MAROKKÓ
Komið í veg fyrir ódæði
vígamanna íslamista
Bænir Íslamskir
vígamenn.
Þessi órangútan virtist heldur
ósáttur við læknisskoðunina sem
hann fékk á dögunum, en hann er
einn margra apa sem þurftu að þola
sýnatöku við Covid-19 í Malasíu.
Voru aparnir sendir í próf eftir að
starfsmaður dýragarðs greindist
jákvæður fyrir veirunni. Að sögn
fréttamiðla í Malasíu greindust
órangútanaparnir þó neikvæðir.
„Að skima fyrir Covid-19 hefur
reynst mikilvægt verkfæri í barátt-
unni við faraldurinn og er það einn-
ig mikilvægt fyrir samfélag óran-
gútana,“ sagði dýragarðsmaður.
Samfélag
órangútana
var skimað
AFP
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
YFIRHAFNIR
FYRIR HAUSTIÐ
Stærðir 14-30 eða 42-58