Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021 ✝ Páll Ragnar Sveinsson fæddist í Reykja- vík 6. maí 1952. Hann lést á heimili sínu, Sóltúni 2, 21. ágúst 2021. Páll var sonur hjónanna Sveins Magnússonar, f. 1919, d. 1989, og Guðrúnar Sigur- jónsdóttur, f. 1926, d. 2005. Systur Páls voru Magnína, f. 1946, Guðrún Ragna, f. 1947, d. 2009, Sigrún, f. 1957, og Þuríður, f. 1963. Börn Páls eru Bjarghildur, f. 1973, hún á þrjú börn og tvö barnabörn; Jóna Magnea, f. 1975, hún á fjögur börn og þrjú barnabörn; og Jakob, f. 1981, hann á fjögur börn. Páll starfaði alla sína tíð við bifreiðaakstur og –viðgerðir, lengst af hjá GG og Klæðningu, og rak sjálfur um nokk- urra ára skeið flutningafyrirtæki en seinustu árin starfaði hann hjá ræktunar- sambandi Flóa og Skeiða eða þar til hann lét af störfum 2016 vegna veikinda. Útför Páls fer fram frá Digraneskirkju í dag, 15. sept- ember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku elsku Palli, mikið of- boðslega sakna ég þín enda varstu minn uppáhaldsbróðir og reyndar sá eini, ég var svo heppin að fá að vera í daglegu sambandi við þig síðastliðin ár og er endalaust þakklát fyrir þann tíma okkar. Ég á fullt af minningabrotum um þig frá því ég var lítil þar sem þú passaðir alltaf upp á mig og leyfðir mér að skottast með þér hvert sem var þrátt fyrir 12 ára aldursmun. Ég man hvað ég beið spennt eftir þér á kvöldin þegar þú komst heim úr vinnunni og þitt fyrsta verk var að taka hjálpardekkin af hjólinu mínu því ég var víst fullung til að hjóla hjálparlaust, enda voru þau alltaf komin á að morgni næsta dags. Bílar og alls konar farartæki voru þitt líf og yndi og var al- veg sama hvort þú varst að keyra eða gera við; það lék allt í höndunum á þér, þannig að það kom engum á óvart að þú gerðir þungavinnuflutninga að ævistarfi þínu ásamt því að gera við bílana og var umtalað hvað bílarnir þínir voru alltaf glansandi og hreinir. Þegar ég fékk loksins bílpróf þá var það ekki svo sjaldan að mamma þurfti að koma klesst- um og lemstruðum bílum til þín og þú varst alltaf snöggur að rétta, teygja og mála og skila þeim heilum til baka. Ófáir voru bílasölurúntarnir okkar í gegnum tíðina og má segja að þú hafir smitað mig smávegis af krónískri bíladellu og gátum við oft talað vel og lengi um alls lags bílamál. Palli var ekki maður margra orða og lagðist alls konar orða- gjálfur ekki vel í hann og leið honum oftast bara best í þögn- inni. Þannig gat hann setið með manni án þess að tala mikið, bara njóta nærverunnar, og aldrei heyrði ég hann hnjóða í annað fólk. Palli átti flutningafyrirtæki á Suðurlandi í nokkur ár við mjög góðan orðstír og minnast sveitungarnir hans enn í dag með hlýju og umtalað hversu greiðvikinn hann var og bón- góður. Líf hans var ekki alltaf dans á rósum og oft kom mótlætið á hann af fullum þunga og var þá oft mjög erfitt að horfa upp á þennan dagsfarsprúða mann kunna ekki að taka á hlutunum og rétta úr sér. Seinustu árin hafa verið honum mjög þung- bær þar sem hver veikindin á eftir öðrum dúkkuðu upp, en alltaf var hann staðráðinn í því að sigra þessar baráttur. Mað- ur skildi oft ekki hvernig hon- um tókst að rísa upp aftur og aftur, stundum var maður á því að hann hefði níu líf eða fleiri. Í þessari baráttu þinni áttir þú mjög erfitt með að biðja okkur um aðstoð því þú vildir ekki vera byrði á okkur. Ég hefði svo verið til í að eyða fleiri stundum, fleiri mín- útum með þér, en þessi tími okkar og samvera skilur eftir sig svo stóra innistæðu í minn- ingabankanum sem ég get yljað mér við þegar ég þarf. Þú varst ekki bara bróðir minn heldur líka minn besti vinur og ekkert sem ég gat ekki talað um við þig. Eins met ég mikils það trúnaðartraust sem þú sýndir mér seinustu árin og ætla ég eftir bestu getu að feta í spor þín hvað varðar manngæsku og réttsýni. En svo kom að því að Palli gat ekki meir og kvaddi okkur á fallegu laugardagssíðdegi. „Elsku hjartans Palli minn,“ eins og mamma kallaði þig, vonandi hefurðu það gott í sum- arlandinu og færð fullt af knúsi frá fólkinu þínu sem beið þar. Ég veit við eigum eftir að hitt- ast aftur en þangað til kveð ég þig eins og við kvöddumst allt- af: Sjáumst … Love you. Þín systir, Þuríður. Páll Ragnar Sveinsson Þegar Hlynur flutti í Garðabæ var hann ekki lengi að heilla vinahóp- inn! Hann var stór, svalur skóg- arbjörn sem gat tekið upp golf- kylfu og nánast slegið golfkúlu frá GKG yfir á GO. Svo var hann þar að auki með liðleika á við fimleikakonuna Simone Bi- les. Þessi stóri strákur gat án djóks staðið kyrr og sparkað í hausinn á sjálfum sér! Hlynur kom alltaf vel fram í samskipt- um við annað fólk, einkar kurt- eis en samt léttur og ljúfur húmoristi sem allir kunnu vel við. Hann var mikill Arsenal- maður og afar fróður um nánast allar íþróttir! Hann hafði mik- inn áhuga á landafræði, mann- kynssögunni, mönnum eins og Gandhi, Bruce Lee og Bob Mar- ley, tónlist, veiði, dýrum, og þá sérstaklega hundum og fuglum. Mér er það minnisstætt þegar við vorum 17 ára og fórum í sumarbústaðaferð með krökk- um úr FG og Versló. Strákarnir voru rosa spenntir að komast sem fyrst upp í bústað, fá sér bjór og kynnast verslóstelpun- um. Þegar við komum loks í bú- staðinn fóru allir að klæða sig í djammgallann nema Hlynur, hann kom fram klæddur í úti- vistarföt, gönguskó og með kíki og sagðist ætla að byrja á að skoða náttúruna og fuglalífið. Hlynur var nefnilega einfari í eðli sínu. Hann eyddi t.d fleiri en einum áramótum með Gumma að spila Football Mana- ger! Honum fannst fátt skemmtilegra en að vera einn úti í náttúrunni en honum leið líka best með sínum nánustu. Á unglingsárunum eyddum við nánast öllum stundum saman. Eitt af því dýrmætasta sem Hlynur Þór Haraldsson ✝ Hlynur Þór Haraldsson fæddist 31. ágúst 1985. Hann lést 2. september 2021. Útförin fór fram 10. september 2021. Hlynur kenndi okkur vinunum var að eyða hvorki tíma né orku í eitt- hvert kjaftæði en hann gerði það svo sannarlega ekki. Svona var Hlyn- ur, hann kom alltaf til dyranna ná- kvæmlega eins og hann var klæddur! Hlynur var púslið sem fullkomnaði vinahópinn! Það kannski lýsir honum hvað best að þrátt fyrir að hafa verið ótrúlega hæfileikaríkur golfari þá ákvað hann að hætta að spila og gerast golfkennari. Hann sagði: „Ég nenni ekki að vera í þessari snobbíþrótt ef ég má ekki keppa í gallabuxum og hlusta á Bob Marley, ég meina ég er með heyrnartól, það er ekki eins og ég sé að trufla ein- hvern.“ Hann lét heldur betur til sín taka í golfsamfélaginu hér heima og í Noregi. Það elskuðu allir Hlyn, börn, ung- lingar og fullorðnir, enda var hann stór bangsi með stórt hjarta. Hlynsa langaði alltaf til að eignast börn, góða konu, ein- býlishús í sveitinni og tvo hunda. Draumurinn rættist þegar hann kynntist Fríði! Hlynur er og verður alltaf einn af okkur og það sama á við um fjölskylduna hans! Okkur vinunum finnst það minnisstætt hvað foreldrar okk- ar allra elskuðu Hlyn alveg sér- staklega mikið! Auðvitað elsk- uðu þau hina vinina líka, en það var bara eitthvað við Hlyn! „Heading into the nature in good company, thats what I call quality time.“ (Að fara út í nátt- úruna í góðum félagsskap er það sem ég kalla gæðastund.) (Hlynur Þór Haraldsson). Þínir allra bestu vinir, Ásgeir og Kristján, Andrés, Eysteinn, Friðrik Ari, Guðmundur Bjarki, Jóhann G., Jóhann M., Jónmundur, Pétur Örn, Reynald, Rögnvaldur, Steinar og Tómas. Haustferð með Gullfossi 1970. Ágætir safnamenn voru í ferðinni með skipinu. Ollu tíma- mótum í lífi mínu. Með skila- boðum frá Lárusi Sigurbjörns- syni, sem var um borð, til stjórnenda Borgarminjasafns Hamborgar var mér hleypt ókeypis inn í safnið er Gullfoss kom þangað frá Dublin þar sem Lárus sótti leikhús. Í reyksalnum til Írlands, meðan við Lárus vögguðumst í föstum stólunum í sjógangi, bar ég upp efni um Sig- urð málara og Guðmund Kamb- an. Á 2. farrými lenti ég í klefa þar sem Aðalgeir Kristjánsson var með koju af ódýrari tagi eins og ég sjálfur. Þetta nágrenni reyndist happadrjúgt fyrir mig Aðalgeir Kristjánsson ✝ Aðalgeir Krist- jánsson fæddist 30. maí 1924. Hann lést 18. júlí 2021. Útför Aðalgeirs fór fram 30. júlí 2021. unglinginn. Á Hafn- arslóð lóðsaði Aðal- geir mig á söfnin og á Ríkisskjalasafnið er hann átti erindi meðan Gullfoss lá í Köben. Ferð þessi var upphaf örlaga- ríkra kynna. Heim kominn til Reykja- víkur leit ég inn hjá Aðalgeiri í safna- húsinu gamla. Þar bundust bönd við ótal gesti og starfsfólk, m.a. Sigurgeir Þor- grímsson sem bar ábyrgð á för minni í sagnfræði og síðar þjóð- fræði í HÍ. Sjálfur lóðsaði ég Guðmund Sigurð Jóhannsson inn í manntöl Þjóðskjalasafns 1972. Kunnugir segja mér að sá dreng- ur hafi velt Hannesi Þorsteins- syni úr sessi sem mesta ættfræð- ingi Íslands en Guðmundur lagði grunn Íslendingabókar. Aðalgeir var ávallt tilbúinn að aðstoða mig með vinsemd. Fyrir það þakka ég honum að leiðarlokum. Skúli Magnússon sagnfræðingur. Siggi frændi hef- ur kvatt þennan heim eftir við- burðaríka ævi. Hann skilur eft- ir sig mikla arfleifð. Ef ég loka augunum sé ég hann fyrir mér með bros á vör, blik í augum og hatt á höfði. Yfirleitt alltaf glaður og eitthvað leiftrandi við hann. Alltaf að prófa eitthvað nýtt og plana til næstu árstíðar, næsta árs – eða lengra. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp með Sigga og Mundu sem nágranna og að alast upp með börnum þeirra, nánast eins og systkinum. Allir voru velkomnir á þeirra heimili og það var mikill samgangur á milli okkar krakkanna. Ég byrjaði að vinna hjá Sigga þegar ég var 5 ára og man það eins og það hefði gerst í gær. Að taka kálplöntur og rófuplöntur á pönnur til að planta inn í sumarið. Ég vann mörg sumur hjá Sigga og lærði mikið. Ekki bara um blómin og ræktunina sem var hans líf og yndi, heldur margt sem fylgir því að byggja upp fyrirtæki og stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Siggi og Munda voru með víðtækan atvinnurekstur, auk þess að halda stórt heimili og taka virkan þátt í félagslífi. Þau voru bæði félagslynd og nutu sín vel á hvers kyns mannamótum. Siggi var söng- maður góður og söng hátt og snjallt á góðri stundu – eins og hann átti kyn til. Haukur Mort- hens átti sterkan stuðnings- mann í Sigga. Ég leit mikið upp til Sigga og vann hjá honum vel fram eftir unglingsárum. Hvort sem það var ræktun sumarblóma, eða að rækta kál, rófur eða kartöflur. Fjárbú eða eggjabú. – Allt lék í Sigurður Gunnarsson ✝ Sigurður Gunnarsson fæddist 20. júní 1929 að Steins- stöðum Akranesi. Hann lést 3. sept- ember 2021. Útför hans fór fram 14. september 2021. höndunum á Sigga og viðfangsefnin fjölbreytt. Að byggja útihús, stál- grindarhús, gler- gróðurhús, pakka mold, taka upp rós- ir með endalausum þyrnum, fara með fullan heyvagn af blómum í Akra- borgina (á síðustu stundu!) og planta út rófum, kartöflum, hvítkáli og blómkáli. Öllu þessu kynntist maður hjá Sigga. Ekkert var ómögulegt og að fara ótroðnar slóðir var honum eðlislægt. Hann miklaði ekki hlutina fyrir sér og var skapandi í sínu um- hverfi. Framleiddi skrautblóm, þó ekki væri hann sjálfur mikið fyrir skreytingar í kringum sig. Þegar hann sagði sögur var sérstakt blik í augunum og svo færðist bros á vör þegar kom að hnyttnum sögulokum. Hann komst yfirleitt að kjarna máls- ins án langs formála. Hann var kjarnyrtur og sagði hug sinn. En alltaf kurteis þó hann væri beinskeyttur. Hann kenndi mér að gefast aldrei upp – og ef eitt- hvað misfærist að læra af því og prófa aftur. Það er lexía fyr- ir lífstíð. Maður fékk að ærslast og gera mistök æskunnar hjá Sigga. Hann var umburðarlynd- ur og uppbyggjandi. Hann treysti fólki sem hjá honum vann og hjálpaði því að þrosk- ast og dafna. Siggi hafði mót- andi áhrif. Bæði á sitt sam- ferðafólk og umhverfi. Ég minnist Sigga með mikilli hlýju og væntumþykju. Það er lýs- andi fyrir Sigga að svo lengi sem hann mögulega gat nostr- aði hann við þessa ástríðu sína – ræktun. Svo sannarlega ljós og hvatning fyrir okkur öll að gefast aldrei upp á að fylgja því sem elskum að fást við. Börnum og afkomendum votta ég innilega samúð. Sorgin er mikil en allar fallegu minn- ingarnar lifa. Bjarni Ármannsson (Baddi frændi). Við systur kynnt- umst Sigrúnu árið 2011 þegar hún kom inn í líf okkar fjöl- skyldunnar sem vinkona pabba. Sigrún var glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð og einstaklega smekk- leg. Það var auðvelt að kynnast henni því hún var opin og áhuga- söm um fólkið í kringum sig, var vel inni í öllu, glaðvær, hláturmild og vingjarnleg. Þá var hún sér- staklega hugulsöm og góð við okk- ur öll, bæði fullorðna fólkið og ekki síst börnin. Sigrún og pabbi nutu lífsins saman síðastliðin 10 ár og ferðuð- ust mikið innanlands og utan, sóttu tónleika og aðra viðburði, spiluðu golf og ræktuðu vinasam- Sigrún Gísladóttir ✝ Sigrún Gísla- dóttir fæddist 26. september 1944. Hún lést 1. september 2021. Útför hennar fór fram 10. september 2021. bönd. Samveru- stundirnar voru margar og ánægju- legar og þá gjarnan í sumarbústaðnum okkar og í fjöl- skylduboðum. Okk- ur er sérstaklega minnisstæð ánægju- leg ferð okkar systra og maka með pabba og Sigrúnu til Kaup- mannahafnar í til- efni af 75 ára afmæli pabba. Þar fór Sigrún með okkur um borgina sína og sýndi helstu kennileiti og bauð hún okkur í fallegu íbúðina sína þar sem við áttum notalega kvöldstund. Hún naut sín vel sem gestgjafi og við nutum góðs af þekkingu hennar og gestrisni. Við erum ríkari að hafa kynnst Sigrúnu og fengið að njóta sam- vista við hana í þessi 10 ár sem hefðu svo gjarnan mátt verða fleiri. Minningarnar um yndislega konu lifa í hjarta okkar. Guðrún, Guðlaug og Elísabet. Okkar yndislegi og ástkæri GRETTIR GRETTISSON rafiðnfræðingur, Ólafsgeisla 20a, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 6. september á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 16. september klukkan 13. Jenný Stefanía Jensdóttir Jens Grettisson Kolbrún Eva Sigurðardóttir Íris Rut Grettisdóttir Mosi Jenný Stefanía Jensdóttir Benjamín Darri Jensson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR MAGNÚSSON ljósmyndari, lést sunnudaginn 12. september. Útför verður auglýst síðar. Magnús Ingimundarson Brynhildur Ingvarsdóttir Gunnar Ingimundarson Hrund Sch. Thorsteinsson Bolli Þór Bollason Hrefna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.