Morgunblaðið - 15.09.2021, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021
60 ÁRA Einar fæddist í
Reykjavík og ólst upp í
Vogahverfinu. Hann varð
stúdent utanskóla frá
Menntaskólanum við Sund
og fór í Háskóla Íslands.
Veturinn 1983-1984 var
hann ritstjóri Stúdenta-
blaðsins og eftir það fór
hann að gefa út blöð og
tímarit. „Ég gaf m.a. út
vikublaðið Á skjánum sem
var dreift á heimili í Breið-
holti, og Kvikmyndablað-
ið. Upp úr því stofnaði ég
ásamt fleirum Bókakaffi í
Garðastræti og fór að
flytja inn bækur og tíma-
rit, var með dreifingar-
fyrirtækið Boðfélagið, sem
flutti inn erlend tímarit og
blöð á útgáfudegi sem
hafði ekki verið í boði hér.
Ég rak það fram yfir árið
2000 og má segja að netið
hafi drepið það.“
Samhliða þessu flutti Einar inn espresso-kaffivélar og espresso-kaffi-
blöndur og opnaði verslun á Barónsstíg og var þar í samstarfi við verslunina
12 tóna sem var opnuð sama ár. Einar hefur komið að rekstri Kaffifélagsins á
Skólavörðustíg frá opnun árið 2007, en breið flóra fólks sækir kaffihúsið þar
sem þjóðmálin eru krufin til mergjar. „Við leggjum áherslu á ítalska kaffi-
lögun og flytjum inn kaffi beint frá Ítalíu.“ Einar hefur svo í gegnum tíðina
gert upp tvö gömul timburhús.
FJÖLSKYLDA Sonur Einars er Jóhann Páll, f. 1998, háskólanemi og knatt-
spyrnuþjálfari yngri flokka. Kærasta hans er Kristín Klara Birgisdóttir, f.
2000, háskólanemi. Foreldrar Einars eru Ágústa Einarsdóttir, f. 1935,
kennari, og Guðjón Styrkársson, f. 1931. hrl. og kaupsýslumaður.
Einar Guðjónsson
Ljósmynd/Davíð Þorsteinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Allt hefur sinn tíma svo þú skalt
ekki beita þrýstingi. Hafðu ekki áhyggjur
því tíminn vinnur með þér.
20. apríl - 20. maí +
Naut Farðu fram á við og þú munt afreka.
Dragðu þig í hlé með vinnuna ef þú átt kost
á því eða taktu þér smápásu, jafnvel úti í
náttúrunni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur mikinn áhuga á fram-
andi löndum og mikla þörf til þess að
ferðast. Ef þú æðir áfram án þess að
skeyta um áhrif þess á fólkið í kringum
gæti það ógnað vináttu þinni við einhvern.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þér er það mikið í mun að hafa bet-
ur í rökræðum í dag. Leystu því eigin
vandamál áður en þú fæst við vanda ann-
arra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það er eins og alheimurinn viti að þú
þarnist smá frís, áður en þú biður um það.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Sjálfsöryggi þitt hjálpar þér til að
vinna fólk á þitt band. Byrjaðu á því að
rýma til í kringum þig með því að henda því
sem þú notar ekki og þarft ekki á að halda.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Yfirleitt getur maður skilið margt af
fyrstu kynnum. Hann sækist eftir betri nýt-
ingu og meiri framleiðni, sem og öryggi og
þægindum. Allt lagast með tímanum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er eins gott að lesa smáa
letrið í öllum samningum áður en þeir eru
undirritaðir. Kynntu þér vandlega þá kosti
sem í boði eru og láttu öll gylliboð lönd og
leið.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft ekki að gleypa allan
heiminn fyrir hádegi. Ef þú horfist í augu
við þá reynast þeir ekki eins hræðilegir og
þér fannst í fyrstu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Næsta ár gæti orðið ár mikillar
grósku. Gefðu þér tíma til að íhuga hvernig
þú getur bætt samskiptin innan fjölskyldu
þinnar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þrátt fyrir að góðmennskan sé
rík í þér verður þú að setja sjálfan þig í
fyrsta sæti. Ekki láta hugfallast, það rætist
úr þessu öllu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Peningar eru ekki leiðin til þess að
gera drauma þína að veruleika en hjálpa
svo sannarlega til.
Fóstbræðrum og fyrsta kvikmynd
hans var Fíaskó. Hún hlaut sérstök
dómnefndarverðlaun á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Kaíró 2000.
Næsta mynd Ragnars, Börn, hlaut
m.a. Gyllta svaninn fyrir bestu mynd
En upp úr 2000 gat ég haft fulla at-
vinnu af mínum hugðarefnum.“
Höfundarverkið
Fyrsta stóra leikstjórnarverkefni
Ragnars var í sjónvarpsþáttunum
R
agnar Bragason fædd-
ist 15. september 1971
í Reykjavík en ólst
upp á Súðavík. „Þar á
fjölskyldan hús og þar
dvel ég öll sumur.“ Listataugin
gerði snemma vart við sig hjá Ragn-
ari. „Ég ákvað að verða rithöfundur
þegar ég las mína fyrstu skáldsögu
7-8 ára, en það var Oliver Twist eftir
Charles Dickens. Það var fyrsta
hugljómunin. Á þeim tíma voru eng-
ar fyrirmyndir í kvikmyndagerð.
Það var ekki fyrr en ég nálgaðist
tvítugt að maður áttaði sig á því að
fólk starfaði við kvikmyndir. Á ung-
lingsárunum var ég síðan í hljóm-
sveitum og áhugaleikfélögum svo ég
var alltaf viðriðinn listir frá barn-
æsku.“
Ragnar gekk í Súðavíkurskóla og
svo síðar Varmárskóla og Gagn-
fræðaskóla Mosfellssveitar. Hann
lauk verslunarprófi frá Verzlunar-
skóla Íslands og stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
„Þar tók ég valáfanga í kvikmynd-
um hjá Önnu G. Magnúsdóttur og
vissi ekki betur en ég ætti að horfa á
kvikmyndir sem yrði þægilegt til að
sofna yfir. En hún setti okkur fyrir
verkefni, lét okkur gera mynd og
þegar upp var staðið hvatti hún mig
til að gera meira. Þá varð ekki aftur
snúið.“ Ragnar stundaði sjó-
mennsku tímabundið á árunum
1989-2000 á Eldeyjar-Hjalta,
Snorra Sturlusyni og Hrafni Svein-
bjarnarsyni.
Ragnar hefur að mestu unnið sem
kvikmyndaleikstjóri og -höfundur
frá árinu 1995. Hann hefur einnig
unnið reglulega sem leikskáld og
leikstjóri í leikhúsum frá 2013. Verk
Ragnars hafa hlotið tugi verðlauna
og viðurkenninga á þessari öld, þar
á meðal 99 tilnefningar til Eddu-
verðlauna, 10 tilnefningar til Grímu-
verðlauna og tekið þátt í mörgum
virtustu kvikmyndahátíðum heims,
þ.á m Toronto, Rotterdam og San
Sebastián. Hann viðurkennir þó að
fyrstu árin hafi verið ströggl. „Ég
fór ekki í formlegt kvikmyndanám,
mín menntun var þær bækur sem
ég náði í og ég var daglegur gestur
á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg.
á Copenhagen International Film
Festival og var tilnefnd til fjölda
Edduverðlauna sama ár og verð-
launuð fyrir handrit ársins. Börn var
valin ein af 10 bestu evrópsku kvik-
myndunum 2006 af European-
films.net og tilnefnd til Kvikmynda-
verðlauna Norðurlandaráðs. Þriðja
mynd Ragnars, Foreldrar, hlaut
Edduverðlaun 2007 m.a. sem kvik-
mynd, handrit og leikstjóri ársins.
Fjórða mynd Ragnars, Bjarnfreð-
arson, er ein vinsælasta kvikmynd
Íslandssögunnar og hlaut verðlaun
m.a. sem kvikmynd ársins, leikstjóri
ársins og handrit ársins á Edduverð-
launum 2009. Fimmta mynd Ragn-
ars, Málmhaus, hlaut met í tilnefn-
ingum til Edduverðlauna 2013, alls
16 og af þeim hlaut hún átta verð-
laun. Af kvikmyndum Ragnars er
hún mest seld og er enn sýnd víða
um heim.
Nýjasta kvikmynd Ragnars er
Gullregn sem var frumsýnd í janúar
2020 og var einnig gerð sjónvarps-
útgáfa af henni í þremur hlutum, og
er hún aðgengileg í sarpinum á Rúv.
Myndin var gerð eftir samnefndu
leikriti Ragnars sem var frumraun
hans á sviði. Það sló í gegn í Borgar-
leikhúsinu leikárið 2012-13 og hætti
fyrir fullu húsi. Verkið hlaut átta til-
nefningar til Grímuverðlauna 2013,
þar á meðal fyrir leikrit ársins og
verðlaun fyrir leikstjórn ársins og
leikkonu í aukahlutverki. Næsta
leikverk Ragnars, Óskasteinar, var
frumsýnt 2014 Borgarleikhúsinu og
hlaut tvær tilnefningar til Grímu-
verðlauna 2014, þar af verðlaun fyrir
leikkonu í aukahlutverki. Nýjasta
verk Ragnars, Risaeðlurnar, var
frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins 2017.
Ragnar leikstýrði einnig og var
meðhöfundur að sjónvarpsþáttaröð-
unum Næturvaktinni, Dagvaktinni,
Fangavaktinni og Föngum. Þær eru
meðal allra vinsælasta sjónvarps-
efnis sem framleitt hefur verið á Ís-
landi og hafa verið sýndar víða um
heim, m.a. á BBC og Netflix. Allar
þáttaraðirnar hlutu Edduverðlaun
sem Besta leikna sjónvarpsefnið.
„Ég vinn núna við handritaskrif,
ég er alltaf með tvö til þrjú verkefni í
Ragnar Bragason kvikmyndahöfundur – 50 ára
Við tökur Ragnar að vinna að kvikmynd sinni, Gullregn, árið 2019.
Valáfangi varð að lífsstarfinu
Fjölskyldan Bjartur, Ragnar, Helga Rós og Alvin stödd í Feneyjum 2019.
Til hamingju með daginn