Morgunblaðið - 15.09.2021, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2021
Opið
streymi
Sérstakir formannaþættir í aðdraganda kosninga
eru farnir af stað og á morgun situr
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar fyrir svörum
Leiftrandi umræða sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara
mbl.is/dagmal
16. sept.
„ÞETTA VIRÐIST EF TIL VILL
ÓÞARFI EN ÞÚ ÞARFT AÐ UNDIRRITA
ÞAGNARSAMNING ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elska hvort annað
í kulda og snjó.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN.
HVERNIG BÆKUR VELJA
HUNDAR?“
VOFF! VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF! VOFF!
KILJUR. ÞÆR ERU
MÝKRI UNDIR TÖNN
GETUR ÞETTA
VERSNAÐ?!
JÁ
ÉG
SULLAÐI
NIÐUR
BJÓRNUM
MÍNUM
EFRI HÆÐ
NEÐRI HÆÐ
gangi á sama tíma því maður veit
aldrei hvað fær brautargengi. Ég
kynntist því snemma að maður þarf
að vera með nokkra öngla úti. Ég
veit ekki hverjar næstu tökur verða,
en það ætti að verða ljóst upp úr ára-
mótum.“
Ragnar hefur kennt í m.a.
Listaháskóla Íslands, European
Film College og Háskóla Íslands.
Hann var formaður Samtaka kvik-
myndaleikstjóra (SKL) og stjórn-
armaður í Bandalagi íslenskra lista-
manna (BÍL) 2010-2014 og hefur
verið ritari í stjórn SKL frá 2020.
Hann hefur verið ritari í stjórn Blá-
grasafélagsins frá 1988. Helstu
áhugamál Ragnars eru lestur góðra
bóka, matur og kvikmyndir.
Fjölskylda
Eiginkona Ragnars er Helga Rós
V. Hannam, f. 2.11. 1968, búninga-
hönnuður. Þau bjuggu fyrst í Þing-
holtunum, svo í Vesturbænum og
búa nú í Hlíðunum. Foreldrar Helgu
eru Þórunn Matthíasdóttir, f. 17.5.
1942, hjúkrunarfræðingur, búsett í
Mosfellsbæ, og Vilhjálmur Leifur
Hannam, f. 17.12. 1941, offsetljós-
myndari, búsettur í Mosfellsbæ.
Synir Ragnars og Helgu eru tví-
burarnir Alvin Hugi kvikmynda-
gerðarmaður og Bjartur Elí, nemi
við Listaháskóla Íslands, f. 7.4. 1999.
Systkini Ragnars eru Sigrún
Ágústa Bragadóttir (hálfsystir), f.
8.3. 1970, viðskiptafræðingur, búsett
á Akureyri; Bragi Páll, f. 28.3. 1975,
bakari og sjómaður, búsettur í
Garðabæ, og Atli Viðar, f. 20.9. 1981,
sálfræðingur, búsettur í Mosfellsbæ.
Foreldrar Ragnars eru hjónin
Bryndís Jóhannsdóttir, f. 28.10.
1949, fyrrverandi stuðningsfulltrúi,
og Bragi Ragnarsson, f. 28.3. 1951,
vélstjóri og tæknifræðingur. Þau
eru búsett í Mosfellsbæ.
Ragnar Bragason
Helgi Guðmundsson
bóndi á Eyri við Ísafjörð
María Elísabet Jónsdóttir
húsfreyja á Eyri við Ísafjörð
Ragnar Steindór Helgason
sjómaður, ljóðskáld og bóndi
í Hlíð, síðast bús. í Hafnarfirði
Pálína Valgerður
Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Hlíð í Súðavíkurhr.,
N-Ís., síðast bús. í Hafnarfirði
Bragi Ragnarsson
vélstjóri og tæknifræðingur,
bús. í Mosfellsbæ
Þorsteinn Bjarnason
bóndi og sjómaður í
Neðri-Miðvík
Hólmfríður Ragnheiður Guðmundsdóttir
húsfreyja í Neðri-Miðvík í Aðalvík, N-Ís.
Helgi Jónsson
bóndi í Hnausakoti
Ólöf Jónsdóttir
húsfreyja í Hnausakoti
Jóhann Helgason
bóndi í Hnausakoti
Jóhanna Dagbjört Jónsdóttir
húsfreyja í Hnausakoti í Miðfirði, V-Hún.
Jón Sveinsson
bóndi á Skárastöðum
Jenný Guðmundsdóttir
húsfreyja á Skárastöðum í Miðfirði
Úr frændgarði Ragnars Bragasonar
Bryndís Jóhannsdóttir
fv. stuðningsfulltrúi,
bús. í Mosfellsbæ
Veðrið er sígilt yrkisefni hagyrð-
inga. Sigurjóna Björgvins-
dóttir orti á mánudag á Boðnar-
miði:
Fyrsta lægðin liðin hjá
léttvæg frúin reyndist
ekkert fokið er að sjá
enginn skaði leyndist
Magnús Halldórsson yrkir
„Fyrsta haustlægðin 2021“:
Fjarri lagi fjallasýn,
flest er nú á kafi.
Tel þó víst að trampólín,
tekið flugið hafi.
„Slagveður“ kallar Magnús þessa
stöku:
Útsýnið er eitthvað skert,
enginn sosum klagar.
Það er enda þakkarvert,
hve þurrkur lítið plagar.
Og hér yrkir Magnús limru:
Það var mikið af klámi í möppunni,
svo Matthildur hrasaði í tröppunni.
Hún glápti á ská
og gubbaði smá.
En kannski út af kartöflustöppunni.
Hér er önnur limra og nú eftir
Halldór Guðlaugsson:
Rjól tók hann Rúni í vörina
og rétt undir síðustu förina
spýtti hann létt
spýjunni rétt
í spöndu við dívangarmsskörina.
Ólafur Stefánsson skrifar: „Það
varð uppistand þegar hakkarar
komust inn í bankakerfi landsins,
en engu samt stolið. Var krónan þá
ónýt og einskis virði eftir allt sam-
an eins og Viðreisn segir?“
Í gegn um regn og rosa
ég raunamæddan sé,
hakkara sem heldur,
að halað geti inn fé,
meðan sæl við sofum
og sýnum ekki gát.
Hann kom að tómum kofum,
því krónan hún er mát.
Gunnar J. Straumland yrkir hér
um „Fegurð haustsins“:
Ráfa um garðana rallhálfir þrestir,
í rifsberjagerjun er ölvíman sótt.
Ælandi og sauðdrukknir eru nú flestir
ungfuglar djammandi langt fram á nótt.
Leiðan svo heyri ég lóunnar söng
löngu – þá sýni ég henni – töng.
Hún æðir um móana, ölóð og svöng,
emjandi og gargandi síðdegin löng.
Og í lokin eftir Runólf Sigurðs-
son á Nesi:
Ef að væri í mér mör
og á mér hrúta kjammi
skyldi ég byrja bónorðsför
sem Brynjólfur í Hvammi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísa um veðrið og
rallhálfir þrestir