Morgunblaðið - 15.09.2021, Page 36

Morgunblaðið - 15.09.2021, Page 36
Wolka, síðasta kvikmynd leik- stjórans Árna Ólafs Ásgeirs- sonar, sem lést fyrr á þessu ári, verður frumsýnd sem opn- unarmynd flokksins Icelandic Panorama á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, 6. október í Bíó Paradís. Þetta er fyrsta leikna íslenska kvikmynd- in sem veitir innsýn í pólskt samfélag á Íslandi og er aðal- hlutverk myndarinnar í höndum Olgu Boladz sem er virt leikkona í Póllandi. Handritið er eftir Árna og Michal Godzic. Wolka er íslensk-pólskt samstarfsverkefni og er tungu- mál myndarinnar pólska þar sem flest hlutverk eru í höndum pólskra leikara. Margir Íslendingar koma að framleiðslu hennar og sér Atli Örvarsson um tónlistina, Brynja Skjaldardóttir um búningana og Marta Luiza Macuga, ekkja Árna Ólafs, er leikmyndahönnuður. Sögusvið myndarinnar er Vestmannaeyjar. Wolka Árna Ólafs verður opn- unarmynd Icelandic Panorama Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rokkhljómsveitin Nykur verður með tónleika í Kaldalóni, Hörpu, nk. föstudag. Um fimm ár eru frá því sveitin var síðast á sviði, en núver- andi liðsmenn hafa æft vel undan- farna mánuði og lofa kröftugri frammistöðu. „Við læðumst ekki með veggjum,“ segir Guðmundur Jónsson gítarleikari. Félagarnir Guðmundur og Davíð Þór Hlinason, gítarleikari og söngv- ari, stofnuðu bandið sumarið 2013. „Okkur langaði til þess að spila heið- arlegt, klassískt rokk,“ rifjar Guð- mundur upp en með þeim voru trommuleikarinn Birgir Jónsson og bassaleikarinn Jón Ómar Erlings- son. Markmiðið var að gefa út þrjár plötur og sú fyrsta, Nykur I, fékk góða dóma. Í tengslum við tónleika í Kaldalóni 2016 kom út platan Nykur II, sem féll líka vel í kramið, en síð- an hefur ekkert verið að frétta af bandinu þar til nú. „Við eigum eina plötu eftir og okkur langar til þess að klára hana. Við viljum búa til tónlist og spila fyr- ir fólk sem hefur gaman af henni.“ Nokkrar breytingar hafa orðið á liðsskipan. Jón Svanur Sveinsson og Kristján B. Einarsson leystu fljót- lega Jón Ómar og Birgi af hólmi. Kristján hætti þegar langa fríið byrjaði og þegar ákveðið var að hóa mönnum saman á ný bættist tromm- arinn Magnús Stefánsson, sem áður gerði garðinn frægan meðal annars með Utangarðsmönnum og Egó, í hópinn. „Við Magnús spiluðum sam- an í Sálinni hans Jóns míns á sínum tíma, meðal annars á plötunni „Hvar er draumurinn“, og honum fylgir alltaf mikill kraftur.“ „Rokkið ódrepandi“ Guðmundur segir að vel hafi verið lagt í tónleikana fyrir fimm árum og í vor hafi verið ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Við eigum mikið efni og fannst blóðugt að geta ekki spilað það meira. Það er alltaf gaman að spila rokkmúsík og maður losnar aldrei við þessa frumþörf enda er rokkið ódrepandi. Við höfum æft grimmt frá páskum með þessa tónleika í huga.“ Sviðslistafólk hefur orðið illilega fyrir barðinu á afleiðingum kórónu- veirufaraldursins. Útlitið var bjart í júní og þá pöntuðu Guðmundur og félagar tíma í Kaldalóni föstudaginn 17. september. Óvissan hefur verið mikil undanfarnar vikur en staðan er allt önnur og betri nú og því virð- ist sem bandið hafi veðjað á réttan hest. „Miðasala hjá Tix hefur gengið vel,“ segir Guðmundur, en meðal annars verður úrval laga af plötum sveitarinnar á efnisskránni auk þekktra íslenskra rokkslagara, sem meðlimir sveitarinnar hafa komið að. „Við tökum íslenskar ábreiður sem við höfum komið nálægt.“ Hann bætir við að Kaldalón hafi orðið fyr- ir valinu vegna þess að plöturnar tvær hafi verið þemakenndar og samfara tónlistinni verði öflug mynda- og ljósasýning í salnum. „Það er staður og stund fyrir skemmtilegt rokk í ljósum og mynd.“ Rokkbandið Nykur læð- ist ekki með veggjum - Býr til tónlist fyrir áhugasama - Tónleikar á föstudag Nykur Meðlimirnir á samsettri mynd frá vinstri: Magnús Stefánsson, Davíð Þór Hlinason, Guðmundur Jónsson og Jón Svanur Sveinsson. Í Kaldalóni í Hörpu Rokkbandið Nykur á tónleikunum 2016. BÍLAVARAHLUTIR Þú færð bílavarahluti frá Bosch í Kemi, Tunguháls 10. Pantanir í síma 519 1519 og 415 4000. Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Stórliðin Valur og Fram mætast í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik. 1. deildar lið FH og Íslandsmeistararnir í KA/Þór mætast einnig en dregið var seint í gær. Leikið verður 29. september á Ásvöllum og undanúrslitin hjá körlunum fara fram 30. septem- ber. Þar eigast við Afturelding og Valur annars vegar og Fram og Stjarnan hins vegar. Undanúrslitin og úrslita- leikirnir verða á Ásvöllum en bikararnir munu fara á loft 2. október. Laugardalshöllin er ekki í notkun um þessar mundir en þar er alla jafna leikið til úrslita. »30 Fyrir liggur hvaða lið mætast í und- anúrslitum bikarkeppninnar 2021 ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.