Morgunblaðið - 28.09.2021, Page 1

Morgunblaðið - 28.09.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 227. tölublað . 109. árgangur . HÖSKULDUR BESTUR Í DEILDINNI OPNA FYRSTA KETÓMARK- AÐINN STYRKJA ÞARF ÓPERUSENUNA HÉRLENDIS 67 VÖRUTEGUNDIR 11 STEINUNN BIRNA ÓPERUSTJÓRI 28FYRIRLIÐI BLIKA 26 Atkvæði í Suðurkjördæmi voru end- urtalin í gærkvöldi. Yfirkjörstjórn kjördæmisins tók ákvörðun um að láta verða af því, í ljósi þess hve mjótt var á munum milli Miðflokks- ins og Vinstri grænna. Lítill munur var einnig ástæða þess að Norðvest- urkjördæmi greip til þess ráðs að endurtelja sín atkvæði daginn eftir kosningar. Sú endurtalning olli tals- verðum sviptingum á jöfnunarsæt- um milli flokka og hafði þær afleið- ingar í för með sér að fimm þingmenn duttu út af þingi og aðrir fimm komu inn í þeirra stað. Landskjörstjórn mun funda í dag Mikil óvissa hefur ríkt um niður- stöðu kosninganna í ljósi þessa. Landskjörstjórn taldi sig því ekki geta sinnt skyldu sinni og úthlutað þingsætum til kjörinna fulltrúa, enda lægi endanleg niðurstaða ekki fyrir. Kallaði hún eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum allra kjördæm- anna. Aðeins tvö kjördæmi voru búin að skila skýrslunum á tilsettum tíma í gærkvöldi. Kristín Edwald, for- maður landskjörstjórnar, sagðist vera búin að líta yfir skýrsluna frá Suðvesturkjördæmi og að hún væri til fyrirmyndar. Landskjörstjórn mun koma saman í dag og fara yfir stöðu mála í ljósi fram kominna gagna og niðurstöðu endurtalningar- innar. Misbrestur í framkvæmd leiðir ekki sjálfkrafa til ógildingar Þung orð hafa fallið í kjölfar þess að endurtalning í Norðvesturkjör- dæmi leiddi í ljós talsverðar breyt- ingar á úthlutun jöfnunarsæta. Karl Gauti Hjaltason, sem var í framboði fyrir Miðflokkinn í Suð- vesturkjördæmi, hefur kært fram- kvæmd endurtalningarinnar til lög- reglu. Þá hefur Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvest- urkjördæmi, ákveðið að kæra kosn- ingarnar í kjördæminu til yfirkjör- bréfanefndar Alþingis. Mun hann fara fram á uppkosningu í kjördæm- inu. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, bend- ir á að það komi í hlut Alþingis að skera úr um hvort kosning hafi verið lögleg og hvort tilefni sé til ógild- ingar. Misbrestur við framkvæmd talningar þýði ekki sjálfkrafa að kosning sé ógildanleg og kjósa þurfi að nýju. Gallar sem kunna að hafa verið á kosningu þurfa að hafa haft áhrif á úrslit hennar til að hún verði ógilt, að sögn Hafsteins. Talning atkvæða endur- tekin í Suðurkjördæmi - Fara yfir skýrslur og niðurstöður endurtalningar á fundi landskjörstjórnar í dag Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson Talið Að telja atkvæði er vandasamt verk sem tekur fleiri klukkustundir. MEndurtalning … »4 Það var létt yfir Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, er hann kom af fundi með Katrínu Jak- obsdóttur, forsætisráðherra og formanni VG, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í gær. Framsóknarflokkurinn vann mestu fylgisaukninguna í kosningunum og hefur sprengt af sér þingflokksherbergi sitt í Alþingishúsinu. Þingmenn flokksins eru nú 13 en voru átta, að því gefnu að endurtalningar breyti engu þar um. Ríkisstjórnin hélt velli en óljóst er hvernig samstarf flokk- anna mun verða í framhaldinu en líklegt er að uppstokkun verði í ráðherraliðinu, hið minnsta. Þá munu formennirnir funda áfram næstu daga. »2 Morgunblaðið/Eggert Formenn ríkisstjórnarflokkanna upplýstu ekkert um framhaldið „Mér sýnist ljóst að allir flokkar hafi eytt tugum milljóna,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um nýafstaðna kosningabaráttu. Mikið var auglýst síðustu vikurnar og sýnir greining sérfræðinga hjá Sahara að Flokkur fólksins var stórtækastur í auglýs- ingakaupum á samfélagsmiðlum. Miðflokkurinn eyddi litlu minna. Alls eyddi Flokkur fólksins um 4,6 milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram á mán- aðartímabili fyrir kosningar. Þá er vitaskuld ekki horft til umtalsverðra auglýsingakaupa í dagblöðum, á vefsíðum og í útvarpi og sjónvarpi. »14 Flokkur fólksins eyddi mest - Stórtækur á sam- félagsmiðlunum Inga Sæland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.