Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Oddur Þórðarson
Skúli Halldórsson
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Endurtalning fór fram í Suðurkjör-
dæmi í gær. Fimm stjórnmálaflokkar
höfðu óskað eftir endurtalningu en
hún fór fram fyrir opnum tjöldum í
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi. Hófst endurtalningin klukkan
sjö en niðurstöður hennar lágu ekki
fyrir þegar Morgunblaðið fór í prent-
un.
Segja má að algjör óvissa sé uppi
um endanlegar niðurstöður kosning-
anna, sérstaklega vegna endurtaln-
ingar í Norðvesturkjördæmi sem
hafði þær afleiðingar að jöfnunar-
þingsæti á landsvísu skoluðust til.
Landskjörstjórn óskaði í gær eftir
skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum.
Norðvesturkjördæmi og Suðurkjör-
dæmi fengu frest til að skila sínum
skýrslum í dag en þegar öll gögn
liggja fyrir mun Kristín Edwald, for-
maður landskjörstjórnar, kalla
stjórnina saman og fara yfir stöðuna.
Ekki er hægt að segja til um hve
langan tíma landskjörstjórn mun
taka sér í það mat.
Mikilvægt að komast til
botns í framkvæmdinni
Formenn ríkisstjórnarflokkanna
þriggja voru allir á sama máli um að
sú ringulreið sem að því er virðist lé-
leg talning atkvæða í Norðvestur-
kjördæmi hefur valdið, sé afar
óheppileg. Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra sagðist leggja áherslu
á að framkvæmd kosninganna sé haf-
in yfir vafa og að mjög mikilvægt sé
að komast til botns í framkvæmdinni
í Norðvesturkjördæmi.
„Þetta er óheppilegt, það sjá það
allir,“ sagði Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, við fjöl-
miðla eftir fund formanna ríkisstjórn-
arflokkanna í gær.
Hvorki Katrín, né þeir Sigurður
Ingi Jóhannsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, og Bjarni telja að
óvissan í tengslum við niðurstöðu
kosninganna eigi að þurfa að hafa
áhrif á stjórnarmyndunarviðræður.
Það er þó fræðilegur möguleiki að
kjósa þurfi aftur, að sögn Katrínar, en
hún vildi þó ekki tjá sig um það fyrr
en niðurstaða landskjörstjórnar væri
ljós.
Vonast eftir sönnun
Kristín segist vona að í skýrslu
yfirkjörstjórnar Norðvesturkjör-
dæmis sannist að ekki hafi með neinu
móti verið hægt að eiga við kjörgögn-
in, hvort sem er á meðan eða skömmu
eftir að talningu lauk aðfaranótt
sunnudagsins síðasta. Öryggis-
myndavélar eru staðsettar við dyrnar
að rýminu sem kjörkassarnir voru í.
Ef þær voru í gangi og upptökur sýna
engar mannaferðir, má telja ólíklegt
að átt hafi verið við kjörseðlana.
Endurtalning í Suðurkjördæmi
- Formenn stjórnarflokkanna sammála um að staðan sé óheppileg en hafi ekki áhrif á stjórnarmyndun
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Nákvæmni Kjörgögn bárust í hús klukkan hálfsjö og talning stóð yfir fram eftir kvöldi enda nákvæmnisverk þar sem atkvæði eru tvíflokkuð og tvítalin.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Oddur Þórðarson
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við
lagadeild Háskóla Íslands, segir það
koma í hlut Alþingis að skera úr um
hvort kosning hafi verið lögleg og
hvort tilefni sé til
ógildingar.
„Ég fæ ekki
betur séð af
fréttaflutningi en
að það liggi bein-
línis fyrir að brot-
ið hafi verið gegn
bókstaf kosn-
ingalöggjaf-
arinnar. Það
hvort þau brot
eigi að leiða til ógildingar kosning-
anna treysti ég mér ekki til að meta
á þessari stundu.“
Misbrestur við framkvæmd taln-
ingar þýðir ekki sjálfkrafa að kosn-
ing sé ógildanleg og kjósa þurfi að
nýju. Gallar sem kunna að hafa verið
á kosningu þurfa að hafa haft áhrif á
úrslit hennar til að hún verði ógilt, að
sögn Hafsteins.
Kröfur um uppkosningu
Þung orð hafa fallið í kjölfar þess
að endurtalning í Norðvest-
urkjördæmi leiddi í ljós talsverðar
breytingar á úthlutun jöfnunarsæta.
Karl Gauti Hjaltason, sem var í
framboði fyrir Miðflokkinn í Suð-
vesturkjördæmi, hefur kært fram-
kvæmd endurtalningarinnar til lög-
reglu.
Þá hefur Magnús Davíð Norðdahl,
oddviti Pírata í Norðvesturkjör-
dæmi, ákveðið að kæra kosningarnar
í kjördæminu til yfirkjörbréfanefnd-
ar Alþingis. Mun hann fara fram á
uppkosningu í kjördæminu.
Talað er um uppkosningu þegar
endurtaka þarf kosningu í einu kjör-
dæmi eða fleirum vegna þess að
kosningar misfarast eða þegar ágall-
ar eru á framkvæmd kosninga.
Hafsteinn telur að í umræddu til-
felli Norðvesturkjördæmis væri
mögulegt að grípa til uppkosningar í
kjördæminu. Þó verði að hafa í huga
að niðurstaðan í þeim kosningum
gæti leitt til breyttrar útdeilingar á
jöfnunarþingsætum um landið allt.
Hið nýkjörna Alþingi sjálft hefur
það verkefni að kanna hvort einstaka
þingmenn séu löglega kosnir, en
mælt er fyrr um það í stjórn-
arskránni. Sýnist Hafsteini að álita-
efnin sem rædd hafa verið í sam-
bandi við framkvæmd nýafstaðinna
kosninga, heyri því frekar undir
þingið.
Kosningalagabrot ekki
kært til lögreglu
Spurður hvort yfirkjörstjórn geti,
lögum samkvæmt, talið atkvæði
kjördæmis aftur að eigin frumkvæði,
segir Hafsteinn að það sé einmitt eitt
þeirra atriða sem Alþingi kynni að
skoða við mat sitt á því hvort þing-
menn séu réttilega kjörnir.
Hafsteinn Þór bendir jafnframt á
að þar sem brot á kosningalögum
heyri undir Alþingi, sé ekki hægt að
beina kærum vegna þeirra til lög-
reglu.
„Hins vegar er hægt að beina
þangað kærum með það í huga að
sakamál verði höfðað vegna brota á
kosningalöggjöfinni. Slík mál lúta
ekki að því hvort ógilda skuli kosn-
ingar.“
Þau gögn sem lögreglan kynni að
afla um framkvæmd kosninga gætu
þó hugsanlega nýst Alþingi.
Hafsteinn segir að það ríki ekki
stjórnskipuleg óvissa um farveg
málsins. Aftur á móti blasi við að það
fyrirkomulag að láta Alþingi sjálft
skera úr um álitaefni sem þessi, í
stað þess að fela það dómstólum,
setji málið í viðkvæma stöðu.
Til ráðherra
Þegar landskjörstjórn hefur birt
niðurstöður kosninga og gefið út
kjörbréf til þingmanna, hefst fjög-
urra vikna kærufrestur. Hann er þó
styttri ef þing kemur saman innan
þess tíma.
Kærum skal beint til dóms-
málaráðuneytisins sem sendir
þinginu svo framkomnar kærur og
gögn. Þetta kemur fram í svari for-
stöðumanns lagaskrifstofu Alþingis,
við skriflegri fyrirspurn blaða-
manns.
Forseti Alþingis óskar fyrst eftir
því að þingflokkarnir tilnefni menn í
bráðabirgðakjörbréfanefnd, til und-
irbúnings störfum kjörbréfanefndar.
Á fyrsta fundi þingsins er svo kosin
kjörbréfanefnd níu þingmanna.
Nefndin fer þá yfir kærurnar og
kjörseðlana sem ágreiningur hefur
verið um og skrifar um það álit og
undirbýr tillögur.
Í áliti kjörbréfanefndar er fjallað
um framkomnar kosningakærur og
ágreiningsseðla. Það álit er lagt fram
á þingfundi og greiða þingmenn þá
atkvæði um tillögur kjörbréfanefnd-
ar.
- Ekki útilokað að kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi
Ekki lögreglu að ógilda
kosningu heldur Alþingis
Hafsteinn Þór
Hauksson
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Landskjörstjórn
hafði einungis
fengið skýrslur
frá tveimur kjör-
dæmum, um fram-
kvæmd talningar í
alþingiskosning-
unum sem fram
fóru á laugardag,
þegar skilafrestur
rann út klukkan
átta í gærkvöldi. Þá var yfirkjör-
stjórn í Suðvesturkjördæmi búin að
skila skýrslu og gögn höfðu borist frá
Reykjavíkurkjördæmi norður.
Samkvæmt upplýsingum frá lands-
kjörstjórn í gærkvöldi var gert ráð
fyrir að fá skýrslur frá öllum kjör-
dæmum nema tveimur eftir að frest-
urinn rann út.
Er áætlað að yfirkjörstjórn í Suð-
urkjördæmi skili skýrslu sinni í dag,
en endurtalning atkvæða fór fram á
Selfossi í gærkvöldi. Þá mun skýrsla
yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjör-
dæmi einnig berast í dag en afhend-
ing skýrslunnar tafðist vegna per-
sónulegra ástæðna hjá formanni
stjórnarinnar.
Kristín Edwald, formaður lands-
kjörstjórnar, kvaðst vera búin að
renna yfir skýrsluna frá Suðvest-
urkjördæmi og að hún hafi verið til
fyrirmyndar.
Þegar allar skýrslurnar liggja
fyrir mun hún boða til fundar þar
sem landskjörstjórn mun fara yfir
gögnin og ættu þá að liggja fyrir
nægar upplýsingar til að taka
ákvörðun um næstu skref.
Aðeins skýrslur tveggja kjördæma komu
á tilskildum tíma til landskjörstjórnar
Kristín Edwald