Morgunblaðið - 28.09.2021, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nokkur tími kann að líða áður en
nýtt þing kemur saman. Þing skal
koma saman eigi síðar en 10 vikum
eftir almennar alþingiskosningar.
Skv. 22. gr. stjórnarskrárinnar
stefnir forseti Íslands saman Al-
þingi, en í raun er það forsætisráð-
herra með atbeina forseta sem
stefnir þinginu saman í forsetabréfi.
Almennt líða 32 dagar
Kosið var til Alþingis 28. október
2017 en nýtt löggjafarþing, 148.
þing, kom fyrst saman 14. desember,
eða 47 dögum eftir kjördag. Haustið
2016 liðu 38 dagar frá kosningum
þar til þing kom saman. Vorið 2013
liðu 39 dagar frá kosningum þar til
þingið kom saman. Almennt í gegn-
um tíðina hafa liðið 32 dagar. Gangi
það eftir nú kæmi nýtt Alþingi sam-
an nálægt mánaðamótunum októ-
ber/nóvember.
Að þessu sinni hverfa 25 þing-
menn af Alþingi og eiga þeir rétt á
biðlaunum. Á vef Alþingis kemur
fram að alþingismaður, sem hefur
setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða
lengur, á rétt á biðlaunum er hann
hættir þingmennsku. Biðlaun eru
jafnhá þingfararkaupi, krónur
1.285.411, og hefst biðlaunaréttur
frá næstu mánaðamótum eftir kjör-
dag.
Biðlaun greiðast í þrjá mánuði en í
sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjör-
tímabil eða lengur. Samkvæmt
orðanna hljóðan eiga því þingmenn,
sem setið hafa á Alþingi frá hausti
2016, rétt á sex mánaða launum, þótt
fyrra kjörtímabilið hafi aðeins staðið
í eitt ár.
Taki þingmaður, sem fær biðlaun,
við starfi meðan þeirra nýtur falla
þau niður ef launin er starfinu fylgja
eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin
sem laununum nemur.
Undirbúningur er löngu hafinn
fyrir nýtt kjörtímabil, segir Ragna
Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis.
„Við höfum verið að endurskoða
handbókina Háttvirtur þingmaður,
kortleggja húsakynni, þ.e. skrif-
stofur þingmanna og þingflokks-
herbergi með tilliti til fjölda þing-
manna og fleira,“ segir Ragna.
Þingflokksherbergin eru öll í Al-
þingishúsinu eða skálanum svokall-
aða. Ragna segir að ekki sé komið í
ljós enn þá hvort þingflokkarnir
haldi sínum herbergjum.
„Það fer eftir þörfum þingflokka
miðað við samsetningu þeirra og
fjölda. Einungis nauðsynlegar
breytingar verða gerðar ef út í þær
er farið,“ segir Ragna.
Morgunblaðið/Eggert
Rúmt Sjálfstæðisflokkurinn er enn með stærsta þingflokkinn og stærsta þingflokksherbergið.
Þingmenn eiga rétt á bið-
launum í allt að sex mánuði
- Nýtt þing á að koma saman innan 10 vikna frá kjördegi
Morgunblaðið/Eggert
Þröngt Þétt er á þingi. Þingflokksherbergi Framsóknar reynist of lítið.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Að venju verður haldið námskeið
fyrir þingmenn sem eru að setjast á
Alþingi í fyrsta skipti. Slík námskeið
eru jafnan haldin við upphaf nýs
kjörtímabils, nokkrum dögum eftir
kjördag. Eftir kosningarnar 2017
kom „þingmannaskólinn“ saman 11
dögum eftir kjördag.
Á laugardaginn voru kjörnir 25
nýir þingmenn til setu á Alþingi.
A.m.k. fjórir þeirra hafa áður setið á
Alþingi sem aðal- eða varamenn að
ógleymdum Guðmundi Inga Guð-
brandssyni umhverfisráðherra, sem
sat allt síðasta kjörtímabil í þingsal
sem utanþingsráðherra.
Að þessu sinni verður bekkurinn í
„þingmannaskólanum“ fjölmennari
en eftir kosningarnar haustið 2017.
Þá tóku 11 þingmenn sæti sem ekki
höfðu áður setið þingfund. Eftir
haustkosningarnar 2016 var bekk-
urinn í „þingmannskólanum“ einnig
fjölmennur, en námskeiðið sóttu þá
26 nýkjörnir þingmenn. Eins og með-
fylgjandi mynd sýnir munu aðeins 10
af þessum hópi sitja áfram á Alþingi
eftir kosningarnar um helgina. Árið
2013 komu 28 nýliðar á þing.
Í námskeiðinu verður nýjum þing-
mönnum kynnt hvernig Alþingi
starfar, hvaða þjónusta stendur
þingmönnum til boða, starfskjör og
svo framvegis. Þessar upplýsingar
er að finna í ritinu Háttvirtur þing-
maður, sem er handbók um þing-
störfin. Ritið er einkum hugsað sem
leiðbeiningarrit fyrir nýkjörna al-
þingismenn, svo og varaþingmenn
sem setjast á Alþingi á kjör-
tímabilinu. Meginmarkmiðið er því
að hafa á einum stað allar helstu
upplýsingar sem geta komið nýjum
alþingismönnum að gagni og létt
þeim störfin.
„Þingmannaskólinn“ fjölsóttur í ár
- Að venju verður
haldið námskeið
fyrir nýliðana
Morgunblaðið/Golli
Árgangur 2016 Haldinn var kynningarfundur þar sem 26 nýir þingmenn fengu hagnýtar upplýsingar um Alþingi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Næsta mál á dagskrá er að kanna
hvaða verkefni liggja fyrir, hvað bíð-
ur manns,“ segir Willum Þór Þórs-
son alþingismaður.
Willum er
starfandi forseti
Alþingis og mun
gegna því hlut-
verki þar til þing
kemur saman á
ný. Í reglum um
forseta þingsins
segir að ef hann
er ekki endur-
kjörinn skuli sá
varaforseti sem
næst honum gengur í röð endurkjör-
inna varaforseta gegna embættinu,
og þar með vera handhafi forseta-
valds ásamt forsætisráðherra og for-
seta Hæstaréttar, frá kjördegi og
fram til þingsetningar. Sem kunnugt
er ákvað Steingrímur J. Sigfússon,
forseti Alþingis, að gefa ekki kost á
sér til áframhaldandi þingsetu. Hið
sama gerði Guðjón S. Brjánsson sem
var 1. varaforseti. Brynjar Níelsson,
2. varaforseti, náði ekki kjöri og Þor-
steinn Sæmundsson, 3. varaforseti,
var ekki í kjöri. Því fellur það í hlut
Willums, sem var 4. varaforseti, að
gegna embættinu. Willum sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
tæki því sem að höndum bæri. „Ég
held að þetta snúist fyrst og fremst
um að klára það sem kann að hafa
verið ákveðið og vera til staðar ef
sinna þarf einhverjum verkefnum.“
Sem kunnugt er fékk Framsókn-
arflokkurinn góða kosningu á laug-
ardaginn, ekki síst í Suðvesturkjör-
dæmi þar sem Willum er oddviti.
„Ég er auðvitað mjög ánægður með
kosningarnar fyrir flokkinn í heild
sinni. Við erum alls staðar að bæta
við. Ég var líka hæstánægður með
að ná inn öðrum manni í Suðvest-
urkjördæmi, það gerbreytir stöð-
unni.“
Hann segist bæði vera fullur auð-
mýktar og þakklætis eftir niðurstöð-
una. „Við einsettum okkur að reka
jákvæða og málefnalega baráttu, að
skapa leikgleði, og ég held að okkur
hafi tekist það.“
Willum var að endingu spar á yfir-
lýsingarnar þegar hann var inntur
eftir eigin stöðu. Hann fékkst ekki
til að upplýsa um það hvort hugur
hans stæði til ráðherraembættis eða
jafnvel forseta Alþingis. „Ég ætla að
vinna vel fyrir land og þjóð. Ég held
að það sé óráðlegt að gera sér vænt-
ingar um eitthvað sem maður hefur
ekki stjórn á sjálfur.“
Willum starfandi
forseti Alþingis
- Var fjórði varaforseti á liðnu þingi
Willum Þór
Þórsson
2021 ALÞINGISKOSNINGAR