Morgunblaðið - 28.09.2021, Page 8

Morgunblaðið - 28.09.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021 Akrýlsteinn • Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið - endalausir möguleikar • Auðvelt að þrífa og gera við Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Nú er kosningunum lokið og jafnvel búið að telja atkvæðin og sum þeirra tvisvar. Það er betra að hafa niðurstöðu kosninganna á hreinu. Þetta segir Halldór í Kópa- vogi að séu skilaboðin þaðan: - - - Aðild að Evrópusambandinu er hafnað. - - - Loftslagsmál hafa lítið vægi. Hálendisþjóðgarð- ur er ekki áhuga- mál. - - - Innflytjendamál hafa lítið vægi. - - - V.G. eru aðeins að tapa 1 þing- manni. - - - Aukinni fíkniefnanotkun er hafnað. - - - Stjórnarskráráhugi er lítill. - - - Fólk vill færri og stærri stjórn- málaflokka. - - - Fólk vill kjósa til Alþingis. - - - Fólk vill aðstoð við fátæka. - - - Óánægja með kvótakerfið er ekki almenn. - - - Fólk trúir ekki hverju sem er.“ - - - Þá liggur það fyrir. Sem sagt gott. Halldór Jónsson Þá er það afgreitt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróun- arsamvinnuráðherra, sagði í ávarpi, sem hann flutti á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær, að loftslagsbreytingar, yfirstand- andi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóða- samskiptum gerðu kröfu um aukið traust og sam- starf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Guðlaugur Þór flutti ávarp sitt á skjá en þingið er blanda af fjarfundum og beinni þátttöku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór hafi lýst því yfir að brýnt sé að standa við Parísarsamkomulagið um loftslagsmál. Hann reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði að- gerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslags- aðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstak- lega í tengslum við nýtingu jarðhita. Þá sagði Guðlaugur Þór mikilvægt að ríki stuðl- uðu að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismál- um sem skiluðu sér í bættum samfélögum og auk- inni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Krafa um aukið traust og samstarf - Guðlaugur Þór Þórðar- son ávarpaði þing SÞ Ávarp Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpaði alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna af skjá. Alls greindust 44 kórónuveirusmit innanlands um nýliðna helgi, 24 á sunnudag og 20 á laugardag. Þá greindust 39 smit á sl. föstudag. Níu eru á sjúkrahúsi veikir af Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Alls voru 24 utan sóttkvíar við greiningu um helgina og 16 á föstu- dag. Bólusetningarstaða hinna smituðu hefur ekki verið gefin út. Fimm kórónuveirusmit greindust á landamærunum um helgina og sex á föstudag. Mótefnamælingar er beðið í tveimur tilvikum. 14 daga nýgengi innanlands á hverja 100.000 íbúa stendur nú í 114,3. 908 einstaklingar eru nú í sóttkví, 341 í einangrun og 454 í skimunarsóttkví. Tekin voru tæplega 4.000 sýni um helgina og tæplega 3.000 á föstudag. Hlutfall jákvæðra einkennasýna var í hærra lagi á laugardag eða 4,72% en það var lægra á sunnudag og föstudag og var þá rúm 2%. 44 kórónuveirusmit greindust um helgina 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 1. 0 0 íg æ r 44 ný innanlandssmit greindust sl. helgi (lau. 25. og sun. 26. sept.) 908 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 454 eru í skimunarsóttkví341 eru með virkt smit og í einangrun 9 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.