Morgunblaðið - 28.09.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Djúpt í iðrum gamallar kolanámu á
Svalbarða eru ýmsir dýrgripir
mannkyns geymdir til eilífðarnóns.
Þeirra á meðal er stafrænt afrit af
norskri þýðingu á Flateyjarbók, sem
er stærst allra íslenskra skinnbóka.
Hún er alls 202 blöð sem voru skrif-
uð undir lok 14. aldar og 23 blöð sem
bætt var við bókina á síðari hluta 15.
aldar. Það var The Saga Heritage
Foundation sem afhenti bókina til
geymslu. Stofnunin vinnur að rann-
sóknum í norrænum fræðum.
Safnið heitir Arctic World Archive
(arcticworldarchive.org) – AWA.
Samkvæmt heimasíðu AWA er
geymslan hönnuð til að standa af sér
flestar hörmungar af völdum náttúr-
unnar eða manna. Gögnin sem þar
eru geymd eiga að varðveitast öld-
um saman. Megnið af efninu er varð-
veitt á stafrænu formi. Geymslu-
aðferðin og öryggi geymslunnar eru
sögð tryggja geymslu gagnanna til
langrar framtíðar. Safnið var stofn-
að árið 2017 af norska fyrirtækinu
Piql AS (piql.com) sem þróaði
geymslutæknina. Með henni eiga
safngripirnir að varðveitast öldum
saman og vera aðgengilegir í fjar-
lægri framtíð.
Nú þegar hafa safngripir borist
frá meira en 15 löndum. Geymslan
er um 300 metra inni í göngum gam-
allar kolanámu í fjöllum Svalbarða.
Nú hafa 42 þjóðir lýst því yfir að
Svalbarði sé hernaðarlega hlutlaust
svæði. Það hvað Svalbarði er fjarrri
skarkala heimsins og kuldinn á
þessum slóðum þykir auka á
geymsluöryggið.
Safnið geymir meðal annars staf-
ræn afrit af málverkum Rem-
brandts og Munchs. Þá er þar að
finna ýmsa dýrgripi úr bókasafni
Vatíkansins í Róm og fornar myndir
úr Ajanta-hellunum í Indlandi, upp-
lýsingar um ýmis vísindaleg afrek
og menningararfleifð samtíma okk-
ar. Einnig eru þar geymdar miklar
upplýsingar um þróun tækni og
hugbúnaðar. Þar á meðal grundvall-
arupplýsingar um stýrikerfi Linux
og Android, ýmis þekkt forrit-
unarmál, upplýsingar um rafmynt-
irnar bitcoin og ethereum, gervi-
greind og margt fleira.
Evrópska geimvísindastofnunin
(ESA) hefur sett þar í geymslu
margvíslegar upplýsingar um geim-
rannsóknir stofnunarinnar og
myndasafn norska hersins sent stór
myndasöfn til geymslu.
Að sögn AWA hafa safngripir
þegar borist frá Bandaríkjunum,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu,
Spáni, Mexíkó, Brasilíu, Ungverja-
landi, Malasíu, Taílandi, Indlandi,
Kanada, Slóvakíu, Kasakstan, Hol-
landi og Stóra-Bretlandi.
Gersemar geymdar til eilífðarnóns
- Margvíslegum menningarverðmætum er nú safnað til geymslu í aflagðri kolanámu á Svalbarða
Geymslan AWA-safnið er í aflagðri kolanámu rétt fyrir utan Longyearbyen á Svalbarða. Náman er eign kolanámafélags í eigu norska ríkisins. Geymslan er um 300 metra inni í námagöngunum.
Ljósmyndir/AWA
Tæknin Piql AS þróaði piqlFilm-geymslumiðilinn sem þolir rafsegulgeislun og er endingargóður.
Lífskjarasamningurinn á almenna
vinnumarkaðinum heldur gildi sínu
þrátt fyrir að forsendur hans séu
að hluta til taldar brostnar og mun
hann því gilda út gildistímann til
loka október á næsta ári.
Samninganefnd Alþýðusam-
bands Íslands og framkvæmda-
stjórn Samtaka atvinnulífsins
komu saman á fundi í gær þar sem
fjallað var um framhald lífskjara-
samningsins. Eins og fram hefur
komið komst forsendunefnd við-
semjenda að þeirri niðurstöðu í
seinustu viku að hluti af forsend-
um samningsins héldi ekki, þ.e.a.s.
sú forsenda sem byggðist á yf-
irlýsingum sem stjórnvöld gáfu við
gerð samninganna vorið 2019.
Vilji af beggja hálfu
Í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu ASÍ og SA síðdegis í gær
segir: „Lífskjarasamningur SA og
aðildarfélaga ASÍ hvílir á forsend-
um sem ekki stóðust fullkomlega
þar sem stjórnvöld efndu ekki öll
fyrirheit í yfirlýsingu sinni dags. 4.
apríl 2019.
Samninganefnd Alþýðusam-
bands Íslands og framkvæmda-
stjórn Samtaka atvinnulífsins hitt-
ust á fundi í dag um framhald
lífskjarasamningsins, en bregðist
forsendur getur hvor aðili sagt
honum upp fyrir kl. 16 hinn 30.
september.
Á fundi aðila kom fram vilji af
beggja hálfu til þess að samningar
standi og halda þeir því gildi sínu
þar til þeir renna út hinn 1. nóv-
ember 2022,“ segir í fréttatilkynn-
ingu ASÍ og SA.
Lífskjarasamn-
ingurinn heldur
- Samninganefndir SA og ASÍ funduðu
Morgunblaðið/Hari
Undirritun Lífskjarasamningurinn
var undirritaður í aprílbyrjun 2019.