Morgunblaðið - 28.09.2021, Side 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
innan trausts umhverfis hjá fag-
mönnum. Markmiðið sé að bjóða upp
á blandaðar bardagaíþróttir fyrir
alla í öruggu umhverfi á samkeppn-
ishæfu verði.
Boðið verði upp á jiu-jitsu, hnefa-
leika og búr fyrir blandaðar bar-
dagaíþróttir. En hvernig metur
Björn eftirspurnina og áhugann?
Horft til erlendra markaða
„Hér á landi eru litlir og vinsælir
boxklúbbar. Þá má nefna að jiu-jitsu
er á mikilli uppleið í Evrópu. Við
horfum fyrst og fremst á það sem er
að gerast erlendis. Ég hef persónu-
lega ekkert vit á þessu,“ segir Björn
og hlær við. Það sé í höndum Arnars
og Árna að útfæra þjónustuna.
Bardagaklúbburinn Mjölnir er í
Öskjuhlíð en Tjarnarvellir eru syðst
á höfuðborgarsvæðinu.
Björn segir aðspurður að horft
hafi verið til þessa. Það sé enginn
bardagaklúbbur í Vallahverfinu. Þar
fjölgi íbúum ár frá ári, ekki síst
yngra fólki, ásamt því sem íbúar
annarra hverfa sæki stöðina.
„Vellirnir eru mjög öflugir. Þessi
stöð er á frábærum stað með tilliti til
íbúabyggðar og samgangna,“ segir
Björn.
Samhliða þessum framkvæmdum
eru starfsmenn World Class að inn-
rétta nýjan 200 fermetra sal á efri
hæðinni á World Fit-stöðinni í
Kringlunni, en til upprifjunar var ný
World Class-stöð opnuð við bíógang-
inn í Kringlunni í apríl sl. Hún er
2.000 m2 og á tveimur hæðum.
Sveiflur í fjölda korthafa
Korthafar hjá World Class voru
um 49.300 talsins þegar faraldurinn
hófst í mars í fyrra, um 46.500 í júlí í
fyrra og um 38 þúsund í desember
síðastliðnum. Að sögn Björns hefur
korthöfum fjölgað hratt í haust.
Þeim hafi fækkað í 31.500 í ágúst en
séu nú orðnir ríflega 36 þúsund.
Varðandi afkomuna í ár áætlar
Björn að tekjurnar verði þrír og
hálfur milljarður og að félagið skili
hagnaði. Til samanburðar hafi bók-
haldslegt tap í fyrra numið um 90
milljónum króna.
Hvað snertir langtímaáhrif farald-
ursins á reksturinn beri að hafa í
huga að félagið hafi frestað afborg-
unum af lánum og gripið til annarra
aðgerða vegna tekjufalls. Árið 2019
hafi World Class skilað um 820 millj-
óna króna hagnaði fyrir vexti og af-
skriftir.
Setja upp boxhanskana
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í Hafnarfirði Klúbburinn verður á efri hæðinni á Tjarnarvöllum.
- World Class-keðjan stofnar bardagaklúbb - Verður til húsa á Tjarnarvöllum
- Korthöfum er tekið að fjölga á ný eftir mikla fækkun í kórónuveirufaraldrinum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eigendur heilsuræktarkeðjunnar
World Class hyggjast færa út kví-
arnar og opna einn stærsta bardaga-
klúbb landsins
um áramótin.
Verður hann á
efri hæð World
Class-stöðvarinn-
ar á Tjarnarvöll-
um í Hafnarfirði.
Staðurinn
verður rekinn
undir sömu
kennitölu og keðj-
an en með eigin
vörumerki sem er í þróun.
Verður í 800 fermetra rými
Björn Leifsson, stofnandi og einn
eigenda World Class, segir klúbbinn
verða í 800 fermetra sal á efri hæð-
inni. Rýminu verði skipt upp með
tjöldum og búningsklefar innréttaðir
fyrir félaga klúbbsins.
„Við höfum fengið þá Arnar Frey
Vigfússon og Árna Ísaksson – Árna
úr járni – til liðs við okkur,“ segir
Björn. Þeir félagar hyggist höfða til
sem flestra og bjóða upp á þjálfun
Björn
Leifsson
milljónir í fyrra, alls 324 milljónir
króna.
Einstök byggingaraðferð
Deshús hafa meðal annars byggt
og selt parhús við Uglugötu í Mos-
fellsbæ. Við kynningu á verkefninu
kom fram að húsin væru „afrakstur
áratuga rannsókna við Konunglega
sænska tækniháskólann í Stokk-
hólmi sem miðuðu að því að þróa
hús sem hentuðu sérstaklega nor-
rænni veðráttu“. Meginmarkmið
hennar væri að koma í veg fyrir
raka og myglu, tryggja góða hljóð-
vist og orkusparnað. Vegna þess-
ara eiginleika svöruðu húsin vel
kröfum nútímans en á Norður-
löndum sé aðferðin þekkt sem
Casabona. baldura@mbl.is
Deshús byggingafélag var með ríf-
lega 165 milljónir króna í tekjur í
fyrra, að því er lesa má úr ársreikn-
ingi sem hefur verið birtur hjá
fyrirtækjaskrá
ríkisskattstjóra.
Félagið er í
eigu þriggja fjár-
festa. Þórarinn
Magnússon á
50% hlut og Ein-
ar Karl Haralds-
son og Össur
Skarphéðinsson
eiga báðir 50%
hlut í félaginu.
Félagið var ekki með rekstrar-
tekjur árin 2017 og 2018, sam-
kvæmt ársreikningum, en hafði 159
milljónir í tekjur árið 2019 og 165
Tekjur Deshúsa 165 milljónir 2020
- Óverulegur hagnaður varð af rekstri byggingafélagsins árin 2019 og 2020
Deshús byggingafélag
Þús. kr. 2017 2018 2019 2020
Rekstrartekjur 0 0 158.987 165.025
Eignir 45.457 205.090 127.057 3
Skuldir 45.809 206.522 128.007 734
Hagnaður/tap -852 -1.080 482 218
under construction
159 m.kr.
165 m.kr.
H
ei
m
ild
:Á
rs
re
ik
ni
ng
ar
Össur
Skarphéðinsson
28. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.76
Sterlingspund 176.08
Kanadadalur 101.31
Dönsk króna 20.293
Norsk króna 14.956
Sænsk króna 14.883
Svissn. franki 139.32
Japanskt jen 1.1652
SDR 182.61
Evra 150.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.69
« Úrvalsvísitala
aðallista Kaup-
hallar Íslands
hækkaði í gær um
2,55% í líflegum
viðskiptum þar
sem öll félögin í
kauphöllinni hækk-
uðu í verði.
Hlutabréfagrein-
endurnir Snorri
Jakobsson hjá
Jakobsson Capital og Stefán Már
Bogason hjá IFS ráðgjöf voru sammála
um það í samtali við mbl.is í gær að
ástæður hækkananna væru meðal ann-
ars þær að dregið hefði úr óvissu eftir
að niðurstöður alþingiskosninga lágu
fyrir um helgina.
Brim hækkaði mest
Mest hækkuðu bréf í sjávarútvegs-
fyrirtækinu Brimi, eða um 8,18% í 346
milljóna króna viðskiptum. Gengi fé-
lagsins í lok dags var 59,5 hver hlutur.
Næstmest hækkuðu bréf í upplýs-
ingatæknifyrirtækinu Origo, eða um
5,93% í 29 milljóna króna viðskiptum.
Gengi bréfa félagsins er nú 62,5 krónur
hver hlutur.
Þriðja mesta hækkunin í gær varð á
bréfum Kviku banka. Þau hækkuðu um
5,63% í 667 milljóna króna viðskiptum.
Gengi Kviku á markaðnum er nú 24,4
krónur hver hlutur, en hæst hefur geng-
ið farið í 25,2 krónur.
Mestu viðskipti með Arion
Mestu viðskiptin í gær voru með bréf
Arion banka, tæplega 2,9 milljarða
króna viðskipti og hækkuðu bréf bank-
ans um 3,63%. Gengi bréfanna er nú
171,5 og nálgast Arion banki nú aftur
sitt hæsta gildi, sem er 175,5 krónur
hver hlutur.
Næstmestu viðskiptin í gær voru
með bréf tæknifyrirtækisins Marels,
eða 1.360 milljónir króna.
Gengi Marels er nú 914 krónur hver
hlutur og hækkaði gengi félagsins um
1,56% í gær.
Hæsta sögulega gengi Marels er 973
krónur hvert hlutabréf.
Öll kauphallarfélögin
hækkuðu í verði í gær
Hækkun Bréf
Brims tóku stökk.
STUTT