Morgunblaðið - 28.09.2021, Qupperneq 13
0
10
20
30
40
50
Niðurstöður þingkosninga frá sameiningu þýsku ríkjanna 1990, í %
Kosningaúrslit í Þýskalandi
Heimild: Landskjörstjórn Þýskalands **bráðabirgðatölur aðmorgni 27. september
*Hafa heitið Die Linke frá 2005
24,1
32,9
20,5
8,9
43,8
25,7
33,5
14,8
5,1
1990
**Aðrir flokkar fengu 8,7% atkvæða 2021
19981994 2002 2005 2009 2013 2017 2021**
10,3
4,9
11,5
Die Linke*
(yst til vinstri)
SPD
(Sósíal-
demókratar)
Græningjar CDU/CSU
(kristilegu
flokkarnir)
FDP
(Frjálslyndir
demókratar)
AfD
(Yst til hægri)
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Engar skýrar línur um stjórnar-
myndun lágu fyrir í Þýskalandi eftir
þingkosningarnar í fyrradag, en
Sósíaldemókrataflokkurinn náði þar
mestu fylgi, eða um 25,7%, og flest-
um þingmönnum. Munaði þó einung-
is um einu og hálfu prósentustigi á
þeim og bandalagi kristilegu flokk-
anna CDU/CSU, en þeir fengu
24,1% eftir að hafa mælst með allt að
21% fylgi í skoðanakönnunum síð-
ustu vikurnar.
Armin Laschet, kanslaraefni
CDU/CSU, sagði í gær að hann væri
reiðubúinn til þess að leiða næstu
ríkisstjórn, þrátt fyrir að flokkarnir
hefðu fengið sína verstu útkomu í
kosningum frá lokum síðari heims-
styrjaldar. Sagði Laschet að enginn
flokkur gæti sagst hafa skýrt umboð
kjósenda til þess að mynda næstu
stjórn, og væri hann því reiðubúinn
til að ræða við Græningja og Frjáls-
lynda demókrata um myndun svo-
nefndrar „Jamaíku“-stjórnar.
Olaf Scholz, kanslaraefni SPD,
sagði hins vegar að skilaboð kjós-
enda væru þau að kristilegu flokk-
arnir ættu heima í stjórnarandstöðu,
þar sem þeir hefðu tapað umtals-
verðu fylgi frá síðustu kosningum,
en þá leiddi Angela Merkel, fráfar-
andi kanslari, flokkinn til mikils sig-
urs og 32,9% fylgis.
Fylgiskönnun sem þýska ríkis-
sjónvarpið ARD stóð fyrir benti hins
vegar til að um 13% þeirra sem kusu
kristilegu flokkana þá hefðu ákveðið
að kjósa SPD nú. Þá má líta á það
sem ákveðið merki um þau tímamót
sem urðu um helgina að þingsæti
Merkel féll til Sósíaldemókrata í
kosningunum.
Minni flokkarnir ræða saman
Sagði Scholz að hann vildi mynda
„umferðarljósastjórn“ sem fyrst
með Græningjum og Frjálslyndum
demókrötum, og var hann þess full-
viss að flokkarnir þrír gætu náð sam-
an um myndun ríkisstjórnar í síðasta
lagi fyrir jól.
Christian Lindner, formaður
frjálslyndra demókrata, sem fengu
um 11,5% í kosningunum, sagði hins
vegar á kosninganótt að hyggilegast
væri að hann myndi ræða við Græn-
ingja um málefnasamstarf áður en
hann heyrði í kristilegum demókröt-
um eða SPD, en Græningjar fengu
14,8% atkvæða.
Flokkarnir tveir eru því líklega
ómissandi, sama hvernig stjórn
verður mynduð, en það þykir vera
heldur langt á milli frjálslyndra og
græningja í skatta- og efnahagsmál-
um. Hugur Lindners stendur nær
kristilegum demókrötum, en Anna-
lena Baerbock, kanslaraefni Græn-
ingja, sagði einungis að úrslitin væru
ákall kjósenda um „nýtt upphaf“.
Vinstri hangir inni
Kjósendur slógu hins vegar af
borðinu einn stjórnarmyndunar-
möguleika, sem ræddur hafði verið
fyrir kosningar, þar sem Die Linke,
eða Vinstrið á íslensku, fékk einung-
is um 4,9% atkvæða, sem er undir
þröskuldi Þjóðverja fyrir lands-
kjörna þingmenn. Fékk flokkurinn,
sem er arftaki austurþýska komm-
únistaflokksins, engu að síður 39
þingmenn í heildina þar sem hann
náði að tryggja sér sæti í þremur
kjördæmum, og sluppu vinstrimenn
því fyrir horn við að detta út af þingi.
Var sú niðurstaða nokkuð undir
væntingum manna þar á bæ, þar
sem möguleg stjórnarseta með SPD
og Græningjum hafði verið rædd í
hillingum, en Vinstri hefur aldrei áð-
ur verið með í ríkisstjórn.
Þá náði Stefan Seidler kjöri fyrir
hönd flokks danska minnihlutans í
Suður-Slésvík, SSW. Var þetta í
fyrsta sinn sem flokkurinn bauð
fram frá árinu 1961, en þar sem SSW
er fulltrúi minnihlutahóps var hann
undanþeginn reglum um 5% þrösk-
uldinn.
Sagði Seidler niðurstöðuna sögu-
lega, og kalla á að þýsk stjórnvöld
horfðu ekki fram hjá málefnum Suð-
ur-Slésvíkur. Þetta skipti því veru-
legu máli fyrir danska minnihlutann.
AFP
Ósigur Armin Laschet, leiðtogi CDU, var vongóður um að geta myndað rík-
isstjórn þrátt fyrir að bandalag kristilegu flokkanna hefði tapað miklu fylgi.
Stjórnarmyndun enn í óvissu
- Engar skýrar línur fengust í þýsku kosningunum á sunnudaginn - Bæði Laschet og Scholz gera til-
kall til kanslaraembættisins - Frjálslyndir vilja ræða fyrst við Græningja um áherslur nýrrar stjórnar
Skipting þingsæta á sambandsþinginu eftir kosningarnar
m.v. bráðabirgðaniðurstöður að morgni 27. september
Þýska þingið eftir kosningar
Heimild: Landskjörstjórn Þýskalands
Die Linke
(yst til
vinstri)
SPD
(Sósíal-
demókratar)
Græningjar CDU/CSU
(kristilegu
flokkarnir)
FDP
(Frjálslyndir
demókratar)
AfD
(yst til
hægri)
Aðrir
735
þingsæti39
206
118 92
196
83
1
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2021
Eldfjallið La Cumbre Vieja á Kan-
aríeyjum hóf aftur í gær að spúa út
ösku eftir nokkurra klukkustunda
goshlé. Eru um 300 íbúar á eyjunum,
sem ekki hafa þurft að flýja heimili
sín, nú fastir á þeim vegna ótta við að
eiturgufur muni menga loftið þegar
hraunrennslið streymir út í sjó. Er
hraunið nú tæpan kílómetra frá
ströndinni.
Fjallið hefur verið að senda út
gosösku og hraun til skiptis í nokk-
urn tíma, en í gærmorgun hætti öll
eldvirkni í fjallinu, og fylgdust
spænskir náttúruvársérfræðingar
grannt með framvindu mála.
Eldgosið hefur nú lagt um 235
hektara lands í eyði, en þar á meðal
eru 513 fasteignir, nærri 20 kíló-
metrar af bundnu slitlagi og mikið af
bananaekrum. Þá hafa rúmlega
6.000 manns neyðst til að flýja heim-
ili sín síðan gosið hófst 19. septem-
ber.
Fjallið aftur far-
ið að spúa ösku
AFP
Öskufall Eldfjallið sendi háan skýstrók upp í loft í gær eftir stutt goshlé.